Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 8
8 SlÐA MÓÐVILJINN Firmntudagur 12, september 1963 ■■■■■■■ ■■■■navaaoiBaaiaii ■■•>BS«B»aiBiai ■■■■■«■■■■■■■■■■■■>* í/\\ ~~*4*'-*’*\ _ J ^ .atUr«wffíSföméS5nt******** i ■ ■ ■ . .. .....»->'•• ~ ^ * * // BREMEN JUNIOR ísumarlagði leið sína tilNewYork minnsta út- hafsskip, sem komið hef- ur þangað í höfnina, og vakti skipið sérstaka at- hygli manna; hér var um að ræða líkan af þýzka hafskipinu „Bremen“, hinu fræga flaggskipi Norður-þýzka Lloyd-fé- lagsins, en það var um skeið fyrir síðustu heims- styrjöld handhafi hins eft- irsótta „Bláa bands” á siglingaleiðinni yfir Norð- ur-Atlanzhafi milli meg- inlands Evrópu og Amer- íku. Líkan þetta er ná- kvæm eftirmynd haf- skipsins stóra, um tólf metra langt og vegur 10 lestir. í líkaninu eru tvær 38 hestafla dísel-vélar af gerðinni Mercedes- Benz og skipið getur náð 15 hnúta hámarkshraða miðað við klukkustund. Smíði þessa skipslík- ans tók tvo áhugamenn í Osnabriick í Vestur- Þýzkalandi hvorki meira né minna en 15 ár, en þeir eyddu flestum sín- um frístundum í skipa- smíðina. Skip sitt skírðu þeir félagar „Bremen Junior'*. Við getum nefnt nokkrar tölur, sem gefa svolitla hugmynd' um hversu mikil vinna hefur verið lögð í smíði skips- «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 líkansins; í því eru að sögn 36 þúsund hnoð- naglar úr kopar, 20 þús- und skrúfur margvísleg- ar, 3250 vatnsþétt kýr- augu, þúsundir eirnagla sem notaðir voru í þil- förin, og svo mætti leng- ur telja. „Bremen Junior“ sigldi að vísu ekki þvert yfir Atlanzhafið norðanvert eins og gamla hafskipið á sínum tíma, heldur lá leið þess yfír hafið í lest flutningaskipsins „Necar- stein“. í New York höfn var „júníórinn” svo sjó- settur að nýju og næstu daga sigldi líkanið um höfnina og vakti að von- um mikla athygli. Síðan lagði þetta litla skip upp í tveggja mánaöa reisu um skipaskurði og vötn í Bandaríkjunum og var ferðinni heitið allt til Buffalo og Washington. Myndirnar voru tekn- ar, þegar „Bremen Juni- or“ fór í jómfrúarferð sína í nágrenni Bremer- haven í Vestur-Þýzka- landi 24. júní 1962, en þá vildi svo til að litla skipið mætti hinu nýja og glæsilega hafskipi Norður-þýzka Lloyd-fé- lagsins „Bremen V.“. Eins og lesendur muna var þetta síðastnefnda skip eitt skemmtiferða- skipanna sem lögðu leið sína hingað til íslands með útlenda ferðamenn í sumar. Ályktun S.í. um Mógilsárstöðina: ÓVISSA RÍKIR UM EFNA- HAGSSAMSTARF / EVRÓPU Birt hefur verið í Strassbourg skýrsla, sem efnahagsmála- nefnd Ráðgjafarþings Evrópu- ráðsins mun leggja fyrir þing- ið, þegar það kemur saman til funda 17. september. Er þar fjallað um núverandi viðhorf í málum varðandi efnahags- vinnu í Evrópu. Skýrslan er samin af Hollendingnum Vos, sem er framsögumaður nefnd- arinnar. 1 upphafi skýrslunnar fjallar Vos um þróun mála í Efna- hagsbandalagi Evrópu. Segir hann, að árangur hafi náðst á ýmsum sviðum: samningar hafi tekizt um aukaaðild Tyrklands, ákveðið hafi verið að flýta lækkun tolla í viðskiptum milli EBE og Grikklands, samningur um aukaaðild ýmissa Afríku- ríkja hafi verið undirritaður, samið hafi verið við Breta um að fella niður tolla á harðviði og tei, lækkaðir hafi verið tollar í viðskiptum EBE-ríkj- anna sín í milli og- nýjum á- fanga verið náð í þeirri við- leitni að koma á sameiginleg- um ytri tolli. Hins vegar telur Vos, að í öðrum málum hafi lítt mið- að áfram: samkomulag hafi tekizt um hagsmunamál Israels og Austurríkis eða um aukið vald Evrópuþingsins, lítt hafi miðað í átt til samkomulags um sameiginlega stefnu í land- búnaðarmálum og vandamálið varðandi innflutning kjúklinga frá Bandaríkjunum sé enn ó- leyst. Spái það ekki góðu um samskiptin við Bandaríkin. I>á segir Vos í skýrslu sinni að ekki hafi náðst neinir mik- ilvægir áfangar á leiðinni til nánari tengsla milli ríkjanna í EBE eftir að samningaviðræð- umar við Breta fóru út um þúfur. Hins vegar hafi sam- búðin við ríki utan bandalags- ins batnað nokkuð. Vos segir í niðurlagi þessa kafla skýrslu sinnar, að heildarmyndin spái ekki mjög góðu og að stöðn- unar hafi orðið vart varðandi þróun mála EBE. í skýrslunni er fjallað um ýmis fleiri atriði. M. a. segir þar, að samtök EFTA-ríkjanna styrkist og tollar þeirra í milli hafi verið lækkaðir. Þá er sú skoðun látin í ljós, að hægt gangi að undirbúa viðræður EBE og Bandaríkjanna og að bví muni valda andúð vissra ríkja á ..engilsaxneskum" áhrif- um, m.ö.o. sama atriðið og leiddi til þess. að viðræðurnar í Brússel fóru út um þúfur. (Uppl.-deild Evr.-ráðsins) Höfuðnauðsyn að tilrauna- stöðin komist sem fyrst upp Fjölmargar samþykktir voru gerðar á aðal- fundi Skógræktarfélags íslands, sem haldinn var á Akureyri dagana 16. til 18. ágúst s.l. og hefur sumra þeirra verið getið í fréttum. Hér fara á eftir þær álykt- anir fundarins, sem fjalla um tilraunir í skógrækt, skjólbelti, verndun birkigróðurs, verð- launasjóð trjáræktar og vinnu- flokka: Tilraunir í skógrækt Fundurinn lýsir yfir ánægju sinni og þakklæti til ríkis- stjórnarinnar vegna kaupa á jörðinni Mógilsá á Kjalamesi fyrir tilraunastöð í skógrækt. Telur fundurinn höfuðnauðsyn fyrir skógræktina í landinu að tilraunastöðin komist upp sem fyrst og að þar geti hafizt sem fyrst sem allra víðtækast- ar tilraunir. Skjólbelti Með til'liti til þess að til- raunir með skjólbeltaræktun eru hér enn skammt á veg kcmnar. en reynsla, bæði er- lendis og einnig hér á landi hefur leitt í ljós, að skjólbelti eru til mikilla nytja til aukn- ingar jarðargróða, telur Aðal- fundur Skógræktarfélags Is- lands á Akureyri 16.—18. ágúst 1963 nauðsynlegt að slíkar til- raunir séu auknar til muna og skorar á Aiþingi og ríkisstjóm að auka framlög til þeirra. Tel- ur fundurinn eðlilegt, að við endurskoðun skógræktarlaga verði skjólbelti tekin semstyrk- hæfar jarðabætur. Vcrndun birkigróðurs Aðalfunduf Skógræktarfélags Islands vill árétta samþykkt aðalfundar 1961 um vemdun birkigróðurs og leggur sérstaka áherzlu á það, að framfylgt sé þeirri grundvallarstefnu skógræktarlaganna frá 1955 að vernda og friða birkigróður landsins. Skorar fundurinn á landbúnaðarráðherra og skóg- ræktarstjóra að hlutast til um að þeirri stefnu sé fylgt fram og ítarlegri ákvæði lögtekin, ef svo reyndist að núgildandi lagaákvæði veiti eigi næga heimild til að firra skógar- spjöllum. Verðlaúnasjóður trjáræktar Þar sem upplýst hefur verið á fundinum, að Skógræktarfé- lag íslands hefur í vörzlum sínum nokkurt fé í sjóði, sem ætlað er til verðlaunaveitinga fyrir trjárækt við sveitabæi, samþykkir aðalfundur félags- Utanfarar- styrkur Albjóðaleikhúsmálastofnunin, International Theatre Institute, hefur í ár veitt Islandsdeild ITI •styrk, er nemur 500 dollurum. Styrk þennan skal nota til námsdvalar erlendis. Þeir sem vinna að listrænum leikhús- störfum hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur eða eru félagar í Félagi íslenzkra leik- ara, geta komið til greina sem styrkþegar. Styrkinn skal nota á árinu 1963 eða 1964. Umsóknir, þar sem tilgreint er hvað umsækjandi óskar helzt að nema, til hvaða lands hann vill fara og hve lengi hann ætlar að dvelja erlendis, á- samt upplýsingum um s.törf hans hér, sendist formanni Is- landsdeildar ITI, Guðlaugi Rós- inkranz, Þjóðleikhússtjóra, fyrir 10. október 1963. (Frá stjórn Íslandsdeíldar ITT). ins haldinn á Akureyri 16.—18. ágúst 1963, að fela stjóm fé- lagsins að skipa nefnd sem geri tillögur að reglugjörð fyrir nefnda sjóði. sem lagðar verði fyrir næsta aðalfund. Vinnuflokkar Aðalfundur Skógræktarfélags Islands haldinn á Akureyri 16.—18. ágúst 1963, telur brýna nauðsyn bera til, að Skógrækt- arfélag Islands hafi í þjónustu sinni og skipuleggi vinnuflokka, sem vinni hjá skógræktarfélög- um úti um landið eftir því sem þörf er á. Verði leitað eftir sem nánastri samvinnu við Skógrækt ríkisins og skóg- arverði landsins um skipulagn- ingu og störf vinnuflokkanna. r Ekki e«nu sinni hægt að nota skuggann af þér. BRIDGE Þeir félagar Benni byrj- andi, Lárus lengrakomni og Gulli gullfiskur höfðu aldrei séð neitt þessu líkt. Ókunni maðurinn, sem komið hafði í stað óheppna sérfræðingsins, virtist vera hreinn galdra- maður I spilinu. Hann var nýbúinn að vinna þrjú grönd á sérstaklega fallegu enda- spili, þegar eftirfarandi spil kom: Lárus — Norður A 9-5-3 ¥ K ♦ 9-5-3-2 * Á-6-5-4-3 Benni — Vest. Gulli — Aust. 8-7-6 D-3 Á-G-10-8 10-9-8-7 * ¥ K-G-10, G-10-9-8- 7-6-5-4-2 Enginn K Suður ♦ 4» Sá ókunni - A Á-D-4-2 ¥ Á ♦ K-D-7-6-4 4> D-G-2 Suður gaf og ..opnaði á einum tigli, Benni sagði pass, Lárus tvo tígla Gull þrjú hjörtu, suður fjóra tigla, sem Benni doblaði um leið og hann hugsaði: „Jæja, þar náðum við dj.... mannin- um loksins í bakaríið“. Lár- us var fljótur að redobla og þegar sögnin kom aftur til Benna átti hann í erfiðleik- um með að stilla kæti sína. Benni spilaði út hjarta- drottningu, sagnhafi slaginn á ásinn og strax út tígulkóng. drap á ásinn og tromplegan var upplýst. Benni skipti yf- ir í laufatíu og sá ókunni varð hugsi. „Þetta lítur bölv- anlega út“, hugsaði hann, ég gef þrjá á tromp, alltaf einn á spaða og ef til vill einn á lauf.“ Benni er ekki svo vit- iaus að spila laufatiu frá átti spilaði Benni kóngnum í redobluðu spili, austur hlýtur að vera með kónginn". Hann drap þvi á laufaás og Gulli varð að gefa kóng- inn í. Þá kom spaði og drottningunni svínað, síðan spaðaás og bæði laufin. „Þetta gekk bærilega“ hugs- aði sá ókunni. „Eg ég gæti bara komizt hjá því að gefa tvo trompslagi í viðbót“. Hann spilaði nú spaða og Gulli fór inn á kónginn. Hann spilaði auðvitað hjarta, því hann átti ekkert annað. Staðan var nú eftirfarandi: Norður A Enginn / ¥ Ekkert ♦ 9-5-3 ♦ 6-5 Vestur . Austur A Enginn A Enginn V 3 ¥ 10-9-8-7-6 ♦ G-10-8 ♦ Enginn ♦ 9 4» Ekkert Suður A 4 ¥ Ekkert ♦ D-7-6-4 4» Ekkeit Sá ókunni hugsaði drykk- langa stund og kom síðan auga á vinningsleiðina. Hann trompaði með fjarkanum heima og yfirdrompaði með fimminu í borði. Síðan spil- aði hann laufi og trompaði og þegar hann að lokum spilaði þrettánda spaðanum ýar Benni orðinn kafrjóður í framan. „Ekki veit ég hver gerir þig út, en ég er hættur,“ sagði hann háróma um leið og hann henti frá sér spilun- um. „Eg skal reikna út rúbert- una, á meðan þú tínir upp spilin. Gulli minn,“ sagði Lárus og brosti í kampinn. i 1 é

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.