Þjóðviljinn - 15.08.1963, Side 10

Þjóðviljinn - 15.08.1963, Side 10
Flugslys á Græníandi: Danskur Catalína flugbátur fórst sl. laugardag með tólf mönnum Eins og kunnugt er af fréttum, var Catalina- flugbáts saknað á Grfrnlandi á laugardag. Hafin var víðtæk leit að flugbátnum, og á þriðju- dae^kvöld fann svo Sól- faxi flakið. Björgunar- lei^angur hefur verið gerður út, en ekki er bú- izt við, að neinn hafi komizt lífs af. Catalina-flugbáturinn ætlaði frá Narssarssuak til Grönneda), en að öllu eðlilegu er það ekki nema um klukkustundar flug. Þegar flakið fannst var það skarnmt frá Grönnedal. hjá um sjöhundruð metra háu fjalii, og hafði vélin bersýnilega rekizt á það. Með vélinni voru tólf manns ýmist starfsmenn danska flug- hersins eða danskir embættis- menn á Grænlandi. Er flugbáturinn lagði upp frá Narssassuak í þessa örlagarílcu ferð, var fremur kyrrt veður. en þokubakkar miklir meðfram ströndinni, og hefur það trúlega valdið slysinu. Leitað var að hin- um týnda flugbát með flugvél- um, flugbátum og þotum, en auk þess leituðu skip með ströndinni. Leið vélarinnar var rannsökuð sunnudaginn allan, en án árang- urs. Á þriðjudagskvöld fann svo Sólfaxi sem fyrr segir flakið, og var þegar gerður út leiðangur að því. Síðastliðinn sunnudag flaug svo til Grænlands nefnd manna er rannsaka skal slysið. Það er uppvíst. að flugbáturinn hafi ver- ið í ágætu lagi og áhöfnin baul- vön. Leif rflokkar af stað Tveir flokkar hafa verið gerðir út til að kiomast að flaki Cata- linaflugvélarinnar. 28 manna hópur reyndi að klífa fjallið i morgun bæði að norðan- og sunnanverðu en báðir flokkamir urðu að snúa aftur eftir fimm klukkustundir vegna óveðurs og slæms skyggrps. Reyna átti aftur síðar um daginn þegar nokkuð rofaði til. Fimmtudagur 15. ágúst 1963 — 28. árgangur — 171tötublað. ísland aðili að Moskvusamningi <♦>- S.l. mánudag undirrituðu sendx- herrar íslands í Moskvu, London og Washington Moskvusamning- inn um takmarkað bann við til- raunum með kjarnorkuvopn. Hafði utanríkisráðherra áður haft samband við Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkinn, og lýstu þeir flokkar samþykki sínu við það að Island gerðist aðili að samkomulaginu. Á mánudagskvöld gerði Guð- mundur I. Guðmundsson utan- ríkisráðherra grein fyrir undir- skriftinni í fréttaauka, og var ræða hans auðsjáanlega sniðin eftir formúlu frá Atlanzhafs- bandalaginu. Var frásögn hans Blaðamannaverkfallinu lokið Samið var í gær um mjög verulegar kjarabætur til handa blaðamönnum í gærmorgun tókust samningat í kjaradeilu blaða-1 ing með fyrirvara um samþykki manna við blaðaútgefendur pg hafði verkfall blaða- j sSSig^'stStir^T BS manna þá staðið í hálfan mánuð, en það hófst 1. þ.m. mannafélaginu og útgefendum Náðu blaðamenn fram mjög verulegum kjarabótum, en í síðdegis í gær. kaupkröfum sínum höfðu þeir hliðsjón af kauphækkun þeirri er fréttamenn Ríkisútvarpsins fengu 1. júlí sl. Meginatriðl hinna nýju með úrskurði Kjaradóms og eru hinir nýju samningar inga eru þau að allir blaðamenn í aðalatriðum byggðir á grundvelli hans. við dagblöðin í Reykjavík fá 12,5% grunnkaupshækkun og þar Aðalkröfur blaðamanna voru en í fyrrakvöld. Hófst fundurinn að auki fasta greiðslu fyrir vakt- tvíþættar. Annars vegar grunn- kl. 21.15 og stóð til kl. 7.30 í, ir og nemur kauphækkun þeirra kaupshækkun til samræmis við gærmorgun en þá undirrituðu, í heild samtals 29.75%. Er það r t*ldnr setti ÖSLÓ 14/8 — tslendingum gekk misjafnlega í Norðurlandamót- inu i sundi í dag. Hrafnhildur Guðmundsdóttir setti nýtt Is- landsmet í 200 metra bringu- sundi, varð fjórða á 3.03,5. Hins vegar var Guðmundur Gíslason dæmdur úr leik í 200 m flug- sundi. en Guðmundur Harðarson varð áttundi og síðastur í 100 m frjálsri aðferð. á 1.06.2. i kaup fréttamanna Htvarpsins samninganefndimar nýjan samn- eins og áður segir, en þedr eru j________________________________ einnig aðilar að Blaðamanna- félagi tslands ásamt blaða- mönnum við dagblöðin í Reykja- vík og fáeinum blaðamönnum við vikublöð. Hins vegar gerðu | blaðamenn kröfu um ákveðinn vinnutíma og aukagreiðslur fyrir vaktavinnu og yfirvinnu en þeir hafa ekki haft í samningum sín- um nein ákvæði um vinnutíma og engar aukagreiðslur fengið i fyrir vakta- og aukavinnu. Auk j þess fóru blaðamenn fram á nokkrar aðrar lagfæringar á samningunum. menn Ríkisútvarpsins fengu með kjaradómi. Þá samþykktu deilu- aðilar að skipa nefnd til þess að gera athuganir á vinnutíma blaðamanna vakta- og yfirvinnu- greiðslum. Á nefndin að vera skipuð tveim mönnum frá hvor- um aðila, hefja störf 1. október n.k. og hafa lokið þeim fyrir 15. júní 1964, þannig að niðurstöður hennar liggi fyrir við næstu samninga. Samningur þessi gild- ir frá 1. júli 1963 til 1. júli 1964. Þetta er fyrsta verkfall sem um aðdraganda samninganna öll £ áróðursfón, og hann tók það sérstaklega fram að undirskrift tslands táknaði það ekki að Is- lendingar viðurkenndu aðrar rík- ísstjómir sem skrifuðu undir samninginn! Átti sú yfirlýsing eérstaklega að gleðja Adenauer. nálega sama hækkun og frétta- 1 islenzkir blaðamenn hafa háð. Mörg svipleg hanaslys Lóða- úthlutun Fyrir nokkru lauk borg- arráð úthlutun allmargra lóða hér í borglnni og er þar um að ræða einbýlis- tvíbýlis og raðhúsalóðir við eftirtaldar götur: Háaieitis- braut, Ægisíðu, Grana- skjól. Kaplaskjólsveg. Einimel, Stigahlíð, Njörva- sund og Drekavog. A 2. síðu blaðsins í dag er skýrt frá uthlutun þess- ari og birt skrá yfir þá, sem lóðir hlutu að þessu slnni. Blaðamenn settu kröfur sínar fram í byrjun júlí sl. og boðuðu þeir verkfall frá 1. ágúst, er við- ræður þeirra við útgefendur báru engan árangur Rétt áður en verkfallið hófst var deilunni skotið til sáttasemjara ríksins og hélt hann einn sáttafund með deiluaðilum áður en verkfallið skall á en samningar tókust ekki. Sáttasemjari boðaði ekki til nýs fundar með deiluaðilum fyrr Að undanförnu hefur verið mikið um svipleg banaslys. Þriðjudaginn 6. ágúst féll skip- verji af Erlingi þriðja, Guðfinn- ur Magnússon frá Eyrarbakka, útbyrðis og drukknaði. Guðfinn- ur var 36 ára gamall og ókvænt- ur. Sama dag varö það slys á Akureyri, að kviknaði í fötum sofandi manns út frá sígarcttu. Maðurinn. Gísli Eilert, var sex- tugur að aldri, og lczt hann af völdum brunasáranna. Það dauðaslys varð austur á Seyðisfirði. að 16 ára piltur Ivar Ivarsson frá Raufarhöfn lét lífið við vinnu sína með rafmagnsbor. Mun borinn hafa leitt út, og féll Ivar meðvitundarlaus niður og var samtímis fluttur á sjúkrahús. en lífgunartilraunir báru engan árangur. Er nánar sagt frá bví slysi á öðrum stað í blaðinu. Síðastliðinn mánudag féll 12 ára drengur niður 25 metra bjarg í Vogastapa með þeim af- leiðingum, að hann andaðist áð- ur en hægt var að flytja hann á sjúkrahús. Drengurinn var í eggjaleit ásamt kunningjum stn- um þegar slysið vildi tiL Gerðu þeir strax aðvart um slysið. og kom læknir frá Keflavík strax á vettvang en drengurinn var tát- inn þegar að var komið. Hann hét Björgvin Vilhelm Kristjáns- son, sonur hjónanna Susanne Guðmundsson og Kristjáns Guð- mundssonar frá Sólbergi í Vog- um. Sá sviplegi atburður gerðist austur í Holtum að lítil stúlka úr Reykjavík Margrét Guð- mundsdóttir féll af hestbaki og beið bana. Þrjú stór inn- brot framin í síðustu viku Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar í Reykjavík hafa engin meiriháttar afbrot verið framin hér í bænum bað sem af er þessari viku en í byrj- un ágúst voru framin þrjú stór innbrot. Fyrsta innbrotið og það stærsta var framið aðfaranótt 2. þ.m. í Úra- og skartgripaverzlun Jóns Sigmundssonar að Laugavegi. Var stolið þar 89 nýjum úrum og 98 úrum er voru i viðgerð svo og talsverðu af armböndum. Nemur verðmæti þýfisins tugum þúsunda. Aðfaxanótt 6. þ.m. voru svo framin tvö önnur innbrot. 1 Gevafoto við Lækjartorg var stolið tveim kvikmyndatökuvél- um, 8 mm af gerðinni Carena. Verðmæti um 20 þús. kr. Þá var og brotinn sýningargluggi hjá Hjálmari Torfasjmi gullsmið að Laugavegi og stolið baðan gift- ingáhringum. hálsmenum og armböndum að verðmæti um 22 þús. kr. Kauphækkun afgreiðslu- manna á benzínstöivum Hið nýja flutn- ingaskip Hafskips var skýrt „Selá“. Föstudaginn 9. ágúst var hiinu nýja flutningaskipi Hafskip h.f., gefið nafn og heitir það „SELÁ“. Heimahöfn skipsins verður Siglu- fjörður. Frú Guðný Þorsteinsdóttir, kona Sigurðar Njálssomar, for- stjóra Hafskip h.f., gaf skipinu nafn. „SELÁ“ er þriðja skip félags- ins og er að stærð 1750 tonn og byggt hjá skipasmíðastöð D. W. Kremer Sohn, Elmshom.V- Þýzkalandi. Skipið verður væntanlega af- hent félaginu í októberbyrjun n.k. S.l. laugardag gerði Verka- . mannafélagið Dagsbrún jnýja samninga við olíufé- | lögin um kjör afgreiðslu- í manna á benzínstöðvum. Hafði verið boðað verkfall á miðnætti aðfaranótt sunnu- I dags eftir árangurslausar samningaviðræður um skeið. Samningar tókust svo að lokum á laugardagskvöld og var verkfallinu aflýst. Samið var um 15—25% hækkun til afgreiðslumann- anna, og eru þar í innifalin þau 7Yz% sem verkalýðsfé- lögin sömdu um fyrr í sum- ar. Ýms sératriði eru í samningunum um afbrigði- legan vinnutíma og önnur ákvæði, sem snerta sérstak- lega störf benzínafgreiðslu- manna. Herferð é Loftlelðlr STOKKHÓLMI — SAS getur þegar í október í ár haf- ið samkeppnina við Loftleiðir, segir Svenska dagbladet. SAS setur þá flugvélar af gerð- inni Dc 7 inn á leiðina yfir Atlanzhafið milli Skandinavíu ag Norður-Ameríku. Verkfræðinga- deilan: Enn ekkert samkomulag Enn hefur ekki náðst neitt samkomulag 1 verk- fræðingadeilunni. 31. júli sl. var haldinn samninga- fundur með deiluaðilum og stóð hann fram á nótt en án érangurs. 1 fyrrakvöld var aftur boðaður samn- ingafundur. Hófst hann kl. 20.30 og stóð til kl. að ganga 7 í gærmorgun en viðræðumar báru engan á- rangur. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Eins og kunnugt er af fréttum höfðaði Stéttarfé- lag verkfræðinga mál gegn rikinu fyrir hönd Vegagerð- ar ríkisins fyrir félags- dómi vegna ráðningar fjög- urra verkfræðinga til starfa hjá Vegagerðinni samkvæmt þeim launakiör- um opinberra starfsmanna er Kjaradómur ákvað. Dómur er nýfallinn í mál- inu og var ríkið sýknað af kröfu verkfræðinga um ó- gildingu ráðningarinnar. en félagið byggði kröfu sína á beirra forsendu að hér væri um verkfallsbrot að ræða bar eð menn þeir sem ráðn- ir voru til starfa hiá Vega- gerðinni hef-Vu veríð i verk- falli. Taldi dómurinn að réttur ríkisins r>l þess að ráða opinbers starfsmenn væri ótvíræður hvort sem viðkomandi nenn væru ( verkfalli eða ekki. t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.