Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA ÞlðÐVILIINN Fimmtudagur 5. september 1963 Valt er veraldar gengi úætír að myndatöku- tækjunum Eins og skýrt hcfur verið frá í fréttum Þjóðviljans, hefur Kvikmyndafélagið Geysir gert út leiðangur til töku á land- kynningarmynd, litmynd, hinni fyrstu sem tekin er hér á landi með vonefndri cinemascope- aðferð. Myndatökunni stjórnar Reynir Oddsson, en aðalmynda- tökumaðurinn er franskur, Will- iam Lubtschansky, og honum til aðstoðar er Gísli Gestsson. Myndin hér til hliðar var tek- in skömmu áður en leiðangurs- menn Iögðu af stað úr Reykja- vík á þriðjudagskvöldið: Lubt- schansky sést hér huga aö cine- mascope-linsunni og öðrum tækjum. — (Lm. Þjóðv. A.K.). Krossgátublað Nýtt hefti af Krossgátublaðinu er nýkomið út og mun án efa verða mörgum kærkomin dægrastytting. í blaðinu eru 9 stórar krossgátur, þar af þrjár verðlaunakrossgátur, fyrir þá stærstu eru 2000 kr. verðlaun, en fyrir hinar tvær 1000 kr. o>g 500 kr., svo til nokkurs er að vinna. Lausnir þurfa að berast fyrir 15. október. Þá er í blað- inu ný tegund af gátum, sem nefna mætti víxlgátur. Munu slíkar gátur ekki hafa birzt í öðrum íslenzkum blöðum en Krossgátubiaðinu. Kirkþd&gur úháða safnaðarins 8. þ.m: Hinn árlegi Kirkjudagur Ö- háða safnaðarins verður hátíð- legur haldinn nk. sunnudag, en þann dag er sérstök athygli vakin á hinu kirkjulega starfi og safnað fjár til að standa straum af því. Dagskrá Kirkju- da^sins hefst með guðsþjónusiu kl. 2 eftir hádegi, séra Emil Bjömsson prédikar. Við betta ÆFR-ferð í Um næstu helgi efnir Æskulýðsfylkingin í Reykjavík til helgarferðar í Þórsmörk. Lagt verður af stað kl. 2 é.h. á iaug- ardag frá Tjarnargötu 20. Á laugardagskvöldið verð- ur haldin kvöldvaka í tjaldstað en farið í göngu- ferð um Mörkina á sunnu- daginn undir leiðsögn kunnugs manns. Þetta er síðasta helgar- ferð ÆFR á þessu sumri og er öilu ungu fólki heimil þátttaka. Þeir sem hyggjast fara í ferð þessa Iáti skrá sig í skrifstofu ÆFR í Tjarnargötu 20, opin kl. 17—19. sími 17513. í þátttökugjaldinu er innifalið kaffi, kakó, súpa og gisting ásamt far- gjaitli. Evrépufrí- merki 16. þ.m. Eins og undanfarin ár munu Evrópu frímerkin svonefndu verða gefin út í þessum mánuði. Þrettán af aðildarríkjum Evr- ópusamráðs pósts og síma, það er Þýzkaland, Belgía, Finnland, Frakkland. Grikkland, frland. ísland. Ítalía, Luxembourg, Nor- egur. Holland, Sviss og Tyrkland hafa tilkynnt að þau muni gefa út Evrópufrimerki í einu eða fleiri verðgildum með mynd þeirri, sem valin var að undan- genginni samkeppni fyrir þessa árs Evrónufrimerki. Myndin er eítir Norðmanninn Arne Holm, nrófessor, og táknar samvinnu aðildarlanda Evrópusamráðsins í formi fjögurra lína, sem sker- ast og mynda fjóra litla fern- inga. í hverjum þessara ferninga er einn upphafsstafur skamm- stöfunarinnar CEPT. Tvö lönd, Portúgal og Spánn munu eefa út Evrópufrímerki með öðrum mvndum. í öllum löndunum verður út- ?áfudagurinn sá sami, mánu- dagurinn 16. september. í ein- hverjum löndum mun sala merkianna þó hefjast tveim dög- um fyrr. tækifæri afhendir formaður kvenfélags kirkjunnar, söfnuð- inum formlega að gjöf fagra og mjög vandaða kirkjustóla. sem Sveinn Kjarval hefur sér- staklega teiknað fyrir kirkju Óháða safnaðarins. Að messu lokinni verður almenn kaffi- sala í safnaðarheimilinu Kirkju- bæ til ágóða fyrir stólasjóðinn. en í hann hafa borizt margar stórgjafir eins og áður hefur komið fram og kvenfélagið vei- ; ið óþreytandi að safna fyrir | stólunum, sem það gefur nú aðeins ári síðar en það gaf megnið af andvirði pípuorgels ' í kirkjuna. Á sunnudagskvöld ; verður almenn samkoma f ; ur Skúlason æskulýðsfulltrúi : kirkjunni. Þar ílytur séra Ólaf- j frásögn af nýafstöðnu heims- j þingi lúterstrúarmanna, sýnd | verður kirkjuleg kvikmynd og kirkjukórinn syngur undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. sem jafnframt leikur einleik á prgel. Sæti þau, sem Sveinn Kjar- val hefur teiknað og séð um smíði á fyrir Kirkju Óháða safnaðarins. eru nýtízkuleg og þó sérlega kirkjuleg í senn og í fyllsta samræmi við hina list- rænu. litlu safnaðarkirkju. Er hér í rauninni um nýjung að ræða í kirk.iubúnaði. rpillistig milli stóla og bekkja. Grlndin er úr reyktri eik, setur og bök svampfóðruð, íslenzkt áklæði. Sætin eru sérstaklega bægileg og traust. Það hefur verið mik- ið áhugamál kvenfélags kirkj- unnar, fjölmargra félagskvenna að gefa kirkjunni vegleg sæti. en fram að þessu hafa verið lausir lánsstólar í henni.Stóla- nefndina skipuðu Álfheiður Guðmundsdóttir, Björg Ólafs- dóttir, Jóhanna Egilsdóttir og Rannveig Einarsdóttir. Vestur-íslenzka vikublaðið Lögberg-Heimskringla birti fyr- ír skömmu þessa stuttu grein: Árið 1923 var haldinn þýð- ingarmikill fundur í Edgewater Beach hótelinu í Chicago. Á fundinum voru tíu mestu fé- sýslumenn heimsins. 1. Forseti stærsta einkastál- félagsins. 2. Forseti National City Bank. 3. Forseti stærsta orkufram- leiðslufélagsins. 4. Forseti stærsta gasfélags- ins. 5. Mesti hveitikorns-spekú- lantinn. 6. Forseti New York Stock Exchange. 7. Ráðherra í ráðuneyti for- seta Bandaríkjanna. 8. Mesti hlutabréfa-spekúlant- inn í Wall Street. 9. Yfirmaður stærsta einok- unarhringsins. 10. Forseti Alþjóðabankans — Bank of International Settle- ments. Vissulega er ekki hægt að bera á móti því. að hér voru samankomnir hæfustu og happasælustu . fésýslumenn heimsins; þeir höfðu fundið lykilinn að því. hverr.ig aétti I að afla sér fjár. En tuttugu og fimm árum síðar. þegar leitað var upplýsinga um hvar þessir menn væru niðurkomn- ir kom þetta í Ijós um átta þeirra: Charies Schwab, forseti stærsta einka- stálíélagsins dó gjaldþrota og lifði af lánsfé síðustu fimm ár ævi sinnar. Samúel Inscull, forseti stærsta orkuframleiðslufélags- ins, dó á flótta undan dóms- völdunum á erlendri grund og var þar allslaus. Howard Hopson, 'forseti stærsta gasfélagsins, var orðinn geðveikur. Arthur Cotton .mesti hveiti- korns spekúlantinn, dó erlendis og var þá orðinn gjaldþrota. Richard Whitney, forseti New York Stock Exchange, var í þann veginn að losna úr Sing Singfangelsinu. Albert Fall, ráðherra forset- ans, hafði verið sleppt úr fang- elsi svo að hann gæti dáið heima. Jesse-Livermore, mesti hluta- bréfaspekúlantinn í Wall Street framdi sjálfsmorð. Ivar Krueger, yfirmaður stærsta einokunarhringsins, framdi sjálfsmorð. Allir þessir menn voru leikn- ir í þeirri kúnst að safna fé. en þeir höfðu ekki lært að lifa. Norðfjar&arlæknir slasaðist alvarlega Þorsteinn Árnason héraðslækn- ir á Norðfirði slasaðist alvar- lega í fyrradag þegar fólksbif- reið sem hann var farþegi í endastakkst út af veginum við Skorradal. Var héraðslæknirinn íluttur á sjúkrahúsið í Nes- kaupstað og beðið um læknisað- stoð frá Reykjavík. Flugu þeir dr. Bjarni Jónsson og Gunnar Guðmundsson austur, og gerðu að meiðslum Þorsteins ásamt Jóni Árnasyni sjúkrahúslækni á Neskaupstað. Kom í ljós að hálsliður hafði brotnað, og einn- ii hafði Þorsteinn fengið heila- hristing. Komu Reykjavíkur- læknarnir aftur til Reykjavíkur með Birni Pálssyni i gær, og leið þá Þorsteini eftir vonum. Borgarstyrk til heimila fyrir van- gefin börn skipt Á fundi borgarráðs í fyrradag var skipt borgarstyrknum vegna vangefinna bama og var hon- um úthlutað þannig að tillögu fræðslustjóra. Bamaheimilið Lyngás kr. 600 þúsund. Sólheimar, Grímsnesi kr. 100 þúsund. Skátaheimilið kr. 50 þúsund. 18. a/dar rithöfundar í Kina minmt Einn fremsti rithöf- undur Kínverja, sem uppi var á átjándu öld, hét Tsao Hsueh-chin. Á þessu hausti eru liSin rétt 200 ár frá dauða hans og er ártíðarinnar minnzt i Kína með minningarsýn- ingu, sem opnuð var í Hallarsafninu í Peking laugardaginn 17- ágúst sl. Sýningarmunir eru þarna á þriðja þúsund talsins og eiga að gefa allgott yfirlit um ævi Tsao Hsueh-chin, fjöl- skyldu hans og heimil- islíf, ritstörf og áhrif. Frægasta verk Tsao Hsueh-chin er skáldsag- an „Draumur rauða her- bergisins”, saga sem þýdd hefur verið á fjölmörg tungumál, ýmist í heild eða að hluta á rússnesku, þýzku, frönsku, ítölsku, ungversku, japönsku og vietnamamsku. Myndin er frá minningarsýn- ingunni í Peking um Tsao Hsueh-chin. Lengst til vinstri er teikning af rithöfundinum. Ríkharður Jónsson — fyrirliði islenzka Iandsliðsins — 29. landsieikurinn. LANDSLEIKURINN ÍSLAND — 3RETLAND fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal n.k. Iaugardag þ. 7. september og hefst kl. 4 eftir hádegi. « DÓMARI: ERLING ROLF OLSEN FRÁ NOREGI. Forsala aðgöngumiða fer fram í sölutjaldi okkar við Lækjartorg. — Forðizt troðning — kaupið miða tímanlega. Síðast seldust öll sæti í forsölu. Knattspyrnusamband íslands. K.S.Í. Heigi Daníelsson 24. landsleikurinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.