Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.09.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. september 1963 ÞlðDVILIINN SlÐA Fyrsti steinsteypti þjóðvegurinn á fslandi er nú í sköpun; það er Reykjanesbraut, sem áður nefnd- ist Keflavíkurvegur. Byrjað var að steypa í fyrra og lokið við 3,5 km og tæpa 11 í sumar, en frá Engidal til Keflavíkur eru 37,5 km. Breidd steypta vegarins er 7,5 m. Afköst steypuvélanna munu vera um 30 metrar á klst. í steypuna hafa farið um 200 tonn af sementi á dag. Gert er ráð fyrir að hver km vegarins kosti um 5 milljónir króna ! I I Frá upphafi íslandsbyggðar þar til fytrir 50—60 árum voru troðningar i hrauninu eftir menn og hesta eini þjóðvegurinn suð- ur á Reykjanes. Að ári verða 60 ár frá þvi vinna hófst við lagningu vegar frá Hafnarfirði um hraunin suður ströndina, en í fyrra var rétt hálf öld frá þvi sá vegur var tekinn í notkun. Fyrr i sumar sagði Gísli Sigurgeirsson fyrrum verkstjóri frá meginatriðum í sögu þeirrar vegarlagningar, en hann vann við veginn þar til honum var lokið. Tœkin þá voru hakar og skóflur, járn- karlar og „lyftitré", handbör- ur og hestvagnar. Ræsi öll voru hlaðin og svo varð að leita að stórum hellum í hraun- inu einhversstaðar yfir þau og bera þær síðan á handbörum. i Nýi vegurinn Nú er komið að vinnubrögð- um nútímans; við höfum hjól- böruöldina iangt að baki. Nú eru notaðar steypuvélar sem steypa 300—400 m langan kafla af 7,5 m breiðum vegi á dag. Byrjað var á undirbyggingu vegarins í nóv. 1960. Mæling- ar á legu vegarins og útreikn- inga á undirbyggingunni gerði Ásgelr Torfason, verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins en Vega- gerðin hefur undirbyggt veg- inn suður í Kúagerði. Eftir að kemur suður fyrir Hafnarfjörð liggur vegurinn víðast um fast •hraun, nema í Kapelluhrauni og Afstapahrauni þar sem hægt var að ýta hrauninu upp í undirbyggingu. Varð því að flytja fyllingarefni að og mun um miMj. rúmmetra hafa far- ið í fyllingar. Meðalhæð fyll- ingarinnar á þessari leið mun vera rúmir tveir metrar, þvi þar sem katlar vou i hraunið þurfti sumstaðar allt að 7 m háar fyllingar. Undirbygging- in er öll úr þjöppuðu hraun- grýti en ofan á það var sett lag úr fínna efni, blanda af möl frá Setbergi og bruna (gjalli) úr Óttastaðargryfjunni. Ætti undirbyggingin því að endast a.m.k. næstu þúsund ár- in. — Islenzkir aðalverktakar hafa undirbyggt veginn frá Keflavík inn á Vogastapa og eru fyllingar á þeirri leið all- miklu lægri eða um 1,4 m. Breidd vegarins að ofan er 11,5 m, þar af 7,5 m steyptir en síðan 2ja m breiðar mal- arbrúnir beggja vegna. Fullkomin vél- tækni Snæbjörn Jónasson verkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins hefur sagt fyrir um steypuna, en fsl. aðalverktakar fram- kvæma verkið. Fullkomin Véltækni er notuð við vegagerðina. Grjótmuln- ingsvél fyrirtækisins er í Hafn- arfirði, hjá Þúfubarði og er þar tekið steypuefni, en auk þess fengið nokkuð hjá Grjót- námi Reykjavíkur og grjót til mölunar tekið í Fífuhvammi og nokkuð suður hjá Straumi. Steypustöðin hjá Þúfubarði er sjálfvirk, fyrir 3 tegundir steypuefnis, sand og tvær teg- undir af möl, vatn og sement. Steypustöðin er með sjálfvirk- um rakamæli er ákvarðar vatnsmagnið í steypunni, og _er þetta alger nýjung hérlendis. Steypustöðin er amerísk en hrærivélin sænsk — Til steyp- unnar hafa farið um 200 tonn af sementi á dag. Fyrsti steypti þjóðvegurinn Fjfrst fer niðuriagningarvélin er tekur móti stcypunni og dreifir úr henni. Næst kcmur vétin sem jafnar steypuna og þjappar (t. v.). Þriðja í röðinni er plasthúðunarvélin. Um leið og vélin færist áfram færist plastúðarinn fram og aftur þvert yfir vegiinn og þck- ur stcypuna plashúð til að verja hana of skjótri þornun. Síðan er tjaldað yfir. Hjólböruöldin horfin Vélar eru einnig notaðar til að steypa veginn. Hin fyrsta, niðurlagningarvélin, tekur við steypunni af bílunum sem flytja hana og dreifir úr henni. Þá tekur önnur vél við sem jafnar steypuna og þjappar. Báðar þessar vélar eru þýzkar og nýjar. Þá tekur þriðja vél- in við og húðar steypuna með plasti. Það er gert til að verja steypuna uppgufun, svo hún þorni jafnt og hægt. Sú vél er amerísk. Loks, um sólarhring síðar, kemur svo fjórða vélin til sög- unnar og sker raufir í steyp- una, bæði langs og þvers, en þær eru síðan fylltar með as- faltefni. Þetta er gert í þeim tilgangi að ráða því hvernig steypan springur. þegar að því kemur. Stálmótin sem vegplat- an er steypt í eru þýzk. Yfirstjórn verksins af hálfu ísl. aðalverktaka hefur Guð- mundur Einarsson verkfræðing- ur, tæknilegur framkvæmda- tjóri Isl. aðalverktaka (Auk hans eru framkvæmdastjórar fyrirtækisins Thór Ó. Thórs og Gunnar Gunnarsson). Verk- stjórar við vegarlagninguna hafa verið Björn Jóhannesson og við steypuna. bæði nú og í fyrra Biörgvin Ól.jtsson. Hver kílómetrí í Reykjanes- brautínni: 5 milljónir króna 14—15 kílómetrar steyptir Byrjað var að steypa viku af júlí í sumar og hætt 30. lágúst og hafa verið steyptir tæpir 11 km í sumar en 3,5 í fyrra, svo nú er steypti veg- urinn orðinn 14—15 km langur, en frá Engidal við Hafnarfjörð til Keflavíkur eru 37,5 km. Gert er ráð fyrir að hver km steypta vegarins kosti full- gerður um 5 millj. kr. — en viðhald verður líka hverfandi lítið. Á kaflanum sem þegar hefur verið gerður er enn ósteyptur stuttur spölur vtð lækinn fyrir oían Hafnarfjörð, en þar verð- ur vegurinn hækkaður og mal- bikaður í haust. Er í ráði að þar verði síðar hægt að klippa veginn ( sundur og gera und- irgöng þegar byggðin ofan vegarínf. stækkar og umferðin þvert yfir steypta veginn eykst frá því sem nú er. Ráðgert mun vera að ‘ steypa á næstu tveimur sumrum að steypa allan veginn til Kefla- víkur. Umferðarþunginn Umferð pm Reykjanesveginn mun nú vei'a um 110 bílar á dag til jafnaðar alH árið. Um veginn milli Kópavogs og Reykjavíkur fara um 10—12000 bílar á dag og milli Hafnar- fjarðar og Kópavogs um 5 þús. bílar á dag. Umferð þessi er nokkuð jöfn allt árið. Um Austurveginn — austur yfir Fjall — fara 3—4 þús bílar á dag á sumrin, en á vetrum hrapar sú umferð nið- ur, einkanlega á Vestur- og Norðurlandveginum. Það er hvorttveggja. að þetta er fyrsti varanlegi þjóðvegurinn sem gerður er á tslandi. enda hefur enginn vegur verið jafn- mikið umræddur og þessi. Hér skal ekki farið út í deilu manna um það hversvegna byrjað var að steypa veg til Keflavíkur, en t.d. ekki Aust- urveginn, til stærsta landbún aðarhéraðs landsins, sem legg ur nær 70 þús. manns daglega til. mjólk þeirra. Annarleg vinnu- brögð stjórnar- valda Reykjanesbrautin hefur verið feimnismál ríkisstjórnarinnar. Þetta er fyrsti þjóðvegur lands- ins sem byrjað var að bauka við utan fjárlaga og er ríkið talið leggja veginn, enda Vega- gerð ríkisins látin vinna alla undirbúningsvinnu við hann. Hitt er ljóst að vegur þessi er í alla staði þóknanlegur hin- um bandarisku húsbændum ráðherranna. því þeir hafa heit- ið ríkisstjórninni láni til hans. Mest umfal hefur þó vakið hvemig verkum er skipt við gerð vegarins. Vegagerð ríkis- ins er látin mæla og vinna undirbúningsvinnuna, en síðan er einkaaðilanum afhent sjálf steypan. Heyrzt hefur sú af- sökun að þetta væri verk sem væri Vegagerð ríkisins ofviða vegna vélakostnaðar, hún hefði ekki efni á að framkvæma slíkt verk. — Og ber kannski að skilja þetta sem viðurkenningu á, að eitt gróðafélag sé orðið öflugra en íslenzka ríkið? Vitanlega kosta vélamar, sem keyptar hafa verið til verksins, steypustöðin Yneð öllu tilheyrandi og vélarnar sem notaðar eru vlð að steypa veg- inn, margar milljónir kr., t.d. munu niðurlagingarvélin og þjöppunarvélin hver um sig kosta 70 þús. mörk eða nálægt 800 þús. kr. En þrátt fyrir það finnst flestum Islendingum, sem ekki eru hluthafar í Isl. aðalverktökum eða öðru slíku gróðafélagi, að aðilinn til að eiga slíkar vélar sé fyrst og fremst einn á íslandi: Vega- gerð ríkisins. Akvegir á Islandi munu nú vera um 8 þús. km á lengd. Af þeim hafa nú verið steypt- ir 10—15 km — eða minna en 1/500. Það er þvi ærið verk- efni fyrir höndum hjá Vega- gerð ríkisins á næstu áratug- um, því að sjálfsögðu eiga ak- vegir á landinu eftir að lengj- ast verulega í framtíðinni. Því cr spurt: Er það ætl- un núverandi stjómarflokka að Vegagerð iríkisins gegni því hlutverki í framtíðinni að leysa af höndum mæling- ar og undirbúningsvinnu undár steypu þjóðveganna — en síðan koma gróðafélög útvaldra mcð sín tól og skattleggi hvcrn fermetra steypts vegar sem þjóðin er látin borga? (Eða má vænta þess að heyra þau rök að Isl. aðalverktakar geri þetta af einskærri fórnfýsi og borgi með hverjum fermetra vegar?!) Það er naumast gerandi ráð fyrir að annað gróðafélag fari að kaupa slíkar veggerðarvélar, en eigi Vegagerð ríkisins ekki að kaupa slíkar vélar fengju Isl. aðalverktakar því >algera einokun á að steypa vegii á Isiandi. Það getur að vísu ver- ið notaleg „vinnuhagræðing“ fyrir hluthafa í Isl. aða’lverk- tökum og erfingja þeirra, en kannski miður fyrir þjóðina. Mogginn rómaði mjög á sín- um tíma það afrek fyrrverandi fórsætlsráðherra að leigja sjálf- um sér eina ársprænu ríkisins til nokkurra ára fyrir lítinn pening, en Mogginn hefur enn ekki getið þess afreks núver- andi forsætisráðherra ‘ að rétta syni sínum og félögum hans í .þríflokkunurp einokunarað- stöðu til að steypa þjóðvegi á landinu. Svona fullkomið er Moggans lítillæti. (Og það skyldi þó aldrei vera að hlut- hafaskrá Isl. aðalverktaka hafi skyggt á það að Tíminn kæmi auga á þetta afrek?) Það er almennt fagnaðárefni, að byrjað skuli á því að gera varanlega þjóðvegi á landinu. en flestir landsmenn, sem ekki eru hluthafar í Isl. aðalverk- tökum. en hinsvegar þátttak- endur í því að greiða kostnað við vegagerð á Islandi, munu ætla Vegagerð ríkisins annað og meira hlutverk en vera und- irbyggingarstofnun ísl. aðal- verktaka og einskonar útborg- unarskúr ríkisins til gróðafé- laga. ' j. b.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.