Þjóðviljinn - 22.08.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Þ76ÐVILJINN Fimmtudagur 22. ágúst 1963 Ctgetandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Uitstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnós Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 iínur) Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Sjóslysin ¥*essa dagana fara fram í norska þinginu um- * ræður, sem íslendingar mættu gjarna veita fulla athygli. Stjórnarandstaðan hefur borið fram vantraust á ríkisstjórnina og er henni borið á brýn að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa nægi- lega traust öryggiseftirlit með námurekstrinum á Svalbarða, en sem kunnugt er hafa orðið þar allmörg banaslys hin síðari ár. Og rr^herra sá í norsku stjórninni, sem með mál þessi hafði að gera, neyddist fyrir nokkru til þess að segja af sér embætti, meðan rannsókn á þessum hörmu- legu atburðum færi fram; og Ijóst er að norska ríkisstjórnin riðar nú til falls af þessum sökum. Á þetta er bent hér til þess að minna á, að hér við land hafa á undanförnum árum orðið mjög tíð sjóslys og ástæða er til þess að ætla, að í nokkrum tilfellum að minnsta kosti, séu orsakir slysanna í raun og veru þær, að sjóhæfni skipanna hafi verið ábótavant. Það getur ekki talizt einleikið, þegar skip af sömu gerð týna tölunni eitt eftir annað án þess að nokkuð verulegt sé að sjó, eins og átt hefur sér stað með Svíþjóðarbátana. A f opinberri hálfu hefur þessum málum til skamms tíma verið sýnt fullkomið tómlæti. En á síðasta þingi var loks samþykkt tillaga, sem þingmenn Alþýðubandalagsins hofðu barizt fyrir að næði fram að ganga á fyrri þingum, en þar er mælt svo fyrir að fram fari opinber rannsókn á orsökum þeirra sjóslysa, sem orðið hafa hér við land á síðustu árum, ef það mætti verða til þess. að unnt reyndist að forða þeim eða draga úr þeim. Skiptapar og manntjón af þeirra völdum er al- varlegra*mál en svo, að því verði svarað einfald- lega með þeim orðum að „öll skip geti farizt“. Eitt dagblaðanna skýrir' til dæmis frá því i gær, að minnstu hafi munað að einn síldarbáturirm enn færi niður, er hann var á leið til hafnar með fullfermi síidar og skilrúm á dekki bilaði með þeim 'afleiðingum að skipið lagðist á hliðina. Á- .höfnin var þess albúin að yfirgefa skipið og fara í björgunarbátana, en á síðustu stundu tókst að rétta skipiö. En mertn geta varla varizt þeirri hugsun, að hefði þar verið á ferðinni sá eini Sví- þjóðarbátur, sem nú er eftir ofansjávar, væri hann nú einnig horfinn í djúpið. g^egar vélbáturinn Snæfugl fórst út af Austfjörð- um fyrir skömmu, benti Þjóðviljinn á það, að enn hefði ekkert heyrzt frá opinberum yfirvöld- um um framkvæmdir á þeirri rannsókn, sem Al- þingi fól ríkisstjórninni að láta framkvæma á þessu sviði. Skipaskoðunarstjóri ríkisins hefur ekkert látið .frá sér heyra heldur, og verður því ekki annað ráðið af þeirri þögn, en þetta mál liggi enn í láginni hjá stjórnarvöldunum. Við svo búið má ekki standa stundinni lengur. Hver skiptapi hefur í för með sér tilfinnanlegt eigna- tjón fyrír bjóðina, en það skiptir þó minnstu máli í þessu sambandi, heldur hitt að í hvert skipti sem slíkt skeður <eru mörg mannslíf í veði, og mannslífið er dýrmætasta eign hverrar þjóðar og verður aldrei metið til fjár. Því ber okkur skylda ■ til þess að gera allt sem unnt er til þess að tryggja óryggi sjómanna okkar. — b. Sérstæi kosningabarátta ffa 1 nýafstöönum aukakosningum í Stratford-on-Av on, kjördæmi Johns Profumos, fyrrverandi her- málaráðherra, voru fimm frambjóðendur. Fram boð þess sem fæst atkvæði hlaut mun hafa vakið hvað mesta athygli enda var maðurinn óþingm annslcgur í hæsta máta. Frambjóðandi þessi er slagarasöngvari og nefnist David Sutch. Oftast er hann þó kallaður „hinn æpandi Sutch lávarð- ur“. Myndin sýnir hina sérstæðu kosningabaráttu hans sem að nokkru leyti fór fram á Avon-fljót- inu, Þrátt fyrir hugkvæmnina varð eftirtekjan rýr: Sutch hlaut liðlega 200 atkvæði. James Meredith útskrifaður Jafnréttí kynþátta er kommúnismi" Eldkross Ku Kiux Klan Iýsii himininn yfir Sparianbur« í Suður-Karólínu á aðfaranóti mánudagsins. Um þaö bil 100 kuflklæddir forsprakkar of- stækissamtakanna voru moðal þcirra 2000 manna sem hlýddu á mál Shcltons „stórmeistara“. Var það Inntak ræðu hans að baráttan fyrir jafnrétti hvítra og svartra væri „liður í komm- únistísku samsæri“. Shelton sagði að markmið samtaka sinna væri „heims- stjóm og einn kynþáttur" og að Robert Kennedy dómsmála- ráðherra og forsetabróðir væri „bölvaður lygalaupur“ ef hann héldi áfram að bera á móti því að negraleiðtogarnir gengju er- inda kommúnismans. Klan-foringinn vandaði held- ur ekki kveðjumar til hinna „ljósrauðu leikara“ en með því átti hann við listamenn þá sem ákveðið hafa að taka þátt í hinni miklu göngu sem fara á til Washington 28. þessa mán- aðar til þess að leggja áherzlu á kröfumar um jafnrétti hvítra og svartra þegna Bandaríkj- anna. Negrastúdentinn tók próf tt fyrir ofsóknirnar Á sunnudagskvöldið hélt negrastúdentinn James Meredith ásamt flokki vina sinna til Oxfordhá- skól^ns í Mississipi og tók á móti- prófskírteini sínu. Meredith er fyrsti negrinn sem útskrifast frá skólanum í þau 115 ár sem hann hefur verið við lýði. Eins og kunnugt er reyndu hvítir ofstækis- menn á sínum tíma að hindra að hann fengi inn- göngu í skólann, og allan námstímann hafa til- raunir verið gerðar til að flæma hann brott. Erfðafjandi Merediths, Ross Barnett fylkisstjóri, reyndi a síðustu stundu að koma í veg fyrir að hann fengi að taka lokapróf við háskólann. Hcit hann því fram að stúdentinn heföi látið sér um munn fara „móðgandi" ummæli um á- standið í Missisippi og bryii slíkt á bága vjð reglur skólans. „Æsingar“ I bréfi sínu til rektors há- skólans bendir Bamett meðal annars á það að Meredith hef- ur sagt að „í Missisippi sé líf negra ekki meira vtrði en loft- ið sem hann andar að sér“ og „það verður að breyta kerfinu sem við eigum við að búa í Missisippi og öðrum suðurríkj- um hvað sem það kostar“. Telur fylkisstjórínn að þessar .vfir- lýsingar brjóti í bága við á- kvarðanir skólans um að stúd- ?ntar megi ekki láta sér um munn fara ummæli sem komið geti af stað æsingum meðal al- mennings né heldur pólitískar yfirlýsingar sem leitt geti til ólgu og ofbeldis. Ennfremur heldur fylkisstjórinn því fram að Meredith hafi haft í frammi æsingar er negraleiðtoginn , var myrtur í Jackson fyrii skömmu. Sex g-egn fimm Ákærum fylkisstjórans var vísað til sérstaks ráðs sem ann- ast yfirstjórn allra æðstu menntastofnana í Mississippi og felldu ráðamenn tillögu Barnetts með sex atkvæðum gegn fimm. Eins o- venja er til afhenti rektor náskólans, John D. Wiliiams, Meredith skírteinið og óskaði honum til hamingju með handarbandi. Meðal áhotf- enda voru margir þekk,tir negraleiðtogar og lögmaðurmn R. 'Jéss Brown sem á' sínum tíma flutti mál Meredith er hann leitaði eftir viðurkenn- ingu á því að það bæri að veita honum aðgang að háskólanum. Hrakinn brott Eins og kunnugt er hefur annar negrastúdent. James A. Hood við Alabama-háskólann, hætt námi sökum þess að al- gjört taugaáfall var á næstu grösum. Honum hafði verið hótað öllu illu vegna þess að hann hafði gagnrýnt afstöðu skólayfirvaldanna í kynþátta- deilunni. Unglingar tryllast Lögregfán í Stokkhólmi varð i að fylkja liði fyrir skömmu til að halda 6.000 unglingum í skefjum. Unglingamir misstu stjóm á sér þegar bandaríski dægurlagasöngvarinn Chubby Shecker hélt söngskemmtun. Shecker þessi kallar sjáálfan sig tvistkóng heimsins. Varð þunguð í fange/si Fyrir skömmu kom í Ijós að kona cin sem afplánar refsingu í fangelsi í Manchcster sem ncfnist Strangeways hefur orðið þunguð í fangavistinni. Körlum og konum er haldið í aðskildum álmum. Eiginmaður konunnar mun nú velta því fyr- ir sér á hvem hátt hann geti dregið fangelsisyfirvöldin til á- byrgðar. Hvorki innanríkisráðu- neytið né starfsmenn fangelsis- ins hafa neinar upplýsingar viljað veita um mál þetta. Sagt er að konan hafi unnið í eldhúsi fangelsisins er getn- aðurinn átti sér stað. Ennfrem- ur hefur flogið fyrir að íinn karlfanginn hafi hlotið nokkra viðbót við refsingu sina. Fimustu fingumir GlæpalýSur annast II löggæzlu"á Haiti A miðvikudagtnn var sendi alþjóðlega lögfræðinganefndin út yflriýsingu þar sem seglr að harðstjóm núvcrandi vald- hafa á Haiti sé einna helzt hægt að Iíkja við stjóm Batt- ista á Kúbu og Trujillosstjórn- ina í Dominikanska lýðveld- inu, næsta nágrannalandi Hai- tis. Yfirlýsing nefndarinnar er byggð á rannsóknum í landinu sjálfu og segir þar að1 stjórn Duvaliers hafi allt frá því hún komst til valda traðkað á ein- staklingsfreJsinu, trúarbragð^ frelsi, prentfrelsi og rétti verk amanna til að xnynda stéttarfé- lög. I yfbrilÝsingu lögfræðmga- nefndarinnar segir ennfremur að Duvalier stjómi landinu I knafti 500 manna lífvarðar, dyggum her’8.000 manna, leyn- ilögreglu — svonefndum „ton- ton macoutes” — og saman- stendur hún einkum af mönn- um úr verstu glæpafiokkum i iandinu. Kostnaðurinn við lið þetta er um 15 milljónir doll- ara á ári og er það um helm- ingur af heildarupphæð fjár- inganna á Haiti, segja lögfræð- ingamir. Nefndin skýrír ennfremur frá því að um ein milljón dollara af hernaðaraðstoð þeirri sem ‘laiti fær árlega frá Bandaríkj- unum hafni í vðsum leynilög- xegXunnar. Fyrir skömmu fór fram í f'rag 25. þing alþjóðlega hraðritunar- vólritunarsambandsins. Við það tæklfæri var heimsmcistaran- um í vélritun, vestur-þýzku stúlkunni Sigrid Lude, aflientur verðlaunabikar. Hún vann heimsrr*'' '•* atltiiinn með 16.797 slögum á 30 mínútum. Mynöin sýnir FrantiseU F ' - mennta- málaráðherra Tékkóslóvakíu, afhenda ungfrúnni bikaninn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.