Þjóðviljinn - 23.08.1963, Side 8

Þjóðviljinn - 23.08.1963, Side 8
HÖÐmiINN ð StÐA — Það gat hann ekki gert. — Nei, sagði Adam Cramer og brosti háðslega. — Nei. bað gat hann ekki. Það hefði burft hugrekki til. Hann hefði átt á hættu að missa þetta fína em- bætti og launin sín. Ungi maðurinn kreppti hnef- ana. roðnaði og begar einhver hrópaði — Hættu þessu. leyfðu honum að tala, strákur! >á hvarf hann aftur inn í mannf.iöldann. — Bíðið þið hæg, sagði Adam Cramer. — Ég veit að Harley Paton á marga vini. Og ef ég væri hér í einhverjum öðrum til- gangi en segja ykkur sannleik- ann, þá hefði ég vit á að hrófla ekki við honum. Haldið þið það ekki? Jæja, ég er ekki að segja að skólameistarinn í Caxton mqpntó sé endilega óheiðarlegur maður. Ég segi aðeins sannleik- anum samkvæmt, að hann sé veiklyndur. Og veiklyndi má ekki þola fremur en óheiðarleika — að minnsta kosti ekki þegar framtíð bama okkar er í veði! Ég varaði ykkur við bví að sannleikurinn yrði ófagur. Hann er það alltaf. En ég ætla ekki að hætta, þótt ég hafi komið við viðkvæman blett. Nei, hreint ekki. Það verður komið við fleiri auma bletti áður en ég hef lokið máli mínu!. — Haltu áfram, kallaði Lor- enzo Niesen. — Við hlustum. — Jæja þá. Nú haldið þið kannski a'ð vandinn sé einungis sá,, hvort við eigum að leyfa tólf svertingjum að sækja skólann okkar eða ekki: en það er aðeins örlítill hluti af öllu saman. Ég hef aðstöðu til að vita þetta, bvi að ég hef unnið með samtökum sem hafa rannsakað allt betta mál. Þið sjáið ekki skóginn fyrir trjám, vinir mínir; trúið mér. Aðalvandamálið. hvort sem ykk- ur lfkar betur eða verr er hvort þið ætlið að sitja með hendur í skauti og láta jafnréttið flæða yfir öll Suðurríkin .... Verne Shipman stóð i hliðar- götu. falinn bakvið ryðguðu fall- Hárgreiðslan Hárgreiðsln og snyrtistofa STFTNU og DÓDÓ Laugaveei 18 m. b (lyfta) Sími 24616 P E B M A Garðsenda 21. siml 33968 Hárgrejðslu. og snyrtistofa Dömur hárgreiðsla við allra hæfl TJARNABSTOFAN Tjarnargötu 10 Vonarstrætis megin _ Sími 14662 HARGRETOSLDSTOFA ADSTURBÆ^IAR (Maria Guðmundsdóttlr) Laugavegj 13 — sími 14656 — Nnddstofa á sama stað — byssuna og hlustaði á Adam Cramer. Hann hlustaði á sömu ræðuna og hann hafði heyrt áð- ur, sömu skýrslumar, og hann tók eftir því að fólkið sem þama var samankomið hlustaði lika. Með athygli. Og það átti það að sjálfsögðu að gera, því maðurinn talaði af viti. En það var ekkert minnzt á peninga. Ekkert orð sagt um að ganga í samtökin og leggja pen- inga af mörkum. Ég hlusta, hugsaði hann. en það verður prófraunin. .... og það er óvefengjanleg staðreynd. hélt Adam Cramer á- fram, sem ekki verður hrakin. Svertingjarnir munu algerlega stjóma suðurríkjunum. Þeir fá meirihlutann í kosningum. Þið fáið svarta borgarstjóra og svarta lögregluþjóna (eins og komnir em þegar í New York og Chicago) og jafnvel svartan fylkisstjóra. og svarta lækna til að taka á móti bömunum ykkar — ef þeir mega vera að því — og þannig verður þetta. Hugsið þið nokkuð um það þegar bið hleyptuð þessum tólf inn í skól- ann ykkar? Gerðuð þið það? Hinn létti andi, sem ríkt hafði i upphafi fundarins var nú al- gerlega á bak og burt. Bart Carey og Phil Dongen vom mjög þungbúnir og séra Xjorenzo Nie- sen hristi höfuðið í sífellu til að gefa til kynna ákafa reiði. — Sumir okkar gerðu það! sagði Carey dimmri 'röddu. — Ég veit það. viðurkenndi Adam Cramer. — Faragut-sam- tökin til vemdar stjómarskránni voru spor í rétta átt. En þau komu ekki miklu til leiðar vegna bess að lygaramir hafa unnið störf sín vel. Þeir hafa talið ykk- ur trú um að þið væmð bundn- - í báða skó. Þið höfðuð ekki I í á að ráða dýmstu lögfræð- oga. svo að ykkur mistókst. En, herra Carey. ég er ekki að tala sérstaklega til yðar og þeirra sem hafa í alvöru barizt gegn þessu. Ég er að tala tíl þeirra sem em ringlaðir og á báðum áttum, sem hafa ekki gert sér ljóst eða skilið eða áttað sig á hváð þessi úrskurður þýðir. Til þeirra, herra Carey sem hafa verið óvirkir og treyst þvi að stjómin leysti málið á hinn bezta hátt. Það er ofur eðlilegt, eins og þið skiljið. Við elskum öll föðurlandið, og það er ekki nema eðlilegt að fólk treysti því að mennimir sem stjóma þvf séu hundrað prósent áreiðanlegir. En öldungadeildarmaðurinn okkar frá Wisconin, sýndi okkur bó áþreifanlega, hversu mikill mis- skilningur það er. Hann sannaði svo að ekki verður um villzt að það em meindýr og rottur og svín i stjómarráðinu. Er ékki svo? — Það er rétt! hrópaði Lor- enzo Niesen. — Alveg rétt. Guð blessi þingmanninnf — Já. sagði Adam Cramer. — já og amen fyrir því, herra minn. Við vitum núna að bað em til menn með fina titla og mikið vald sem gera sitt bezta til að ofurselja landið okkar kommúnismanum. Og það em þessir menn, vinir mínir, og eng- ir aðrir, sem ætla að pína inn á ykkur jafnréttinu. Það er ekki nokkur einasti vafi á því. Smám saman hafði Adam Cramer hækkað röddina. Svitinn fossaði niður andlitið og flibb- ann hans, en hann gerði enga tilraun til að þurrka hann burt. — Hér kemur eitt, sagði hann — Ég þori að veðja að þið vitið það ekki öll. 1 niðurstöðum dóm- anna í skólamálunum sagði John J. Parker í fjórða yfirdómi Bandaríkjanna hinn 17. maí 1954 og 31. maí 1955 í máli — hann leit á blað sem hann hafði í brjóstvasa sínum — Briggs gegn Elliot: .... — það skiptir miklu að við gemm okkur ljóst hvað hæstiréttur hefur úrskurðað og hvað hann hefur ekki úrskurð- að í þessu máli. Hann hefur ekki úrskurðað að undirdómamir eigi að, taka við að kveða upp dóma í málum hinna einstöku skóla. Hann hefur ekki úrskurðað að fylkin verði að blanda fólki af mismunandi kynþáttum í skólun- um eða nemendumir verði að sækja skólana eða verði að svipta þá réttinum til að velja þá skóla sem þeir sæki. Það sem hann hefur úrskurðað og allt og sumt sem hann hefur úrskurðað, er að, fylki megi ekki neita nein- um nemehda vegna kynþáttar um rétt til að sækja nokkum þann skóla sem það starfrækir. Þetta má fylki ekki gera sam- kvæmt úrskurði hæstaréttar. hvorki beint né óbeint; en ef skólarnir sem það starfrækir eru opnir börnum af öllum kynþátt- um, þá er það ekki brot á stjóm- arskránni þótt böm af mismun- andi kynþáttum sæki af fúsum og frjálsum vilja mismunandi skóla, rétt eins og þau sækja mismunandi kirkjur. Ekkert í stjómarskránni eða úrskurði hæstaréttar sviptir fólkið frels- inu til að velja þá skóla sem það sækir. Með öðrum orðum: stjórn- arskráin þarf ekki á lögum um samskólagöngu að halda .... — Eruð þið með, gott fólk? Stjómarskráin þarf ekki á lögum um samskólagöngu að halda! Þetta er orðrétt frásögn úr rétt- arhöldunum. Það var dómari með tilfinningu fyrir réttlæti og sanngirni sem sagði það. En ég er að velta því fyrir mér, hvort Abraham Silver hafi minnzt á þetta lítilræði við ykkur. Gerði hann það? — Við verðum" auðvitað að fara að lögum, settum reglum og því öllu saman; en og ég endur- tek það skýrt og greinilega svo að það fari ekki framhjá neinu ykkar: Stjómarskráin þarf engin lög um samskólagöngu! Adam Cramer hætti að tala Rödd hans hafði hækkað snögg- lega við síðustu orðin; nú var loftið þrungið reiðilegri þögn. Hann hélt áfram, næstum hvíslandi: — Og nú skal ég segja ykkur hvað þetta gengur <dlt saman út á. Það er alls ekkl samskólagangan sem er aðalat- riðið — þrátt fyrir afleiðingar hennar sem ég hef bent ykkur á. Það er ekki heldur neitt negra- hatur. Ég hef ekkert á móti svertingjum fremur en þið. gott fólk. Nei: þar sem hér er um að ræða eru réttindi fylkjanna. Það er aðalatriðið. Samkvæmt stjórn- arskránni á hvert fylki Banda- ríkjanna að hafa vissa sjálfs- stjóm, er ekki svo? Það er ein af undirstöðum lýðræðislegs stjómarfars. Lesið kafla eitt, átt- unda atriði. fimmtu grein í stjómarskrá Bandaríkjanna. Héttindi fylkjanna eru undir- staða Bandaríkjanna — sjálfs- stjórn í eigin málum, stjóm málum og menntamálum. Gott og vel. Nú látið þið sameigin- legu stjómina taka fram fyrir hendumar á ykkur og gefa fyrir- mæli, og kannski haldið þið að það sé spor í átt til sósíalisma, en svo er ekki. Það er spor í átt til kommúnisma! Sovétríkin, Rússland! — hafa þetta einmitt svona. Nokkrir stórlaxar ákveða að svo mikla skatta skuli greiða í hverri borg eða þá að þeir úr- skurða að síberíumenn eigi að ganga í sömu skóla og hvítir — eða hvað sem vera skal — og enginn getur opnað munninn. Af hverju? Af því að í kommúnista- Rússlandi hefur ekkert einasta fylki nokkum rétt. Það getur ekki mótmælt neinum úrskurði eða neitað.að hlýða fyrirmælum. Það er ekki um annað að gera en kingja bitanum. — Ykkur finnst ég kannski kominn býsna langt frá efninu og þetta sé nokkuð langsótt, en það er misskilningur. Ég hef verið í höfuðborginni Washing- ton og ég veit að þetta er satt. Þið eruð tilraunadýr allra Banda- ríkjanna! Þess vegna segi ég að í höndum ykkar sé ekki einung- is framtíð Caxtonborgar, heldur allra Bandaríkjanna! Lucy Egan hnippti laumulega í Ellu og brosti. — Almáttugur, sagði hún. — Sá getur aldeilis talað og ég meina það. Ella hafði hlustað með sam- blandi af hreykni og óróa. og sannleikurinn var sá, að Ivún vissi varla hvort hún ætti að vera ánægð eða áónægð. Tom hafði ekki komið auga á hann enn og því var hún fegin, þótt undarlegt væri (það var engin ástæðá til að vera fegin því); hann og herra Wolfe og ýmsir aðrir virtust ekki mjög hrifnir af ræðu Adams Cramer, þótt flestir aðrir væru það. Það var auðséð. — Svolítið líkur Marlon Brando ef maður horfir á skakk, sagði Lucy Egan og horiði á skakk. — Svona pínulítið. Ella fylgdist ekkert með ræð- unni. Svona voru þeir alltaf að stagla pabbi hennar og afi. blöð- in voru full af þessu núna, henni leiddist það og hún hefði farið heim til sín, ef ræðumaðurinn hefði ekki verið Adam Cramer. Og hún vissi, fann á sér, að hún myndi bráðum hitta hann aftur, — Hann hitar þeim svei mér, sagði Lucy Egan. — Það hefur ekkert svona skeð í Caxton guð má vita hvað lengi. Finnst þér hann ekki minna pínulítið á Marlon Brando? — Kannski dálítið, sagði Ella — Kyssti hann þig að skilnaði? spurði Lucy Egari allt í einu. Ella hikaði. tók eftir áhugan- um í augum vinkonunnar. Síðan sagði hún. — Já, já. — Almáttugur. Það hefur þó ekki verið neitt meira? — Lucy þó, láttu ekki svona. — Var það? — Ertu frá þér? — Það er vit í ýmsu sem þér segið, sagði James Wolfe og steig fram þegar hlé varð á máli ræðumanns. — Og við erum öll sammála því að þessi úrskurður hafi verið óheppilegur. En nú eru þetta lög sem verður að hlýða. Ég fullvissa yður um að við höfum reynt allt sem unnt var. Þarna er Jón milljónamær- Hann er fjörutíu árum eldri Tuttugu miUjónir. Þá fær hún hálfa milljón ingur og nýja konan hans. en hún. Hvað á hann mikla fyrir hvert ár sem aldurs- peninga? muninum nemur. Föstudagur 23. ágúst 1963 S K OTTA Þptta er Jói. Hann er að reyna að setja bílinn slnn í gang til þess að hlaða rafgeyminn svo hann geti flautað á mig. e „ — Sími 24204 NSSON & CO. P.O. BOX 13« - RÉYKJAVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 RÁDSKONA og tvær stúlkur' óskast 1. september að heima- vistarskólanum JaSri. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 22960, laug- ardaginn 24. ágúst, frá kl. 2—6 e-h. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun fyrir skólaáriS 1963 — 1964 fer fram í skrifstofu skólans dagana 20. til 27. ágúst M. 10—12 og,14—19, nema laugardaginn 24. ágúst M. 10—12. Við innritun skal greiða skólagjald kr. 400,00 Nýir umsækjendur um skólavist skulu einnig ieggja fram prófvottorö frá fyrri skóla og náms- samning. SKÓLASTJ ÓRI'. Saumastálkur Nokkrar stúlkur óskast til starfa. Verksmiðjan SPÁRTA Borgartúni 8 og 25, símar 16554 og 20087.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.