Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA ÞIÓÐVILIXNN Þriðjudagur 16. júlí 1963 GWEN BRISTOW: r i HAMINGJU LEIT stikaðj útum dyrnar. Garnet elti hana. Það var ekki mikið svigrúm í eldhúsinu, því að borðið tók megnið af gólfrým- inu. En Florinda stikaði fram og aftur um blettinn sem auð- ur var með bláa klútinn dingl- andi á arminum og íkoninn í hendinni. — Þessi líka bölvað- ur asni, sagði hún. — Þetta erkifífl. Hvern fjandann á ég eiginlega að gera við þetta! íkoninn hennar móður hans! Ég gaeti molað á honum þverhaus- inn. Og svo stingur hann af til Rússlands svo að ég get ekki látið hann heyra álit mitt á honum. Að narra mig til að lofa að gæta hans vel, ég gæti snú- ið hann úr hálsliðnum. Þessi fantur og fúlmenni — Röddin brast. Garnetu til mik- illar undrunar fylltust augu Florindu tárum sem flóðu nið- ur kinnarnar. Hún kjökraði inn í bláa silkiklútinn. — Þessi endemis asni, sagði hún hálf- kæfðri röddu, — að detta þessi fjarstæða í hug. Gamet skildi þetta ekki al- menrriiega. En hún gekk til Florindu og lagði handlegginn yfrum hana svo að hún gæti grátið við oxl henni. Florinda hörfaðj reiðilega undan. — Vertu ekki með neina til- finningasemi min vegna. Mér hefur aldrei á ævinni fundizt ég vera eins mikill auli. En þetta vildi hann. hann vildi koma mér til að gráta. Þess vegna gaf hann mér þetta. Svo að ég gæti hagað mér eins og hálfviti. Þessi líka fantur. ég gæti lúbarið hann. En þrátt fyrir reiðina fossuðu t'árin nið- Hárgreiðslan Hárgreíðslu- og snyrtistofa STEINC og DODO Laugavem 18 in. h (Iyftal Siml 24616 P E R M A Garðsenda 21. simf 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við ailra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HARGREIÐSLDSTOFA AUSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — síml 14656. — Nuddstofa á sama stað. — ur kinnamar á Ihenni. Hún þurrkaði þau burtu með hláa klútnum. Garnet sagði undrandi: — Ég hef aldrei fyrr séð þig gráta. — Nei, og þú munt heldur aldrei sjá það framar. Hann sagði einu =inni fyrir löngu að ég þyrfti að gráta einstöku sinn- um. Og nú gaf hann mér þetta til þess að ég gerði það. Bölv- aður asninn sá ama. Ég gæti sparkað í hann. Hún þurrkaði sér um augun með klúlnum og snýtti sér í hann. — Gamet, sagði hún hvössum rómi. — Hvað er langt héðan til St. Pétursborgar? — Ég vejf það ekki. Hann hélt sjálfur að það væru einar tíu þúsund mílur, manstu það ekki? — Tíu þúsund milur. Ég vildi óska að þær væru tíu milljón- ir. Ég vona að hann drukkni. Ég vona að sjóræningjar taki hann og hengi hann. Ég vona að hann falli útbyrðis og hvalirnir éti hann. Ég vona að hann fái skyrbjúg og missi allar tenn- urnar. Þetta svín, þessi krókó- díll, þessi eiturnaðra. Hann sagðist gefa mér þetta vegna þess að ég væri góð kona. Fjandinn sjálfur. af hverju var hann að þessu bulli? Hafi ég verið góð siðan ég kom til Los Angeles, þá er það aðeins vegna þess að hér var ekki nokkur karlmaðúr $em óg nennti að líta, ívisvar á, og það veit hann eins vel oig ég. Bíddu bara! Ef þetta guðsvolaða land á eftir að ná sér á strik og koma sér upp sæmilegum karlmanni sem er loðinn um lófana. þá skai ég sveimér snúa honum um firigur mér — ég hef gert það fyrr og ég get gert það aftur. Þessi rússneski asni. Að gefa mér ík- oninn hennar móður sinnar! Ég vona að hann smitist af bólunni. Þær heyrðu fótatak fyrir ut- an og Florinda hrökk í kút. — Almáttugur, það er Silky að koma! Hann má ekki sjá mig útgrátna! Komdu upp á loft. Hún þaut út. Garnet heyrði hana hlaupa upp stigagarminn. Silky kom inn. Hann siagði Garnetu að hann hefði séð Ris- ann ásamt fylgdarliði ríða út úr bænum, svo að nú mætti opna veitingastofuna. José kæmi eftir andartak. — Hvar er Flor- inda? spurði hann. — Hún fór upp í herbergið sítt. — Hlauptu upp og segðu henni — byrjaði Silky og átt- aði sig. Hann mundi allt í einu að Gamet var ekki lengur í vinnu hjá honum. Gamet var í þann veginn að giftast John. og þótt Silky hefði ekkert heyrt um 3ð John ætlaði að róta upp gulli fyrir norðan, þá vissi hann að John var rikur ranchóeigandi. Hann brosti og hneigði sig. — Ef þér vilduð gera svo vel, frú Hale. þá þætti mér vænt um að þér segðuð Florindu að við þurfum að fara að opna barinn aftur. — Já, það skal ég gera, sa-gði Garnet. En hún þóttist vita að Florinda væri ekki í skapi til að koma niður undir eins. svo að hún bætti við: — Ég býst við að Florindu langi til að skipta um föt áður en hún kemur niður. Við klæddum okk- ur í svo miklum flýti í morg- un. — Já, auðvitað. Ekkert liggur á, hreint ekki neitt. Og frú Hale, má ég nota þetta tæki færi til að óska yður alls góðs í væntanlegu hjónabandi yðar. — Þökk fyrir, Silky, sagði Gamet. Áður en honum gæfist tími til að byrja á nýjum orða- flaumi. flýtti hún sér upp stig- ann. Dymar að herbergi Flor- indu voru lokaðar. Garnet barði. — Ert Það þú, Gamet? kall- aði hún. — Kom inn. Gamet fór inn, Florinda sat á rúminu með íkoninn í hönd- unum. Hún var enn rauðeygð, en hún var hætt að gráta. —• Silky bað mig að segja þér, að hann ætli að 'fara að opna barinn, sagði Gamet iFIorinda lieií ekki upp. — Silky má fara til fjandans fyrir mér, sagði hún. — Ég er að hugsa, Gamet. — Já, vina mín. — Þú segir engum, að ég hafi orgað eins og krakki með maga- pínu, er það? — Það veiztu að ég geri ekki. — Og þú mátt ekki segja neinum heldur, að Risinn hafi gefið mér þenrian grip. annars get ég ekki þtið framan í nokk- um mann það sem ég á eftir ólifað. — Ég skal ekki gera það. — Þessi grautarhaus. sagði Florinda, hún hélt áfram að horfa á íkoninn. — Þessi auli með deigklump í heila stað, Og Gamet. — — Já, Florinda. sagði Gara- et.' Hún' 'fór og settist á rúmið hjá Florindu. „Þú . .skilur auðvitað að mér er ekki alvara með neitt af þessu. Að ég voni að hann drukni og hvalur éti hann og allt það“. „Já, elsku vina mín, ég skil það“. „Það vona ég sannarlega ekki. En ég gæti lamið hann. Ég vona að hann komist til Rússlands vandræðalaust og ég vona að hann finni sér kotnu sem er nógu góð handa honum. Nei, það er auðvitað óhugsandi, því að það er enginn kvenmaður til í heim- inum sem er nógu góður handa honum. En ég vona, að hann finni konu sem vill verja ævinni til að reyna að verða það. Þessi reg- inasni. Að gefa mér íkoninn hennar móður sinnar og koma mér til að gráta! Ég gæti kyrkt hann“. Gamet svaraði ekki. Hún bjóst ekki við að Florinda kærði sig um svar. Florinda horfði svo bergnumin á íkoninn að hún vissi naumast að inni var mann- eskja sem hlustaði á orð henn- ar. En þó var hún ekki alveg búin að gleyma nærveru Gar- netar, því að eftir andartak, greip hún f hönd Gametar og þrýsti hana eins og hún væri fegin því að hún var þama. Það varð stutt þögn. Og allt í einu settist Florinda upp eins og hún hefði fengið óvænta hugmynd. „Gamet, viltu fara út fyrir andartak?" „Já, auðvitað", sagði Gamet og ctóð upp. Florinda þrýsti hönd hennar aftur og brosti. „Það var inn- dælt af þér að vera héma hjá mér, en nú langar mig að vera ein svolitla stund". Gamet kyssti hana létt á hár- ið og fór út. Florinda hrökk við þegar dymar lokuðust. Hún beið and- artak og hlustaði, þangað til hún heyrði að Gamet var kom- in inn í herbergi sitt og búin að loka á eftir sér. Florinda leit í kringum sig, taugaspennt á svip eins og hún væri hrædd um að einhver sæi til hennar. Hún lagði fkoninn á rúmið, reis á fætur og gekk að dyrunum. Það var hægt að setja fyrir þær slagbrand en hún gerði það sjaldan. Hún hafði fengið hann í öryggisskyni, ef ske kynni aðí drukkinn náungi leitaði upp á loftið, en dymar niðri voru svo KR - Akranes 3:1 Framhald á 7. síðu. hálfgerðum flækjum, og hann var oft upphafsmaður að þeim samleik sem KR sýndi. Lið Akraness náði oft skemmtilega saman úti á vell- inum, en það gat einhverveg- inn ekki sameinazt um loka- átakið, sókn þeirra rann yfir- leitt út í sandinn. Með Þórð Jónsson í Akranesliðinu er ekki sennilegt að KR hefði fengið bæði stigin, en hann er á síld. Tómas fyllir ekki nærri hans skarð, og kemur þar til að hann vantar þann hraða sem ógnar; leikni hefur Tómas, en er of lengi að framkvæma. Rík- arður og Skúli voru beztu menn framlínunnar, og útherjinn hægri, Jón Ingi Ingvason, kem- ur þar ekki langt á eftir. Þar er á ferðinni gott efni sem hef- ur ýmislegt sem bendir til þess að mikið megi af honum vænta. Hann er hraður, furðu leikinn, með sæmilega skalla, en vantar enn svolítið sjálfstraust. Ingvar stendur stöðugt í stað, og er of einhæfur. Sem miðherji er hann alltof seinn af stað, hefur ekki nóga leikni og mýkt, en hættulegur ef hann kemst í færi en til þess þarf að hugsa fram í tímann og sjá hvað kemur næst. 1 vöminni voru þeir Helgi i markinu og Bogi beztir, og raunar hægri bakvörðurinn. Þórður Ámason, sem er ágætt efni, frískur, sparkviss og hefur enga minnimáttarkennd, en varnarleikur er ekki síður spuming um skipulag og það verður Þórður að læra. Kristinn Gunnlaugsson slapp sæmilega frá leiknum sem bak- vörður. Sveinn Teitsson lék með og er hann liðinu vissulega góður styrkur, en ekki var það hinn gamli góði Sveinn. þótt ýmislegt minnti skemmtilega á hann. Jón Leósson vann mik- ið eins og vant er, en þó var hann ekki eins virkur og oft áður í leikjum Akraness. Dómari var Grétar Norðfjörð og dæmdi vel. Áhorfendur voru margir og veður ágætt. Frímann. Bíddu frændi ég gleymdi svo- litlu. y 111' Ég þarf lika að skreppa inn aftuc. Æ, nú man ég hverju ég gleymdi. Þú verður kyrr, nú förum við af stað. Hvað var það annars sem þú gleymdir? Ég gleymdi að skrúfa fyrir vatnið f baðher- berginu. S K OTTA Hvað á ég oft að segja þér að það er ekki kvenlegt að ráðast á hluti? Ulanborðsmólorana má panla *• Með mismunandi skrúfum * í Iveim lengdum (dýplum) Með sljórnbúnaði og öðrum aukaútbúnaði eftir vali LEITiD NÁNARI UPPLÝSINGA H)Á OSS EÐA KAUPFÉLÖGUNUM DRÁTTARVÉLAR H.F. pMÍHf STENZT ÖLL PRÓF ýthtm mrn UTANBORDSMÓTORAR FARA SIGURFÖR UM HEIMINN REIR ERU FRAMLEIDDIR I ST/íRDUNUM 4Vi, 6Vi, 18, 30 OG 40 HESTÖFL AUCL ÝSING Samkvæmt samþykkt bæjarstjómar Siglufjarðar, 29. júni sl., er hér með auglýst eftir byggingaverkfræðingi til starfa á vegum Siglufjarðarkaupstaðar. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. BÆJARSTJÓRINN 1 SIGLUFIRÐI. bifreiðaleigan HJÓL "S?!™ « 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.