Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.09.1963, Blaðsíða 1
TVÖ BLÖÐ - 20 SÍÐUR Þjóðviljinn er 20 síður í dag, tvö blöð, og er þetta síðara blaðið. Þessi stækk- un á blaðinu í dag er gerð til þess að bæta lesendum það upp að laugardags- blaðið kom ekki út af ó- viðráðanlegur orsökum eins og nánar er gert grein fyrir á forsíðu aðal- blaðsins í dag. Nýhæð verður reist á húsi Þjóðviljans Ný sunnudagsiesbók hefur göngu sína á þessu hausti Á þeim átta mánuðum, sem af eru árinu, hafa velunnarar Þjóðviljans enn á ný sýnt í verki, hversu mikils þeir meta baráttu blaðsins fyrir hagsmunum alþýðu og þjóðarinnar í heild. Styrktarmannakerfi það, sem byrjað var á um síðastliðin áramót, hefur þegar tryggt Þjóðvilj- anum um það bil eina milljón króna Með þessu fé hefur tekizt að halda Þjóðvil'janum úti þrátt fyrir miklar verðhækkanir. Þau hundr- uð manna, sem hafa lagt þessa upphæð fram, hafa gert Þjóðviljanum ómetanlegan greiða. Þeim er enn á ný þakkað með virktum — svo og öll- um áskrifendum og kaupendum Þjóðviljans fyrir tryggð þeirra við blaðið. En nú þarf aftur að halda af stað. Glíman við reksturshalla blaðsins er erfið. Þjóðviljinn mun enn um sinn þurfá að leita liðsinnis hundraða og þúsunda velunnara sinna til þess að byggja upp traust og haldgott styrktar- mannakerfi, er tryggi áfram örugga útgáfu Þjóðviljans. Næstu lotu hefjum við nú í dag. Við erum sannfærðir um, að það sé metnaðarmál allra vel- unnara Þjóðviljans. að sk'jótur og mikill árangur náist þegar í þessum mánuði. ■\ ☆ ☆ ☆ En auk þess erum við að hefja aðra sókn, sem einnig kemur Þjóðviljanum til góða. í þessum mánuði verður byrjað á því að fullgera hús Þjóðviljans, Skólavörðustíg 19, með þV/í að reisa efstu hæðina samkvæmt teikningu. Þetta skref er brýnt og nauðsynlegt. Bæði þarf blaðið að fá rýmra húsnæði, en auk þess er núver- andi þak hússins úr sér gengið bg þarf annaðhvort að endumýjast — og þá með ærnum kostnaði — eða víkja fyrir þeirri hæð, *sem teikningin gerir ráð fyrir. Við höfum tekið síðari kostinn. þótt hann sé erfiðari í bili, og erum sannfærðir um, að sú á- kvörðun muni eiga hug allra velunnara Þjóðviljans. ☆ ☆ ☆ Loks er enn önnur nýjung á dagskrá, Þjóðvilj- anum til eflingar. Kostnaðarauki sá, er undanfarið hefur lagzt á rekstur blaðsins, hefur valdið því, að áskriftar- verð þess hlaut að hækka. Til þess að bæta kaupendum þetta að ein- hverju leyti upp og koma auk þess til móts við óskir margra lesenda, hefur nú verið á- kveðið að hefja útgáfu sérstakrar sunnu- dagslesbókar Þjóðviljans á þessu hausti. Við erum sannfærðir um, að einnig þessi á- kvörðun muni eiga hug allra aðstandenda Þjóð- viljans. Hjálpumst að því að reisa efstu hæð Þjóð- viljahússins þegar í haust! Kröfur um 50-60% hækkun á verðlagsgrundvellinum, breytingar á afurðasölulögunum o. fl. — Nýir menn í stjórn samtakanna Aðalfundur Stéttarsambands bænda stóð til kl. 4 á föstudagsnótt og tókst ekki að Ijúka fundar- störfum þá. Fundi var síðan fram haldið kl. 9 á föstudag. Fór þá fram atkvæðagreiðsla um tillög- ur til breytinga á lögum um framleiðsluráð, stjórn- arkosning og að lokum fluttu ávörp landbúnaðar- ráðherra, Ingólfur Jónsson og nokkrir forystu- menn bændasamtakanna. Sverrir Gíslason, bóndi í Hvammi. sem verið liefur for- maður Stéttarsambandsins frá uppliafi, iætur nú af því starfi og baðst hann eindregið undan endurkosningu. Einnig hverfa nú úr stjórninni að eigin ósk Bjarni Bjarnason, fyrrverandi „Ungfrú Fegurð er horfín " ir Mikið hefur verið skrifað í erlend blöð um Guðrúnu okkar Bjarnadóttur eftir að hún sigraði í fegurðarsam- keppninni á Langasandi og eru sum þau skrif allkyn- leg. f ítalska blaðinu „l’TJni- tá“ birtist þannig á mið- vikudaginn mynd af henni með ofanskráðri fyrirsögn og eftirfarandi texta: „Reykjavík, fslandi — Guð- rún Bjarnadóttir, sem ný- lega var kosin á Langasandi .Ungfrú Alþjóðleg Fegurð" hefur ekki komið heim til sín og hefur ekki Iátið for- eldra sína vitat neitt af sér síðan 16. ágúst. þegar hún var kosin. ☆ Fjölskyidan hefur Snúiið sér til blaðanna og beðið þau að lýsa eftir henni. Sama dag- inn sem ungfrú Bjarnadótt- ir vann sigur sinn hringdi hún í siylclmcnni sin og skólastjóri á Laugarvatni og Páll Metúsalemsson, bóndi á Refstað. í stað þeirra koma •' stjórnina Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, Vilhjálmur Hjálm- arsson, Brekku, og Páil Diðriks- son Búrfelli. Endurkjörnir voru Einar Qlafsson, Lækjarhvammi diss bellezzs i seómparsa KIKJ.WiK (Isfandð) — Ciudruti Hjarnadottlr. ctctt .ccnicmentc h l.ons-Beacb miss inlvntadti ih*», nr*n é torúata » ra*»a t* mm ha íatto pli* sapcr cntc di M' ai Kcniiuri dut piorno della sna ele»lorn vcnuta il IG agosto. L:t fainlctia si c rivolta all.i slant i iicrché tanclpsác mi appcllo. I.a Bjarnadottir. 1« stcss orim tlclla mi;i vittoria. avcva tclcfonato al (atnlliai ccmto •survbbc > tornahj prcsto. ISella fotocrafl: hclla tíudrún. sagðist koma heim bráðlega. A myndinni: Guðrún 'hin fagra“. og Bjarni Halldórsson, Cppsöl- um. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og er Gunnar for- maður. Þessi fundur Stéttarsambandsins er hinn lengsti, sem haldinn hef- ur verið í sögu þess og voru að- alviðfangsefnin verðlagsmálin og kjör bærídastéttarinnar, en bað var álit yfirgnæfandi meirihluta fulltrúanna, að ekki yrði lengur unað við þann verðlagsgrundvöll, sem undanfarið hefur verið mið- að við. Kom meðal annars fram á fundinum allhörð gagnrýni á fráfarandi forystu samtakanna fyrír að hafa ekki haldið af nógu mikilli festu á málum bænda á þessu sviði. i 50—60% hækkun Á fundinum í fyrramorgun voru samþ. tillögur um mikils- verðar breytingar á framleiðslu- ráðslögunum. enda hafði verið margt að þeim fundið í þeim umræðum. sem fram fóru. A I fundinum um nóttina voru gerð- ar samþ. um verðlagsmál land- búnaðarins, og taldi fundurinn tillögur þær, sem fulltrúar bænda í sex-mannanefndinni hafa iagt fram sem verðlagsgrundvöll 6- fullnægjandi. Þær tillögur gerðu ráð fyrir rúmlega 36% hækkun á verði búvara. en það hefði býtt að kaup bóndans næmi 122 bús- und á ári. Samþykkt var að breyta þessari kröfu í þá átt, að miðað skyldi við 150 þúsund kr. lágmarkstekjur bóndans. en það þý.ðir 50—60% hækkun á gild- andi verðlagsgrundvelli. Miklar og harðar umræður urðu um verðlagsmálin. og var m.a. samþykkt tillaga um að leggja skyldi væntanlegt samn- ingsuppkast sex-mannanefndar- innar að nýjum verðlagsgrund- velli fyrir aukafund Stéttarsam- bandsins, er kvaddur skyldi sam- an til þess að fjalla um þau mál. Þá var og samþykkt tillaga um að setja á stofn í samvinnu við Búnaðarfélagið nefnd til bess að vinna að rannsókn á stöðu landbúnaðarins í heild og gera tillögur um framtíðarskipan bún- aðarmála. Avörp flutt í fundarlok Að loknu stjómarkjöri í fyrra- morgun, flutti landbúnaðarráð- herra Ingólfur Jónsson ávarp. Taldi ráðherrann sízt horfa nú óvænlegrar fyrir íslenzkum land- búnaði en gert hefði um fjölda- mörg undanfarin ár. og andaði heldur köldu í ræðu hans til þeirra skoðana, sem mjög hefðu verið áberandi hjá fulltrúum á fundinum, að alvarlegt ástand hefði verið að skapast síðustu ár hjá bændum végna hinnar ört Framhald á 2. síðu. JT Aætluiwr- bifreið veltur FYRRAD. um kl. 2.30 varð það slys rétt fyrir ofan Sandskeið að stór áætlunarbifreið frá Hveragerði valt út af vegin- um og hlutu þrjár konur er voru meðal farþcga nokkur meiðsli. BIFREIÐIN var á austurleið et slysið vildi til. Þegar hún var rétt komin út úr beygj- unni sem er á veginum ofan við Sandskeið mætti hún annarri áætlunarbifreið er kom að austan. Bifreiðar- stjórinn ók út á vegarkant- inn en kanturinn bilaði og valt bifreiðin á hliðina út af veginum. Var vegurinn blaut- ur enda rok og rigning er slysið varð. í BIFREIÐINNI voru fremur fáir farþegar. Hlutu þrjár konur nokkur mciðsli, skár- ust tvær þeirra á glerbrot- um en sýra úr geymi bif- reiðarinnar skvettist á hina þriðju svo að hún brenndist. Tvær af konunum voru flutt- ar í slysavarðstofuna þar sem gert var að mciðslum þeirra. Voru þær báðar frá Hrauni í ölfusi. Þriðja konan sem hafði skorizt lítils háttar hélt áfram ferðinni austur. BIFREIÐIN skemmdist allmikið á hliðinnii við veltua.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.