Þjóðviljinn - 22.08.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.08.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. ágúst 1963 HðSVlUINN Bragð er að þá barnið finnur Bandaríkjastjóm fordæmir trúarofsóknir í S-Víetnam SAIGON og WASHINGTON 21/8 — Stjórn Diems, hins kaþólska forseta í Suður-Vietnam, hóf í dag hernaðaraðgerðir gegn Búddatrúarmönnum. Her- lög hafa verið sett í landinu og til bardaga hef- ur komið milli hersins og múnka og leikmanna, og herma óstaðfestar fregnir, að mannfall hafi orðið í átökunum. Samtímis því sem leikurinn æstist svo í landinu hefur Bandaríkjastjórn í harð- orðri tilkynningu gefið til kynna, að hún kunni að endurskoða afstöðu sína til stjórnar Diems. Segir í yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar, að stjórn Diems hafi þverbrotið þau loforð, er hún hafi fyrir skemmstu gefið um lausn trúardeilunnar. Frá Washington berast þær fréttir, að Kennedy forseti láti önnur viðfangsefni sitja á hakanum til þess að geta betur fylgzt með gangi mála - í Suður-Vietnam. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkin árum saman ausið fé og vopnum í stjórn Diems, til þess að styðja hana í bar- áttunni við skæruliða kommún- ista í landinu. Sú ásökun Banda- ríkjastjórnar, að Diem hafi þverbrotið gefin loforð, hlýtur því að skoðast hin harðasth fordasming á stefnu hans í trú- ardeilu þessari. í Washington velta menn því nú fyrir sér, hvort Bandaríkin geti öllu leng- ur haldið áfram að styðja stjóm, sem svo bersýnilega sé að engu treystandi. Bandarikjastjóm hefur að undanförnu litið með sívaxandi tortryggmi á stefnu Diems gagn- vart Búddatrúarmönnum í Suð- ur-Víetnam, en þeir munu vera að minnsta kosti 70% allra landsmanna. Einkum finnst Bandaríkjamönnum fátt um yf* irlýsingar frú Nhu, sem er mág- kona forsetans. Hefur hún svar- að ásökunum Búddatrúarmanna um trúarofsóknir með gagná- sökunum um morð og fleiri glæpi, og gert gys að sjálfsmorð- um þeim, er prestar Búdda hafa framið til mótmæla. Er þess skemmst að minnast. er frúin kvaðst í bréfi til New York Times myndu fagna því er næsti munkur héldi „steikarsýningu" í Saigon. Um all langt skeið hafa Bandaríkjamenn reynt að fá Diem til þess að taka upp mild- ari stefnu gegn Búddatrúar- mönnum. Veldur það banda- rískum ráðamönnum þungum á- byggjum, hve neikvæð áhrif það kunni að hafa í „baráttunni gegn kommúnismanum", að stjórnin skuli samtímis eiga í trúardeilu við mikinn meiri- hluta landsmanna. f Saigon er það tilkynnt, að herlið og herlögregla hafi á þriðjudag tekið á sitt vald helztu hof Búddatrúarmanna í borginni, og hafi munkar og nunnur verið handtekin .svo hundruðum skipti. í tilkynningu frá hemum segir, að níu her- menn hafi særzt, er munkar og nunnur snerust til varnar, en nú sé ,,röð og reglu komið á“. f annarri tilkynningu segir, að fundizt hafi skotvopn og sprengj- ur, er herinn gerði skyndiárás á þrjú hof. Herinn beitti tára- gasi gegn Búddatrúarmönnum. í tilkynningu Diems um að herlög séu sett í landi segir, að þær vonir, sem vaknað hafi sök- um „sáttastefnu" stjómarinnar gegn Búddatrúarmönnum, hafi ekki reynzt á rökum reistar. Sé orsökin sú, að hópur stjóm- málamanna reyni að æsa til óeirða í landinu og noti til þess trúarmálefni. Allt er nú á yfirborðinu ró- legt í Saigon, en flugvallarins utan við borgina er stranglega gætt af vopnuðu liði. Vörður hefur verið settur við allar mikilvægar opinberar bygging- ar, og allar götur, sem að hof- um Búddatrúarmanna liggja, eru lokaðar. Herinn heldur vörð um útvarpsstöðina. í Saigon er búizt við því, að munkar þeir og nunnur, sem handtekin voru, verði leidd fyrir rétt þegar stjórnin treystir sér til. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið hefur tilkynnt það, að hinn nýi sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Vietnam, Henry Cabot Lodge, hafi fengið um það skip- un að halda þegar til Saigon, en þangað var hann ekki vænt- anlegur fyrr en eftir nokkra daga. Ráðuneytið upplýsti það samtímis, að Bandaríkjastjórn hafi ekki verið látin vita fyrir- fram um aðgerðimar gegn Búddatrúarmönnum. ÍEkki er enn vitað um undir- tektir Diems við ásökunum Bandaríkjastjómar. Ummæli Kennedys: Fullt tillit tekið til Aðalborinn krati kosinn á þing , BRISTOL 21/8 — Enski Verka- mannaflokksmaðurinn Anthony Wedgewood Benn, sem í Eng- landi er almennt þekktur undir nafninu hinn hikandi lávarður, vann þingsætið í Bristol, en þar hefur aukakosning farið fram. Benn, sem nýlega afsalaði sér aðalstitli sinum og sæti í efri málstofu þingsins, vann með miklum meirihiuta atkvæða. Hinn hikandi lávarður vann aftur þingsæti það, er hann varð að afsala sér 1960, er faðir hans, Stansgate lávarður, dó. Þrátt fyrir það að hann vann auka- kosninguna 1961 var kosning hans lýst ógild, og mótstöðu- maður 'hans, íhaldsmaðurinn Malcolm Clair, lýstur kosinn. Wedgewood mótmælti þessu þá kröfuglega og barðist hart fyrir bví, að samþykkt yrði lagafrum- varp þess efnis, að aðalsmenn gætu afsalað sér titli sínum til bess að bjóða sig fram við kosn- ingar til neðri málst. þingsins. Er Wedgewood hinn fyrsti, er betta skref stígur. Kosningaþátt- takan í Bristol var mjög lítil, aðeins 42,2%. Eftir þessar síð- ustu kosningar hafa íhaldsmenn 360 sæti í neðri málstofunni, Verkamannaflokkurinn 258, irjálslyndir 7 og einn er óháður. Vestur-Þjóðverja WASHINGTON 21/8 — Kenn- edy forseti fulivissaði Vestur- Þjóðverja um það í gærkvöld, að tekið yrði tillit til þeirra í hugsanlegum viðræðum við Sov- étríkin um að koma á fót föst- um athuganastöðvum, sem verða eiga liður í því að hindra skyndiárásir milli austurs og vesturs. Aðspurður á blaðamannafundi sagði forsetinn, að málið yrði rætt í fastaráði Atlanzhafs- bandalagsins, en þar á Vestur- Þýzkaland sæti. Hann lagði á- herzlu á það, að árangur þeirr- ar viðræðu yrði sjónarmið Nato en ekki einkasjónarmið Banda- ríkjanna. Raunverulegar við- ræður milli bandamanna ann- arsvegar og Sovétríkjanna hins- vegar geta ekki orðið fyrr en bandamenn hafa ráðgazt sín á milli, sagði forsetinn. Þetta kvað hann þó enn eiga langt í land. Á blaðamannafundinum sagði Kennedy ennfremur, að hann teldi það mjög ósennilegt, að haldinn yrði fundur æðstu manna er þing Sameinuðu þjóð- anna kemur saman í haust. Hinsvegar kvaðst hann sjálfur e.t.v. mundu ávarpa þingið, en þetta væri þó enn ekki fas"t- ákveðið. Hann kvað Bandaríkin myndu svara tillögu de Gaulle um viðræður austurs óg vest- urs um eftirlit með burðartækj- um kjarnorkuvopna. Hann bætti því þó við, að Sovétríkin hefðu enn ekki gefjð það í skyn, að þau myndu fallast á það eftir- lit, sem nauðsynlegt væri. Um Moskvusamninginn um takmarkað bann við kjarnorku- tilraunum sagði Kennedy, að Bandaríkin hefðu engan leyni- samning gert við Sovétríkin i viðræðunum um hann fyrr í sumar. Hann fullvissaði banda- ríska þingið um það, að samn- ingurinn fæli enga öryggishættu í sér fyrir Bandaríkin og hvatti þingið til að viðurkenna samn- inginn. Hann kvað Bandarikin mundu halda áfram kjamorku- rannsóknum sínum og haldið yrði áfram kjarnorkutilraunum neðanjarðar. Fundið fé LONDON 21/8 — Enska lögregl- an hefur nú fundið 30 pús. sterlingspimd af þýfi því. er rænt var fyrir um það bil hálfum mánuði í járnbrautarráninu mikla. Fannst fé þetta í íbúðar- vagni nokkrum, skammt frá þeim stað, er hluti þýfisins fannst í siðustu viku. Lögreglan leitar nú manns þess, er íbúðarvagninn keypti fyrir skömmu. Maðurinn borgað) vagninn út í þönd, og dvaldist í honum nokkra hríð ásamt konu nokkurxi, litlu bami og hundi. Lögreglan skýrir svo 'frá. að peningamir hafi verið vandlega faldir milli tveggja veggplata. Lögreglan hefur nú handtekið fimm menn, er grunaðir eru um þátttöku í ráninu. SlÐA 3 Kennedy og Krústjoff endurbornir Nær hálfþrítugur dægurlagasöngvari og gamanleikari, Tim Connor að nafni, hefur tekið þá ákvörðun, að láta nýfædda tvíburasyni sína heita Patrick Kennedy og Louis Krústjoff. Kveðst hann gera það í þeirri von, að þeir muni alast upp í heilbrigðum heimi, er haldi sönsum. Bandaríkjaforseti og forsætisráðherra Sovétríkjan na hafa verið beðnSr um að vera guðfeður drengj- anna, en ekki fara sögur af undirtektum þeirra. A myndinni sjáum við frú Evelyn Connor með syni sina. Að sjálfsögðu er Krústjoff til vinstri á myndinni. Norska stjórnin örugglega fallin Kodor á vit Titos BELGRAD 21/8 — Góðar heimildir í Belgrad herma það, að Janos Kadar, forsætisráð- herra Ungverjalands, komi í heimsókn til Júgóslavíu í sept- ember. Ekki mun það þó verða meðan á heimsókn Krústjoffs stendur. Ekki hefur enn verið tilkynnt, hvenær Kadar komi í heim- sókn sína, en talið er, að það verði í byrjun september., Krúst- joff fer frá Júgóslavíu 3. þessa mánaðar. Áður hafði verið uppi um það orðrómur í Belgrad, að Kadar væri væntanlegur þangað samtímis Krústjoff. Það er hald manna í Belgrad, að Kadars sé þangað að vænta áður en Tító forseti heldur í ferð sína til Suður-Ameríku um miðjan september. Nú eru liðin fimm ár síðan Kadar hef- ur komið til Júgóslavíu. ÖSLÓ 21/8 — EIiis og kunnúgt er af fréttum fara nú fram um- ræður 1 norska Stórþinginu um vantraustsyfirlýsingij, á stjórn Einars Gerhardsen, forsætisráð- herra. Búizt er við, að til at- kvæða verði gengið seint á fimmtudagskvöld, og er fullvíst, að vantraustið verði samþykkt. Flokkaskipting er þannig £ norska þinginu,' að Verkamanna- flokkurinn hefur 74 þingsæti og borgaraflokkarnir jafn mörg, en Sósíalistiski alþýðuflokkurinn hefur tvö, og hefur því líf stjórnarinnar í hendi sér. Hef- ur formælandi flokksins á þingi, Finn Gustavsen, lýsti því yfir, að þingmenn ílokksins muni greiða vantraustinu atkvæði. Búizt er við, að þá verði mynd- uð samsteypustjórn borgara- flokkanna undir forystu Jons Lyng, sem er formaður þing- flokks hægri flokksins. Þó að Verkamannaflokkurinn missi nú völd, er ýmislegt á huldu um hvað við muni taka. Finn Gustavsen hefur að vísu lýst fullu samþykki við gagn- rýni þá, er fram hefur komið á stjórnina 1 sambandi við hið svonefnda Kings-Bay mál, og einnig deilt harðlega á það er hann nefnir persónudýrkun Verkamannaflokksins. Hinsveg- ar kveðst hann andvígur því, að mynduð sé stjórn borgara- flokkanna, Kings-Bay málið sé ekki flokkspólitískt. Er helzt á Gustavsen að skilja, að flokk- ur hans muni standa með Verkamannaflokknum gegn slíkri stjórn, en hún yrði jafn háð hlutleysi eða stuðningi hans eins og stjórn Verkamanna- flokksins áður. Suður-Afríka sogð a glotun- arbarmi PRETORIA 21/8 — Sir De Vill- ers Graaf, leiðtogi stjómarand- stöðuflokksins í Suður-Afríku, Sameinaða flokksins. lýsti bvi yfir í dag, að Suður-Áfrika væri nú senn stödd á glötunarbarmi. Við opnun hins árlega þings flokksins, lét hann svo um mælt, að apartheid-stefna stjómarinn- ar gæti engin vandamál leyst, en stuðlaði aðeins að afríkanskri I þj óðemisstefnu. Apartheid-stefn- an leggur sprengjur fyrir utan dyrustafinn okkar, sagði Graaf. Sir De Villers Graaf sagði enn- fremur. að utanríkisstefna stjóm- arinnar hefði öll farið út um þúfur. Þær aðgerðir sem hafnar hafa verið gegn okkur, hafa enn ekki reynzt sérlega áhrifaríkar, sagði Graaf, en þær hafa að geyma alvarlegar framtíðarhætt- ur. J Kínverska stúlkan Wu Chien, sem aðcins er tíu ára gömul, vann nýlega alþjóðlega skákkeppni, sem haldin var í Shanghai. I síðustu umfcrð skákmótsins sigraði hún í 62 leikjum háskólastúdent, sem pr meir en helmingi Idri. Wu Chien notaði nær helmingi minni um- hugsunartíma en andstæðingur hennar. Hér sjáum við hana ásanit bróður sínum, Chi-chiang. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.