Þjóðviljinn - 28.08.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.08.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. ágúst 1963 ÞIÚÐVILJINN SlÐA 5 1 Þótt ýkjur eigi sér stað í Is- lendíngasögum er þeim ævin- lega mjög í hóf stillt, og þar sem þeim bregður fyrir í hin- um beztu þeirra tekur lesand- inn varla eftir þeim. Merki Ara fróða, sagnaerfðin og ná- lægð sögunnar setti höfundun- um leingi framanaf það að- hald er kom í veg fyrir óhóf í þessum efnum, og takmark höfundanna er oftast hafið yfir slik stórkarlalæti. Grettir Ásmundarson með öll sín steintök og stríð við forynjur er svo mikil mann- eskja að lesandanum er allt ofar í hug en kraftadella að lestri loknum, og svo er um fleiri sögupersónur er miklar þykja fyrir sér um atgervi. Frásögnin er oftast hófsam- leg, líkleg og raunsæ og per- sónurnar hafa skýr mannleg einkenni er veita lesandanum létt að kynnast þeim sem ,,sín- um samlöndum". 1 rauninni bregður mönnum í brún að lesa það um mann norðurí Svarfaðardal á 10. öld (Klaufa böggvi) að hann hafi verið fimm álna hár, og Ormur Stórólfsson er varla viðkunn- anlegur sem mennsk vera I Islendíngasögum. Siður er betta tiltakanlegt um Bárð Snæfellsás og hans lið: þar er um tröll að ræða frá upp- hafi og lesandanum varla ætl- að að trúa öðru. En þarna er komið á annað stig, blóma- skeið ýkjusagna, sem raunar urðu til að nokkru leyti sam- tímis Islendíngasögum, en þó meir síðar: fornaldar- og ridd- arasagna, er básúna stærð alls þess sem fjarlægt er í tíma og rúmi og hafa fráleitustu ó- hófsýkjur um hönd mönnum til ódýrrar skemmtunar. Menn verða 300 ára gamlir, tólf álna háir (Örvar-Oddur), eiga í höggi við finngálkn, dreka og tröll og bera af þeim sig- urorð, skipta hömum og skilja fuglamál. Máltækið „öllu fer aftur“ hefur verið haft í góðu gildi á hverjum tíma, og í ýkjusög- unum var vissulega að verki sú trú að atgervi manna, and- legt og likamlegt, hafi allt verið meira í fyrndinni, og þeim mun meira sem leingra dró í forneskjuna; þess er lika að gæta að í þennan mund seig mjög á ógæfuhliðina með þjóðinni, svo hillíngarnar urðu við það æ átakanlegri og ó- raunsærri. I þessu sambandi er oft fróðlegt að lesa for- máls- eða eftirmálsorð forn- aldar- og riddarasagna, þar sem höfundamir leitast við að færa sönnur á ýkjur sagn- anna eða afsaka þær fyrir les- andanum. Hðfundur Þiðreks sögu af Bem segir til dæmis í foi-mála fyrir sögunni: „— — En það er helmsk- legt að kalla það lygi, er hann hefir elgi séð eður heyrt, en hann veit þó ekki annað sann- ara um þann hlut. En það er viturlegt að skoða með skemmtan í samvizku sjálfs sín það, sem hann heyrir, fyrr en óþekkist við eður fyrirliti — En svo má vera, að sá er til hlýðir, vilji fyrir því eigi ti’ hlýða, að það er ólíkt hanr verkum, ef sagt er frá mikill atgervi eður stórvirkjun þeirra, er þessi saga er frá. En allir hlutir, er þessir menn hafa haft í atgervi umfram aðra menn, er sagan er frá, þótt mikið þykki af sagt, þeim er til hlýða, þá mega það allir skilja, að eigi má svo mikið frá segja þessum hlutum og öðr- um, að eigi mundi almáttigur guð fá gefið þeim þetta allt og annað hálfu meira, ef hann vildi.“ Eftirfarandi orðum beinir höfundur Flóres sögu konungs til lesandans: „------Er þar eftir breyt- anda þeim sem vaskir eru. En þó er það háttur margra manna, að þeir kalla þær sögur lognar, sem fjarri ganga þeirra náttúru, og er það af því, að óstyrkur maður kann það ekki að skilja, hversu miklu þeir mega oika, er bæði eru sterkir og höfðu ágæt vopn, er allt bitu. Megum vér og sjá mörg sönn dæmi, hverju sterkir menn hafa ork- að um þá stóru steina, sem þeir hafa upplyft, eða þau þungu vopn sem þeir hafa borið. Má það og engi. for- taka, hvað hamingjan veitir þeim sem hún vill upp hefja.“ 1 Gaungu-Hrólfs sögu segir á einum stað: „ —- — Stendur því bezt að lasta eigi eða kalla lygi fróðra manna sagnir, nema hann kunni með meiri líkendum að segja eða orðfærilegar fram að bera . . . Verður og fátt svo ólíklega sagt, að eigi finnist sönn dæmi til að annað hafi svo orðið. Það er og sannlega ritað, að guð hefir lánað heiðnum mönnum einn veg sem kristnum vit og skilning um jarðlega hluti, þar með frá- bæran fræknleik, auðæfi og á- gæta skapan". Og á öðrum stað: „— — Er það og margra heimskra manna náttúra, að þeir trúa því einu, er þeir sjá sínum augum eða heyra sinum eyrum, er þeim þykir fjarlægt sinni náttúru, svo sem orðið hefir um vitra manna ráða- gerðir eða mikið afl eða frá- bæran léttleika fyrirmanna. .... Er það og bezt og fróð- legast að hlýða, meðan frá er sagt, og gera sér heldur gleði að en a«igur, því að jafnan er það að menn hugsa eigi aðra syndsamlega hluti, á meðan hann gleðjist af skemmtan- inni“. Og í lok Hrólfs sögu Gaut- rekssonar er þetta: „— — Mun svo um þessa sögu sem um margar aðrar, að eigi segja allir einn veg, en margur er maðurinn og fer víða, og heyrir það annar, sem annar heyrir ekki, og má þó hvort tveggja satt vera, ef hvorgi hefir gerla að komizt. Undrist. menn eigi, þó að menn hafi verið fyrr ágætari að vexti og afli en nú. Hefir það satt verið, að þeir hafa skammt átt að telja til ris- anna sinnar ættar. Nú jafnast mannfólkið, er blandast ætt- irnar. Er það trúlegt að marg- ir smámenn felli fyrir höggum stórmennis, þar sem vopn þeirra voru svo þung, að hinir óstyrkvari menn fengu varla lyft af jörðu. Má því marka, að smámenn mundu eigi «tandast, er þeir hjuggu til með miklu afli og biturlegum eggjum, er allt lamdist fyrir, þótt ekki biti vopnið. Þykki mér bezt sóma, að finna eigi til, þeir eigi um bæta“. Víðar miklu má rekast á skemmtilegar hugleiðíngar á borð við þessar; þær hafa líka reynzt drjúg heimild um slíka sagnaritun og viðhorf höfundanna til skemmtunar- gildis sagna sinna. Þörfin til að stækka og ýkja hlutina jókst sí og æ. Fornsagnalesandi er ýmsu vanur, og þó margt sé stór- gert í Gautreks sögu, Völs- úngasögu eða hetjukvæðum Eddu bregður honum ekki mjög; hvað sem afreksverk- unum líður á hann þar við fólk af holdi og blóði og skáldskapurinn er ekkert moð. Hinsvegar færist skörin nokk- uð uppí bekkinn þegar litið er í annál frá 15. öld um veru bróður Árna Ölafssonar, síðar biskups, erlendis árið 1405: „I þeim stað er Afrika heitir. sá hann hjallið af sverði Sig- urðar Fáfnisbana og mæltist honum þá tíu fóta langt, en klótin með kopar tók einnar spannar aftur af. Þar var og tönn, er sögð var úr Starkaði gamla. Var hún þverar hand- ar á lengd og breidd fyrir ut- an það er í holdinu hafði staðið." 2 Tímar liðu, ísland var „bundið þúngt okið undir“ og lægíng þess jókst öld fram af öld. Islenzkar fomsögur voru þó sá lífgjafi þjóðarinnar sem kunnugt hefur orðið fyrir laungu; þær voru lesnar lágt eða í heyranda hljóði á vök- unni hvort sem það var leyfi- legt eða ekki. En viðhorf til sagnanna og skilníngur á þeim var svosem upp og ofan; og víst er um það að fleira en sögurnar sjálfar kom til með að móta persónurnar í þeirri mynd er fólk vildi sjá þær í. Nú nægði ekki að fomöld Norðurlanda fyrir Islands- byggð eða suðrænn riddara- heimur væri gæddur yfir- mannlegum mætti. I hugskoti landans voru forfeður hans, sögualdarmenn á tslandi, nán- ast tröll orðnir að þreki og vexti, og spakari miklu að viti en gekk og gerðist; heimur versnandi fer, og enn þurfti að árétta þennan mun. Hér kom og til greina sivaxandi hjátrú og dómgreindarleysi, er gerði mönnum létt að trúa hvaða firru sem var í þessu efni sem öðrum. Þá er svo komið að Gísli Oddsson, biskup í Skálholti 1632—38, sem teljast verður gildur full- trúi hinnar lærðu stéttar á þeirri tíð, skrifar í Undrum íslands (De mirabilibus Is- landiæ) : „Á forntungu Islendinga var vant að nefna tröll ógur- lega stóra menn, sem víst var um, að þá bjuggu hér, svo sem landi vor Grettir, sem var hraustasta heljarmenni sinnar tíðar og haldið er að verið hafi átta áina hár, en hans líka og ef til vill stærri menn hefur land vort litið ein- hvemtima í fymdinni. En það er orðið langt síðan sú mann tegund hefur horfið vor i meðal.------“ Hvilíkan reginmun finnur maður ekki, beri maður þetta hjátrúar- og kraftaþrugl sam- an við Grettis sögu í allri sinni mennsku reisn. Hún er af sama sauðahúsi matarvísan alkunna, sem ein- hver svángur hefur kannski bángað saman um Gretti: ♦ • Gret.tir át í málið eitt, nautsmagál og klettið feitt flotfjórðung og fiska tólf fjóra limi af endikólf. Þá hafa rímurnar ekki dregið úr hinu stórkostlega EFTIR ÞORSTEIN FRÁ HAMRI yfirbragði fomaldarinnar i vitund manna, því allt frá þvi fyrsta ýktu þær svo hetjur sínar, orrustur og aðrar ger- semar að gyllibragur skálda allt frá dróttkvæðum til lygi- sagna verður nánast hógvær í samanburði við þau ósköp. „ekki aðeins um vopna- skifti, vopnabrak og hertýgi, heldur einnig um blóðrensli úr sápum, þyt holunda, aðfarir hrafna, úlfa og arna í valnum o. s. frv.“ eins og Björn Karel orðar það; „rímur voru eink- um kveðnar eftir fornaldar- sögum og riddarasögum, og koma þá ýkjur slikra sagna auðvitað einnig í rimunum, og oft nægir rímnaskáldum ekki að halda sér við þær sögur, sem þau kveða eftir, heldur taka þau ýkjur eftir öðram öfgafengnari sögum". Einkum virðast tilkomumiklir valkest- ir freista skáldanna, vilji þau vegsama kappa sína: Hrottar gjörðu í hlífum brest hlaða þeir stóra köstu dróttin varð að drukkna verst í djúpri unda röstu. (Hálfdánar rímur Eysteinssonar). Herrann þekki hjá sér þar hlóð valköstu ranða höfuð hans ekki hærra bar heldur en búka dauða. Sveitin gekk þar sáraflóð svó hjá dróttum dauðum köppum tekur I kálfa blóð kífs á velli rauðum. (Rollantsrimur Þórðar á Strjúgi). Og yfirbragð manna er stórskorið, fagurt, nánast himneskt; sögurnar lýsa þvi sjaldan svo vel að rímna- skáldin þykist ekki þurfa að bæta þar eitthvað um. Jóni Guðmundssyni lærða, sem kunnur er af ritum sín- um um Island og þess náttúr- ur, hjátrú sinni og vísindum í bland, þótti aldrei mikið til samtíðar sinnar koma, og það ber við að hann ræðir um fommenn í skrifum sínum. Einkum er það andlegt atgervi og vísindaleg þekkíng fom- manna sem Jóni vex í aug- um, og var þess von af hon- um. I „Um Islands aðskiljan- legu náttúrur" segir Jón: „1 voram gömlu Islands landnámsbókum skrifast margt um aðskiljanlegar nátt- úrur landsins. einninn um þá heiðnu, vísu formenn, sem hingað komu frá Hálogalands, Finnmerkur og Gandvíkur endimörkum þann tíð, sem Is- land var 5 byggingu, og nokkrir komu síðar. Þar í bland voru nokkrir, sem lært höfðu Dofra konstir (sá búið hafði í Dofrafjöllum í Nor- egi). Þeir kunnu jörð og berg að opna og aftur að lykja, þar út og inn að ganga, svo sem að voru þeir Bárður í Jökli, Hámundur í Hámundarhelli, Bergþór í Bláfelli, Ármann 5 Ármannsfelli og Skegg-Ávaldi, sem fann Áradali og gjörðist guð yfir, því svo biður þar fólkið: „Skegg-Ávaldi, skygg þú yfir land þitt, svo ekki verði Áradalir fundnir.“ Slíkir gamlir foi-nmenn útvöldu sér í soddan leynifylgsnum, hell- um eður fellum að búa, svo þeir væri heldur frí fyrir öllu ráni, öfund og ásóknum landsins innbyggjara, því annars hefðu þeir ekki kunnað frið að hafa með sína náttúrasteina, nægt silf- urs og annars málms i jörðu vitandi, með þeim góðu áfengu vínberjum og ölkeld- um, sem bernskir menn hafa fundið bæði að fomu og nýju og ei verður með sönnu neit- að. — Nú vilja landsmenn öngvu umgegna, þó hér sé i jörðu allvíða nægð silfurs kopar, blý eður enn fleira met- alskyn, svo vel sem hér er brennisteinn, Mercurius, járn- rauði nóglegur, steinkol, surt- arbrandur og margslags mór í jörðu að lit og náttúru, berg ýmisleg og margra handa, bæði hörð og blaut“. Þama verður Ávaldi skegg í Vatnsdælu Jóni hinn sami og Skugga-Valdi, guð og bjargvættur útilegumanna i Valda-, Þóris- eða Áradal. En „hulin pláss“ og „leyni- fylgsni“ skipa mikið rúm í skrifum Jóns, sem sjálfur var ofsóttur um dagana og átti sér sjaldnast öruggt hæli. Eftirfarandi klausa úr „Gandreið" séra Jóns Daða- sonar í Amarbæli (skr. 1660) er sama eðlis og urnmæli Jóns lærða, og raunar mjög skýrt dæmi um viðhorf manna til fomaldar og samtíðar í þá daga; hún er líka drjúg til skilnings á fyrirbærinu, því I rauninni era þetta kveinstafir undirokaðrar þjóðar: „Landið fannst anno Ohristi 872 og byggðist af norsku stórmenni af tígulegu kyni, sem ekki þoldi stjóm Har- alds konungs liárfagra, bæði vissu að sá og planta og líka útsigldu og herjuðu til ann- arra landa og héldu þar með lengi sínum sóma og mikil- mennsku í langa tíma. Anno Christi 1350 gekk sú mikla landplága um alla veröldina, sem kallast svartidauði, síðan hafa flest landgæði fölnað og ávextir uppvisnað, aukizt harð- indi. hugleysi, vesöld og vand- ræði, ekki sízt í aflabrögðum og höndlaninni“. Af þeim sökum er drepið hefur verið á eru fornmenn vorir orðnir svo útieiknir í þ.jóðsögum og munnmælum að við þekkjum þá ekki fyrir sömu menn og sögur þeirra fornar greina frá. Um Hrafna- Flóka er sagt í munnmælum að liann hafi verið „svo mikill vexti að hann hafi stigið í einu spori yfir Þorskafjörð þveran; heita þar Flókavellir er hann stökk af, en Flóka- vallagnípa er hann steig á hinumegin fjarðarins11. Brennu- Flosi viðhefur þá leikfimi á Þíngvelli við Öxará að stökka útaf Lögbergi yfir Flosagjá, og eftir Njálsbrennu er hann að draslast með gullkistu sem hann lætur loks eftir í helli einum í Þrfhymíngi. Og Gretti er eignað að hafa lyft flestum stökum björgum á landinu sem eitthvert bragð er að. Þannig eru þeir orðnir að hálfgerðum jötnum, og ævin- lega gæddir gulli, gersemum og ómennsku atgervi. Þarna er oft um að ræða örnefna- sögur, — æfintýri sem skír- skota til ímyndunaraflsins í börnum, þegar þeim er sýnd- ur staðurinn. 3 En hvort sem viðhorf fyrri manna til forníslendínga og útleggíngin á sögum þeirra telst „rétt“ eða „rángt“ munu þær víslega hafa verið sú stál- taug er gerði mönnum auð- veldara að standa uppréttir og bera höfuðið hátt þegar svarf að. Við sjáum fyrir okkur Jón Indíafara þegar hann þjónar undir kóngsins regimenti og á 5 vök að verjast, og svipað mun fleiram hafa farið: „Einn tíma i frávist kóngs segir Grabov til mín, ég og eitt hundrað af mínum lands- mönnum, hann vildi þá væri sér undirgefnir til þvílíks verks og hann eftir vild sinni mætti yfir þeim herskja og drottna. Þá anzaði ég brosandi og segi, að samt þjóti í þeim skjá, en ekki sagðist ég svo mjög ósk hans afvirða. að með því nokkuð fram gengi af minni ósk og vild, að það hundrað, sem hann um bæði, væri allir sem Grettir sterki og Ormur Stórólfsson “ður slíkir fleiri. Þá brosri allt compagníið. en hann ind- varpandi í burt fór“. Framhald á 6 siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.