Þjóðviljinn - 06.09.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. september 1963
ÞlðÐVILJINN
SÍÐA ^
Færeyjaför—fjölmennasta utanferð
ísfirzks íþróttafólks
Skýrt var írá því í
fréttum á sínum tíma,
að stór .hópur íþrótta-
fólks frá Isafirði hafi
farið í keppnis- og
skemmtiferð til Færeyja
í júlímánuði sl. Viku-
blaðið VESTFIRÐINGUR
birtir ýtarlega frásögn
af ferðalaginu á dögun-
um og fer hún hér á eft-
ir:
Þann 19. júlí sl. hélt 38
manna hópur ísfirðinga af
stað í keppnis- og skemmti-
ferð til Færeyja. Var þetta
fjölmennasta utanferð ís-
firzks íþróttafólks til þessa,
en áður hefur verið tvívegis
farið í hópferð til útlanda. Ár-
ið 1949 fóru knattspyrnu- og
frjálsíþróttamepn (il Færeyja,
og 1957 heimsóttu knatt-
spyrnumenn Noreg og Dan-
mörku. Færeyjaförin 1949
varð upphafið að mjög vin-
samlegum samskiptum fær-
eyskra og ísfirzkra iþrótta-
manna, en síðan hafa fær-
eyskir knattspyrnumenn tví-
vegis gist ísafjörð, áxin 1954
og 1962, en í síðara skiptið
voru bæði landslið og 3. ald-
ursflokkur þeirra hér. Var nú
föðin komin- að Isfírðingum að
sækja Færeyinga heim á ný.
16 knattspyrnumenn og
11 handknattleiks-,
stúlkur
Þátttakendur að þessu sinni
voru 16 knattspyrnumenn, 10
haridknattleiksstúlkur, 2 far-
arstjórar og auk þess eigin-
menn og konur ýmissa kepp-
enda. Fararstjórar voru Frið-
rik Bjarnason og Hans W.
Haraldsson, en fyrirliðar
kappliðanna á leikvelli voru
Jón Kristmannsson og Inga
Magnúsdóttir. — Því miður
gátu knattspyrnumennirnir
ekki sent sitt sterkasta lið í
þessa för, sem þó hefði ekki
verið vanþörf á, en nokkrir
af fastamönnum liðsins gátu
ekki farið með af ýmsum á-
stæðum.
Knattspyrnumennirnir fóru
nú í boði tveggja stærstu
knattspyrnufélaganna í Þórs-
höfn, H.B. og B. ’36, en hand-
knattleiksstúlkurnar voru í
boði íþróttafélagsins Neistinn
í Þórshöfn. Var þetta fyrsta
keppnisför ísfirzkra hand-
knattleiksstúlkna út fyrir
landsteinana.
Farið var sjóleiðis, með
„Dronning Alexandrine," og
var komið til Þói-shafnar um
kl. 2 aðfaranótt mánudagsins
2. júlí, eftir allgóða sjóferð.
Var strax tekið á móti hópn-
um með kostum og kynjum og
slegið upp rausnarlegri kaffi-
veizlu, þótt um - hánótt væri.
Var þvi komið undir morgun
er gengið var til náða 5 fyrsta
sinn í Færeyjum. Á meðan
dvalið var í Þórshöfn gistu
stúlkurnar á heim:lium gest-
gjafa sinna, viðs vegar um
bæinn, en knattspyrnum
irnir bjuggu allir saman á
samt konum sínum, í nýju og
vistlegu félagsheimili B. ’36 í
Gundardalen, og fengu þar
einnig allar máltíðir, Gundar-
dalen er sannkölluð íþrótta-
miðstöð Þórshafnar. Þar er
stærsti knaftspyrnuvöllur bæj-
arins, nýr malbikaður hand-
knattleiksvöllur, tennisvell’r
útisundlaug og félagsheimili
tveggja stærstu félaganna,
H.B. og B. ’36.
Töp í fyrstu kappleikj-
unum
Kvöldið eftir komuna til
Þórshafnar hófst svo alvara
l'ífsins, en þá fóru fyrstu
kappleikirnir fram. Knatt-
spyrnumennirnir voru á und-
an í eldinum og mættu H.B.,
sem er lang-sterkasta knatt-
spyrnulið Færeyja um þessar
mundir. Eru þeir Færeyja-
tneistarar 1963 og hafa ekki
tapað einum einasta leik á
sumrinu. Fyrri hálfleikur var
býsna jafn, og mátti vart á
milli sjá. Þó stóðu leikar 1:0
fyrir H.B. í hléinu. Snemma
í síðari hálfleik ' varð ísfirzki
markvörðurjnn, Kristján B.
Guðmundsson, fyrir því slysi
að fara úr axlarliði er hann
var að verja hæftulegt skot á
markið. Varð hann vitanlega
að yfirgefa völlinn og gat
ekki keppt meir i förinni, Því
miður var eng’tjn varamark-
vörður með, og var skarð
Kristjáns þv'í vandfyllt. Áður
höfðu tveir aðrir ísfirðingar
yfirgefið völlinn vegna minni-
háttar meiðsja. Fór nú smám
saman að síga á ógæfuhliðina
fyrir okkar mönnum, og lauk
leiknum með sigri H.B., 5:0.
Strax á eft’r mættu stúlkurn-
ar gestgjöfum sínum, Neistan-
um. Fór hér á sömu leið og í
knattspyrnunni. Færeyingar
reyndust Isfirðingunum yfir-
sterkari og sigruðu með
nokkrum yfirburðum, 6:2.
Næsta dag fóru engir kapp-
leikir fram. Var þá ekið með
hópinn víðs vegar um ná-
grenni Þórshafnar og honhm
sýnt margt markvert. Einnig
voru skóðuð tvö mjög merk
söfn, þjóðm'njasafn og nátt-
úrugripasafn, ennfremur nýr
og glæsi’egur sjómnnnaskól-' o.
m. fl.
Miðvikudaginn 24. júlí var
svo á ný tekið til við íþrótt-
irnar. Piltarnir mættu nú B.
’36 og fór enn sem fyrr, þeir
færeysku sigruðu með 4:0,
skoruðu tvö mörk í hvorum
hálfleik. Yfirburðir B. ’36
voru þó hvergi nærr eins
miklir og úrslitin benda til.
Það var einkum einn maður,
h. útherji B ’36, sem réði úr-
slitum í leiknum. Hann er
einn al'ra snjallasti knatt-
spyrnumaður Færeyinga og
skoraði öli mörkin 'í leiknum.
Stúlkurnar mættu nú stall-
systrum sinum úr Kyndl'. og
tókpt l'^'kc pft -Affn hlitt ýq-
firðiuga nokkuð. þvi þæi unnu
öniggan sigur, 4:1. Voru öll
mörkin skorðuð í fyrri hálf-
leik.
Leiðir hópanna skiljast
Morguninn eftir skildust svo
leiðir hópanna um stund.
Stúlkurnar fóru í býtið með
bát til Vestmannahafnar og
kepptu þar við íþróttafélag
staðarins, V.I.F. Lauk þeim
leik með færeyskum sigri. 9:5.
Þaðan héldu þær til Fugla-
fjarðar og kepptu þar einnig.
Höfðu þær lengi vel forystuna
í þelm leik og var farið að
hilla undir ísfirzkan sigur, en
á seinustu mínútunum tóku
þær fuglfirzku mjög skarpan
endasprett, sem færðu þeim
sigurinn heim, 6:4. Á báðum
þessum stöðum var tekið mjög
vel á móti stúlkunum og þær
leystar út með góðum gjöfum,
Knattspyrnumennirnir héldu
hins vegar til bæjarins Tvör-
eyri, sem er á stærð við Isa-
fjörð og stendur á Suðurey,
sem er syðsta eyjan í fær-
eyska eyjaklasanum. Er um 4
klst. sigling þangað frá Þórs-
höfn. Þarna var keppt við
knattspyrnufélag bæjarins,
T.B. Isfirðingar byrjuðu mjög
vel og sköruðu 2 mörk
snemma í leiknum, en í hálf-
leik var staðan 2:1 þeim í
hag. I síðari hálfleik sóttu
Þvereyringar í sig veðrið og
stóðu leikar jafnir, 3:3, þegar
leiknum lauk. Á eftir var svo
Isfirðingunum boðið til veizlu
í Hótel Tvöreyri.
Á Ólaísvökunni í Þórs-
höín
Laugardaginn 27. júlí héldu
svo báðir hóparnir til Þói-s-
hafnar á ný, sinn úr hvorri
áttinni, og komu þangað um
svipað leyti síðdegis. Þá um
kvöldið héldu íþróttafélögin í
Þórshöfn afar fjölmenna
veizlu fyrir gesti sína, en auk
Isfirðinganna voru Haukar' úr
Hafnarfirði einnig þar í
keppnisferðalagi. Voru margar
ræður fluttar og skipzt á gjöf-
um, eins og tíðkast við slík
tækifæri. Að hófinu loknu var
öllum boðið á dansleik í
„Klúbbnum", og var dansað
þa.r af miklum krafti. unz
grána tók af nýjum degi.
Sunnudaginn 28. júlí hófst
svo hin víðfræga færeyska há-
tíð, Ólafsvakan. Stendur há-
tíðin frá hádeg' á sunnudag
til þriðjudagsmorguns og er
mikið um dýrðir. Er sagt að
margir Færeyingar festi varla
blund þá tvo sólarhringa, sem
hót5A-,bHtriin st^nda yfir
Ólafsvakan er einvörðungu
haldin í Þórshöfri, og þyrpast
því ailir þangað, sem vettlingi
geta valdið. 1 ár var talið að
um 25.000 manns hafi verið
þar hátíðadagana, en íbúar
Þórshafnar eru um 10.000. Má
því geta nærri, að vlða hefur
verið þröngt á þingi. Ólafs-
va'kan hófst með glæsilegri
skrúðgöngu um götur bæjar-
ins. Voru flokkar iþrótta-
manna þar í fararbroddi, m.a.
þeir íslenzku, en hestamenn
ríðandi á gæðingum sínum
ráku lestina. Skrúðgangan
staðnæmdist á „Vaglinum,“
sem er aðaltoi-g bæjarins, og
var þar hátiðin sett. Margvís-
legir íþróttakappleikir setja
mjög svip sinn á Ólafsvökuna.
Er keppt í knattspyrnu, hand-
knattleik, sundi, kappróðri,
reiptogi og kappreiðum. Á
kvöldin er svo alls konar
gleðskapur ríkjandi. Þá eru
söngskemmtanir, hljómleikar,
sjónleikir o.m.fl., að ógleymd-
um dansinum, sem st’ginn er
viðs vegar um bæinn, bæði úti
og inni.
Fyrri Ólafsvökudaginn
kepptu ísfirzku stúlkurnar
öðru sinni við Neistann. Stóðu
þær nú mun betur í gestgjöf-
um sínum en í fyrm skiptið. 1
hálfleik höfðu þær færeysku
betur, 3:1. I siðari hálfle:k
tókst Isfirðingunum að jafna
metin, en undir lokin tókst
Neistanum enn að skora tvö
mörk og unnu þær því leik-
inn með 5:3.
Hápunktur íþróttanna síðari
Ólafsvökudaginn var knatt-
spyrnukappleikur milli Þórs-
hafnarúrvals og úrvalsliðs
Hafnfirðinga og ísf'rðinga.
Veður var mjög ákjósanlegt
er leikurinn fór fram, og var
mikill mannfjöldi samankom-
inn í Gundardalen. Þegar liðin
Fundi tónlistarstjóra útvarps-
stöðva á Norðurlöndum er aý-
lokið hér í Reykjavík. en hann
6tóð yfir dagana 26.—28. ágúst
að báðum dögum meðtöldum.
Fundinn sátu tónlistarstjórar frá
öllum Norðurlöndum: Frá Dan-
mörku kom Vagn Koppel. frá
Finnlandi Kai Maasalo. frá Nor-
egi Kristian Lange og frá Sví--
þjóð Magnus Enhöming. Full-
trúar Ríkisútvarpsins voru Ámi
Kristjánsson og Sigurður Þórð-
arson skrifstofustjóri.
Aðalefni fundarins var sam-
vinna um tónlistarmál milli út-
varpsstöðvanna og var einhugur
með tónlistarstjórunum um að
auka samstarf sín í millum og
koma á meiri skiptum á lista-
mönnum og tónleikadagskrám en
verið hafa. Ýmis önnur mál voru
á dagskrá: Norrænir tónleikar.
tónlistarstarfsemi. tónlistarkeppni
áhugamanna milli landanna. el-
höfðu stillt sér upp á vellin-
um lék hin ágæta lúðrasveit,
Havnar Hornorkestur (sem ný-
lega var stödd hér á landi)
þjóðsöngva Islands og Fær-
eyja, en síðan hófst leikurinn.
Var hann mjög jafn og spenn-
andi frá upphafi til enda og
lauk með knöppum sigri Þórs-
hafnar, 2:1. Mark íslenzka
liðsins skoraði Isfirðingurinn
Elvar Ingason.
Síðar þennan dag léku ís-
firzku stúlkurnar sinn sein-
asta leik og mættu nú aftur
Kyndli. Léku okkar stúlkur nú
s’nn bezta leik í förinni. Þær
skoruðu mark þegar á.fyrstu
leikmlnútu, héldu forustunni
allan leikinn og sigruðu glæsi-
lega með 7:1.
Um hádegi næsta dag var
svo skilnaðarstundin runnin
upp, en þá stigu Isfirðingarnir
aftur um borð í Drottninguna.
Um leið og sk:pið renndi frá
bryggju voru gestgjafarnir
kvaddir með kröftugum húrra-
hrópum og svöruðu þeir aftur
í sömu mynt. — Fyrst var
siglt til Klakksvíkur og stanz-
að þar í nokkrar klst. Síðan
var stefnan tekin á Reykjav'ik
og komið þangað að kvöldi 1.
ágúst. Daginn eftir héldu
flestir heim'eiðis með lang-
ferðabíl, en nokkrir fóru
fljúgandi.
Segja má, að íþróttaafrekin
‘í þessari för hafi verið nokkru
lakari en æskilegt hefði verið,
fyrst og fremst þó hjá knatt-
spyrnumönnunum. Að öðru
leyti mun óhætt að fullyrða.
að ferðin hafi verið mönnum
til mikillar ánægju, og eiga
hin frábæra gestrisni og vina.-
hugur hinna færeysku gést-
gjafa sinn ríka þátt í, að gera
ferðina ógleymanlega.
H.
ektrónískur tónlistarflutningur.
sjónvarpstónlist o.fl.
Þetta var fyrsti fundur tón-
listarstjóranna. sem hér er hald-
irtfi. Næsti fundur verður hald-
inn að tveim árum liðnum í
Helsinki.
fbúðarhús og
hlaðo brennur
Sl. mánudagskvöld kom upp
eldur í heyhlöðu á bænum
Kirkjuhóli í Miðneshreppi. Or
hlöðunni barst eldurinn í íbúðar-
húsið á bænum sem stóð bar
rétt hjá og brunnu bæði húsin
til kaldra kola. Allt innbú brann
[ íbúðarhúsinu og um 400 hestar
af heyi sem voru í hlöðunni.
Eigandi og ábúandi á Kirkjubóli
er Þorvaldur H. Jónsson og hef-
ur hann orðið fyrir miklu tjóni.
Umsjónarmaíur
óskast að barnaskólanum Varmá, Mosfellssveit.—
Upplýsingar gefur Matthías Sveinsson. sveitar-
stjóri sími 22060 Umsóknir berist skrifstofu
sveitarstjóra Hlégarði fyrir 10. þ. m.
SVEITARSTJÓRI MOSFEÉLSHREPPS.
MOSFELLSHREPPUR
Tilkynning
Byggingarnefnd Mosfellshrepps hefur samþykkt
að framvegis verði teikningar aí núsum eða öðr
um mannvirkjum í Mosfellshreppi aðeins teknai
til greina, sem gerðar eru af til þess lærðum
aðilum eða þeim sem fengið hafa skriflegt leyf
byggingarnefndaj til að gera slíkar teikningar
SVEITARSTJÓRl MOSFELLSHREPPS.
VERZLUN
~RIÐRIKS BERTELSEN
er flutt að Skúlagötu 61. (við hliðina á
Stálhúsgögn).
Aukið samstarf
um tónlistarmál