Þjóðviljinn - 28.08.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.08.1963, Blaðsíða 8
ftiöfiVlLÍUlN . ■ — íví„ _ .o L ii/03 s KOTIA Ég get ómögulega fallizt á, aö tvist, körfustólar, og varalitur sem ber nat’nið Áköf Ást, séu þýðingarmestu visindalegu upp- götvanir sem gerðar hafa verið á síðasta ári. Kennarar í náms- för ti! Danmerkur blað uppúr brjóstvasanum, leit yfir það og lét það falla á borðið. — Ég var að frétta hvað kom fyrir í gærkvöld, sagði hann. — Það var mjög leitt. — Þér hljótið að vera hreyk- inn. Jack Allardyce barði í hurðina. — Við erum að biða eftir hand- ritinu, sagði gamli maðurinn. — Þið haldið áfram að bíða þar til ég er búinn með það, sagði Tom hranalega. Vertu etki að trufla mig. Gamli maðurinn hörfaði agn- dofa. Adam Cramer settist í tága- stólinn og krosslagði fæturna. — Ég er ekki viss um hvað þér eigið við með þessari athuga- semd, sagði hann, — en ég get sagt yður það. herra McDaniel, að ég tók mér það mjög nærri. — Er það satt! — Já. Ef þér hafið hlustað á ræðu mína, þá ættuð þér að muna, að ég lagði áherzlu á að berjast gegn jafnréttinu á lög- legan hátt. Alveg eins og bér hafið gert í blaðinu yðar. Mér datt aldrei í hug —. — Það er lygi! sagði Tom og fann. hvernig blóðið þaut fram í vanga hans. — Þér vissuð ná- kvæmlega hvað myndi gerast, Cramer. Ég er feginn að þér eruð staddur hér, því að ég hef ýmislegt að segja við yður og ég mjmdi ráðleggja yður að hlusta á það. — Mér væri það mikil ánægja, sagði Adam Cramer. — I fyrsta lagi held ég að bér séuð loddari. Ég veit það ekki með vissu, en ég held það. Það skiptir reyndar ekki öllu máli eins og stendur. En það sem er alveg víst, er það að þér eruð æsingamaður og mér er ekki um æsingamenn. Ef þér hefðuð kom- ið til málsmetandi manna í borg- inni og lagt fyrir þá tillögur yðar ef einhverjar eru. hefðu allir viljað vinna með yður, vegna þess að við erum í vandræðum og við getum þegið hjálp — ef til vill. En það gerðuð þér ekki. Það datt yður ekki í hug. — Haldið áfram, sagði Adam Cramer. Hórgreiðslán Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDO Laugavegi 18 III. h. (lyíta) SÍMI 24616. P E n M A Garðsenda 21. SÍMI 33968. Hárgreiðsiu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarslrætis- megin. — SlMI 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — — Þess í stað komuð þér fólk- inu í æsing. Þér ýttuð undir ótta þess og hatur. Og áður en ólætin hófust, laumuðuzt þér burt. Ég get eins sagt yður, að ég gerði mitt bezta til þess að yður væri varpað í fangelsi fyr- ir athæfið. Adam Cramer þagði. — Við kærum yður ekki um mann af yðar tagi, sagði Tom og fann um leið að hann var að verða alltof reiður. — Þið skilj- ið það? — Hverjir eru — við, herra minn? — Ábyrgir borgarar þessa bæjar. — Fyrirgefið, herra McDaniel, en ég er hræddur um að ég geti ekki verið yður sammála. Ég held að það sé full þörf fyrir mann af mínu — tagi. Það kom skýrt í ljós í gærkvöld. Tom reis á fætur. — Farið burt frá Caxton, Cramer, sagði hann. — Farið burt héðan í dag. — Eruð þér að skipa mér það? — Ég er að ráðleggja yður. Adam Cramer brosti aftur. — Ég skil satt að segja ekki af- stöðu yðar. herra McDaniel — og ég er ekki viss um að ég kæri mig um að skilja hana. En það skiptir ekki máli. Það vill svo til að ég ætla að vera hér, þar til verki mínu er lokið. Ég hafði vonað að við gætum unnið sam- an; ég geri það raunar ennþá, fcn ef það er ekki hægt, þá verð- ur að taka þvi. — Ég mun berjast gegn yður, sagði Tom. — Af öllum mætti. — Þér hafið rétt til þess. Þeir störðu hvor á annan and- artak og Tom vissi nákvæmlega hvað gestur hans var að hugsa. — Það er eitt sem ég get skipað yður, sagði hann. — Látið dóttur mína afskiptalausa. — Er það ekki hennar að á- kveða það? sagði Cramer. — Alls ekki. Ef þér komið ná- lægt henni, þá mun yður iðra þess. Adam Cramer brosti. — Þá, sagði hann, — mynduð þér taka fram fyrir hendur réttvísinnar, er ekki svo herra McDaniel? Hann þagði. — Mér þætti gaman að spjalla lengur við yður, en því miður hef ég mikið að gera. Ætlið þér að taka við auglýs- ingunni? Tom tók upp blaðið og las í skyndi það sem á því stóð: Ef þið viljið halda Caxton Mennta- skóla hvitum þá mætið á fyrsta almenna fundi SÞBF — Sam- taka þjóðemissinnaðra banda- rískra föðurlandsvina. Laugardag klukkan 7.30. Kaffihús Jónu. — Þessi auglýsing, sagði hann, — er ekki birtingarhæf. Við get- um ekki tekið hana. Hann braut biaðið saman og fleygði því yfir skrifborðið. Adam Cramer hreyfði sig ekki. — Þér breytið víst afstöðu yðar, sagði hann. Síðan tók hann var- lega upp annan pappírsmiða og rétti Tom. Á honum stóð: Tom. birtu þetta á fyrstu síðu í stórum ramma. V. S. — Kvartdálkur er alveg nóg, sagði Cramer. — Letrið skiptir ekki máli bara það sé stórt. Tom fleygði báðum blöðunum í bréfakörfuna. — Auglýsingin er ekki birtingarhæí, endurtók hann. — Gerið svo vél að loka á eftir yður. Adam Cramer gekk til dyra; snéri sér við. — Þér hatið mig, herra McDaniel, sagði hann. — Eg veit ekki hvers vegna, en þér gerið það. En samt sem áður lít ég á starf mitt hér sem mik- ilvægt fyrir landið. Persónulegar deilur mega engin áhrif haía á það. Og í rauninni erum við að berjast fyrir sama málefni. Er ekki svo? Tom svaraði ekki. — Við erum eins og hermenn á vígvelb, sagði Adam Cramer, — að berjast við sameiginlegan óvin. Ef okkur kemur ekki sam- an. þá megum við að minnsta kosti ekki veikja málstað okkar med innbyrðis styrjöld. Ég hef lesið leiðara yðar. Þeir voru djúphugsaðir og djarfir. Þér börðuzt harðri baráttu, og mér dettur í hug að þér séuö ef til vill famir að þreytast á barátt- unni. Nújæja, ég er nýliði, skii.i- ið þér ekki? Mig langar aðeins að halda áfram þar sem —. — Farið út, sagði Tom festu- lega. Dyrnar lokuðust. Hann lagði fingurna á lykl- ana og skrifaði: — einmitt þannig hefjast uppreisnir. Meirihluti borgaranna mun ævinlega hafa andúð á ofbeldismönnunum og aðferðum þeirra en það er alltaf fyrir hendi minnihluti sem læt- ur blekkjast. Og sterkur, hávaða- samur minnihluti má sín meira en hógvær meirihluti, þyí — Hann leit á fyrstu setningam- ar sem lögðu áherzlu á stefnu hans gegn jafnréttinu og orð Adams Cramer ómuðu fyrir eyr- um hans. — 1 rauninni crum við að berj- ast fyrir sama málstað. Og önn- ur orð: — Óbrotinn, vafnings- lausan sannleikann. . . . Hann tók upp símann, hringdi, beið. Frú Mennen svaraði. — Er Veme heima? spurði hann. — Hver talar? — Tom McDaniel. — Ó, sæll Tom. Já, herra Shipman er úti hjá hundunum. Viltu að ég nái í hann? — Nei. segðu honum aðeins að ég sé á leiðinni til hans. Ég verð kominn eftir kortér. Hann lagði á og gekk inn í bakherbergið, — Jack, sagði hann. — Hóaðu í Fredda. Ég get ekki komið þessum fjanda sam- an. — Allt í lagi. — Láttu hann rétt minnast á ræðuna og segja að hún hafi misst marks. Hann setti upp hatinn og gekk út í steikjandi sólskinið. — Tom, sem ég er lifandi, það er gaman að sjá þig. Af hverju í ósköpunum hittumst við svona sjaldan nú orðið? Veme Shipman var feitur og rjóður og hraustlegur. Það var eins og hann hefði yngzt um mörg ár. — Ég ætla að koma beint að efninu, Verne, sagði Tom. — Strákgepill frá Norðurríkjunum kom hingað í gær. Hann hefur látið öllum illum látum síðan og £ morgun sagði hann mér þein- línis að þú stæðir með honum. Ég sagði að hann væri lygari. Var það rétt? Shipman hætti að brosa. — Ertu að tala um Adam Cram- er? — Það er nafnið sem hann notar. Verne Shipman opnaði munn- inn og lokaði honum aftur. Hann gekk aö bamum við gluggann. — Þú drekkur ennþá gin er það ekki? — Þetta er ekki kurteisisheim- sókn, Veme? Stórvaxni maðuyinn hélt áfram að blanda drykkina. — Gott og vel, sagði hann og rétti Tom glasið með gin og ton- ic. — Hverskonar heimsókn er það þá? — Mig langar til að fá skýr- ingu á þessum miða. — Hvaða miða? — 1 sambandi við auglýsing- una. — Ég hélt, sagði Shipman, að hann þyrfti ekki skýringar við. Ósjálfrátt saup Tom á drykkn- um. Verne. sagði hann. — Ég trúi því ekki að þessi strákur hafi líka snúið á þig. Shipman hristi höfuðið. — Hann hefur ekki — snúið á mig, sagði hann. — Ég veit hvað þú ert að hugsa. Þegar hann kom hérna fyrst. þá hugsaði ég það sama. Enn einn froðusnakkurinn. Enn einn náunginn í leit að auð- fengnum gróða. En það er ekki satt, Tom. Hann er kannski ung- ur og aðkomumaður og allt það, en hann er á réttri leið. Hlust- aðirðu á ræðuna hans í gær? — Já. — Jæja, það er.ekki hægt að efast um staðreyndir af T>ví tagi. Má ég segja þér eitt. Þegar hann byrjaði, þegar hann kom hingað til að tala um þessi samtök sín, þá hugsaði ég með mér: nújá, þama kemur beitan. En hann fór ekki fram á einn einasta eyri. Hann sagðist myndu safna ákveðinni upphæð meðal fólksins og þá fyrst, þegar hann gæti sannað að hann væri búinn að fá inn þá peninga, myndi hann taka við peningum frá mér. Og þá, ég varð alveg agndofa — þá sagðist hann myndu afhenda mér alla peningana. Og það er örugg sönnun þess að hann er enginn svindlari. finnst þér ekki? Auðvitað trúði ég þessu ekki fyrst í stað. En hann sagði: Komið bara á fundinn, ég fer ekki fram á meira. Og ég gerði það. Og það get ég sagt þér að fólkið stendur allt með honum. Ég hef aldrei séð annað eins! — Ekki ég heldur, sagði Tom. Hann spurði, hvort Shipman hefði heyrt hvað gerðist eftir fundinn. — Nei, ég vtesi það ekki. En það sannar ekki neitt að mínu viti. Sennilega hefur svertinginn verið með derring eða eitthvað þess háttar. — Hann var ekki með derring eða þess háttar, sagði Tom reiði- lega. — Hann átti aðeins leið gegn- um bæinn. Bílknn hans var stöðvaður. — Nú þeir stöðvuðu bílinn. Og hvað um það? Ég á við að þú getur ekki kennt Cramer um það: hann var með mér. Hann átti enga sök á því. Shipman átti alla sök á því, fari það kolað. Hann æsti fólk- ið upp. Shipman hló. — Heyrðu nú, Tom. Þú ert bara reiður vegna þess að það þurfti utanbæiar- mann til að sýna okkur að við höfum ekki staðið í stykkinu. Ég var' líka reiður. Fyrst í stað. En það er ekkert efamál, þetta verður að stöðva og það þolir enga bið. — Og á hvem hátt? sagði Tom. — Með því að ráðast á svertingja á götum úti? Shipman gekk yfir að bam- um og fyllti glasið sitt aftur. Hann virtist ánægður. Ef nauð- syn krefur, já. — Veme, í guðs bænum! Veiztu sjálfur hvað þú ert að segja? — Já, en ég held að þú vitir það ekki. Ég er að segja það, að við börðumst heiðarlega og lög- Þr,játíu íslenzkir kennarar dveljast nú í Danmörku í boði Norræna félagsins danska og danskra kennarasamtaka, en gagnkvæm kennaraheimboð hafa átt sér stað milli Dana og íslendinga um 10 ára skeið. Slík boð eiga sér nú stað ann- aðhvert ár, og hafa nú nær 100 danskir kennarar og hátt á annað hundrað íslenzkir kenn- arar notið þesarar fyrirgreiðslu. Frú Bodild Begtrup fyrrver- andi sendiherra Dana á Is- landi átti frumkvæðið að þess- um gagnkvæmu heimboðum, en Norrænu félögin hafa skipulagt þessar heimsóknir í samráði við kennarasamtök og fræðslumála- stjórnir landanma. Að þessu sinni var 20 ís- lenzkum kennurum boðið til þriggja vikna ókeypis náms- dvalar í Danmörku. Nær 70 umsóknir bárust, en það eru þrisvar sinnum fleiri umsóknir en áður hafa borizt í sambandi við þessi gagnikvæmu kennara- heimboð. Þegar það fréttist til Danmerkur hækkuðu Danir tölu þátttakenda í SO. íslenzku kennararnir fóru utan méð Dronning Alexandrine 2. ágúst og m.s. Heklu 3. ágúst sl. Þeir dvöldust fyrst í Kaup- mannahöfm í 3 daga, skoðuðu söfn og fóru í námsferðir um nágrenni Kaupmannáhafnar og Norður-Sjáland. Sunnudaginn 11. ágúst fóru þeir síðam til Sönderborg á eyj- unni Als við strönd Suður-Jót- lands og dvöldust þar á íþrótta- skólanum til 24. ágúst, en þá var haldið til Kaupmannahafn- ar aftur en gist á leiðinni í Hindsgavl-höllinni félagsheimili Norræna félagsins á Fjóni. Komið var við í Odense á leið til Hafnar. Vikuna 25.—31. ágúst dvelj- ast svo kennararnir í Kaup- mannahöfn og gefst þeim þar m.a. tækifæri til að heimsækja skóla og ýmsar aðrar mennta- stofnanir í Kaupmannahöfra og nágrenni, en danskir skólar hefja störf um miðjan ágúst. Flestir kennaranna koma svo heim með Gullfossi, en hann fer frá Kaupmannahöfn 31. ágúst. Áður en kenmararnir fóru ut- an var haldinn með þeim undir- búningsfundur, þar sem fræðslumálastjórinn, Helgi Elí- asson og Magnús Gíslason, námsstjóri, ræddu um ýmislegt varðandi ferðina og dvölina í Danmörku. Og daginn áður en kennaramir fóru út, hafði sendiherra Dana á Islandi, Bjarne Paúlsen, boð inni fyrir þá ásamt nokkrum öðrum gest- um í sendiherrabústaðnum, Fararstjóri kennaranna er Tryggvi Þorsteinsson, yfirkenn- ari á Akureyri. CþSdhmMmkrá Reykjavíkur '63 Þeir, sem pantað haía gjaldheimtuskrá Reykjavíkur og fastir kaupendur að henni, gjöri svo vel og vitji bókarinnar í Letur, Hveifisgötu 50. Sími 23857. Verð kr. 1200,00 eintakið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.