Þjóðviljinn - 08.09.1963, Síða 8
Niðurstöður fiskirannsókna við ströndina:
MINNI GENGD AF
OG KOLA
1 ofanverðum júlímánuði var lagt upp í leið-
angur kringum landið til rannsókna á fiskistofn-
inum meðfram ströndinni og höfðu leiðangurs-
menn varðskipið Maríu Júlíu til umráða. Leið-
angursstjóri var Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræð-
ingur og aðstoðarmenn hans Ingi Magnússon,
Sigurður Gunnarsson * og Stefán Aðalsteinsson.
Þessi sumarleiðangur stóð yfir frá 21. júlí til
27. ágúst og lenti skipið í vélarbilun um hálfs-
mánaðar skeið. Þá urðu nokkrar tafir vegna veð-
urs.
Helztu nlðurstöður borið sam-
an við sumarleiðangra undanfar-
in ár á sömu slóðum er minni
gengd af þorski og skarkola, en
hinsvegar má búast við sterkum
árgangi af ýsu. Þá ruddu þeir
félagar nýja braut í merking-
um á humargöngum og er enn-
þá sáralítið vitað um þetta
merkilega krabbadýr.
Árangur af þessum leiðangri
byggist á skilvísi sjómanna á
merktum fiskum til Fiskideild-
arinnar, sagði Aðalsteinn Sig-
urðsson.
Merktir 5628 fiskar
Eíns og undanfarin ár var
unnið að merkingu á þorski, ýsu
og skarkola, til þess að auka
þekkingu á göngum, stofnstærð
og vaxtarhraða þessara tegunda.
Merkingamar bera því aðeins
árangur, að merkjum úr end-
urveiddum fiski sé skilað til
okkar með þeim upplýsingum
sem fyrir hendi eru sagði Aðal-
seinn við blaðamenn í gær.
Merktir voru 5628 fiskar á 17
stöðum umhverfis landið. Er
það nokkru minna en undan-
farin ár, og er það einkum
þorskurinn, sem tiltölulega lítið
var merkt af, enda var minna
af honum yfirleitt en oftast hef-
ur verið að undanförnu á sömu
slóðum og á Sama árstíma.
Einnig var heldur minna merkt
af skarkola en venjulega, en
hins vegar öllu meira af ýsu,
enda var víða meira af henni
að þessu sinni en oft hefur ver-
ið. Hún var víðast smá, þ.e.a.s.
ungur fiskur, og er því e.t.v.
von um, að þama sé að koma
fram sterkur árgangur, en um
það verður ekki sagt að svo
komnu máli, þar sem aldurá-
kvörðun hefur ekki enn farið
fram á þeim gögnum, sem safn-
að var.
Kvömum var safnað til ald-
ursákvörðunar á helztu nytja-
fiskunum, sem veiddust, samtals
úr 6209 fiskum. Er það nokkru
minna en vemjulega, einkum
fékkst tiltölulega lítið af þorsk-
kvörnum.
Ýmsum öðrum gögnum var
safnað og voru handfjallaðir
rúmlega 55 þúsund fiskar í leið-
angrinum.
Nýmæli í merkingum
Sl. vor tók Fiskideildin upp
það nýmæli að merkja letur-
humar eða humar, eins óg hann
Framhald á 2. síðu.
Skiptar skoðanir
um lokunartímann
Eins og frá var skýrt 1 Þjóðviljanum í fyrrad. fór fram
í borgarstjóm á fimmtudag fyrri umræða um tillögur að
nýrri samþykkt um lokunartíma verzlana í Reykjavík
og eru þær tillögur birtar 1 heild annarsstaðar í blaðnu í
dag. Hér á eftir verður hins vegar drepið stuttlega á
það helzta sem fram kcm í umræðunum um málið í
borgarst j óminni.
Sigurður Magnússon, annar af
höfundum tillagnanna, hafði
framsögu fyrir' þeim og skýrði
þær. Sagði hann að upphaf
þessa máls hefði verið það að
Kaupmannasamtökin hefðu í fe-
brúar 1962 ritað borgarráði og
farið fram á^það að breytt yrði
lokunartíma vezlananna. Hefði
sú ósk verið reist á þeirri for-
sendu að núverandi fyrirkomu-
lag á þessum málum, þ.e. sölu-
opakvöldsala í sambandi við
verzlanir o.fl. hefði skapað ó-
viðundandi misrétti milli verzl-
ana. Einnig rtiincnti hann á ó-
æskileg uppeldisáhrif er sjopp-
urnar hefðu.
Varðandi tillögumar sagði Sig-
urður að með þeim væri stefnt
að aukinni verkaskiptingu milli
verzlana, veitingastaða og kvöld-
sölustaða. Þannig á t.d. ekki að
leyfa sölu sælgætis í veitinga-
húsum og ekki sölu ölfanga og
gosdryggja í mjólkurbúðum.
Sagði Sigurður að hið síðar-
nefnda væri raunar ekki leyfi-
Iggt samkvæmt núgildandi heil-
brigðissamþykkt bótt það ákvæði
hefði verið brotið.
Jafnframt ræddi
um það að til greina kæmi
að leyfa matvöruverzlunum
að selja mjólk og brauð í
lokuðum umbúðum og lagði
hann fram tillögu þess efnis
að gerð yrði athugun á því
hvort slíkt þætti tiltækilegt.
Var sú tillaga samþykkt ein-
róma.
Sigurður taldi, að það ákvæði
tillagnanna að lokunartími
strætisvagnabiðskýlanna skyldi
vera óbreyttur, þyrfti nánari at-
hugunar við og taldi ýmis tor-
merki á að leyfa það, t.d. væri
hætta á miklum átroðningi í
skýlunum og slysahættu í ná-
grenni þeirra vegna aukinnar
umferðar. Loks ræddi hann um
þau ákvæði tillagnanna að heim-
ila mætti vissum sölustöðum að
hafa opið til kl. 22 á kvöldin.
Sagði hann að- skiptar skoðanir
væru um þetta atriði, t.d. hefðu
samtök verzlanafólks lagzt gegn
lengingu vinnutímans er af þessu
leiddi, og taldi hann að áður
en slík leyfi yrðu veitt þyrfti
að liggja fyrir að fullt sam-
komulag væri milli verzlunareig-
enda og verzlunarfólks um
Frpmþald á 2. síðu.
Aðalsteinn Sigurðsson, filskifræðingur og Kristján Bjarnason, bátsmaður um borð í varðskipinu
Mariu Júlíu. Þetta er enginn smáræðis þorskur, sem þarna er til merkingar.
4 Islendingar á alþjóða-
fundi þingmanna í Belgrad
12.—20. september heldur
Alþj ó'ðasamband þing-
manna þing í Belgrad, höf-
uðborg Júgóslavíu. Þar
verða mættir fjórir íslenzk-
ir þingmenn, Lúðvík Jós-
epsson, Gunnar Thorodd-
sen, Hermann Jónasson, og
Eggert G. Þorsteinsson.
Þetta er 52. þing Alþj óðasam-
bandsins, en það var stof.nað
í Farís 1889, en tilgangur þess
er að auka gagnkvæm kynni
þingmanna í ýmsum löndum 1
þágu samvinnu og friðar. Næst-
um 70 ríki eru aðilar að sam-
bandinu, jafnt auðvaldsríki sem
sósialistísk ríki; þó eru Kína
og Austur-Þýzkaland ekki aðilar
að samtökunum.
A þinginu í Belgrad verður
m.a. rætt um jafnrétti ríkja í
alþjóðlegri samvinnu. samskipti
iðnaðarrikja og vanþróaðra ríkja,
um stjómmálastofnanir ogstjóm-
arkerfi í vanþróuðum löndum,
um eflingu Sameinuðu þjóðanna
í þágu friðar og öryggis. um ráð-
stafanir til að draga úr vígbún-
aði og banna kjamorkuvopn á
ákveðnum svæðum, um meðferð
efnahagsmála og félagsmála í
þingstörfum, um baráttuna gegn
kynþáttamisrétti o. fl. Fundimir
verða haldnir í þinghöllinni í
Belgrad.
Lúðvík Jósepsson og Gunnar
Thoroddsen ern þegar famir ut-
an. Heimsótti Lúðvík kaupstefn-
una í Leipzig í leiðinni.
í Asmundarsal
1 gær opnaöi ungur maður,
Jes Einar Þorsteinsson, málverka-
sýningu £ Asmundarsal. Er þetta
fyrsta sýning hans, og stendur
aðeins í tíu daga.
Jes Einar er feeddur 1934 í
Vestmannaeyjum. Til Reykja-
víkur fluttist hann 1941, stundaði
nám við Menntaskólann og lauk
stúdentsprófi þaðan 1954. Sama
ár hélt hann til Parísar og lagði
stund á málaralist í eitt ár við
Academie de la Grande Chaumi-
ere, en innritaðist þá sem nem-
andi í húsagerðarlist í Eeole des
Beaux Arts, og er nú kominn á
lokastig þess náms.
Jafnframt skólanámi hér heima
eða allt frá 1941, hefur Jes Ein-
ar lagt stund á teikningu og mál-
aralist á námskeiðum Handiða-
skólans og Myndlistarskóla fri-
stundamálara. Samtímis námi
sínu í húsagerðarlist hefur hann
málað og gefizt góð tækifæri til
þess að fylgjast með þróun mái-
aralistar í París.
Á námsárum sínum erlendis
hefur Jes í skólaleyfum farið
námsferðir til Madrid, Feneyja,
Flórens og Rómar. Þá hefur hann
einnig dvalizt nokkuð á Suður-
Frakklandi. Þess má geta, að í
sýningarskrá er kvæði eftir Em-
il H. Eyjólfsson. háskólakennara
við Svartaskóla í París.
23. sambandsþing
IIMFf sett í gær
Kl. 2 síðdegis í gær var 23.
sambandsþing Ungmennafélags
íslands sett í salarkynnum
Hótel Sögu. Þingið stendur tvo
daga, lýkur síðdegis í dag.
I NÝ OG I
| HAND- j
HÆG
j HÚSGÖGN j
: i
: '
: ★ Ný gerð af húsgögnum er :
: nú komin á markaðinn nér j
■ i Reykjavík. Éru þetta eins ■
■ konar raðhúsgögn, sem Sig- ;
; urður Karlsson hefur gert ;
: teikningar af, en þau eru :
: srmðuð á húsgagnaverkstæði j
■ Helga Einarssonar. Eru þau í ■
■ alla staði mjög frábrugðin ■
; húsgögnum. sem hér hafa :
j sézt í verzlunum, og er ekki :
j að efa að þau eiga eftir að j
■ vekja töluverða athygli.
■ ■
■ ■
■ ★ Þessi húsgögn verða sýnd j
■ næstu daga í sýningarskála :
j Qefjunar við Kirkjustræti, en j
j þar verða jafnframt til sýn- j
: is nýjar gerðir af skrifstofu- •■
■ húsgögnum. sem exru fram- ■
* leidd eftir fyrirsögn Helga :
j Einarssonar og Sigurðar Karls- j
j sonar. Er þama um að ræða j
j skrifborð og ritvélaborð, sem ■
■ eru gerð þannig að hægt er ■
■ að breyta þeim og snúa eftlr :
: vild.
■ ■
■ ■
■ ■
■ ★ Þriðja nýjungin á þessari ■
■ sýningu Helga Einarssonar eru ■
[ sænsk rað- og vegghúsgögn, :
j sem eru gerð eftir teikningum j
j Svíans Olav Pira. Eru betta j
j hillur og skápar. sem komið ■
■ er fyrir á sérstökum „stadív- ■
[ um“, og eru þessir hlatir ;
: einkar þægilegir í meðförum. :
: :
■ ■
■ ★* Setustofuhúsgögnin, sem j
■ Sigurður hefur teiknað iru ■
■ mjög sérkennileg. og er auð- ;
j velt að breyta beim á alia :
j vegu. Þeim er erfitt að lýsa j
: í örfáum línum, en sjón er j
■ sögu ríkari, og verður sýning- ■
[ in í Kirkjustræti opin klukk- ■
; an 2-10 daglega.
■ ■
: :
j ★ Myndin er af Sigurði Karls- j
■ syni, þar sem hann situr í ■
■ einum af sófum sínum með ■
: vínskápinn opinn við hliðina. :
■ ■
■... ..... ..... ..... .... ■
Dágób síldveiði
i gær
Síldveiði var dágóð um 100
mflur austur af suðri frá Dala-
tanga í gær. Veiðin var þó treg
seinni partinn, síldin dreifð og
stygg, enda líka allmikill strekk-
ingur. Síðan klukkan átta í gær-
morgun og þangað til seint í gær-
kvöld höfðu þessi skip tilkynnt
komu síng til Seyðisfjarðar með
800 mál og meira:
Steingrímur trölli 900. Snæfeil
800, Guðmundur Þórðarson 1050,
Ingiberg Ölafsson 1000, Bjöm
Jónsson 1000, Hrafn Sveinbjam-
arson II. 900, Hafrún ÍS 1400.
Sæfari BA 800. Ámi Þorkelsson
800, Dofri 850, Fagriklettur 1100,
Amfirðingur 1200. Héðinn 850,
Guðrún Þorkelsdóttir 900, Jón
Oddsson 1000 og Sigurður Bjarna-
son 1700.
11111