Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞlðÐVILIINN Föstudagur 6. september 1963 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaílokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. Kröfur bænda Oamkvaemt kenningu núverandi valdhafa og sér- ^ fræðinga þeirra átti það að vera megininntak viðreisnarinnar að skapa undirstöðuatvinnuveg- um þjóðarinnar traustan rekstrargrundvöll, sem gerði þeim kleift að „standa á eigin fótum“ eins og það var orðað. Fyrsta skilyrðið til þess var þá sagt að væri stöðvun verðbólgunnar, og allar við- reisnarráðstafanirnar áttu að ■ miða að því marki og skapa þannig „jafnvægi“ innanlands. Ekki þarf að eyða mörgum orðum að því, hvernig reynslan hefur orðið af þessu „jafnvægi“ viðreisnarinnar; í stuttu máli má segja að það hafi sporðreist allt verðlags- og launakerfi landsins, enda hefur hvorki fyrr né síðar verið jafn mikil ókyrrð og ólga í þeim,málum og frá því að núverandi stjórn tók við. Og hvað snertir undirstöðuatvinnuvegi landsmanna er ekki síður ljós’t’, að viðreisnin hef- ur orðið þeim harla þung í skauti með því að margfalda verðlag á öllum rekstrarvörum til þeirra. Þannig leit á tímabili út fyrir að togara- útgerð í landinu myndi leggjast niður með öllu , og virðist það nú helzta úrræði ráðamanna að losa sig við þessi framleiðslutæki úr landinu. rn viðreisnin hefur ekki síð.vp;. Q^ðið .lai^dþúfl^ð- ^ inum þung í skauti. Vegna óðaverðbólgunnar hefur allur tilkostnaður hækkað svo mjög, að bændur eru nú mjög uggandi um sinn hag. Sést það meðal annars bezt á því, að á aðalfundi Stétt- arsambands bænda, sem nú stendur yfir, hafa verið lagðar fram tillögur, sem telja óumflýjan- legt að hækka verð búvara um 30—40% til bænda. Fram til þessa hefur fulltrúum neytenda og fram- leiðenda jafnan tekizt að ná samkomulagi um verðlagsgrundvöllinn, og hafa bændur samkvæmt því fengið hækkanir á búvörum miðað við kjara- bætur launafólks. En nú er sýnilegt, að bændur telja, að óðaverðbólga viðreisnarinnar hafi rask- að svo mjög þessum grundvelli að ekki verði lengur við hann unað á nokkurn hátt. Sýnir það m.a. hve hóflegar þær kjarabætur hafa verið, sem launþegasamtökin hafa knúið fram undanfarið, því að ekki hefur Morgunblaðinu enn dottið það snjallræði í hug að halda því fram, að kröfur bænda séu runnar undan rifjum „kommúnista“. Ti! ríkisstarfsmanna Cróði TlyTorgunblaðið heldur áfram að fræða lesendur sína á því, hve gífurleg gróðalind rekstur olíustöðvar í Hvalfirði hafi verið á undanförnum árúm, og er ekki að efa að hið sama á við um aðra þjónustu allra olíufélaganna. Þingmenn Al- þýðubandalagsins hafa þrásinnis bent á þetta með skýrum rökum, og krafizt þess að gróði olíufélag-| anna yrði þjóðnýttur. Ekkert virðist sjálfsagðara en að þessi gróði verði t.d. lagður fram til sam- göngubóta í stað þess að stórhækka benzín og leggja þannig nýjan og þungbæran skatt á allan þann fjölda, sem á eigin bifreið. Væri einkar fróðlegt að heyra álit Morgunblaðsins á þeirri tillögu áð leggja olíugróðann til samgöngubótal — b. Um síðastliðinn mán- aöamót voru í fyrsta skipti greidd laun eftir hinum nýja launastiga opinberra starfsmanna- Þó að enn hafi ekki tek- izt að skapa ýmsum starfshópum þeirra við- unandi kjör, fer það samt, ekki á milli mála, að í hinum langdregnu samn- ingum og síðar málflutn- ingi fyrir Kjaradómi hef- ur hinrú farsælu stiórn samtaka okkar tekizt að ná afar þýðingarmiklum árangri í kjarabarátt- unni. Til þess megum við gjaman hugsa, er okkur er greidd samanlögð þriggja mánaðá kaup- hækkun. , ." En um leið er eðlilegt að við minnumst þess að stríð verður ekki háð án herkostnaðar: í launa- stríðinu verður það einna dýrast og erfiðast að halda úti málgögnum til vamar og sóknar fyrir málstað fólksins. í meira en aldarfjórð- ung hefur Þjóðviljinn gegnt þessu hlutverki. Og þótt við höfum nú náð merkum áfanga, er síð- ur en svo, að þörfin fyr- ir sterkt málgagn sé. minni en áður. Enn mun viðreisnin halda upp- teknum hætti og leitast við að gera að engu á- vinning okkar. Enn mun ríkisstjórnin reyna aðná úr höndum okkar ríkis- starfsmanna sjálfra stjórnum- starfsmannafé- laganna og fela hana þægum umboðsmönnum sínum. Enn þarf að þjappa sér saman, og 1 þeim átökum megumvið ekki vera án Þjóðviljans og þeirrar stjórnmála- hreyfingar, sem á bak við hann stendur. Það sér á Þjóðviljan- um, að það ér enginn gróðavegur að verja mál- stað Iaunþega í þessu landi. Efnahagur hans er sannast að segja ákaf- lega erfiður. Blaðið hefur orðið að hleypa sér í stórskuldir vegna nýrra framkvæmda, sem enga bið þoldu, en auk þess berst það við mikinn hallarekstur, sem erhlut- skipti flestra dagblaða, annarra en aðalmálgagns auðmannanna Morgun- blaðsins- Með traustri fjár- málastjórn og ótrúlegri fómfýsi. hefur velunn- urum Þjóöviljans þó tek- izt að tryggja útgáfu hans fram að þessu, þó að stundum hafi mjóu mun- að. Komið hefur verið upp styrktarmannakerfi, sem þarf að gefa af sér mikið fé á þessu ári. Af því fé er þegar kominn verulegur hluti. Mikið vantar þó á, að dugi. En margar hendur vinna létt verk. Ef allir peir opinberir starfsmenn, sem kunna að meta stuðning Þjóð- viljans í kjarabaráttunni, láta hann njóta pó ekki vœri nema tíunda hluta peirrar kauphœkkunar, sem peim fellur í skaut á pessu ári, pá verður af pví mikill sjóður. Ég heiti á ríkisstarfs- menn að sýna á þennan hátt lítinn þakklætisvott til Þjóðviljans fyrir at- fylgi hans fyrr og nú, og í framtíðinni. | PÁLL BERGÞÓRS50N Mihail Romm Gaman og aEvara um Færeyjaflugið Færeysku blöðin hafa að von- um eytt talsv. rúmi í sumar í frásagnir áf1 ’áætlUnarflúgi -Fltlk-' félags ístands milli eyjanna, Istands og meginlandsins, en sem kunnpgt er verður síðasta féró F. í. ó þessu hausti farin f Mnt i máhuðinum. Færeyingar hafa almennt iátið í Ijós ánægju sína vegna framtaks Flugfélagsmanna og jafnframt von um að framhaid verði á þessum reglubundnu ferðum, en forráðamenn Flug- félags Islands munu telja það forsendu fyrir Færeyjaflugferð- um í framtíðinni að flugbraut- in í Sörvági verði lengd um nokkur hundruð metra, a.m.k. 300—400 metra þannig að flug- vélar af gerðinn DC4-Skymast- er, eða Viscount, geti athafnað sig þar. Til Færeyjaferðanna í sumar hefur Flugfélagið eins og kunnugt er notað leiguflug- vél af gerðinni DC3, tveggja hreyfla Dcruglasvél, en sú flug- vélargerð er að sjálfsögðu ekki heppileg til þess ama og notk- un stærri og burðarmeiri véla hagkvæmari á svö' löngum flugleiðum. Þórshafnarblaðið 14. septemb- er 1 birtir 17. f. m. svofellda grínklausu í sambandi við Fær- eyjaflug Flugfélags Islands: „Tað er tvær krónur bílig- ari at flúgva við flogfari hjá Flugfelag Islands úr Vágum til Keypmannahavnar enn til Os- loar! Nú hava tí fólk funnið upp á at keypa ferðaseðil til Keyp- mannahavnar, um tey bert ætja sær til Osloar — tey spara jú tvær krónur. So kunnu tey jú fara av í Oslo lata stóíin fara tóman til Keypmannahavn- ar!“ Stunduðu þjéfnai m skemmdarver! Hin sídari ar neíur niuuui oovvaajo, avíiuiv*.______________„a aukizt; f jölmargar myndiir þeirra hafa hiotið viðurkenningu víða um heim og hreppt verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, jafnt austan tjalds og vestan. Sovézk kvikmyndagerð hefur sem sé lyfzt upp úr þeim öidudal sem hún lengi var í. Nýju mennirnir í 60vézkum kvikmyndaiðnaði eru margir hverjir heimskunnir, en einn þeirra sem hvað mesta viðurkenningu hafa hlotið cr Mihail Romm, sem myndin er af. Hann sést hér yfirfara verk sitt, grandskoðar nýtekinn filmubút. Rannsóknarlögreglan hefur ný- rið haft hendur í hári þriggja ta 16—18 ára að aldrl, sem undanförnu hafa gerzt sekir 1 nokkur innbrot og stuldi ' og skemmdarvcrk og dráp hænsnum. Við yfirheyrslur hafa piltam- r viðurkennt tvö innbrot, ann- að í Sælakaffi og hitt í KR- heimilið. Stálu þeir 400 kr. í peningum, sælgæti og gos- drykkjum á fyrri staðnum og sælgæti á þeim síðari. >á hafa þeir játað að hafa stolið reið- ■hjóli inni í Blesugróf og tveim skyrtum úr verzlun, en siðustu dagana hafa þeir lifað á því að stela bókum úr verzlunum og seiia þær aftur á fornsölum. Þá hafa r>iltamir viði.irkennt að hafa brotið allmargar rúður í Mjólkurstöðinni nýverið o; ennfremur að hafa unnið speli virki i tveim hænsnahúsum Herskálakampr, brutu þeir 2 rúður í öðru húsinu en dráni 5 hænur í hihu og slösuði fleiri með grjótkasti syo a'ðíþai varð að lóga þeim. i' Tveir piltanna ertf utan £ landi en hinn briðji á heim hér í Reykjavík. Úpgðu þei allir stund á sjómennsku ha til þeir fengu þá flugu í höfuý ið að fara að hafa ofán af fvri sér með þeirri iðju; /sem a. framan getur. Hafa þeir h^i til hjá stúlku einni hér í ba sem einn bpírrq nr kunnn^ n*r>. nft bún* Vafj vei ið í vitorði með þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.