Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 10
Fjárhagsáætlun Kópa- vogs 31,8 millj.kr. Leitar Pakistan á náðir Kína? RAWALPINDI 17/7 — Utan- ríkisrádherra Pakistan, Ali Bhutto, gaf það í skyn á mið- vikudag, að Pakistan kynni að draga sig úr CENTO-bandalag- inu, ef Vesturveldin héldu áfram að veita Indlandi hemaðarað- stoð. Bhutto gaf þessa yfirlýs- ingu í umræðum þingsins um utanríkismál. Ali Bhutto sagði ennfremur, að Pakistan yrði að taka utan- ríkisstefnu sína til nánari yfir- vegunar sökum hernaðaraðstoð- ar Vesturveldanna við Indland. Hann viðurkenndi það, að sam- búðin við England og Bandaríkin hefði versnað, en taldi að frum- kvæðið að bættri sambúð yrði að koma frá þessum löndum. — Pakistan er í erfiðrj að- stöðu sökum þess, að indversk- um vopnum kann að verða beitt gegn Pakistan, sagði Ali Bhutto. Hann kvað þó Pakistan ekki myndu standa einangrað, önnur ríki í Asíu myndu koma því til hjálpar. Ekki nafngreindi Bhutto þessi ríki en enginn vafi er á því talinn, að hann hafi m.a. átt við Kína. Fimmtudagur tölublað. Á aukafundi bæjarstjórnar Kópavogs 12. þ. m. var samþykkt einróma að hækka fjár- hagsháætlun bæjarins úr 26.8 millj. kr. í 31.8 millj. Útsvör voru hækkuð um 1.5 millj., gatnagerðargjald um 2.5 millj. og 1 millj. er ætluð hafði Ferðir verða frá BSf á Skálholts- hátíðina Gera má ráð fyrir að margan manninn fýsi að leggja leið sína til Skálholts, þegar hin nýja kirkja verður vígð. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur fengið verða áætlunarferðir frá Bifreiðastöð Islands kl. 7.30, 10,00 og 12,00, en síðdegis verða svo ferðir aftur í bæinn og fer það eftir veðri og öðrum að- stæðum, hvenær þær verða. Reikningar Kópa- vogs samþykktir verið til ráðstöfunar síðar var nú tekin inn í fjárhagsáætlunina. Jafnframt var ákveðið að verja auknum tekjum á eftirfarandi hátt: Til hækkunar á rekstrarliðum (m.a. laun) bæjarins 1. mill. Til endurbóta á bæjarskrifstof- unum 350 þús. Til greiðslu erfðaleigulanda sem tekin eru undir byggingar 1. miUjón. Til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis 150 þús. Lán til vatnsveitunnar 900 þús. Til nýrra gatna 500 þús. Bókhaldsvél 100 þús. Lagt í framkvæmdasjóð 1. mill. Bæjarstjórinn, Hjálmar Ólafs- son mælti fyrir tillögunum. Sjálf- stæðisflokksmenn höfðu engar tillögur fram að færa og greiddu atkvæði með framangreindum ákvörðunum, en kratinn var ekki mættur á fundinum. Deilur hef jast enn um Tor Heyerdahl STOKKHÓLMl 17/7 — Deil- urnar um kenningar Tor Heyer- dahls eru nú haf nar á ný jan leik. Eins og menn muna setti Heyer- dahl fram þá kenningu, að frum- byggjar Polynesíu hefðu komið frá Suður-Ameríku. Þessu til sönnunar sigldi hann á fleka sín- Reikningar Kópavogsbæjar voru afgreiddir á aukafundi bæj- arstjórnar Kópavogs 12. þ.m. Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri skýrði reikningana og svaraði fyrirspumum er fram höföu komið. LONDON 17/7 — Enski land- búnaðarmálaráðherrann Christo- fer Soames lét svo um mælt í London í gærkvöld, að vestur- evrópsku fiskimálaráðstefn- unni sem halda átti í september, verði trúlega frestað. Ætlunin er, að halda ráðstefnuna í Iondon. Það er enska stjórnin, sem átt hefur frumkvæðið að ráðstefnu þessari. Tekjur Kópavogsbæjar 1962 urðu samtals 21.5 millj. kr. Hæstu gjaldaliðir voru þessir: Stjóm kaupstaðarins 1 millj. 540 þús. kr. Fræðslumál 2 mill. 371 þús. Félagsmál (tryggingar) 5 millj. 087 þús. kr. Heilbrigðis- og hreinlætismál 1.2 milljónir kr. Gatna- og holræsagerð 3.2 m. Tekjuafgangur bæjarsjóðs á ár- inu varð 6.3 millj. kr. Hrein eign bæjarins er 32.3 millj. kr. Reikningar einstakra bæjarfyr- irtækja voru einnig afgreiddir á sama fundi. — Reikningarnir voru samþykktir með samhljóða atkvæðum. Lið íslands á meistara- móti Norðurlandanna Hóimar GK 546, í fyrradag kom hingað til Reykjavíkur nýr og glæsilegur bátur, sem smíöaður er í Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f. Bát- urinn hefur hlotið nafnið HÓLMAR GK 546 og er eigandi hans Einar Gíslason í Sandgerði. FréUamaöur Þjóðviljans skrapp snöggvast um borð í bátinn í gær, þar sem hann lá við verbúðarbryggjuna, og var áhöfnin önnum kafin við að búa hann á veiðar. Frjálsíþróitasamband lslands hefur valið lið það, sem keppa á fyrir íslands hönd á meist- aramóti Norðurlanda, en það fer fram í Gautaborg dagana 30 .júlí til 1. ágúst n.k. Liðið er þannig skipað: Val- Hefur meðferðis dulargervi sitt LAS VEGAS 17/7. — Banda- ríski hnefaleikarinn Floyd Patt- erson hafði meðferðis dulargerfi í ferðakistu er hann kom til æfingarstöðva sinna í Las Veg- as. Hinn fyrrverandi heims- meistari leynir því ekki, að hann hyggist nota dulargerfið ef hann tapi bardaganum við Sonny Liston. Er það keppni um heimsmeistaratitilinn í þunga- vigt, og fer fram á þriðjudag. — Ekki svo að skilja að ég búist við að tapa, sagði Floyd Patterson. En kynni svo að fara myndi ég skammast mín svo rækilega, að ég yrði að setja upp falskt skegg og klæð- ast dulargerfi. Dulargerfið keypti Patterson þegar hann tapaði heimsmeistaratitli sínum til Sonny Liston í Chicago í september. bjöm Þorláksson tugþraut, Jón Þ. Ólafsson hástökk, Kristleif- ur Guðbjörnsson 5000 m hlaup og 3000 metra hindrunarhlaup. Úlfar Teitsson langstökk, Kjart- an Guðjónsson tugþraut, Skafti Þorgrímsson 400 metra og 200 metra hlaup og Sigrún Sæ- mundsdóttir, sem keppir í lang- stökki og hástökki kvenna. Fararstjóri verður Sigurður Júlíusson. en þjálfari hópsins verður Guðmundur Þórarinsson. Um borð hittum við að máli skipstjórann, Helga Kristófersson, ásamt eigandanum og Bjama Ein- arssyr.i skipasrr.íðameistara og fengum hjá þeim eítirfarandi upplýsingar: „Hólmar“ GK 546 hljóp af stokkunum í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur fyrir um það bil viku. Báturinn er 48 tonn að stærð, með 235 ha Rolls- Royce vél og er ganghraði hans 9,5 mílur. Hann er búinn öllum nýjustu siglingatækjum. Eins og sjá má á meðfvlgjandi mynd er Hólmar fram- byggður og er rúmgott vinnupláss á dekkinu fyrir aftan yfirbyggingu. Vistarverur eru fyrir 9 manna áhöfn. Egill Þorfinnsson teiknaði bátinn, verkstjóri við smfði hans var Óskar Guðmunds- son. Vélaverkstæði Bjöms & Halldórs sá um nið- ursetningu á vél. Yfirbygging er úr léttmálmi, smíðuð af Vélsmiðju Bjöms Magnússonar í Kefla- Valbjörn annar í Helsingfors 1 frjálsíþróttakeppni Balkan- landa og Norðurlanda, sem lauk í gær, varð Valbjöm Þorláksson annar i tugþraut. Valbjöm hlaut 6909 stig, en sigurvegari varð finninn Markku Kvama. Hlaut hann 7170 stig. Eins og við var búizt unnu Norðurlönd keppnina glæsilega. Hlutu þau 265.5 stig en Balkan 171.5. Yfirburðir Norðurlanda vom þó ekki eins greinilegir hinn síðari daginn. Af tólf grein- um unnu Norðurlönd tíu. Þau unnu þrefaldan sigur í stangar- stökki og tvöfaldan i fjórum greinum: 800 m hlaupi tugþraut, kringlukasti og 400 m hlaupi. 21 þjóð tók þátt i keppninni Yfir- leitt var árangur góðui Nánar verður sagt frá einstöku' ';t- um síðar. vík. önnur jámsmíði er unnin af Vélsmiðju Olsens, Njarðvík- um. Allur frágangur skipsins og handbragð er hið fegursta, og lét eigandinn í ljós sérstaka á- nægju með allan frágang hans. Bjami Einarsson kvað þetta fjórða fiskiskipið, sem Skipa- smíðastöð Njarðvíkur h.f. hefur smíðað, en hið fyrsta þeirra hljóp af stokkunum 1953. Annars væri viðhald og viðgerðir skipa aðalverkefni skipasmíðastöðvar- innar og tók hún t.d. á annað hundrað skipa til viðgerðar á sl. ári. Ekki er unnið að neinni nýsmíði í skipasmíðastöðinni sem stendur, og taldi Bjarni litlar líkur á aukinni nýsmíði skipa innanlands, þar sem mikil vönt- un væri á skipasmiðum. Á Hólmari er sex manna á- höfn, og verður báturinn gerður út á togveiðar frá Sandgerði. Skipstjórinn, Helgi Kristófers- son, kvaðst mjög ánægður með bátinn eftir reynsluferðina. — Þess má geta að Helgi var áð- ur með vélbátinn Dux, og er áhöfnin á Hólmari öll hin sama og var á Dux. um Kon-Tiki frá Suður-Amerfku yfir Kyrrahaf til Polynesíu. Það er Ameríkumaður, Robert C. Suggs að nafni, sem er þess valdur, að deilumar hófust á ný. Fyrir skömmu gaf hann út bók um Polynesíu. Hélt hann þvi fram, að Heyerdahl hefði ekkert sannað af kenningum sínum. Undir þetta tók dr. Stig Ryden í ritdómi um bókina. Dr. Ryden er dósent við mannfræðisafnið i Stokkhólmi, og einn fremsti fræðimaður Norðurlanda á þessu sviði. Á miðvikudag skrifar svo Tor Heyerdahl opið bréf til dr. Ryd- ens i Svenska Dagbladet. Segir hann þar, að Svíinn hafi aldrei viljað mæta sér á opnum fundi, þrátt fyrir það að hann hafi far- ið fram á slíkt. Hafi dr. Ryden hvorki viljað mæta sér í visinda- félögum né í sjónvarpi. Hafi sænska sjónvarpið reynt að koma á slíkum umræðufundi í júni, en Svíinn neitað. Skorar Heyerdahl á Ryden að mæta sér á umræðufundi. kveðst vera reiðubúinn til að „grafa stríðs- öxina“ en ef Svíinn sé það ekki skuli þeir hittast og eiga leik saman. Einnig birtir Heyerdahl sím- skeyti, sem hann kvaðst hafa sent dr. Ryden. Minnir hann þar dr. Ryden á, að hann hafi árum saman gert á sig árásir án þess að vilja mæta sér á opinberum fundi. Segir Heyerdahl í sím- skeytinu, að ef fleiri slíkar árás- ir verði á sig gerðar komi hann sjálfur til Stokkhólms og heimti opinberar umræður annað hvort í vísindafélagi eða í sjónvarpi. Ryden hefur hinsvegar svarað því til, að hann sé reiðubúinn að mæta Heyerdahl á slíkum fundi, ef Suggs fái að taka þátt í umræðunum. París lamast PARlS 17/7 — Flutningatæki í París og nágrenni borgarinn- ar stöðuðust í dag sökum verk- falla. Starfsmenn við jámbraut- ir og neðanjarðarbrautir borg- arinnar lögðu niður vinnu, svo og starfsmenn við rafmagns- stöðvar borgarinnar. Vinnustöðv- unin var gerð til þess að mótmæla frumvarpi ríkisstjómarinnar, sem er ætlað að hindra stuttar, skyndilegar vinnustöðvanir sem þessar. Tals- vert hefur verið af slíkum verk- föllum undanfarið. Fyrst var rafmagn tekið af svo að neðanjarðarbrautir borg- arinnar stöðuðust. Síðan lögðu starfsmenn jámbrauta niður vinnu og stóðu jámbrautir kyrr- ar í hálfan þriðja tíma. Starfsmenn við ríkisútvarpið lögðu einnig niður vinnu, og stóð það í einn sólarhring. Á meðan var aðeins send hljómlist af plötum og einstakar fréttir. Tollverðir við Orly-flugvöllinn lögðu niður vinnu eina klukku- stund, einnig féll niður vinna nokkra hríð hjá flugfélaginu Air France. Byggingarfélagið Brú sendi ekki tilboð í hafnargerðina Nýlega skýrði Þjóðviljinn frá t'lboðum, sem borizt hafa i hafn- argerðina í Nj'írðvikum og var í fréttinni talið, að annað til- boðið af tveim sem bárust, hefði verið frá Byggingafélaginu Brú. Hér er um ranghermi að ræða. Byggingafélagið Brú sendi ekkert tilboð í þetta verk, og eru hlutaðeigendur beðnir afsök- unar á þessu r.anghermi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.