Þjóðviljinn - 31.08.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.08.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞlðÐVILIINN Dtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.J, Sigurður •Suðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 Unur). Askriftarverð kr. 65 á mánuði. Orsök og afkiðingar T mó'fmælaályktun Samtaka hernámsandstæðinga gegn hinum fyrirhuguðu Hvalfjarðarsamning- um, er með skýrum rökum varað við, hvað af slíku hlýtur að leiða, ef til ófriðar drægi. Og einriig er á það bent, að þessar nýju hernáms- framfevæmdir eru spor í gagnstæða átt við það, sem hefur verið að gerast í alþjóðamálum undan- farið og segir m.a. svo um það í ályktuninni: „ís- lenzka þjóðin ætlast til, að á alþjóðavetfvangi sé hennar litla lóð lagt á vogarskálar til að draga úr erjum og bæta friðarhorfur, en ákvörðunin um að leyfa einmitt nú hernaðarframkvæmdir á ís- landi, hefur þveröfug áhrif. Framlag hinnar ís- lenzku ríkisstjórnar til heimsfriðarins er nú að heimila hershöfðingjum, sem ráða fyrír NATÓ, að stíga hér á laridi nýtt skref á vígbúnaðarbraut- inni, samtímis því að kjarnorkustórveldin hafa náð fyrsta áfanganum, sem um munar, í viðleitn- inni til að feta sig skref fyrir skref út úr ógöng- um vígbúnaðarkapphlaupsins.“ i lyktun Samtaka h'emámsandsfæðinga var send öllum dagblöðunum, en blöð stjórnarflokk- anna hafa ekki getið um hana einu orði, hvað þá birt úr henni einn stafkrók. Þess í stað halda stjómarblöðin áfram þeirri iðju sinni að reyna að blekkja lesendur sína með því, að einungis sé ver- ið að semja um „stækkun“ olíustöðvarinnar í Hvalfirði, þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar um hið gagristæða. Og því ér einnig vandlega haldið leyndu fyrir lesendum stjórnarblaðanna, að NATÓ hefur á undanförnum árum sótt það mjög fast að fá að koma upp flota- og kafbátastöð í Hvalfirði, — einmitt þeirri aðstöðu, sem nú er ver- ið að semja um. Þannig forðast málgögn ríkis- stjórnarinnar ekki einungis að ræða þær skýru röksemdir, sem settar eru fram í ályktun Sam- taka hernámsandstæðinga, heldur er beinlínis reynt að fela mikilvægustu staðreyndir þessa máls. Það er svo eftir öðru, að Morgunblaðið kallar röksemdir hernámsandstæðinga „æsinga- skrif“, þótt það þori ekki út í málefnalegar um- jræður á grundvelli þeirra. Svo lágkúrulegur hef- ur málflutningur stjórnarblaðanna verið í sam- bandi við Hvalfjarðarsamningana, að jafnvel ýf- irlýst stuðningsblöð Atlanzhafsbandalagsins hér á landi, eins og Tíminn, hafa ekki getað orða bund- izt og lýst vanþóknuri sinni og fyrirlitningu á svo „siðlausri blaðamennsku“, eins og komizt er að orði í Tímanum í gær. l Flokksstjórn Framsóknarflokksins Hefur lýst sig andvíga hinum fyrirhuguðu Hvalfjarðarsamn- ingum og er það vissulega fagnaðarefni öllum hernámsandstæðingum. En ekkert hefur þó kornið fram opinberlega, sem bendi til þess að afstaða forystumanna Framsóknar til Atlanzhafsbanda- lagsins og hernámsins í Heild hafi breytzf. Frum- orsaka Hvalfjarðarsamninganna er þó tvímæla- laust að leita í veru okkar í NATÓ; þeir eru af- leiðing af hemámsstefnunni. Það hefur löngum verið talið hygginna manna hátfur að skera’ fyrír rætur meinsins í stað þess að berjast gegn afleið- ingum þess einum saman. — b. Laugardagur 31. ágúst 1963 ★ Um jjessar mundir standa yfir endurbætur á félagsheim- ili ÆFIt í Tjarnargötu 20. Er unnið baki brotnu á hverju kvöldi við þessar endurbætur og eru Fylkingarfélagar hvatt- ir sérstaklega að leggja hönd á plóginn. Félagsheimilið er opið á hverju kvöldi frá kl. 9-r—11.30, laugardaga og sunnu- daga frá 2—5.30. Þar er hægt að kaupa veitingar með vægu verði og verður enginn fyrir vonbrigðum sem leggur leið sína þangað. ★ Fylkingarfélögum skal bent á að gjalddagi félags- gjalda 1963 rann út um sl. mánaðamót. Skoðast því allir þeir, sem eiga ógreitt félags- gjald 1962, ekki lengur full- gildir félagsmenn innan Æsku- lýðsfiylkingarinnar. Nú um helgina verða skuldseigustu fé- lagarnir sóttir heim, en hin- um, sfm minna skulda skal bent á, að starfsstúlka félags- hcimilisins tekur á móti fé- lagsgjöldum, svo og starfs- menn skrifstofunnar. ★ Nýverið hefur verið sett á Iaggirnar nefnd, sem undir- búa skal starfsáætlun vetrar- stjórnar. Nefndin er skipuð þeim Jakobi Hallgrímssyni og Þráni Skarphéðinssyni og taka þeir fúslega á móti öllum at- hugasemdum og leiðbeining- um, sem fram koma. öflug starfsemi ÆFR f sumar hefur starf Reykja- víkurdeildar ÆF verið þrótt- mikið og öflugt. Margar ferð- ir hafa verið farnar og er meðfylgjandi mynd úr einni slíkri, Strandaferðinni miklu um Verzlunarmannahelgina. Þarna sjáið þið Fylkingarfé- laga reyna leikni sína i Limbó, þeirri'' háéöfugu iþrött. Þétta gerðist á Drangsnesi. Strandaferðin mun lengi i minnum höfð, ekki sízt vegna hins sanna félagsanda og þeirr- ar miklu sönggleði, sem ríkti allan tímann. Gítar, harmon- ikka og flauta voru með í ferð- \ inni. Við tjölduðum við litla vík í Steingrímsfirði. Fyrra kvöldið fórum við á ball í Sævangi og skemmtum okkur mæta „ vel. Seinna kvöldið kveiktum við varðeld í nám- unda við tjaldstæðið. f Bjarnarfirði sáum við her- skara af selum. Þeir syntu eins nálægt okkur og þeir þorðu og störðu á okkur kringlóttum augum. Ég þori að ábýrgjast að þeir kunnu vel að meta byltingarsöngvana, sem við kyrjuðum yfir þeim. Til Hólmavíkur komum við Hka og ræddum við staðarbúa um iandsins gagn og nauðsynj- ar. Skálaferð um helgina Nú um helgina efnir Æskú- lýðsfylkingin í Reykjavík til vinnuferðar í skíðaskálann í Sauðadölum. Lagt verður af stað í dag kl. 5 eii. frá Tjam- argötu 20 og komið í bæinn um 'kl. 6 á morgun. I kvöld er fyrirhuguð kvöldvaka. — í sumar hefur vérið unnið að endurbótum í skíðaskálanum. T.d. hefur skálinn verið mál- aður að utan og innan, og brunriurinn lagfærður. Bnn er margt ógert og eru félagar hvattir að tilkynna þátttöku. ★ Félagar! Leggjumst allir á eitt til að gera skálann vist- legri fyrir veturinn. — Hring- ið strax í síma 17513 og til- kynnið þátttöku. Skálastjórn. Veður var fremur leiðinlegt, en það hafði engin áhrif á lundarfar félaga. Við vorum semsagt í sólskinsskapi. Á leiðinni norður komum við í Fornahvamm og hresstum okkur á kaffisopa. Sem við gengum í salinn heyrðum við pískrað í öllum áttum: Æsku- lýðsfylkingin! Auðvitað vorum við upp með okkur af að vera svona víðfræg. Maður nokkur sneri sér að konu sinni og sagði furðu lostinn: „Það sést bara ekki vín á nokkrum manni!“ Konan svaraði: „O, þau eru ekki byrjuð enn", og dró seiminn. Því miður verð ég að hryggja þetta ágæta fólk með þeirri staðreynd, að vín var ekki drukkið í þessu ferða- lagi fremur en öðrum, sem farin eru á vegum ÆFR. Við höfum aldrei getað tamið okk- ur þann sið að drekka brenni- vín í skauti náttúrunnar.' Nú tekur senn að hausta, og fer hvér- áð vérða 'síðáátuf,ri''ð komast í ferðalög. Þeir sem vilja ferðast án víns í skemmti- legum félagsskap ættu að hafa samband við ÆFR hið alira fyrsta! Félagsheiniili okkar i Tjarn- argötu 20, uppi, stendur öli- um opið. ih. ★ Nú um sumartimann hefur skrifstofa Æskulýðsfylk- ingarinnar verið opin milli kl. 5—7. Eftir aðalfund ÆFR, sem haldinn verður væntan- lega í lok september, er hins vegar fyrirhugað að hafa skrif- stofuna opna allan daginn. Skrifstofan er til húsa í Tjarn- argötu 20. sími 17513. ic Sérstök athygli skal vak- in á því, að innritun nýrra féiaga í Æskulýðsfvlkingunni stendur nú yfir. Skrifstofan og Fylkingarfélagar um land allt taka á móti inntökuheiðn- um og nú þegar hefur fjöldi ungs fólks æskt inngöngu í félagið. ★ Innan tíðar verður liald- inn félagsfundur innan ÆF- deildarinnar í Reykjavik. Dag- skrá fundarins svo og önnur tilhögun verður auglýst síðar hér í blaðinu. / Þórsmörk um næstu helgi • / Um næstu helgi hyggst Æskulýðsfylkingin í Reykjavík efna til hclgarferðar í ÞArsmörk. Lagt verður af stað laugardaginn 7. september frá Tjarnargötu 20 stundvíslega kl. 2 e.h. Eklð verð- ur sem leið liggur beint í Mörkina. Um kvöldið verður kvöldvaka en á sunnudag verður Mörk- in skoðuð eftir því, sem tími vinnst til. Leiðsögumaður verður með í ferðinni. Hér er um að ræða síðustu ferð ÆFR á þessu sumri, en allar hinar sem farnar hafa verifl hafa tekizt mjög vel. Innifalið í þátttökugjaldinu er kaffi. kakó, súpa og gisting. ásamt ferðum til- kynnist skrifstofu Æ.F.R.. Tjarnargötu sími 17513 milli kl 5 og ? e.h. Öliu ungu fólki er heimil þátttaka. — Myndin er úr Þórsmörk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.