Þjóðviljinn - 28.08.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.08.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 28. ágúst 1963 — 28. árgangur — Í182. tölublað. VERÐ- HÆKKUN Nýr fískur hækkar / veriium 4- 9,5% \ í gær var auglýst nýtt hámarksverð á nýjum fiski, og var þar á ferð- inni enn ein verðhækkun- in. Er hér um að ræða þorsk og ýsu og einnig fiskfars og nemur hækk- unin frá rúmlega 4% allt upp í 9,5%. * Verðhækkanir þessar eru sem hér segir: Nýr þorskur, slægður, með haus. hækkar úr kr. 3.70 kg í kr. 3.85, hausað- ur kr. 4.80 kg (áður kr. 4.60). Ný ýsa slægð, með haus, hækkar úr kr. 4.90 kg í kr. 5.15 og úr kr. 6.10 kg í 6.45, þegar um hausaðan fisk er að ræða. •k Þá hækka einnig þorskur og ýsa, slægð og án þunnilda; þorskur í kr. 10.00 kg úr kr. 9.50. ýsa úr kr. 11.50 kg í kr. 12.80 og firskfars hækkar í kr. 14.00 kg úr kr. 13.00. •k Eins og sjá má nema hækkanir þessar frá 15 aur- um og allt upp í kr. 1.30 á kg af þessum fisktegundum. eða frá rúmlega 4% upp i 9.5%. . . I Milwood sleppt úr haldi 1 FYRRADAG kvað Logi Einars- son yfirsaksóknari upp þann úrskurð í Sakadómi Reykja- vikur að togaranum Milwood skuli sleppt úr haldi þegar er liigð hefur verið fram trygg- ing sem rétturinn metur gilda. TOGARINN hefur sem kunnugt er verið hér í haldi siðan f vor og háfði Hæstiréttur úr- skurðað að héraðsdómur hefði rétt til að halda togaranum til 5. september n.k. en málið á hendur skipstjóranum, John Smith, verður þingfest 2. sept- ember n.k. Hefur skípstjóran- um þcgar verið birt stefnan en hann neitaði að taka við henni. GÆR unnu tveir dómkvaddir menn að því að meta veiðar- færi skipsins o.fl. og verður upphæð tryggingarinnar byggð á niðurstöðum þess mats m.a. "¦ ' ".'.¦•'. ¦.......¦:."¦>.¦- : : ..... ........ Myndin er frá góðaksturskeppninni á Akureyri og sýnir er knetti er varpað út á götuna i veg fyrir einn bilinn til þess að reyna . viðbrögð ökumannsins. — (Ljósm. Gunnl. P. Kristinsson). Góðaksturskeppni nyrðra um helgina SI. laugardag efndi Bindindis- félag ökumanna á Akureyri til góðaksturskeppni og er það valið I gær valdi landsliðsnefhd KSI tilraunalandslið sem á að leika gegn liði sem íþróttafréttaritarar velja n.k. sunnudag. Verður sá leikur til undirbúnings lands- leiknum við Englendinga 7. sept n.k. Lið landsliðsnefndar verður þannig skipað: Helgi Daníelsson lA markv.. Árni Njálsson Val, hægri bakv., B.iarni Felixson KR, vinstri bakv., Garðar Árnason KR, hægri framv., Jón Stefáns- son ÍBA, miðframv., Björn Helgason Fram vinstri framv., Axel .Axelsson Þrótti, hægri úth., Sveinn Jónsson KR, hægri innh., Gunnar Felixson KR. miðframh., Ellert Schram KR vinstri framv., og Sigurþór Jakobsson KR vinstri útherji. Lið íþróttafréttaritara verður væntanlega valið i dag. Finnskir borgarfullfrúar gesfir i Reykjavik Umferðarmálin erfiðust viðfangs í singfors ar tóbak- ið og brennivínið IÞessi vika heilsaði heldur kuldalega og er~bó veðurblíða dag eftir dag. Brennivín og tóbak hækkaði allt í einu um helgina og er þetta for- smekkur að nýrri verðhækkunaröldu með haust- inu að venju. S,amkvæmt viðtali við Jón Kjártansson, forstjóra er hér ver- ið að mæta auknum útgjöldum einkasölunnar og auka ennþá tekjur ríkissjóðs. Þetta er hin opinbera skýring. Við hringdum líka í Sigurð Pétursson, fulltrúa í Fjármála- ráðuneytinu og sagðist hann ekki ljósta upp ríkisleyndarmálum við blaðamenn. Vildi enga skýringu gefa á þessari hækkun. * Sagðist raunar hafa vaknað við vondan draum í morgun. Verðhækkunin er aðallega á sterkum .vinum og vindlingum. Brennivín, hvannarótarbrenni- vín, Wtterbrennivín og ákavítl hækka um tíu krónur flaskan Geniver og vodka \u«n fimmtán krónur flaskan og brandy um þrjátfu krónur flaskan. Það er átappað hér. Koniak hækkar hinsvegar ekki í verði Það var svo dýrt fyrir. Það finnst nú siunum líka um aðrar tegundir. öll létt vín, matar- og borð- ¦ Hingað til lands eru komnir níu gestir frá^ borgarstjórn Helsingfors og munu dvelja hér vikutíma í boði borgarstjórnar Reykjavíkur. Er heimsóknin þáttur í samstarfi og gagnkvæmum kynnum forustumanna höfuðborganna á Norður- löndum, en reykvískir borgarfulltrúar heimsóttu Helsingfors á síðasta ári. I finnska hópnum er forseti borgarstjórnar Helsingfors, Teuvo Aura, og kona hans; fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Einingar- flokksins, Sósíaldemókrata, Al- þýðubandalagsins . finnska, Sænska þjóðarflokksins og Finnska bjóðarflokksins, enn- fremur borgarstjóri fjármála í Helsingfórs og varaborgarritari. Meðan gestirnir dveljast hér munu þeir kynnast 'starfsemi Reykjavíkurborgar og stofnana hennar, einnig fara í ferðalag um suðvesturland. Heimleiðis halda þeir næstkomandi sunnu- dag. Umferðarvandamál erfið Reykjavíkurborg hafði í gær hádegisverðarboð fyrir hina finnsku gesti og fulltrúa blaða og útvarps. Þar flutti Geir Hall- grímsson borgarstjóri ræðu og bauð gestina velkomna, en sendi- herra Finnlands á íslandi. frú Tyyne Lilja Leivo-Larsson, þakk- Framhald á 2. síðu. vín hækka ekki í verði. Jón Kjartansson segir aðþetta sé gert til þess að þjóðin hverfi meir að léttum vínum og frá sterku drykkjunum. I Svíþjóð eru ávörp úti í glugg- unum hjá afengisútsölunum, þar sem fólk er beinlínis hvatt til þess að drekka heldur léttu vínin. Það er víst komin upp hreyfing á Norðurlöndum í þessum mál- um.. Sennilega verða Norðmenn og Islendingar erfiðastir viður- eignar. Vindlingar hækka i smásölu um kr. 2.40 pakkinn. Camel kr. 24,05, áður kr. 21,65. Chesterfield kr. 23.90 áður kr. 21.50 Roy kr. 20.45 áður kr. 17.75. Wings kr. 21.20 áður kr. 18.80. en þetta eru fjórar vinsælustu vindlinga- tegundir í Iandinu í dag. Viceroy, Roy og Salem hækka þó um kr. 2.70 pakkinn. Landgræðslusjóður fær tuttugu og fimm aura á pakka og ríkis- sjóður fimmeyringinn fram vfir Framhald á 2. síðu. fyrsta þess háttar keppnin sem haldin er úti á landi. Þátttakendur í keppninni voru 14 og hófst hún með þvi að þeir voru látnir aka um bæinn og voru verðir á 14 stöðum á leiðinni sem athuguðu hvort þeir færu eftir umferðarreglunum. Því næst voru keppendur látnir ganga undir ýmis konar akst- ursþrautir á gamla íþróttavellin- um. Gefin voru stig fyrir frammi- stöðuna þannig að dregin voru frá svo og svo mörg stig fyrir hverja villu sem keppendurnir gerðji. Beztum árangri í keppn- inn náðu Níels Hansson og PáU Garðarsson og fengu þeir hvor um sig 41 stig í frádrátt en þriðji í röðinni varð Ingi Þór Jóhanns- son með 43 stig í mínus, • Leiðbeinandi um framkvæmd keppninnar var Asbjörn Stefáns- son læknir formaður Sambands bindindisfélaga ökumanna. * Á- horfendur voru allmargir og höfðu góða skemmtun af. KR-ingum afhentur bikarinn Eínsog sagt var frá hér í blaðinu f gær unnu KR-ingar fslands- meistaratitilinn í knattspyrnu 1963 með sSgrinum yfir Akureyring- um á Akureyri á sunnudaginn. Að loknum leiknum fór fram af- hending islandsbikarsins, og er myndin tekin er Björgvin Schram formaður Knattspyrnusambands Islands afhenti fyrirliða KR-inga, Herði Felixsyni, bikarinn. — (Ljósm. Gunnl. P. Kristinsson). Námamönnum bjargaðígær NEW YORK 27/8. Bandarfsku námumönnunum Henry Throne* og David Felling var í dag b jarg- að upp á yfirborð jarðar eftir 14 daga innilokun í námugöngum 100 metra niðri í nánd við Haz- leton í Pennsylvaníu. Björgunarmennirnir notuðu gríðarmikla borvél, að haeð á við 10 hæoa hús, til að bora 49 sentímetra víða holu niður til námumannanna. Voru þeir síð- an dregnir upp á yfirborðið. Throne var nokkuð þrekaður og strax fluttur í sjúkrahús. v Ekki er vitað um afdrif þriðja námumannsins, Louis Bova, sem lokaðist inni í námunni nokkuð frá hinum tveim og var ekki gengt á milli. Til Bova hefur ekki heyrzt í viku. \ \ \ \ \ MaSur slasast í Qláfsvíkurenni 1 fyrrakvöld varð þaS slys1 við vegarlagninguna í Ólaí'svikurenni að tveir menn urðu fyrir grjóthruni og meiddist annar þeirra svo að flytja varð hann með sjúkraflugvél til Reykjavíkur í fyrrinótt. Slysið varð um kl. 8 um kvöldið er verið var að sprengja fyrir vegarstæðinu hjá Einbúa. Við sprenging- una mun hafa losnað grjót ofar í hlíðinni og urðu tveir af mönnum sem unnu við að sprengja fyrir grjótflugi. Slapp annar þeirra lítt meiddur en hinn maðurinn. Björgúlfur Þorvaldsson að nafni. fékk allþungt stein- högg á herðarnar og hrasaði nokkra metra niður eftir skriðunni. Læknirinn í Ólafsvík var þegar kvaddur á vettvang og síðan var hinn slasaði mað- ur borinn eftir fjörunni vest- ur með Ólafsvíkurenni. Vildi það til láns að sjór var lítt byrjaður að falla að svo að hægt var að ganga fjöruna. Bif reið f rá' Guf uskálum kom á móts við burðarmenn- ina og flutti manninn á flug- völlinn en þangað sótti Björn Pálsson hann og flutti hann hingað til Reykjavíkur. Var Björgúlfs í gærmorgun, og eru Landsspítalann. Gert var að meiðslum Björgúlfs í gærmorgun, og eru þau ekki talin vera hættu- leg. \i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.