Þjóðviljinn - 31.08.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.08.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. ágúst 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Krústjoff gagnrýnir Kína, hælir vesturveldunum Viðskipti Sovétríkjanna og lavíu aukast um 50% VELENJE, Júgóslavíu 30/8 — f ræSu sem Tító forseti hált á útifundi í námubænum Velenje í dag skýrði hann m.a. frá því að viðskipti Júgóslavíu og Sovét- ríkjanna myndu á þessu ári verða um 50 prósent meiri en þau voru í fyrra. Tító bar annars í ræðu sinni fram harða gagnrýni á kínverska kommúnista og það hafði Krústjoff forsætisráðherra einnig gert í sinni ræðu á fundinum. Að sögn fréttaritara Reuters kallaði Krústjoff hina kínversku kommúnistaforingja „ábyrgðar- lausa menn sem héldu að hægt væri að byggja upp nýja sið- menningu úr rústum kjarnorku- stríðs“. ( * „Ef þeir vilja stríð^ Krústjoff vefengdi rétt þeirra til að tala í nafni þeirra þjóða sem ævinlega hefðu barizt gegn „ranglátum striðum“. — Vilji þeir stríð, þá munu þeir verða að heyja það sjálfir. Þeim mun ekki takast að gera örlög millj- óna manna að leiksoppi sínum. hefur fréttastofan eftir hinum sovézka forsætisráðherra. Lof á vesturveldin Krústjoff bar hins vegar lofs- orð á leiðtoga Bandaríkjanna og Bretlands fyrir þá jákvæðu af- stöðu sem þeir hefðu tekið í samningaviðræðunum í Moskvu um spemgingabann. Moskvusátt- málinn væri fyrsta skrefið á braut sem leitt gæti til lausnar öðrum deilumálum og allsherjar afvopnunar. Geta hindrað stríð Hann sagði einnig að hin sósí- alistísku ríki. að Júgóslavíu með- talinni. væru nú orðin svo öflug að þau gætu komið í veg fyrir nýjan hildarleik. ig aðra grein, þar sem Krústjoff er sakaður um að hafa brugðizt yfirlýsingum og stefnumiðum kommúnistaflokkanna sem þeir urðu ásáttir um í Moskvu 1960 með því að taka júgóslavnesku svikarana í sátt. Sú grein er rit- uð í tilefni af hinni opinberu tilkynningu um viðræður þeirra Títós og Krústjoffs fyrr í vik- unni. Að þreifa fyrir sér Krústjoff talaði í rúma þrjá stundarfjórðunga og kom að venju víða við í ræðu sinni. Hann lagði áherzlu á að við upp- byggingu sósíalismans yrðu menn að hafa þolinmæði, þreifa sig á- fram. Fjarstæða væri að kalla þá sem það gerðu gagnbyltingar- menn. — Ég hef illan þifur á þeim mönnum sem éta allt upp eftir öðrum eins og páfagaukar. Deilur óhjákvæmilegar Hann sagði að óhjákvæmilegt væri að upp kæmi ágreiningur milli kommúnistaflokka og það jafnvel um grundvallaratriði og slíkur ágreiningur gæti einnig verið innan hvers flokks. Hins vegar væri sá ágreiningur eem enn ríkti milli Sovétríkjanna og Júgóslavíu ■ á engan hátt svo djúpstæður að hann magtti ekki jafna. Frá barnaskólum Kópavogs Bömin komi í skólann sem hér segir: Þriðjudaginn 3. sept. Kl. 10: Börn fædd 1956, sem ekki komu til innritunar síðastliðið vor. Kl. 11.30: Allir nýir nemendur 8-12 ára, aðfluttir- Úr öðrum skólum. Hafi með sér prófvottorð frá síðastliðnu vori. Föstudaginn 6. september: Kl. 10: Öll 9 ára böm (fædd 1954). Kl. 11: Öll 8 ára böm (fædd 1955). Kl. 13 30: Öll 7 ára böm (fædd 1956). SKÓLASTJÓRAR. IÐNSÝNING SAMVINNUVERKSMIÐJANNA | Ármúla 3 opnar sunnudaginn 1. september kl 14.00 og verður opin til ki 2200 þann dag og neestu daga á sama tíma Eftirlaldar verksmiðjur sýna fjöllDætta framleiðtlu og nýiungar úr starlsemi sinm. Ullarverksmiðjan Gefjun, Akureyri. Saumastofa Gefjunar, Akureyri Skinnaverksmiðjan Iðunn, Akureyri Skóverksmiðjan Iðunn, Akureyri Fataverksmiðjan Hekla, Akureyri Fataverksmiðjan Fífa, Húsavík Fataverksmiðian Gefjun, Reykjavík. Rafvélaverksmiðjan Jötunn, Reykjavík. Verksmiðjan Vör, Borgamesi. Tilraunastöð S.Í.S., Hafnarfirði. Kjöt & Grænmefi, Reykjavík. Efnaverksmiðjan Sjöfn, Akureyri. Kaffibrennsla Akureyrar, Akureyri. . Smjörlíkisgerð K.E.A., AkureyrL Efnagerðin Flóra, Akureyri. Efnagerðin Record, Reykjavík. Efnagerð Selfoss, Selfossi. Trésmiðja Kaupfélags Árnesinga, Selfossi. Allír eiga ertndt á sýningutia. Alfv Gengið »nn að «unn»nv(>r3o Stjórnarkreppa í Finnlandi Karjalainen biSst lausnar fyrir sig og ráðuneiti sitt HELSINKI 30/8 — í dag, aðeins viku eftir að stjórn Einars Gerhardsens í Noregi varð að hrökklast frá völd- um, gekk Ahti Karjalainen, forsætisráðherra Finnlands, á fund Kekkonens forseta og afhenti honum lausnar- beiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Búizt er víð að stjórn- arkreppan geti orðið langvinn og eins og stendur koma menn ekki auga á neina lausn hennar. Innantóm slagorð Tító forseti vék feinnig í sinni ræðu að deilynni við Kínverja og sagði að yfirburðir sósíalism- ans yfir auðvaldsskipulagið yrðu aldrei sannaðir með innantómum slagorðum, heldur aðeins með efnahagslegum framförum. Ný árás frá Peking Aðalmálgagn kínverskra komm- únista „Alþýðudagblaðið" i Pek- ing, réðst enn í dag á Sovétríkin fyrir að fallast á hvers konar svikasamninga við vesturveldin, sem staðfestu uppgjöf þeirra fyr- ir heimsvaldasinnum. Sovézkir leiðtogar hika ekki við að sögn blaðsins að svíkja bandamenn sína og hagsmuni hinna sósíalistísku landa með þvi m.a. að láta undan kröfu Bandaríkjanna um áframhald- andi yfirráð klíku Sjang Kajséks yfir Taivan. Gefur blaðið í skyn að Krústjoff hafi fallizt á bað sjónarmið Bandaríkjanna, að kín- versku ríkin séu tvfj. „Alþýðudagblaðið“ birtir einn- Leðrétting Þau leiðu mistök urðu hér í blaðinu í gær að upphaf afmæl- isgreiliarinnar um Jens Guð- bjömsson brenglaðist svo að ekki varð skiljanlegt. Rétt hljóð- að setningin svo: „Eins og nú horfir i félags- málum okkar fækkar þeim óð- um sem leggja áratug við ára- tug í áhugastarf fyrir íþrótta- hreyfinguna í landinu; þeim sem á sínum tíma komust í kynni við eldlegan áhuga brautryðj- endanna, en hjá þeim þar sem tókst að kveikja þennan lifandi áhuga hefur lengi logað elja og athafnir fyrir hugsjón íþrótt- anna. Einn þessara manna er afmælisbarn dagsins, . Jens Guð- björnsson. Hann komst í kynni við íþróttimar ungur að aldri og hefur verið starfandi fyrir þær í 40 ár, þar af sem for- maður í Ármanni í 38 ár“. Kekkonen forseti fór þess á leit við Karjalainen að stjómin gegndi áfram störfum þar til ný hefur verið mynduð og féllst hann á það. Það verður því hægt að bera fram fjárlagafrumvarp í upphafi haustþingsins sem hefst í byrjun næsta mánaðar. Ráðherrar Alþýðusambands- íns sögðu af sér Stjórn Karjalainens var sam- steypustjórn og átti finnska al- þýðusamþandið. sem vinstrisósí- aldemókratar og kommúnistar ráða fyrir, þrjá ráðherra í henni. Stjómarkreppan hófst þegar þessir þrír ráðherrar sögðu ó- vænt af sér í dag til að mót- mæla afstöðu stjórnarrrjeirihlut- ans til verðlagningar á land- búnaðarafurðum. NEW YORK 30/8 — Öeirðir úrðu í dag í bænum Meridian í Missi- sippi í Bandaríkjunum í dag þegar svertingjar sem tekið höfðu þátt í göngunni miklu í Washington komu þangað og fóru fram á að fá veitingar í veitingastofu sem aðeins er ætl- uð hvítum mönnum . Nýjar kaupkröfur Meirihlutinn í stjóminni, sem Bændaflokkur Karjalainens hef- ur forystu fyrir, hafði samþykkt nýja verðskrá fyrir búsafurðir og gengur,hún í gildi 1. septem- ber. Gert er ráð fyrir að verð- lag þeirra hækki. og nemur hækkunin til bænda um 90 milljónir nýmarka á ári. Reikn- að hefur verið út að verðhækk- anirnar muni leiða til 1,2—1,3 prósent hækkunar á framfærslu- vísitölu og þykir víst að sú hækkun muni hafa í för með sér nýjar kaupkröfur af hálfu verkalýðsfélaganna. Ráðherrar alþýðusambandsins töldu sér ekki fært að sitja áfram í stjóm- inni, fyrst viðbúið er að vinnu- deilur hefjist áður en langt líð- ur. Hefur setið í rúmt ár Þetta er langt frá þvi fyrsta erfiða stjómarkreppan sem orð- ið hefur í Finnlar.di á síðari árum, og stjóm Kgrjalainens hefur aðeins verið við völd í tæplega hálft annað ár, var mynduð í april í fyrra eftir mánaðarlangar viðræður flokk- anna. Talið er að í þetta sinn muni reynast enn erfiðara að mynda nýja stjóm. Leiðtogar Bændaflokksins hafa gefið í skyn að þeir kæri sig ekkert um að mynda samsteypu- stjóm með sósíaidemókrötum og þeir munu heldur ekki vera á því að ganga til samvinnu við alla hina borgarflokanna. Einna líklegast er talið að til bráða- birgða að minnsta kosti verði farin sú leið að mynda minni- hlutastjóm eða jafnvel utan- þingsstjóm, en þá myndu nýjar þingkosningar ekki vera langt undan. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför MAGNtlSAR BJÖRNSSONAR ríkisbókara. Elín Björsdóttir, Páll Þóroddsson, Vilborg Bjömsdóttir, Bjöm GunnlaUgsson. SÍMANÚMER 0KKAR ER 20000 Kristján G. Gís/ason hf. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN, húsgagnaverzlun Þórsgötul

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.