Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞlðÐVILJINN kurteis við yður, sagði hún. — Það er sjálfsagt að ég fari, ef þér viljið það. — Nei, það er engin ástæða til þess. Alls engin ástæða. — Þér eruð ekki syfjaðar leng- ur? — Nei. Aðeins þreytt. Það er dálítill munur á. Vy Griffin sett- ist niður á rúmsendann, dró að sér fætuma og lagfærði slonp- inn. — Jæja, sagði hún. — Hvað langar yður svo að tala um? Rödd hennar var undarlega hörð og stökk. Hann dreypti á kaffinu. — Það sem ég er ekki sérlega spenn- andi, sagði hann, þá skulum við tala um yður. — Af hverju haldið þér að ég sé spennandi? — Ég veit þér eruð það. Um leið og ég sá yður í fyrsta sinn, sagði ég við sjálfan mig: Þama er hrífandi kvenmaður. Aðlað- andi. þokkafull, vel gefin. Hvað er hún að gera á svona stað? spurði ég sjálfan mig. Svo fann ég svarið. Frú Griffin starði á hann. Svart hárið gljáði við hvítt hör- undið og Adam velti því fyrir sér hvort hún væri með brjósta- haldara. Ef svo var ekki, þá var hún betur vaxin en hann hafði vonað. — Ég geri mér í hugarlund, sagði hann og brosti drengja- lega, að þér séuð prinsessa frá áustur Indíum. Þér voruð ávöxt- ur skammvinns ástarævintýris milli ævintýramanns og drottn- ingar á staðnum. Sam ættleiddi yður þegar þér voruð sex ára og uppgötvaði svo einn góðan veð- urdag að þér voruð ekki lengur smátelpa. heldur fullþroska kven- maður. Er ég á réttri leið? Frú C riffin rejmdi að halda íí /örusvipnum. en hún gat ekki Bð sér gert að brosa lítið eitt. Hann virti han^ fyrir sér yfir röndina á bollanum. Augu hans voru stór og hann notaði þau. Bros hennar fór að dofna. — Þá eigum við ýmislegt sam- eiginlegt, sagði hann í skyndi. — Sjáið þér til, ég er fyrsti á- vöxtur af gervifrjófgun. Móðir mín hlaut afarstrangt uppeldi. Hárgreiðslan Hárgrelðslu og snyrtistofa STEINU og DÖDÖ Laugavegi 18 III. h. (lyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SlMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SÍMI 14662. hArgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — Þegar pabbi reyndi að láta vel að henni, var hún vön að æpa og kalla á lögregluna. 1 hvert einasta skipti. Sumt fólk er með svona dellu, skiljið þér. En pabbi vildi ólmur eignast barn, svo að hann taldi mömmu á að koma með sér til læknis. dr. Sehleck- ingers. — Okkur langar að eign- ast bam. sagði pabbi. — Hvað getum við gert? Læknirinn missti hlustunartækið. — Er ykkur al- vara? spurði hann. — Rammasta alvara, sagði pabbi. — Tja, það ■er nú þetta nýja sem þéir kalla kynlíf — Og hvað haldið bér? Um leið og hann sleppti orðinu sló mamma hann utanundir og fór heim í leigubíl. Hvemig lízt yðu,r á? Vy Griffin setti tóman bollann á gólfið. — En bíðið nú við. Það er nú kannski ótrúlegt, en þeir gerðu þetta allt með leynd. Þeg- ar mamma varð bamshafandi, fór hún á nuddstofu til að megra sig. Svei mér þá! Mér er ramm- asta alvara. Þegar allt var um garð gengið, skammaðist hún sin svo mikið að hún fór aldrei framar úr fyrir dyr. Hvað sjálf- an mig snertir. þá fékk ég feimn- islega ást á tilraunaglösum, sem hefur enzt mér til dagsins í dag. Hvert faðemi mitt raunverulega var, fékk ég ekki að vita fyrr en ég var sautján ára. Og hverhald- ið þér, að það hafi verið? Frú Griffin yppti öxlum. — Schleckinger læknir! Hann hló. — öll þessi vandræði útaf grundvallarmisskilningi á mann- legu eðli. Hér fáum við umræðu- efni; Kynlíf! Eruð þér með eða móti því? Frú' Griffin hætti að brosa. — Sleppum spumingunni. Hún er ógild. Adam þurrkaði sér um ennið. — Ef þér hafið ekkert á móti því, þá ætla ég að fara úr jakkanum. Mér er orðið dálítið heitt. Er yður ekkert heitt? Hann fór úr jakkanum og gekk yfir herbergið að málmskápnum. Á kommóðunni stóð lítill, gamal- dags lampi með litaðri ljóshlíf. — Þér vitið, vona ég að þessi hundrað kerta pera gefur frá sér mikinn hita. Sjáið muninn. Hann gekk út í mitt herbergið og kippti í mjóa keðjuna sem slökkti á loftljósinu. Um leið varð aldimmt í herberginu. Hann kveikti á litla lampanum. Hann lýsti með mjúkum, fjólulitum bjarma. — Sjáið bara, sagði hann. Fru Griffin svaraði ekki. Hún andaði ótt. — Svei mér ef hitinn hefur ekki lækað um fimm gráður. Adam gekk að rúminu. tyllti sér á rúmstokkinn, rétti síðan út höndina og snart ennið á frú Griffin. -i- Yður líður ekki sér- lega vel? sagði hann mjútcri röddu og tók höndina burtu aft- ur. Konan hvíslaði aðeins: — Ekki sagði hún. — Ekki hvað? Hún þagði. — Viljið þér að ég fari? Hún gaf ekkert hljóð frá sér. — Vy. Það er einmanalegt hiá þér stundum. er ekki svo? Ég veit það. Ég skil þetta svo vel sjálfur af eigin reynslu. Hann iagði hendumar á axlir henni. — Ég er einn í einhverri stór- borg og ég er að verða vitlaus yfir því að hafa engan til að tala við sem skilur mig. Og ég hugsa sem svo, að það væri dásamlegt að hitta einhverja persónu sem hægt er að tala við og vera sam- vistum við hana dálitla stund. Hann fann líkamshita hennar gegnum sloppinn, hann fann hjarta hennar berjast í lófa sér. Hann dró hana að sér og kyssti hana. Varir hennar voru mjúkar og heitar, en þær færðust undan snertingu hans. rétt eins og lík- ami hennar færðist undan, og hann fann að þetta jók aðeins á ákafa hans. — Þú vilt það, sagði hann. — Ég vissi það þegar við hitt- umst. Þér fellur kannski ekki við mig, en þú þráir mig og það er tilgangslaust að neita því. Vy Griffin sleit hönd hans burt af brjósti sér. — Ég elslca Sam, sagði hún. — Auðvitað, sagði hann. — En það breytir engu. Við gerum Sam ekki neitt. Þú segir honum ekk- ert um þetta og ekki hef ég hugsað mér að gera það. Vertu bara róleg. Þetta er ekki í fyrsta skipti, er það? Hún rak honum utanundir. Hann þreif um úlnliðinn á henni og neyddi hana til að leggjast í rúmið. Án þess að segja neitt losaði hann beltið sem hélt sam- an sloppnum. og stóð síðan kyrr. — Segðu mér að þú sért ekki í uppnámi, sagði hann. — Segðu mér að þú viljir ekki sofa hjá mér. Hann svipti sloppnum frá henni. Hún var nakin innundir honum. Líkami hennar var hvít- ur og skínandi í fjólulitri birt- unni. Adam kraup og kyssti brjóst hennar og fann hvemig geirvartan harðnaði undir tungu hans. Hann lagði höndina milli fóta hennar næstum kæruleysis- lega. — Gerðu það, sagði hann. — Segðu mér að þú viljir mig ekki. Ef þú gerir það, þá skal ég fara undir eins. En Vy Griffin gat ekki talað. A þessu andartaki var eins og slaknaði á viðnámi hennar, bað var eins og hún hætti að berjast gegn þessu, hætti að hugsa og óttast. Hún lyfti handleggjunum og dró Adam yfir sig. Varir hennar aðskildust og mættu vör- um hans með áfergju. Hann klæddi sig úr og lagðist útaf hjá henni og lá kyrr og beið þess að kvölin yrði megnari. fann ilmvatnslykt og þef af hita og nótt. Það var veiki, einhver hafði einu sinni sagt henni það. Rétt eins og hver önnur veiki. Það var hægt að fara til læknis og hann læknaði þig. Og hún hafði farið til læknis og hann hafði sagt heilmikið af fínum og lærð- um orðum, en innihald þeirra var það sem hún hafði alltaf vitað: Það var engin lækning til. Það er hægt að taka sprautuna frá eiturlyfjaneytanda og loka hann inni, en það er ekki hægt að taka burt hungur hans og þörf. í fimm ár hafði hún barizt gegn þessari þörf, allt frá því að Sam kom inn í líf hennar. tín hún vissi. að hún var þarna, al- veg eins og krabbi í blóði henn- ar, og hún vissi líka að hún myndi yfirbuga hana einhvem daginn. Og þá yrði öllu lokið. Og nú. þegar þessi undarlegi ungi maður snerti hana, kveikti eida innra með henni, minntist hún þessara fimm ára eins og þau væru fáein andartök — einu hamingjustundirnar í lífi hennar. Hún hafði unnið í kokkteilbar sem kallaður var Náttföt kattar- ins í New York í félagi við þrjár aðrar atvinnumanneskjur. Hvað hétu þær nú aftur? Sally, sú stóra með ljósbrúna hörundið og skásettu augun sem þóttist vera spænsk og slapp með það. Jewel, blökkukona, komin til ára sinna. mjög dökk og mjög heimsk, en eftirsótt vegna sérstakra hæfi- leika. Or Irene. Og það var orð- ið áliðið kvölds og lítið verið að gera. Hún lifði þetta upp aftur; lifði það skýrar en það, sem var að gerast í raun og veru. Og hún •heyrði raddir blökkustúlknanna greinilegar en rödd Adams Cramers .. — Ég veit svei mér ekki, sagði Jewel, en það er sennilega veðr- ið. Ég leit inn hjá Hardy og þið vitið. hvemig þar er yfirleitt, en þar voru ekki aðrir en fasta- kúnnar. Og þeir voru að horfa á sjónvarp. — Þú ættir ekki að fara þang- að. sagði Irene. Brúni loðfeldur- inn var samlitur hömndi hennar. Það er slæmt fyrir okkur allar Jewel hló; Hún var sú sjálf- stæða, sú sniðuga. Nokkrar flösk- ur af ljósum háralit og réttar snyrtivörur höfðu lyft henni úr átta dollurum og upp í tuttugu og fimm dollara klassann, en hún hafði. lítinn metnað til að bera. Hún hafði haft" samastað hjá Hardy í sex ár. Það var dá- lítil búla í Harlem, en eins og hún tók til orða, þá kom þangað heilmargt af ágætum köllum. Það var næstum eins og hún saknaði hins frjálslega umhverf- is, þar sem vændiskona var vændiskona og allir vissu það. og ekkert vesen eins og í Kettinum með að þyjast vera eitthvað annað. Sally flissaði. Þrátt fyrir ný- tízkulegan kjólinn var eitthvað í fari hennar sem minnti á ár- in eftir fyrri heimsstyrjöldina, eitthvað brothætt og brúðulegt. Þetta ásamt suðrænum svipnum gerði hana eftirsóttasta af fjór- um. Sally kallaði alla karlmenn „pápa“ og öll brögð „skemmti- legheit", og hún leit alltaf niður fyrir sig þegar hún minntist á peninga. — Við gætum farið í bíó og komið aftur, sagði hún — Við erum búnar að fara í bíó, sagði Irene. — Jæja, ég er orðin þreytt. Ert þú ekki þreytt, Vy? Vy kinkaði kolli. Henni geðj- aðist ekki beinlínis að neinni af þessum stúlkum, en það var ó- bærilegt að vinna ein. Þá varð alltof mikill tími aflögu til að hugsa. Um tíma. eftir að hún hætti í síðasta starfi, hafði hún getað talið sjálfri sér trú um, að hún væri ekkert annað en nútíma tuttugustu aldar stúlka sem lifði frjálsu lífi og aðhyllt- ist frjálsar ástir. En þegar nún var orðin peningalaus og fór að þiggja „gjafir", þá horfðist hún í augu við staðreyndir. Ef þú tekur við peningum, þá ertu at- vinnumanneskja. og þá geturðu alveg eins unnið sem slík. Það er hvort sem er það eina sem þú getur. Þú getur ekki Vélritað eða hraðritað, og þú ert ekki nógu falleg — í dagsbirtu — til að komast af án þess. Og svo.vann hún með Jewel og Sally og Irene, vegna þess að þá gátu viðskiptavinimir valið um. Hvít stúlka var góð fvrir viðskiptin. Einkum hvíthærð stúlka sem kunni að bera loðskinn og var með mjúkt, slétt hörund. En hún átti ekkert sameigin- legt með þeim. Þær voru lítið gefnar og grófar og harðar. Vændi var þeirra atvinna og þær litu á það sem Slíkt. Þefar Vy hafði verið yngri, hafði hún lesið skáldsögur um subbulegar gamlar hórur með gullhjörtu, eiginlega geðþekkustu Föstudagur 6. september 1963 S KOTTA Þú ert með glóðarauga, Skotta. Maður á víst aldrei að horfa I sólina. Tilkynning Athygli innflytjsnda skai hérmeö vakin á því, að samkvæmt auglýsingu Viðskiptamálaráðuneyt- isins í 120. tölublaði Lögbirtingablaösins 1962 fer 3ja úthlutun gjaldeyris- og eða innflutnings- leyfa árið 1963 fyrir þeim innflutnings-kvótum, sem taldir eru í I. kafla auglýsingairinnar, fram í október 1963. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 1. október næstkomandi- LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS. Skattskrá Gullbringu- og Kjósursýslu árið 1963 Skattskrá Gullbringu- og Kjósarsýslu ásamt skrá um álögð iðnlánasjóðsgjöld fyrir árið 1963 ligg- ur frammi frá 6. september til 19. september, að báðum dögum meðtöldúm. Skrá hvers sveitarfélags liggur frammi hjá um- boðsmönnum skattstjóra, en heildarskrá á Skatt- stofu Reykjanesumdæmis Hafnarfirði. Umboðs- menn veita framteljendum aðgang að framtölum sínum. í skattskránni eru eftirtalin gjöld: 1■ Tekjuskattur 2. Eignarskattur 3 Námsbókargjald 4 Alraannatryggingagjald 5. Slysatryggingagjald atvinnurekenda 6 Lífeyristryggingagjald atvinnurekenda 7. Gjöld til atvinnuleysistryggingasjóðs í skattskrá Garðahrepps verða Kirkjugjöld til viðbótar ofantöldum gjöldum. Innifalið í tekju- og eignaskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs ríkiisins Kærufrestur vegna tekju- og eignaskatts er til 5. október 1963. Kærufrestur vegna iðnlánasjóösgjalds er til 19. september 1963. Kærur skulu vera skriflegar og afhendast um- boðsmanni eða á Skattstofuna í síðasta lagi að kvöldi síðasta kærufrestsdags. Athygli skal vakin á því að álagningarseðlar, sem sýna gjaldstofna og gjöld, sem birtast í skatt- skrá, verða sendir til allra gjaldenda. Hafnarfirði 5. september 1963. SKATTSTJÓRINN í REYKJANESUMDÆMI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.