Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. september 1963 Trúarofsóknirnar í Suður-Víetnam HðÐVUJlNN i fm 1 SlÐA Allt var með kyrrum kjörum í höfuðborginni Saigon SAIGON 11/9. — Allt er nú með kyrrum kjörum í Saigon, höfuðborg Suður Víet-Nam en allmiklar óeirðir urðu þar í gær, er herlið Diems tók á sitt vald skóla þar í borg og hertók fjölda náms- manna. Yfirvöldin hafa tilkynnt það, að enn séu um 2000 námsmenn hafðir í haldi. Herlið er enn á götum borgarinnar, og nokkrum skólum er enn lokað. Sendiherra Bandaríkjanna í Suður Víet-Nam, Henry Cabot Lodge, hefur að þv,í er áreiðan- legar heimildir í Saigon herma, reynt að telja Diem forseta á að gera ráðstafanir til þess að öðlast aftur traust fólksins, eins og það er orðað. Á miðvikudag átti sendiherrann langt samtal við Diem, en ekki hefur Lodge viljað láta neitt eftir sér hafa um þær viðræður, Qg talsmenn stjórnarinnar þegja einnig þurinu hljóði. Enn halda hermenn og lög- regla í Saigon nokkrum skólum í hesgreipum, og nokkrir nem- enda hafa verið sendir heim. Víðast hvar hefur þó kennsla farið fram með venjulegum hætti. Erkibiskupinn í Hue I Suður Víet-Nam, Ngo Dinh Thuc, sem er bróðir Diems forseta, hefur lýst því yfir, að sér hafi skyndi- lega verið neitað um áheyrn hjá Páli páfa sjötta, en sú áheyrn segir erkibiskupinn hafi verið á- kveðin fyrir löngu síðan. Erki- b'iskupinn var kominn til Rómar til þess að sitja þar kirkjuþing- ið mikla, en hefur nú lýst því yfir, að harin muni fara til New York sér til hressingar, eins og hann orðar það. Þá er einnig hin valdamiKla mágkona Diems forseta, frú Ngo Dinh Nhu, á leið til New York en þar mun hún sitja þing Sam- einuðu þjóðanna og hafa forystu fyrir sendinefnd einræðisstjómar forsetans. Hefur frétzt af frúnni í Líbanon. Hefur hún sézt þar á baðstað, og virðist una lífinu hið bezta. Þegar erkibiskupinn Ngo Dinh Thue kom til Parisar á leið til New York, beið hans fjöidi fréttamanna. Biskup vildi þó sem allra minnst við fréttamenn tala, sagði að páfastóll hefði bannað sér að minnast á stjómmál með- an hann væri í þessari utan- landsferð sinni. Ekki vildi hann heldur ræða það hversvegna páfi neitaði honum um áheym. Frá Suður-Víetnam berast þær fréttir, að skæruliðar þjóðfrelsis- hersins, Víetkong, hafi gert árás á tvo bæi í suðurhluta landsins. Var enn barizt um bæi þessa er síðast fréttist. Það hefur færzt mjög í aukana undanfarið, að þjóðfrelsisherinn láti sér ekki nægja skæruhemað einan saman. en leggi til atlögu við her Diems forseta. Ætla að afnema lávarðadeiidina LONDON 11/9. — Á landsfundi Frjálslynda flokksins í Englandi. sem haldinn er í Brighton, var samþykkt ályktun, þar sem hvatt er til gagngerðra breytinga á kjördæmaskipulagi f landinu Jafnframt var samþykkt ályktun þess efnis að hngsanleg ríkis- Bókaútgefendur athugið Getum bætt við bókasetningu PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVIUANS NYKOMIÐ Fyrir hjálparmótorhjól: DEKK, 23x250 SLÖNGUR, ýmsar stærðir BARKAR HANDFÖNG FELGUR KEÐJUR og m. fl. VESTURRÖST H.F. Garðastræti 2. Póstsendum um land altt. stjóm Frjálslynda flokksins muni beita sér fyrir því, að gerð verði fimm ára áætlun til efling- ar efnahagslífi landsins. Ályktanir þessar verða tefcnar inn í stefnuskrá flokksins, en kosningar verða að fara fram fyrir október næsta ár. Flokkur- inn hefur nú 300 þús. meðlimi. -Frjálslyndi flokkurinn hefur nú aðeins sjö fulltrúa í neðri- málstofu þingsins, en segist hafa 400 frambjóðendur tilbúna fyrir næstu kosningar. Einn af þing- mönnum flokksins. Jeremy Th- orpe, lýsti stefnuskrá hans. Sagði hann meðal annars að flokkur- inn hefði það á stefnuskrá sinni að skipaðar yrðu sérstakar eftir- iitsnefndir, sem hefðu auga með framkvæmdavaldinu. Einnig kvað hann þurfa að hækka laun þing- manna og bæta vinnuskilyrði þeirra. Nauðsynlegt væri að stofna nýja Efri-málstofu, þar sem ekki væri um arfgeng sæti að ræða. Thorpe tók Súez-deiluna og umsókn Breta um inngöngu í E- BE sem dæmi þess, að þingið hafi í dag h'til áhrif á gang má'la, og sé heldur ekki fært um að hindra það að stríð brjótist út. ítalir reiðir Austurríki RÓM 11/9 — ítalska stjórnin hefur mótmælt harðlega því, sem hún nefnir rangar tilkynningar austurrískra yfirvalda um á- standið í Suður-Týról, segir í fréttum frá Róm í dag. 1 tilkynn- ingum ítölsku stjórnarinnar seg- ir ennfremur, að í frásögnum austurrískra yfirvalda sé vitandi vits farið rangt með staðreyndir. Einnig heldur ítalska stjómin því fram. að Austurríki hafi ekki viljað vinna með Italíu að því að finna þá. sem ábyrgir eru fyr- ir hermdarverkunum í Suður- Týról. Sinatra |r. syngur líka New York 11/9 — Hinn 19 ára gamli Frank Sinatra jr. kom í gærkvöldi fram í fyrsta sinn sem söngvari, og var vel tekið af áheyrendum. Sinatra söng með hljómsveit Tommy Forseys. Frú Madcline Thompson heldur yfir herðar syni sínum átta ára gömlum, Gregory, sem kreppir hnefana framan í ljósmyndarann, og fimm ára gömlum stjúpsyni sínum, Micheel Rawley, en þeim hcfur báðum verið meinað að sækja barnaskólann í Lynbrook í Alabama. Moskvusáttmálinn í Öldungadeildinni: Kennedy hvetur enn til þess að staðfesta samkomulagið WASHINGTON 11/9. — Kennedy Bandaríkjafor- seti fullvissaði Öldungadeild bandaríska þingsins um það í dag, áð Moskvusamkomulagið um tak- markað bann við kjamorkutilraunum skerði ekki í neinu vald hans til þess að beita kjarnorkuvopn- um til vamar Bandaríkjunum. Sama kvað hann gilda ef á bandamenn væri ráðist. Hann kvað lagða á það áherzlu að halda vömum Bandáríkj- anna sem fullkomnustum, og yrði í engu hvikað frá þeirri stefnu. í umræðum þeim, er undanfar- ið hafa staðið yfir um staðfest- ingu samningsins, hafa ýmsir ræðumenn lagt á það áherzlu, að ef öldungadeildin og þá um le:ð Bandaríkin skerist nú úr leik sé það aðeins vatn á myllu kín- verskra kommúnista, sem ætið hafi haldið því fram, að stríð sé óhjákvæmilegt milli kommúnist- ískra og kapítalistískra ríkja. Beri að forðast af gefa Kín- verjum það vopn upp í henduru- ar. Þetta kom fram í bréfi, sem Kennedy forseti ritaði þeim Everett Dirksen leiðtoga repú- blikana, og Mainsfield, foringja demókrata. Höfðu þeir farið þess á leit, að forsetinn gæfi ein- hverja slíka yfirlýsingu áður en samningurinn væri endanlega staðfestur. Leiðtogar flokkanna beggja lögðu síðan til að samþykkt yrði tillaga utanríkismálanefndar deildarinnar að staðfesta samn- inginn. . Lögðu þeir báðir á- herzlu á, að með staðfest- ingunrii ynnu Sovétríkin og Bandaríkin saman að málefni sem varðaði allan heim, en þó væri að fullu tryggðar varnir Bandaríkjanna og handamanna þeirra, og ekki væri um neitt af- sal bandarísks sjálfstæðis að ræða. Ellefu öldungadeildarþing- menn hafa tilkynnt, að þeir muni greiða atkvæði gegn stað- festingu sáttmálans. Til þess að samningurinn öðlist gildi verða tveir þriðju allra þingmanna að greiða honum atkvæði. MJÖG ÓDÝRAR Poplinúlpur telpna Seljum næstu daga ódýrar telpnaúlpur. Sérlega hentugur skólaklæðnaður. IoGiöíi^ Aðalstræti 9 — Sími 18860. I %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.