Þjóðviljinn - 28.08.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.08.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagui' 28. ágúst 1963 Mmimm SlÐA 3 í Suður-Víetnam slær kosningum á frest SAIGON 27/8 — Þingkosningar áttu að fara fram í Suður-Víetnam 31. þessa mánaðar en nú hafa valdhafarnir ákveði^ að fresta þeim um óákveð- inn tíma, enda ekki árennilegt fyrir þá að ganga til kosninga eins og nú standa sakir. Fregnir herma að í dag hafi verið tiltölulega rólegt í höf- uðborginni Saigon en hinsvegar ófriðvænlegt í Hue í norðurhluta landsins. I tilkynningu stjórnar Diems forseta segir að fresta verði þingkosningunum þar sem ó- liugsandi sé að framkvæma nauðsynlegan undirbúning eins og málum sé nú háttað í land- inu. Hinn nýi sendiherra Banda- ríkjanna í Suður-Víetnam, Henry Cabot Lodge, ræddi í dag við Ngo Din Nhu forsetabróður, sem talinn er valdamesti maður landsins eins og sakir standa. Ekki er vitað, hvað þeim fór á milli. Styrkja Diem enn Sögusagnir eru komnar á kreik um að Bandaríkjastjórn hafi í huga að reyna að skikka Di- em og hyski hans til þess að draga úr trúarbragðaofsóknum sínum, en í þeim efnum eru Bandaríkjamönnum hæg heima- tökin þar sem Diem hefur að undanförnu ríkt yfir landinu í í krafti bandarískra vopna og bandarísks fjár. Opinberir mál- svarar Bandaríkjastjórnar hafa þó neitað að til greina komi að draga úr hernaðarlegri eða efnahagslegri aðstoð við Diem ef hann láti ekki af ofsóknun- um á hendur búddatrúarmönn- Nhu óþjálli Talið er að Ngo Dinh Nhu sé ekki jafn auðsveipur Banda- ríkjamönnum og Diem bróðir Myndin sýnir einn búddamunkanna í Saiigon sem brennt hafa sig í hel til að mótmæla með dauða slniun trúarbragðaofsóknum Bandaríkjaleppanna sem stjórna landinu. Sönnunargögn um mannrán Verwoerds LONDON 27/8. Brezk yfirvöld hafa nú upplýsingar sem renna stoðum undir fullyrðingar dr. Kenneths Abrahams um að hon- um hafi nýlega verið rænt er hann var staddur á brezka yfir- Krústjoffog Tító sammála PULTJ 27/8. Krústjoff forstis- ráðherra og Tító Júgóslavíufor- seti héldu í dag áfram viðræöum sínum á eynni Brioni í Adríahafi. f sameiginlegri tilkynningu sem birt var eftir viðræðumar segir að þeir hafi orðið sammála um öll veigamestu alþjóðamál svo og sambúð ríkjanna tvcggja. I gær ræddust þeir Krústjoff og Tító einnig við í þrjár klukkustundir. Búizt er við að Krústjoff muni .dveljast á Brioni á morgun. I tilkynningunni sagði enn- fremur að þeir hefðu rætt um vandamál varðandi framkvæmd þeirrar stefnu sem byggizt á frið- samlegri sambúð ríkja, afvopnun og um samstarf milli Júgóslaviu og Sovétríkjanna við að aðstoða vanþróuð lönd. ráðssvæðinu Bcchuanalandi i Af- ríku. Abrahams er svartur læknir sem nú er í haldi í Suður-Afríku. Hinar nýju upplýsingar eru i skýrslu sem brezkum yfirvöldum hefur borizt frá yfirvöldunum í Bechuanalandi. Fregnir frá London herma að ef upplýsingamar verða nægjan- legar muni Bretar krefjast þess að fá Abrahams framseldan og að valdhafamir í Suður-Afríku biðjist afsökunar vegna mann- ránsins. Brezki sendiherrann í Pretoríu hefur krafizt þess að mál þetta verði rannsakað nánar. Abrahams segist svo frá að 11 ágúst hafi hann verið staddur um það bil 160 kílómetra fyrir innan landamæri Bechuanna- lands. Þá hafi ráðizt að sér vopn- aðir menn og neytt sig til að íylgja þeim yfir landamæri Suð ur-Afríku. Lögreglan í Höfðahorg hefur kveðið að halda dr. Abrahan í fangelsi til 10. september. Ti kynnt hefur verið að hann ver' ekki látinn laus gegn tryggint; þar sem óttazt er um, að ham muni nota tækifærið til að yfir- gefa landið. Ennfremur hefui verið skýrt frá því að þrír menri sem handteknir voru ásamt dr. Abrahams verði heldur ekki látn- ir lausir gegn tryggingu. hans, og fréttamenn í Saigon fullyrða að Bandaríkjamenn hafi lagt að Diem til að fá hann til að losa sig við þenn- an bróður sinn úr valdasessi. Hinsvegar má búast við að það verði þrautin þyngri eftir að Nhu er orðinn valdamesti mað- ur landsins. Henry Cabot Lodge sendiherra hefur lítið viljað segja um við- horf sitt gagnvart valdhöfun- um í Suður-Vietnam og stefnu þeirra. Hinsvegar fullyrða frétta- menn að ljóst sé að hann líti öðruvisi á ýmislegt þar að lút- andi en fyrirrennari hans, Frederic Nolting. Nolting var eindreginn stuðningsmaður Di- ems og taldi hann eiran beztp bandamann Bandaríkjanna í „baráttunni gegn ,™------ anum”. kommúnism' 3000 handteknir Heimildarmenn í Saigon skýrðu frá því í dag að stúd- entarnir sem handteknir voru á sunnudaginn yrði að öllum lík- indum fluttir til nýliðaskóla hersins, og munu valdhafarnir búast við að þar verði þeir auð- veldari viðfangs. Telja sumir heimildarmenn að um 3.000 stúd- entar, hafi verið handteknir í Saigori um helgina, en um 90 leiðtogar búddatrúarmanna munu sitja í fangelsum í Hue og ná- grenni. Hvergi í landinu hafa búdd- istar efnt til jafin umfangs- Enda þótt Bandaríkjamenn þykist nú hafa viðurstyggð á framferði þeirra bræðra Diems og Nhus gagnvart búddatrúarmönnum hafa þeir alitaf stutt þá af ráðum og dáð gegn frelsishreyfingu Iandsmanna. Myndin sýnár bandariskan liðsforingja leiða eina af sveitum Nhus fram til bardaga gegn skæruliðum þjóð frelsishreyfingarinnar. mikilla mótmælaaðgerða gegn' trúarbragðaofsóknunum og í Hue og herma fréttir að búdd- istar þar í bo.rg séu í miklum vígahug. En þar sem flestir foringjar þeirra sitja nú bak við lás og slá er vart búizt við að þeir efni til skipulagðra að- gerða gegn stjórninni fyrst um sinn. Hafði veriS falið að vinna á Franco MADRID 27/8. _ Erlendum fréttamönnum barst í dag bréf frá Íberíska frelsisráðinu (CIL) þar sem segir að anarkistarnir tveir sem falangistastjórnin á Spáni lét kyrkja 17. ágúst hafi verið meðlimir flokks manna sem fengið hafi það hlutverk að drepa Franco einræðisberra. f bréfinu segir að ákærumar sem bornar voru á Delgado og Granados hafi verið lognár upp til þess að þjóðin fengi ekki að vita hið sanna í málinu. Þeim hafi ekkert komið við þau spréngjutilræði sem þeir voru dæmdir fyrir og sé þetta ástæð- an tll þess að blaðamenn fengu ekki aðgang að réttarsalnum. Bréfritarar Frelsisráðsins segja að Franco hafi látið kyrkja þá Granados og Delgado til þess að ógna spænsku þjóð- inni sem sýni um þessar mund- ir aukna andspymu gegn þeirri harðstjórn, sem kúgað hefur hana í 25 ár. Indónesar sam- mála Kínverjum DJAKARTA 27/6. — Dr Sub- andrio utanríkisráðherra Indó- nesíu, sagði í dag að ríkisstjórn sín væri sammála Kínverjum í því að kölluð skyldi saman hið bráðasta alþjóðleg ráðstefna með það fyrir augum að ganga frá samningi um bann við öll- um tilraunum með kjarnavopn. Gangan mikla í Washington 100.000 mótmæla kynþáttamisrétti WASHINGTON 27/8 — Mikill fjöldi hvítra og svartra streymdi í dag til höfuðborgar Banda- ríkjanna til að taka þátt í göngunni miklu sem efnt verður til á morgun til þess að mótmæla kynþáttamisréttinu í landinu. Gert er ráð fyrir að göngumenn verði um 100.000. 4.000 manna her- liði hefur verið safnað saman í borginni vegna göngunnar. Hallaren í Álaborgarhöfn Lögregluyfirvöldin í Washing- ton hafa tilkyxmt að þau geri ekki ráð fyrir að til neinna ó- hæfuverka komi á morgun en þrátt fyrir það sé ekki hægt að sverja fyrir að einhverjar óeirð- ir eigi sér stað í æsingu stundar- innar. Hefur því verið ákveðið að koma um 4000 hermönnum fyrir á „hemaðarlega mikilvæg- um stöðum“. Forystumenn negranna nafa fyrirskipað fylgismönnum sínum að koma fram með allri spekt en til vonar og vara hafa þeir kvatt til 2000 svarta lögreglumenn frá New York og munu þeir koma til Washington til þess að gæta þess að allt fari vel fram. Áður en gangan hefst við Washington-minnismerkið munu nokkrir negraleiðtogar ganga á Eund þingmannanna á Capitol- hæð. Gangan mun taka nokkrar klukkustundir. Er henni lýkur við Lincoln-minnisvarðann munu leiðtogarnir ganga á fund Kenne- dys forseta. Efnt verður til fjöldafundar og munu ýmsir helztu foringjar bandariskra negra taka til máls. Má þar með- al annars nefna hlnn 74 ára gamla Philip Randolph og dr Martin Luther King. Lögreglan í Washington hefui skýrt frá því að gert sé ráð fyrb að um 75.000 utanbæjarmeni komi til Washington með flug- vélum, bifreiðum og lestum er um 30.000 borgarbúar taki bát í göngunni. Utanbæjarmennirnii hafa verið beðnir um að yfirgef; borgina á miðvikudag. Myndin sýnir sænska skipið Hallaren sem liggur í Álaborgarhöfn með varning frá Suður-Afríku, treglega gengur að fá það affermt. Sovétríkin leigja Finmim skurðinn HELSINKI 27/8. Flnnski forsæt- isráðherrann dr. Anti Karjaiainen og sovézki sendiherrann A. V. Saharoff skiptust í dag á skjöl- um sem staðfesta finnsk-sovézka samninginn um Saima-skipaskurð inn. Samkvæmt samnlngi þess- um fá Finnar á leigu hinn sov- czka hluta skurðsins. Báðir að- ilar munu í sameiningu annast viðgerðir á skurðinum en hann hefur ekkj veriá í notkun síðan árið 1939. Hægrístjórnin felldeftir þrjár vikur? OSLÓ 27/8. — Nú er ljóst orðið að hin nýja hægristjórn Johns Lyngs í Noregi mun sitja að völdum í mlnnsta kosti þrjár vikur og mun mestur hluti þess tíma fara í að semja stefnu- yfirlýsingu þá sem bæði Verka- mannaflokkurlnn og Sósíalist- íski þjóðarflokkurinn hafa farið fram á. Ákveðið hefur verið að næsti þingfundur verði ekki haldinn fyrr en 16. september. Á þeim fundi verður stefnu- yfirlýsing stjórnrrinnar lögð fram fyrir þingheim. 18. og 19. september mun svo þingið ræða yfirlýsinguna og er ekki talið óhugsandi að þá muni sósíal- demókratar og þingmenn Sósíal- istíska þjóðarflokksins samein- ast um að fella stjómina. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.