Þjóðviljinn - 22.08.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.08.1963, Blaðsíða 10
Myndín er tekin um borð í Kristbjörgu VE fyrir skemmstu þar sem hún Iá hér í Reykjavíkurhöfn drekkhlaðin af smásíld. (Ljósm. Þjóðv. G. O.). Borgar sig að veiða ungsíldina sem HörB gagnrýni ©í við Suðurland? á hundahald Nehrus NEW DELHI 21/8 — Gamal- íeyndur stjómmálamaður úr ind- verska sósíalistaflokknum ásak- aði Nehru forsætisráðherra í dag fyrir það að nota sextán sinnum meira fé til þess að fóðra hund sinn en venjuleguf Indverji not- ar, til þess að halda lífinu í sjálfum sér. Dr. Ram Manohar Lohia, en svo heitir maðurinn, sagði enn- fremur, að hann gæti ekki leng- ur reiðst Nehru, aðeins vorkennt honum. Einnig sakaði hann Nehru um það að reka stétta- stefnu og ívilna ráðherrum sín- um. Hann krafðist þess. að for- sætisráðherrann segði af sér og klykkti út með því, að sú ríkis- stjóm, sem útgengið hefði af kongressflokknum, væri þjóðar- skömm. M Eins og fram hefur komið í fréttum undan- farna daga hefur óvenju mikið magn ungsíldar veiðzt á miðunum sunnanlands síðustu daga, og hafa allmörg skip verið þar við veiðar. Samkvæmt niðurstöðum Egils Jónssonar aðstoðarmanns Jak- ohs Jakobssohar fiskifræðings, er síld þessi ókyn- þroska og hafa þeir varað eindregið við þessum veiðum, a.m.k. telja þeir óráðlegt að farið verði að stunda þær í stórum stíl. Síldveiðisjómenn virðast hins vegar á nokkuð annarri skoðun en fiskifræðingarnir, hafa látið þá skoðun sína í ljós, að ef við ekki drepum þessa síld, verði Norðmenn án alls efa til þess! Einnig hafa þeir talið, að sízt minna sé drepið af smásíld sem þessari á miðumum fyrir norðan og austan. Þjóðviljinn hafði í gær sam- bandi við Jakob Jakobsson fiskifræðing á Ægi og spurði um álit hans á þessum veið- um. Taldi hann líklegt, að meg- inið af þeirri síld, sem veiðzt hefur við Vestmannaeyjar í sumar (þar munu nú hafa veiðzt um 100 þús. mál), væri af þess- um stofni og af sömu aldurs- flokkum, þ.e.a.s. óþroskuð smá- síld, sem ekki hrygnir fyrr en eftir 2—3 ár. Þessi stofn væri íslenzkur stofn, sem gengi að jafnaði á miðin hér, og virtist það augljóst mál, að það væri óráðlegt einungis frá efnahags- legu sjónarmiði að drepa þessa síld nú. Eftir 2—3 ár hefði hún náð fullum þroska, stærð og þyngd og væri þá margfalt verðmætara hráefni til vinnslu. Spurningin stæði einfaldlega um það, hvenær borgaði sig bezt að veiða þessa síld, án alls tillits til þess' hvoirt stofninum væri hætta búin af þessum veiðum. Jakob kvað það að vísu rétt, að jafnan veiddist nokkuð magn smásíldar fyrir austan og norð- an, en þar væri hins vegár um annan stofn að ræða. Og meðal- aldur þeirrar síldar, setm þar hefur veiðzt síðari ár hefur verið 8 ár og í sumar hefur meðalaldur Norðurlandssíldar- innar verið 13 ár. Að öðru leyti kvaðst Jakob vilja taka það fram, að ekki væri unnt að gera nákvæma grein fyrir þessu í örstuttu sím- tali. En hann teldi það tvímæla- laust mjög vafasaman hagnað að stunda þessar veiðar í stór- um stíl. Hér væri um að ræða síld, sem kæmi á miðin hér við land, þegar hún er orðin full- þroska og þar af leiðandi verð- mætari. Spurningin væri fyrst og fremst, hvort menn vildu bíða þess. I Rithöíundur í sjóhrakningum Frá fréttaritara Þjóðviljans á Raufarhöfn í gær. Trillubátaútgerð á Raufar- höfn hefur legið niðri í sum- ar að mestu leyti og hafa útgerðarmenn frá Raufarhöfn ekki sótt sjóinn enda afli tregur, þótt gott að komast upp í 1 skippund í róðri, Tveir bátar hafa þó stundað sjósókn héðan í sumar. Ann- ar báturinn heitir Hafdís og hafa þrír valinkunnir kenn- arar róið á þeim bát: Hákon Magnússon kennari við Mið- bæjarskólann, Árni Einarsson kennari fyrir sunnan og Hreinn Ragnarsson kennari á Raufarhöfn. Hinn báturinn heitir Guðrún, og með hann hefur verið Rögnvaldur Sæ- mundssön sikólastjóri í Kefla- vík. Fyrir 10 dögum bættist þriðji útgerðarmaðurinn í hópinn, Einar Kristjánsson Freyr, rithöfundur. Fleyta hans heitir Hafbjörg, 2,6 tonn að stærð. Hann hefur nú farið nokkra róðra og vél- in oftast verið í biliríi þegar á miðin hefur komið. Fyrir þrem dögum fór að- eins einn bátur á sjó, Hafdís, því austan strekkingur var og hinir þorðu ekki út. Þá hitti ég Einar Frey á bryggj- unni og ræddi nokkuð út- gerðarmál við hann og sagðist hann stunda þessa útgerð frá bókmenntalegu sjónarmiði. Það væri aðallega ein saga, Gamli maðurinn og hafið, sem hefði rekið sig út í þessa útgerð. Þannig var það t.d. um fyrsta róðurinn, en þá reyndist vélin í lagi, að hann tók strikið beint til hafs og það langt út að landið sást aðeins í hillingum við yztu sjónarrönd eins og segir í fyrrnefndri sögu. í gær fór Einar í róður og rak þá upp í svokallaða Bæjarvík. Magnetan bilaði. Tók hafnsögumaðurlnn hann í slef til lands. I morgun fór Einar enn í róður og vegna þess hve vél- in hefur verið ótrygg hafði hann nú með sér segl. bæði fokku og stórsegl. Það var sólskin og austan strekkingur og stóð vlndur beint á land. Er Einar var kominn nokk- uð út fyrir bilaði vélin. Snafs- glasið sprakk. Hann setti þá upp stórsegl og fokku og settist undir stýri og sigldi eins og Stjáni blái til lands og sauð á keipum. Þegar Einar var kominn rétt innfyrir Bökuna missti hann stjórn á bátnum og sigldi hraðbyri upp á svo- kallaðar Kotflúðir. Þarna var brimskafl en Einar var það hraustur af sér, að hann stökk útbyrðis, tók sér stöðu í brimskaflinum fyrir fram- an bóginn á bátnum og varði hann svo hann laskaðist ekki. Á strandstað komu á vett- vang um 150 manns, þegar mest var. Allir af Suðurholt- inu, verkfærir menn, b,örn og gamalmenni, allir sem vinna í síldarverksmiðjunni og allt starfsliðið af þrem síldarplön- um: Hafsilfri, Borgum og Skor. Þama stóð fólkið á sjávarbakkanum í sólskini og góðviðri og horfði á sjóhetj- una er stóð í brimskaflinum upp í geirvörtur og gekk löðr- ið yfir hann öðru hvoru. Þrír mótorbátar og tvær trillur fóru þegar á vettvang til bjargar. Fyrstur kom hafn- sögumaðurinn á sinni fleytu á vettvang en varð frá að hverfa þar eð hann treysti sér ekki til bjargar. Mótor- bátamir þorðu heldur ekki að fara nærri brimskaflinum og varð ekki úr björgun af þeirra hálfu. Ix>ks kom maður nokkur, Páll Helgason að nafni, bróð- ir Valdimars Helgasonar leik- ara, á vettvang á trillu sinni og tókst honum að koma streng um borð til Einars. Hoppaði Einar þá upp í bát- inn aftur og keyrðu þeir í landvar og upp að bryggju. Fólkið streymdi af strand- stað niður á bryggjuna þar sem sjóhetjan kom að landi. Steig Einar þar holdvotur á land úr hrakningunum. Ein- hver viðstaddra spurði hann þá hvort nú útgerð hans væri ekki þar með lokið en hann svarið kotroskinn að hann væri alls ekki á því að leggja upp laupana þótt smávegis bjátaði á. Fimmtudagur 22. ágúst 1963 — 28. árgangur — 177. tölublað. Maður hætt kom- inn í eldsvoða f fyrrinótt kom upp eldur í herbergi í húsi einu við Bugðu- læk. Vaknaði maður sem svaf þarna inni um kl. hálf sjö við það að herbergið var orðið fullt af reyk. Var hann kominn að köfnun og varð honum það fyrst fyrir að opna glugga og hrópa á hjálp og vaknaði fólk í næstu húsum við köll hans og sá hann liggjandi hálfan út um gluggann. Tókst honum þó að Hafið íbúðir ykkar læstar! Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar hafa verið talsverð brögð að því undan- farið hér í borg að stolið væri úr fbúðum. Þannnig var nýver- ið stolið kvenveski úr innri- forstofu í húsi í Hlíðunum og var þó þrennt heima í fbúð- inni er þetta gerðist. Einnig var fyrir nokkru stolið péningaveski úr tösku í herbergi stúlku nokk- urrar er býr við Ránargötu og var það gert um hádegisleytið á meðan stúlkan brá sér út úr herberginu. Er fólk varað við því að hafa íbúðir sínar ólæstar, gérstaklega ef það bregður sér eitthvað frá. komast hjálparlaust út úr her- berginu er hann hafði’ fengið ferskt Ioft. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var legubekkur sem var í herberginu brunninn að mestu og annar bekkur sem þar var einnig talsvert brunninn og her- bergið var talsvert farið að sviðna að innan. Tókst fljótt að slökkva eldinn en skemmdir urðu allmiklar á herberginu bæði af eldi og vatni. Maðurinn mun hafa verið undir áhrifum áfengis er hann gekk til hvílu og er talið að hann hafi sofnað út frá logandi sígarettu og síðan hafi kviknað í út frá henni. Kynþáttamisrétti mótmælt í París PARÍS 21/8 — Hópur hvitra og þeldökkra Bandaríkjamanna, sem búsettir eru í París, héldu í dag í mótmælagöngu til bandaríska sendiráðsins í París. Er það gert til að lýsa stuðningi við mót- mælagöngu þá. er haldin skal 1 Washington 28. ágúst n.k. Þátt- takendur undirstrikuðu kröfuna um jafnrétti allra bandarískra borgara. Austurþýzkt rannsókna- og eftirlitssklp ' N I gær tók Ijósmyndari Þjóðviljans þessa mynd af austurþýzka rannsókna- og eftirlitsskipinu Meteor þar sem það lá í Reykja- víkurhöfn, en skipið er í för með austurþýzka togaraflotanum [ sesn er að vciðum hér við Island. — (Ljósm. Þjóðv. G. O.). 4 i 4 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.