Þjóðviljinn - 22.08.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.08.1963, Blaðsíða 5
Firmntudagur 22. ágúst 1963 HðÐVIlJINN SÍÐA ^ GlSLI SIGURGEIRSSON SEGIR FRÁ VOGASTAPI VEGARLOK Síðast þegar við slit- um talinu við Gísla Sig- urgeirsson var aðeins eftir ólagður einn tálmi á veginum frá Reykja- vík til Keflavíkur, en hann illræmdur: Voga- stapi. Heldur nú Gísli áfram frásögn sinni. Um hvítasunnuna vorið 1912 héldum við af s1að til vinnu við lokaáfanga Kefla- víkurvegarins. Fórum sjóleið í ljómandi veðri. Lentum í Stapakotsvör. Farangur flutt- ur í land á smábátum. Engin bryggja og urðum við að bera allt í land. Fengum sjóbræk- ur að láni til að verða ekki votir. S'íðan var farangurinn ýmist borimn á bakinu eða fluttur á heslvögnum yfir móa og grjótholt — þótt eng- inn væri það sældarvegur, en vagnar og verkfæri höfðu ver- ið geymd í Keflavik um vet- urinn. Þetta sumar voi-u 80—100 manns í vinnunni, því nú var ákveðið að ljúka verkinu um sumarið. Og þetta sumar var erfitt með vatnið. Það varð að sækja í vatnsfötum, fyrst að Stapakoti, og síðan að Brekku í Vogum. — Stapinm var mjög ill- ræmdur — og frægur drauga- sagnastaður? — Já, Stapinn var illræmd- ur um langan aldur. Margir urðu þar úti. Margir fengu vondar ferðir á Stapanum, en sennilega hafa þessar sagnir oft átt rót síma að rekja t.il áfengisins. Menn fóru oft drukknir og með áfengi með sér frá Keflav'ík yfir Stapann. En það hefur fylgt þessum kafla, þótt vegurinn batnaði og farartækin breyttust, að draugar hafa sézt þarna, — draugar sem tóku svo ræki- lega ofan fyrir vegfarendum að þeir tóku af sér hausinn! En þetta breytist. Grimshóll er innarlega á Stapanum. Sú er sögn, að Grímur, sem Élja- Grímur var kallaður, hefði lengi haldið því fram að öll él stytti upp um síðir, en þó gat eitt þeirra staðið svo lengi yfir að hann hafði átt að verða úti undir áðurnefnd- um Grímshól. — Lukuð þið vegagerðinni um sumarið ? — Lagningu vegarins var lokið í endaðan september 1912, þ. e. að þá var búið að tengja saman enda vegarins á klöppinni fyrir ofan Hábæ í Vogum. Þá var enn eftir að bera ofan í nokkuð af vegin- um, og tókum við Jón Einars- son að okkur að vera eftir með ofaníburðarflokknum og ljúka því verki um haustið. Jón Einarsson muni hafa verið upphafsmaður að því að verkamennirnir ákváðu að kaupa gullúr með festi og gefa föður minum til minning- ar um þetta verk og sem þakklætisvott fyrir góða verkstjórn. Faðir minn fékk úrið kvöldið sem vegurinn var lagður saman, og afhenti Jón Einarsson það fyrir hönd verkamannanna. Man ég að þetta gladdi föður minn ó- segjanlega, sérstaklega að finna hlýhug verkamannanna sem að baki þessu bjó og þökk samverkamannanna fyrir sam- starf umliðinma ára. — Þetta hefur verið mikið verk og eifitt á sinni t'ið. Hve mikið kostaði vegurinn? — Já, það var mikið átak að koma þessu í framkvæmd. Vegurinn mun hafa kostað 130 þús. kr., sem var mikið fé í þá daga. Sýslan lagði til helminginn. Þ.að var mikil breyting að fá veg yfir hraun- in suður ströndina, alla leið til Keflavíkur. Og enn er þetta breytt. 1 stað hestsins, sem bar 90—100 kg og var þá dag að fara þessa vegalengd -4> Esperantistamót í Eystrasaltslöndum í fjögur ár hafa Eystra- saltslöndin efnt til móta sem sótt hafa verið af esperantist- um frá Eistlandi, Litháen og Lettlandi og ýmsum öðrum rikjum Sovétrikjanna. Þessi mót hafa átt vaxandi vinsældum að fagna og má af þeim nokkuð marka eflingu esperantóhreyfingarinnar í Sovétríkjunum. Fýrsta mótið var 1959 með 30 þátttakendum, annað mótið var 1960 með 107 þátttakend- um, þriðja mótið 1961 með 203 þátttakendum og fjórða mótið 1962 með 320 þátttakendum. Þessi mót hafa staðið yfir i þrjár vikur. Tvö síðustu ár- in hafa þar verið starfræktar nokkrar háskóladeildir. svo sem bókmenntadeild, kenn- aradeild. þýðendadeild. mál- fræðideild og almenn mennta- deild. Aðalerindið í bókmennta- deildinni í ár flutti hinn gam- alkunni eistlenzki esperantisti Elísabet Linnusi og þátttak- andi í þeirri deild var meðal annars esneranto-skáldkonan alkunna Hilda Dresen. KennararRildinni veitti for- stöðu Z V. Semonova mál- fræðingur. En hún var ásamt öðrum höfundur esperanto- kennslubókar. Kunnur esperanto-kennari Aleksandro Sútam flutti þarna erindi um kennsluaðferðina sem kennt er við Andreo Ce. Miklar umræður og áthygli vakti erindi kunns esperant- ista frá Moskvu í máladeild- ihni, um staðar- og persónu- nöfn í esperanto. Sömu leiðis vakti athygli erindi Viktors Grusko dósent frá Rostov við Don, um stafsetningu eigin- nafnanna í esperanto. Til frekari fróðleiks er vert að minna á titla helztu erinda sem flutt voru þarna í háskóla- deildunum: „Ástand esperantóhreyfingar- innar í Sovétríkjunum” flutt af Podkaminer dósent frá Lenin- grad. „22. þing Kommúnista- flokks Sovétríkjanna” flutt af Robinzonas frá Vilmu. „Hin sögulega og menningarlega þýðing esperanto” flutt af skáldinu Boxús Tokai'jov. „Krabbameinslækning með náttúrlegum, hætti“, flutt af Dr. Molafejev frá Grúsíu. „Um framburðinn í esperanto" flutt af Alexandro Sútam fi*á Tallin. Á hvei’ju kveldi efndu bátt- takendur til tónleika sem vöktu mikla athygli. Nuntempa Bulgarlo. K. G. Jón Eínarsson og Gísli Sigurgeirsson á úrvalsgæðlngum sumarið 1912, þegar vegurinn var fullgerður — 1-þá daga var svipað að eiga slíkan gæðing og dollaragrín í dag. mældi fyi-ir og réði vegarstæð- inu? — Þegar Keflavíkurvegur- inn var lagður var ekki farið að mæla fyrir vegum eins og nú er gert, þannig að verk- stjórinn fengi nákvæma hæð- arseðla sem segja til um hæð og legu vegarins með 10 m millibili. Kaðir minn varð oft að ganga vegarstæðið fram og // Hvert fótmál logar í mmnmgum ii fer bifreið nú með 10 000 kg á einni klst. Þá var þessi vegarlagning erfitt verk. Og kunnugt er mér, að oft var faðir minn þreyttur á þessum árum af að stríða við ýmsa erfiðleika í sambandi við þenna veg. Og þó hygg ég að einna mestum ex-fiðleikum hafi hestarnir oft og einatt valdið. Oft var erfitt að fá leiguhesta, sem til veg- arins þurfti og enni erfiðara að sjá þeim fyrir fóðri. Gras- leysi, vatnsleysi og það hve langt var í ofaníburð skapaði mesta örðugleika. En þetta blessaðist allt. Föður mínum var það metnaðarmál að ljúka þessu verki sómasamlega, og það gerði hann að allra dómi. — Unnu margir í veginum öll árin? — Það voru nokkrir auk föður míns (verkstjórans Sig- urgeirs Gíslasonar). Ég man eftir Teiti Teitssyni frá Hlöðu- nesi, Jóni gamla Sigurðssyni, Þorsteini Þorsteinssyni 5 Kletti, Jóni Einarssyni og svo var það ég. — Og svo hefur þú nefnt fjölda manna sem víða em kunnir. — Já, þaima vann Stjáni blái, Guðmundur úr Grinda- víliinni, Marteinn Þorbjörns- son úr Krýsuvík, Halldór Kristinsson, síðar læknir á Siglufirði, Ásgrímur Sigfús- son, síðar útgerðarmaður, Stígur Sæland lögregluþjónn, og þeir Jón Guðnason síðar pi-estur og skjalavörður og Steinn Steinsen síðar bæjar- stjóri á Akureyri voru báðir „kúskar" í Keflavíkurvegin- um, -— svo nokkrir séu nefnd- ir af fjölmörgum. — Hvaða verkfræðingur aftur og leita fyrir sér að bezta vegarstæðinu, varast að ákveða vegarstæði sem gæti rekizt á stórar gjótur eða ó- yfirstíganlega kletta. Hann varð að liafa athugað marga kílómetra í einu og svo að setja niður stikur með 5 faðma millibili, en það voru kallaðar ,,færur“ — og marka hæð á hvei-ja stiku og setja í þær flísar svo flokksstjórar gætu farið eftir þeim með vegai'hæðina. Þannig útbjó hann ákveðinn kafla fyrir hverm flokk. Þegar þeim kafla var lokið varð sá flokkur að flytja sig fram fyrir alla hina. Varð þá að 'bera allan fai'angur manna, tjöld og verkfæri á bakinu, og voru þessir flutningsdagar verstu og erfiðustu daglar sumarsins. Og fegnir vorum við þegar Ijaldið var komið upp. Það var eins og þegar húsmóðirin hef- ur gert stofur og svefnhei'- bergi hrein og látið hreint á hvert rúm. Þá var gaman að koma inn og hátta. Frískt loft í tjaldinu, allt viðrað úti í góða veðrinu. Gólfið hreint gras og lyng, ilmandi af grasasætleika. — Verkstjórinn hefur ekki þurft að stjóma flokkunum? — Verkstjórinn skipi sér ekki af verkum einstaklinga í flokkunum, það gei'ði flokks- stjórinn, er, ævinlega hafði frá 8—10 manms að sjá um. En milli þess að verkstjórinn var að „stiga út“, eins og það var kallað, fór hann ævinlega á hverjum degi milli flokkanna, talaði við- flokkstjórana og réði með þeim ráðum sínum um tilhögun verksins. Faðir minn kom öllu þessu fram, enda var hann úrræða- góður, stjórnsamur og eftir- tektarsamur og fór fátt fram hjá honum sem aflaga fór. Hann bjó ævinlega í tjölduni við sömu skilyrði og aðbúnað og verkamennirnir og alla tíð sem ég var með honum var hann við sjötta mann í tjaldi. — Og hver vorú verkfærin sem þið lögðuð þenna veg yfir hraunið með? — Þau voru hakar og skófl- ur, járnkarlar, sleggjur, hand- börur, hjólbörur og hestvagn- ar. Efni í hleðslur og uppfyll- ingar var mest flutt á hand- börum. Sprengiefni var þá púður fyrst en dýnamít síðast. Ræsi voru þá ekki steypt heldur hlaðin og hellur látn- ar yfir. Voru þær oft stórar og þungar, langsóttar og erf- iðar viðfangs. Stundum vöru ræsin tvö og fleygmyndaður veggur á milli þeirra sem vatnsflaumurinn átti að brotnia á. Reyndi^st þau ræsi vel og heyi'ði ég aldrei getið um að vatn hefði runnið yfir veginn á þeim stöðum. — Hvernig var vistin í tjöldunum þegar 6 mönnum var troðið í þau? — Þegar 6 voru í tjaldi voru 2 og 2 ,,lagsmenn“, þ. e. þeir sváfu undir sömu sæng- inni — andfætis. Innst í tjald- inu var kassi með steinolíu- vél í. Sá er innstur lá hafði það embætti á hendi að hita kaffið og sjá um það að öllu leyti. Hann varð að kveikja á vélinni þegar klukkuna vant- aði fjórðung í 6 á morgnana, til þess að kaffið væri oi'ðið heitt og lokið við að drekka það kl. hálfsjö. Þeir sem ut- ast lágu 1 tjaldi voru nefndir ,,tjalddraugar“ en „tjald- draugurinn” hafði það emb- ætti að reima aftur tjaldið og ganga frá skörum á kvöldin. Hver hafði sitt kofort og í því mat sir.n. Maturinn var skrínukostur, mest brauð og kaffi, en seinni árin stundum fiskur. Fyrsta útilegusumarið man ég að úttektin var mjög einhæf: Til vikunnar 1 rúg- brauð, 2 hveitibrauð, 4—5 pund kringlur, 1 y2 pd. smjör- líki, 2—3 pd. sykur. Undan- tekning var ef panfaðir voru 2—3 snúðar á 3 aura stykkið. Maturinn var sóttur til Hafn- arfjarðar einu sinni í viku. Hverjir tveir höfðu eina dýnu, var hún vafin upp á daginn og sat annar á henni, en sængurföt og koddar voru látnir í poka og sat hinn fé- lagiran á pokanum. Stundum var rj’k á kvöldin þegar búið hafði verið um, ekki sízt þeg- ar lengi hafði verið dvalið á sama stað og gólfið orðið að þurru moldai-flagi. En þá var tjaldskörin bundin upp, rjrk- Innganginn að greininni vantaði Þau mistök urðu í blað- inu í gær i sambandi við birtingu greinar Stefáns Ögmundssonar um 6. verka- lýðsráðstefnu Eystrasalts- Ianda, Noregs og Islands að inngangur er átti að vera að greininni féll niður, enn- fremur varð sú misprentun í undirfyrirsögn greinarinn- ar að sagt var þar að þetta hcfði verið 8. ráðstefnan en eins og fram kom í grein- inni sjálfri var þetta 6. ráð- stefnan í röðinni. Inngangurinn sem niður féll fer hér á eftir: Dagana 8. til 13. júli var 6. verkalýðsráðstefna Eystrasaltslanda Noregs og fslands, háð i Rostokk. Ráðstefnu þessa sátu ISS fulltrúar og gestir frá eft- irtöldum Iöndum: Dan- mörku, Þýzka sambands- Iýðveldinu, Þýzka alþýðu- Iýðveldinu. Finnlandi, ts- landi, Noregi, Póllandi. Sví- þjóð og Sovétríkjunum. Þá var og mætt til ráð- stefnunnar nefnd frá Al- þjóðasambandi verkalýðs- félaga undir forustu aðal- ritara þess, Louis Saillant, cnnfremur fulltrúar frá franska verkalýðssamband- inu C. G. T„ auk fleiri verlíalýðssambanda. Frá fslandi voru mættir 4 þátttakendur að þessu sinni, þeir Alfreð Guðnason frá Eskifirði. Ándrés Guð- brandss., Guðbrandur Bene- diktsson og Stefán ög- mundsson úr Reykjavík. inu hleypt út og góöa kvöld- loftinu inn. Þegar 7 voru í tjaldi var stundum svo þröngt að lags- menn gátu . ekki snúið sér nema gera það báðir samtím- is, svo geta má nærri að oft hefur litla hvíld verið að fá í slíkum fletum. En annað þekktist ekki þá. Sá sem hitaði kaffið fór heim 20 mini. á undan hinum til þess að kveikja undir katl- inum, því helzt þurfti kaffið að vera heitt þegar heim kom, því bezt var að renna brauð- inu niður með heitum og sæt- um kaffisopa. En ekki var lengi verið að ganga frá upp- þvottinum eftir hverja máltíð. Krukkurnar voru sjaldan þvegnar — sumar aldrei, og Framhald á 7. síðu. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.