Þjóðviljinn - 28.08.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.08.1963, Blaðsíða 10
Sundhöll Hafnarfjariar 20 ára ★i A morgun á Sundhöll Hafnarfjarðar 20 ára af- mæll en hún var opnuð sem úti sundlaug 29. ágúst 1943. Árið 1951 var hafizt handa um að byggja yfir laugina og -<S> Skáloferð ÆFR Farið verður I skálann laugar- daginn 31. ágúst kl. 5 frá Tjarn- argötu 20. Komið í bæinn kl. 6 á snnnudag. Kvöldvaka laugar- dagskvöldið. Félagar: Leggjumst öll á eitt tn að gera skálann vistlegri fyr- ir veturinn. Skrifið ykkur á list- ann i félagsheimilinu. Sími 17513. SKÁLASTJÓRN. var því verki lokið í júní- mánuði 1953. ★ Laugin er 25x8.40 m að stærð og er vatnið í henni hitað upp með rafmagni. Við Sundhöllina er einnig stórt og gott sólskýli. ic Að undahförnu hafa farið fram miklar endurbætur á húsinu og tækjum Sundhallar- innar og hefur húsið verið málað bæði utan og innan. -Jr Á þessum 20 árum hafa verið afgreidd samtals 1.035- 670 böð í Sundhöllinni, þar af 595,774 vegna almennings- tima og 439.896 vegna sund- náms skólanemenda. Forstöðumaður Sundhall- arinnar er nú Yngvi Rafn Baldvinsson og hefur hann gegnt því starfi sl. 15 ár. Stakt áhugaleysi ,varnar!iðsmanna' 1 Tímanum í gær birtist frétt undir fyrirsögninni Slætt og kaf- að í Reyðarvatni. Segir þar frá tilraunum til að finna lík banda- ríkjamannsins Antonio Mereedi, sem drukknaði í Reyðarvatni fyr- ir nokkru. 1 Tímagreininni segir, að .,varnarliðsmenn“ hafi komið upp eftir með þyrlu og kafara. Þetta er hreinn uppspuni. Það eru vinnufélagar og aðstandendur hins látna, sem að leitinni hafa staðið. Hinsvegar hafa liljur Vallarins frá upphafi sýnt ein- stakt áhugaleysi um þessa leit, og tæpast unnt að segja að „varnarliðsmenn" hafi drepið hendi í Reyðarvatn, hvað þá kaf- að. Feoursti garður Hafn- arfjarðar 1963 valinn Fyrir skömmu gekkst Fegr- unarfélag Hafnarfjarðar fyr- ir vali fegursta garðsins þar í bæ og varð garðurinn að Arnarhrauni 35, eign hjón- anna Guðmundu GuðbjörnS' dóttur og Ásgeirs Guðbjarts- sonar fyrir valinu að þessu sinni. Þjóðviljanum hefur borizt greinargerð dómnefndarinnar fyrír valinu og fer hún hér á eftir: Eins og á undanfömum Ar- um gekkst Fegrunarfélag Hafnarfjarðar fyrir skoðun trjá- og blómagarða í bænum. Þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar í ár, eru márgir garðar smekklegir og vel hirtir, og nýjir garðar í uppbyggingu sem lofa góðu 5 framtíðinni. Dómnefndin hefur valið garð- inn að Amarbrauni 35, eign hjónanna Guðmundu Guð- bjömsdóttur og Ásgeirs Guð- bjartssonar, sem fegursta garðinn í Hafnarfirði árið 1963. Viðurkenningu hlutu eftir- taldir garðar: í vesturbæ, garðurinn Merkurgötu 7, eign hjónanna Rebekku Ingvars- dóttur og Jóns Andréssonar. I miðbæ, garður Erluhrauni 8, eign hjónanna Rósu Lofts- dóttur og Björns Sveinbjörns- sonar. I suðurbæ, garðurinn Tregt gengur að afferma Hallaren ÁLABORG 27/8. Hafnarverka- menn í Álaborg létu í kvöld í annað sinn undan kröfum fólks á hafnarbakkanum og hættu að afferma sænska skipið Hailaren- sem kom fyrir skömmu til Dan- merkur með vörur frá Suður- Afríku. I gærkvöld hættu þeir starfi sínu af sömu ástæum. Vinnuveitendur við Álaborgar- höfn segja að nú sé beðið eftir að fimmtán verkamenn bjóði sig fram til að vinna verkið. Öldugötu 11, eig. Herdís Jónsdóttir. Ýmsra annarra garða væri vert að geta bæði fyrir smekklega notkun blóma og runna, og einnig góða hirð- ingu, þó eru áberandi enn þeir garðar sem á undanförnum ámm hafa skarað fram úr og hlotið viðurkenningar. Dómnefndina skipuðu þessu sinni garðyrkjumennim- ir Jónas Sig. Jónsson, Guðjón H. Bjömsson Hveragerði og Björn Kristófersson Skipholti 12 Rvík. Þriðjudagur 27. ágúst 1963 — 28. árgangur — 181. tölublað. Lægsta tilboðið í Fosvogsholræsið 37 milljón kr. TJm helgina voru opnuð til- boð í byggingu holræsis þess sem Reykjavíkurborg ætlar að láta gera í Fossvogi en það verð- ur mjög mikil framkvæmd. Inn- kaupastofnun Reykjavíkurborgar gekk ,frá útboðinu og er þetta stærsta verk sem hún hefur boð- ið út. Alls bámst 5 tilboð þar af tvö frá sama fyrirtækinu. Hæsta tilboðið hljóðaði hinsvegar upp á 56 milljónir króna. Innkaupastofnunin vinnur nú að því að yfirfara og reikna út tilboðm áður en ákvörðun verð- ur tekin um hverju þeirra verð- ur tekið. Holræsi þetta á að liggja eftir Fossvogsdalnum út í Skerjafjörð og mun Kópavogskaupstaður einnig hafa not af því og taka þátt í kostnaðinum að sínum hluta. Týndur — fundinn. í gærkvöld auglýsti lögregl- an eftir sjötíu og eins árs göml- um manni úr Kópavogi, sem í nokkra klukkutíma hafði verið „týndurí. Þegar blaðið hafði tal af lögreglunni um ellefu-leytið í gærkvöld var gamli maðurinn kominn fram heill á húfi. Strokkur vakinn til lífsins á ný Starfsfólk Sundhallar Hafnarfjarðar. Talið frá vinstri: Alfreð And- erson, Klara Sigurgeirsdóttir, Yngvi Rafn Baldvinsson, forstjóri, Auður Sigurbjörnsdóttir og Guðni Bjarnason. — (Ljósm. Haukur Sigtryggsson). I sumar var gerð tilraun með að bora i hvcrinn Strokk í Haukadal og hefur það borið þann árangur að hann er nú far- inn að gjósa á ný eftir langa hvíld. Geysisnefnd fékk jarðhitadeild raforkumálaskrifstofunnar til þess að bora í hverinn Strokk, sem er skammt frá Geysi í Haukadal, með þeim árangri, að Strokkur er nú tekinn að gjósa á ný eftir um hálfrar aldar svefn. Hafa gosin mælzt allt að 35 metra há. Strokkur var áður fyrr mesti goshver í Haukadal næst á eftir Geysi og er gosum hans víða lýst í hinum eldri ferðabókum. Á seinni hluta 19. aldar urðu gos hans treg. unz nýtt líf færðist í þau við jarð- skjálftana miklu á Suðurlandi 1896. Eftir aldamótin dró þó aft- ur úr gosunum unz þau hættu al- veg upp úr 1915 eða um líkt leyti og gos Geysis. Með borun 40 metra djúprar holu niður úr botni Strokks hefur uppstre.ymi heits vatns aukizt, vatnið stigið upp í hina fomu skál, sem er svipuð Geysisskálinni, og gos hafizt að nýju. Gosin eru mjög tíð, án þess að sápa sé látin í hverinn, — koma með fárra mín- útna millibili. Þau eru mishá og ná sum allt að 35 metra hæð. Engra breytinga hefur orðið vart á öðrum hverum við borun- ina í Strokk. Morgunblaðið, bflarnir og benzínverðið Það hefur farið mjög i taugarnar á ritstjórum Morg- unblaðsins, að Þjóðviljinn hefur bent á það, að bílainn- flutningur til Iandsins hefur farið langt fram úr því sem skynsamlegt má teljast það sem af er þessu ári, og standa þessar „vörubirgðir" jafnvel mánuðum saman á geymslu- svæðum fyrirtækja hér, áð- ur en innflytjandanum tekst að selja bílinn. Á sama tíma er. svo verið að undirbúa sölu á stórvirkum framleiðslu- tækjum eins og togurum úr landinu, og ætti jafnvel Morg- unblaðið að geta séð. að sú stefna er ekki vænleg til frambúðar. „Lúxus“-vandamálið Morgunblaðið kallar skrif Þjóðviljans um þetta „fjand- skap“ við að almenningur hafi „frelsi til að eignast eigin bif- reið“— og skrifar um það heilan leiðara í gær! Koma þar fram miklar vangaveltur ritstjórnar um það, hvort það skuii teljast „lúxus“ að menn eigi lítinn einkabíl. Þetta merka viðfangsefni Morgun- blaðsritstjóranna er ekki nýtt af nálinni. Þann 3. júlí s.l. ár birti blaðið ritstjómargrein, sem bar heitið „Eru bílar lúxus?“ Var vandamálíð þar þæft og hnoðað fram og aftur og niðurstaðan varð, að ekki væri rétt að telja þá til siíks vamings. Þá kom og í ljós, að þessi vandlega yfirvegun stóð í sambandi við endurskoðun tollskrárinnar, sem bá stóð ( yfir. Eftir þessar vangaveltur kornst leiðarahöfundur Mogg- ans í fyrra að þeirri niður- stöðu. að fyrst bílar væru ekki „lúxus“ væri í rauninni sjálfsagt að hækka benzínverð og stórauka þannig neyzlu- skattana á þeim fjölda. sem hefur hin margvíslegustu not af bifreiðum sínum. Og ná- kvæmlega það sama endur- tekur sig í gær. Þar heimtar leiðarahöfundur Moggans benzínhækkun og er það > fullu samræmi við þá stefnu ríkisstjómarinnar að auka skattpíninguna sem mest á þeim sviðum, sem verst koma við allan almenning. Bifreiðir hér og í öðrum löndum Nú liggur það ratrnar í aug- um uppi, að bílar gegna mik- ilvægara hlutverki í sam- göngumálum okkar en ann- arra þjóða. Þeir eru að heita má einu farartækin hér á landi, þar sem aðrar þjóðir hafa aftur á móti i borg og bæ þéttriðið jámbrauta- og sporvagnakerfi. sem er tiltölu- lega ódýrt í notkun fyrir al- menning. Almenningsvagnar hér svara á engan hátt til þeirrar þjónustu, sem borgar- ar annarra landa hafa af þeim samgöngutækjum, og því hef- ur reynzt nauðsynlegt fyrir okkur að nota bifreiðir þeim mun meira. Þar af leiðir einnig að hátt benzínverð myndi koma þyngra niður á almenningi hér en í öðrum löndum. Þær hækkuðu við „tollalækkunina“! Það hefur aftur á móti al- veg tvímælalaust Verið í sam- ræmi við hinar margítrekuðu yfirlýsingar ritstjórnar Morg- unblaðsins um að litlar einka- bifreiðar væri ekki lúxus”, að einmitt ýmsar tegundir þess- ara bifreiða hækkuðu nokk- uð í verði við tollbreytingam- ar. sem gerðar voru á sl. vori. Þar var þess vandlega gætt. að tollalækkanimar væm fyrst og fremst á lúxusvörum. Tollatekjur ríkissjóðs af bif- reiðainnflutningi hljóta því að v’era býsna háar, og er þeirri skoðun hér með komið á framfæri við ritstjóra Morg- unblaðsins, hvort ekki væri nær að verja hluta af þeim til að byggja upp vegakerfi landsins í stað þess að hækka benzínverð. Og þá verður bíllinn „lúxusbifreið“. . . En þrátt fyrir margyfirlýsta sannfæringu ritstjóra Morg- unblaðsins um, að bílar séu ekki lúxus” þá bregður þvi nú samt fyrir á síðum hans, ið þetta skolast eitthvað til. Þannig kom það t.d. fyrir í fyrrasumar. þegar fram- reiðslumenn á veitingahúsum stoðu í vinnudeilu, að eftir- farandi gat dð líta á síðum Mogga: . . . „Á meðan þrifu verkfallsverðir — virðuleg- ustu þjónar úr öðmm veit- ipgahúsum, sem sumir hverjir komu akandi í lúxusbifreiðum á staðinn — suma diskana af borðum". Það er sko ekki sama í hvaða t.ilgangi bílnum er ekið. Hann verður að „lúxusbif- reið” ef . . . 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.