Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.07.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 18. júlí 1963 — 28. árgangur — 158. tölublað Mjólkurfræðingar hafa boðað verkfall Ágreiningurinn stendur einkum um aldursuppbót á laun ¦*»«¦¦»•¦•«¦»«¦¦•¦¦¦"»«»¦¦»*¦¦ >¦*¦*¦¦«¦¦» Iðnaðar- menn enn í samningum ~k Enn er ósamið við nokkur félög iðnaðarmanna, þótt samningaviðræður muni hins vegar standa yí- ir við flest þeirra sem ó- samið er við. S.I. mánu- dagskvöld var fundur með samninganefndum trésmiða og meistara og náðíst ekki samkomulag. Annar fundur var boðaður í gærkvöld, og var blaðinu ekki kunnugt um niðurstöðu hans. ~k I fyrradag náðist sam- komulag milli pípulagn- ingamanna og meistara og fá pípulagningamenn 13% kauphækkun. . •k Þá samþykkti Félag ís- Ienzkra, rafvirkja einnig nýja samninga á fundi í fyrrakvöld, og hækkar kaup þeirra um 13%. Eínnig fá þeir kr. 0.75 í verkfæra- gjald á tímann og er það nýmæli í samningum þeirra. Rafvirkjar með próf frá rafvirkjadeild Vélskól- ans fá 10% hærra kaup en almenni textinn segir til um. Einnig var samið í fyrsta skipti um kaup flokksstjöra (15% hærra en sveinakaup) og nokkrar aðrar lagfæringar gerðar á samningunum í heild. ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦•¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦•¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦tniamii Mjólkurfræðingafélag ís- lands hefur boðað vinnu- stöðvun hjá Mjólkursamsöl- unni frá miðnætti aðfaranótt laugardags, ef ekki hafa tek- izt samningar fyrir þann tíma. Sáttasemjari ríkisins bafði fund með deiluaðilum í fyrrakvöld og varð hann árangurslaus- Næsti fundur er boðaður kl. 4 næstkom- andi föstudag. Þjóðviljinn hafði í gær sam- band við Sigurð Runólfsson, en harm er formaður Mjólkurfræð- ingafélagsins og jafnframt samn- inganefndar mjólkurfræðinga. Sigurður sagði að samkomulag væri þegar orðið í meginatrið- um, ágreiningurinn stæði eink- um um aldursuppbót mjólkur- fræðinga. Lagði félagið mikla áherzlu á að fá þeim kröfum framgengt. Mjólkurfræðingar eru mjög bundnir af starfi sínu og meðal annars af þeim sökum teldu þeir eðlilegt, áð þeir njóti aldursuppbótar á sama hátt og aðrir fastir starfsmenn. Á það má benda, að launahækkanir eft- ir starfsaldri eru meðal megin- atriða í úrskurði þeim, sem ný- iega var kveðinn upp um kjör opinberra starfsmanna. Sigurður kv^ð félagið áður hafa sett fram kröfurnar um aldursuppbót, og hefði félagið nú tekið þær upp að nýju og vænti þess að þeim yrði mætt af skilningi. Hvað gera Horðmenn í húsnæðismálum? 1 skýrslu norska fuUtruans á norrænu húsnæðismálaráð- stefnunni komu fram ýmsar merkar upplýsingar um þró- un húsnæðismála í Noregi. Þar sem víðar er mikil eftir- spurn eftir húsnæði í borgum og bæjum, og norska ríkið hefur forgöngu um öfluga lánastarfsemi og aðra fyrir- greiðslu fyrir húsbyggjendur. Einbýlishús og rað- hús vinna á Á síðustu árum hefur orðið sú breyting á íbúðabygging- um í Noregi, að einbýlishús og raðhús hafa rutt sér mjög til rúms á kostnað húsa með 2—4 íbúðir, þar sem hver í- búð er á hæð út af fyrir sig. íbúöablokkir eru hins vegar stöðugt mjög stór þáttur í byggingunum, eða 30—37% á árunum 1953—1958. Stærri íbúðir Þróunin gengur yfirleitt í þá íbuðirnar stækka -hagkvæm lán til langs tíma átt að byggðar eru stærri íbúð- ir, en nokkrar sveiflur eru ár- lega í byggingunum hvað þetta snertir. Arið 1956 voru 14,3% ibúðanna 2ja herbergja, 39,5%, 3ja herbergja, 22,7%, 4ra her- bergja og 17,4%, 5 herbergi og þar yfir (auk eldhúss í öllum tilfeUunum), en árið 1961 voru hlutföllin sem hér segir: 8,8% voru 2ja herb., 26,8%. voru 3ja herb., 38,3% voru 4ra herb. og 19,3% voru 5 herb. Eins og sjá má af þessu fækkar minni íbúð- um' allverulega og hefur meðal- stærð íbúða aukist á árunum 1951—1962 úr 62,8 fermetrum upp í 74,6 ferrn. Tala fullgerðra íbúða i Nor- egi 1956—1962 faefur vetíð hér segir; 1956 27.281 íbúðir 1957 26.515 — 1958 26.494 — 1959 26.566 — 1960 26.773 . —; 1961 28.260 -. 1962 27.767 — Gert er ráð fyrir að svipuð tala íbúða og sL ár verði tekin í notkun á þessu ári. Lán til langs tíma — lágir vextir Ríkislán til fbúðabygginga i Noregi nema ekki eins háum hundraðshluta byggingarkostn- aðar og t.d. í Svíþjóð og Dan- mörku, en eru þó yfirleitt tveir þriðju til þrír fjórðu hlutar af byggingarkostnaðinum. Láns- timi er 40—60 ár og vextir mjög lágir; af húsnæðismálalánum rík- isins 3,5%, en allt upp í 5%, á almennum lánamarkaði. Vanefndir á greiðslum til kennara Á síðasta ári gaf mennta- málaráðuneytið út erindis- bréf um starfshætti kennara. Voru í því ýms gagnleg á- kvæði kennurum til hags- bóta, en þegar til kastanna kom reynidist ráðherrann ekki hafa gert neinar ráð- stafanir til að framkvæma fyrirheit erindisbréfs- vinnutilhögun, yms ms um Útsölumaðurinn með blaðavagninn sinn Myndin h<r að ufan er af Pálma Sigurði Ólafssyni blaðsölumanni á Akureyri þar sem hann er *4 selja blöð af fullum krafti úr vagninum sínum á Ráðhústorginu. Eins og kom fram í stuttu viðtali við Pálma, Sem birtist » Þjóðviljanum í gær, hefur hann leikið keppinauta sína í þessarí gTcin hart; gárungarnir segja að hann sé búin n að setja á hausinn f jórar blaðasölur á Akureyrí írá því i vor! — (Myndina tók ljósmyndari Þjóóviljans G M.). Samningarmálará—Sjá 2.síBu greiðslur fyrir aukavinnu og biðtíma. Stóð lengi í stímabraki af Munið atkvæða- greiSsluna — blaðamenn! Blaðainenn eru minntir á að allsherjaratkvæðagreiðslunni um heimild til handa stjórn B.l. til boðunar vinnustöðunuar fer fram í skrifstofu fclagsins, Vesturgötu 25, og lýkur kl. 3 siðdegis í dag. þeim söksum eins og greint^ var frá hér í blaðinu, en svo fór að lokum að ráðherr- ann lelldi úrskurð um greiðslur til kennaranna- Þrátt fyrir það er enn víða svo ástatt að bæjarstjórnir þrjózkast við að greiða kenn- urum það kaup sem þeir eiga heimtingu á samkvæmt þessúm úrskurði, og eru menn að vonum orðnir lang- þreyttr á þessum síendur- teknu vanefndum. Aftur í bið Ekki tókst Friðrik og Gligoric að ljúka biðskák sinni úr 8. um- ferð Piatigorsky-mótsins í Los Angeles í annarri setu £ fyrra- dag. Skákin fór'aftur í bið, er alls höfðu verið leiknir 75 leikir. Þá hafði Friðrik hrók og tvö peð á móti riddara og tveim peðum Júgóslavans. Biðskák þeirra Benkös og Res- hevskys úr sömu umferð lauk hinsvegar með jafntefli. 1 9. umferð tefldi Friðrik Ól- afsson við Najdorf og hafði svart. Skálholtskirkja er verk Harðar Bjarnasonar húsam. Ýmsir urðu til þess í gær að svara þeirri spurningu hver teiknað hefði Skálholtskirkju hina nýju, en í íslandshefti norska blaðsins Norges Handels og S'jöfartsidende var •Magnus Poulsson arkítekt talinn höfundur hennar. Bar svörunum saman um að frásögn norska blaðsins stafaði af algerum misskilningi og hefði Hörður Bjarnason húsa- meistari ríkisins teknað Skálholtskirkju. Höfundur greinarinnar í norska blaðsinu Mads Vibe Lund ljósm. kom að máli við Þjóðviljann í gær, og kvað missögnina sprottna frá norska blaðinu Aftenposten; hefði hann notað þá heimild án þess að kanna málavexti. Þegar hið rétta kom í ljós hefði Norg- es Handels og Söfartstidende hirt leiðréttingu, og einnig kvaðst Mads Vibe Lund hafa reynt að koma leiðréttingu á framfæri sem víðast, m.a. við íslenzku blöðin. Ekki virðist slík leiðrétt- ing þó hafa borizt Þjóðviljanum. Hörður Bjarnason húsameistari rikisins kom einnig að máli við Þjóðviljann í gær og sagði frá- sögnina í norska blaðinu mis- sögn eina. Kvaðst Hörður, þegar honum var falið að teikna kirkj- una, hafa haft samráð við sér- fróða menn innan lands og utan, m.a. við norska arkítektinn Magnus Poulsson sem var sér- fróður um endurreisn kirkna í Noregi, einnig við Sigurð heitinn Guðmundsson arkítekt, skipu- lagsstjóra og fleiri góða menn. Hefði allra þeirra sem lagt hefðu í té góð ráð og bendingar verið getið þegar hornsteinn var lagður að kirkjunni. Hins vegar kvaðst Hörður einn hafa teiknað kirkj- una og vilja bera alla ábyrgð á þvi verki hvort sem mönnum lík- aði árangurinn betur eða verr. Hörður benti einnig á að spurningin um það hvort Magn- usi Poulsson hefði verið boðið til Skálholtshátíðarinnar svaraði sér sjálf. Hann lézt semsé 1957 — fyrir sex árum. Sósíalisfar í Reykjavík Vegna sumarleyfa verður skrif- stofa Sosíalistafélags Reykjavík- ur, Tjarnargötu 20, aðeins opin á næstunni kl. 6—7 siðdegis dag- lega. Fullorðinn maður varð fyrir bíl I gær varð l'ullorðinn maður fyrir bíl á Hverfisgðtunni og hlaut hann minni háttar meiðsli á höfði. Maðurinn var fluttur á Landakotsspítalann, og voru meiðsli hans ekki talin alvarlesr Ný f ram- haldssaga 1 gær lauk hér í blaðinu framhaldssðgunni „I ham- ingjuleit" eftir Gwen Bristow, en sú saga naut mikilla vinsælda meðal les- enda. Þjóðviljinn væntir þess að sú saga sem hefst í dag í blaðinu eigi einnig eftir að njóta almennra vinsælda. Sagan nefnist „Óboðinn gestur" og höf- undurinn er Oharles Beau- mont.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.