Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 10
t JO SÍÐA ÞIÚÐVILHNN Fimmtudagur 12. september 1963 Enginn hreyfði sig. Þeir sátu álútir og horfðu. — .... tuttugu og sjö, tuttugu og átta, tuttugu og níu, sagði Stu- art Porterfield. — Þetta er nú meiri hópurinri. — Já. Porterfield var stjarfur f stólnum, blettótt og gulnuð sígarettan upp við hörundið, ask- an að því komin að falla. Ofanaf vegg heyrðist hvæs í plastút- varpi: tækið var margbrotið eftir ferðir í gólfið, sprungurnar höfðu breiðzt út, þomaðir lím- renningar héngu niðurúr því. Á veggnum tifaði ómerkileg vekj- araklukka. Gulnuð ljósmynd af ungum manni í hermannabún- ingi hékk þar skökk: Til pabba. Þetta er lífið, Sandy. Stuart Porterfield fann hitann frá glóðinni en hann leit ekki niður. Með hægð lósuðu fingur hans bréfið utanaf tóbakinu, mörðu sundur stúfinn, breyttu glóandi endanum í svarta ösku. — Fimmtíu og sjö! sagði stóri, ungi maðurinn. — Svei mér, ef þeir hafa ekki eitthvað í hyggju. Heyrið þið, af hverju sitjum vlð hér eins og aular meðan konum- ar eru einar heima? — Þú verður kyrr, ságði French. — Heyrirðu það? — Kyrr! Fjandinn fjarri mér! — Glad, ég hef séð þetta allt eaman áður annars staðar, sagði French Rosier og þurrkaði sér um hendumar. — Þú þarft ekki að vera hræddur. Pilturinn stóð á fætur, gekk yfir gólfið og stóð þar kyrr. — Heyrðu, hélt French áfram. Þessir náungar eru bara að hræða okkur. Þeir eru eins og krakkar á kjötkveðjuhátíð. Þú manst hvemig var á kjötkveðju- hátíð þegar þú varst lítilL Glad Owens svaraði ekki. — Ég þori að veðja að þú hefur fengið lak hjá mömmu þinni og farið út um kvöldið. Er það ekki satt? Jú, auðvitað. Þú þóttist vera draugur og fald- ír þig bakvið runna og þegar einhver gekk framhjá þá stökkstu fram og sagðir — Bö! Það gerð- um við allir. En hugsaðu þig um, Glad. Þú varst í heilum hópi Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 III. h. (lyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargðtu 10, Vonarstrætis' megin. — SlMI 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AHSTDRBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SfMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — drauga, það er ég viss um, þú varst ekki einn á ferð. — Æ. hættu þessu, French, þú ert að blaðra tórfta vitleysu. — Nei, alls ekki. Ég er að segja að þessir náungar þama úti eru eins og krakkar á kjöt- kveðjuhátíð. Þeir verða að vera saman í hóp og fela sig bakvið lök, vegna þess að þeir eru allir að drepast úr hræðslu. 1 dags- birtu mundirðu hlæja að þeim; þeir myndu hlæja að sjálfum sér. — Ég veit svei mér ekki, French. Kannski er eitthvað til í þessu: Ég hef aldrei sagt að þeir væru ekki bölvaðar lyddur. En þeir eru ekki einir; þeir eru saman. Það þarf ekki annað en einn segi: Við skulum gera það, og þá gera þeir það allir sem einn maður. Stuart Porterfield: — Þetta er satt, French, þetta er alveg satt — Þeir eru bara að reyna að hræða okkur! Verið rólegir. Það gerist ekkert í kvöld; þeir vinna ekki þannig. Þetta héma er bara aðvörun: tilefni til að létta sér dálítið upp. Svona, við skulum ekki hugsa meira um þá. Drekk- ið kaffið ykkar! Stuart Porterfield tók vasaklút í bakvasanum þurrkaði ennið með hægð og starði útum glugg- ann eins og allir hinir. Þeir segja, að kaupið sé miklu hærra í New York, hugsaði hann; múrari getur þénað skolli vel þar...... Upp malargötuna mjökuðust bílamir, Ijósin framundan teygð- ust upp á hæstu brún, hjúpuðu mennirnir inni teinréttir og bög- ulir. Númerin voru úr ýmsum átt- um: sum voru úr Parragut-sýslu, sum úr nærliggjandi bæjum og allmörg úr öðrum suðurríkjum. En enginn leit á númerin. — Ég vissi 'ekki að þeir hefðu ennþá annan eins meðlimafjölda, sagði Elbert Peters og horfði á röðina sem sýndist óendanleg. — Ekki ég heldur, sagði Char- ley Hughes. Spilin lágu á borð- inu, hálftómar bjórflöskumar, 6kálin með salathnetunum, allt ósnert síðan John Holbert hringdi og sagði með andköfum: — Litíð útum gluggann! Helene Peters, kona Elberts, sat í stól. Hún var stóreyg. — En ég skal segja ykkur eitt, sagði Charley Hughes. eigin- lega þykir mér gaman að sjá þá. Þegar ég var í Georgíu, uss, það eru víst ein tuttugu ár síðan, þá voru þeir með alls konar sýn- ingar — en ég missti alltaf af gamninu. Það var svo komið, að ég trúði því ekki að til væri Ku Klux Klan. Hann brosti góð- látlega. leit á vini sína og tók upp bjórflösku. — Hver er Drekahöfðinginn 1 Caxton? spurði hann. — Ég veit það ekki. Það gæti verið þessi náungi, þið vitið, Carey, sem hefur verið að usa og þusa. Eða flökkupresturinn. — Niesen? — Já, það gæti verið hann — nema ég held tæplega að áhang- endur hans ættu svona fína bíla. Þeir hölluðu sér út í gluggann og horfðu á. AUt í einu fór Charley Hughes að hlæja. — Hvað er? — Ó, mér datt bara svona í hug. hvort það væri ekki fyndið ef það spryngi hjá einhverjum þeirra núna! — Þú hefur svei mér undar- legan sans fyrir spaugi, ég segi bara það. Elbert Peters tók bjór- flösku sína og saup á henni og brosti. — Það væri nú samt dálítið kostulegt, El? Þú ekur áfram með grimmdarsvip og svo ailt í einu: BOMM! — sprungið dekk. 1 miðri halarófunni. Þú verður að fara út og skipta um dekk, en heyrðu — áttu að taka af þér lakið? Ef þú gerir það ekki, þá verður lakið grútskítugt, og ef þú gerir það. þá geta allir séð að þú ert litli bókhaldarinn í myllunni sem er hræddur við yfirmann sinn. Og hugsaðu um alla hina sem sitja fyrir aftan þig og bíða. Þeir geta ekki einu sinni ýtt á flautuna — sem ég er lifandi, ég ræð varla við mig......, Hann saup aftur á bjómum og sneri sér að Helene Peters. — Heyrðu elskan, áttu ekki blásaum héma einhvers staðar? Við Elbert eram að hugsa um að þurrka út Ku Klux Klan! Eilífð leið áður en síðasti bíll- inn var horfinn og gatan var aftur auð og nóttin nótt. Fynr ofan á leið upp hæðina fjarlægð- ust hundrað og fjöratíu útil, rauð og reiðileg augu. Loks lok- uðust þau. Jói lét gluggatjaldið síga. Albert gekk yfir til hans með pylsubita í munninum. — Hvað segirðu um þetta þama? sagði Jói. — Það er spennó, sagði Albert. Karlotta Green sat í stólnum. Hún var að lesa eða þóttist lesa. — Hélztu að svona lagað væri til? spurði Jói. — Auðvitað. Hvað gengur eig- inlega að þér? — Varstu hræddur? Ertu hræddur núna? Albert togaði höfuð sér. — Heyrðu, þetta r þeir reyna eitthvað. þá ir strákar hér eins og G ens sem hafa heilt vopnabui - - veg tilbúið! Ég hef séð dálítið af því, hann sýndi mér það einu sinni. Hann á 38 og Amie bróðir hans, sem er í Louisville, ætlar að útvega honum vélbyssu. Segir hann. Ég veit ekki hvort hann getur það nógu fljótt, en þetta segir hann. Jói leit á móður sína'og reyndi að gizka á hvað bjó undir ró- legum, hlutlausum svipnum. Það var eins og hún væri alls ekki undrandi eða áhyggjufull eða ringluð; eins og bflalestin með grímuklæddu mönnunum væri ofur eðlileg og sjálfsagt fyrir- tæki. Karlotta Green leit ekki uppúr bók sinni. Þú sendir mig í skólann á morgun, hugsaði Jói. og ef ég kem heim skorinn á háls, þá þykir þér það leitt, en þú gefst ekki upp. Þú hættir ekki að berjast. Ekkert breytist, mamma, reyndi hann að segja. en gat það ekki. Það er stór, hvítur ’ múr milli þín og þess sem þú vilt, hefur alltaf verið, mun alltaf verða. Þú getur barið höfðinu við hann, en veggurinn lætur ekki undan. — Viltu sækja mér mjólkur- glas? sagði Karlotta Green. Jói reis á fætur, hellti mjólk- inni í glasið og horfði á móður sína drekka. Honum fannst hún mjög lítil og veikbyggð. ekki eins og herstjóri. Hann lagðist aftur i bekkinn hjá glugganum. Hann mundi það að Rowan frændi hafði farið inn í barherbergið, þegar bilarnir komu í ljós. Dymar vora læstar og gamli maðurinn ennþá inni. Jói sá hann fyrir sér þar sem hann sat á saleminu með spennt- ar greipar, fullviss þess að þessi nótt yrði hans síðasta. Jæja, komi það bara; ég óska einskis annars. Látum þá ljúka því af, bað hann. Bílamir vora þögulir, stóðu kyrrir meðfram veginum með handhemlana á. Hettuklæddu mennimir voru að ganga upp hæðina en enginn talaði. hreyf- ingar þeirra vora rólegar, næst- um guðræknislegar eins og hver um sig væri að hugsa: Það er afleitt að við skulum þurfa að gera þetta, en það má til. Það verður að gerast og engir aðrir hafa styrk eða hugrekki til þess: við eram tilneyddir að hvessa klæmar! Þeir gengu eftir ójöfn- um stígnum. Hæðin varð brattari, stórgrýtt og óræktarleg. Stígurinn varð ósýnilegur. Hjartað í Davíð Parkinson barðist ákaft í brjósti hans. Fjall- gangan og geðshræringin sem hafði gagntekið hann frá þv£ að hann tók fyrst upp símann og skipulagði fundinn, hafði rúið hann að styrk: en það gat eng- inn séð. Hann hafði ekki áram saman gengið svo beinn og ör- uggur. Þegar þeir komu loks upp á litlu sléttuna efst á hæðinni, gat hann ekki andað. Það var eins og hendur héldu fyrir kverkar honum. En hann var feginn og hreykinn. Hann lyfti hendinni. Sex menn komu gangandi, ljdtu þunga trékrossinum og settu hann niður með varúð. Séra Lorenzo Niesen hafði bú- ið hann til. Hann hafði farið í timburverksmiðju McGraw og keypt fyrir peningana sem ungi maðurinn, Adam Cramer, hafði látið hann hafa. Sex löng borð. "~ög hafði skorið þau í hæfi- 'tærð. Hann hafði unnið ta með nöglum og skrúf- tif það var orðið traust mbyggilegt. Síðan hafði ,iann farið bakvið verzlunarhúsið og fundið bylgjupappa sem not- aður er til að hlífa húsgögnum í flutningum og fest hann með vír við allan krossinn. Mennimir sögðu að þetta væri traustasti og glæsilegasti kross sem þeir hefðu séð árum sam- an. — Regluleg snilldarsmíð, sagði Davíð Parkinson og Lorenzo Nie- sen var fenginn því að hafa lagt svona hart að sér. — Látum hann skíðloga! kall- aði maður þegar benzínið var búið að gegnvæta vafninginn. Látum hann loga glatt svo að allir sjái! Annar maður kom með eld- spýtustokk, kveikti á eldspýtu, hlífði litla loganum með hend- inni fyrir vindi sem enginn var. Aftur lyfti Davíð Parkinson hendinni. Eldtaumur barst neðan frá krossinum. Allt í einu breiddi hann úr sér, dreifðist um allan krossinn, varpaði rauðum bjarma út í dimma og þögla nóttina nm- hverfis hæðina. Adam Cramer brosti. Hann stóð fyrir neðan logandi krossinn og starði niður á dauf ljósin. 1 Caxton, á húsin, þar sem fólkið stóð nú við gluggana og horfði út. hreyfingarlaus, skelft. Og hann hitaði í andlit- ið af loganum. Eftir nokkur þögul andartök, fóra grímuklæddu mennimir upp í bíla sína og óku burt. A sínum tíma varð hæðin dimm á ný. S KOTTA 3 -21 0 King Featores SrntScnte. Ine, 1963. World riglits rraervcd. Þú mátt ekki nota títuprjóna á þcssa vini hennar. Lögtaksúrskurður Hérmeð úrskurðast lögtak fyir fyrirframgreiðslum manntalsbókargjalda (tekjuskattur, eignarskattur, nám#» bókagjald, almannati-yggingagjald, slysatryggingagjald, skv. 29. og 43 gr. almannatryggingalaga, kirkjugarðs- gjald, kirkjugjald og iðgjald til atvinnuleysistrygginga- sjóðs) ársins 1963, eem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1 apríl, 1. maí og 1. júní 1963, með 1^10 hluta af upphæð sameiginlegra gjalda 1962, í hvert skipti. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úr- skurðar þessa fyrir framangreindum gjöldum, dráttar- vöxtum og kostnaði. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 9. september 1963. SSgurgeir Jónsson. STÚLKUR ÓSKAST til starfa á Flugbarnum á Reykjavíkurflugvelli. Upplýsingar hjá forstöðukonu Flugbarsins eSa hjá Starfsmannanaldi í síma 16600. VBRKSTJÓH! Vér viljum ráða strax verkstjóra með matsrétt- indum. Upplýsingar veittar hjá eftirlitsdeild Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. HRADFRYSTIHÚS ÓLAFSVÍKUR H/F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.