Þjóðviljinn - 21.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.09.1963, Blaðsíða 4
álÐA ÞJÖÐVIUINN Laugardagur 21. september 1963 Otgetandi: Sósíalistaflokk- Sameiningarflokkur alþýðu urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.j, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Siml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuðL Ríka konan og fátæka blabiö rpvær konur kynntust af tilviljun á einni a'f þeim stofnunum okkar þar sem ríkum og fátækum er ætlaður staður hvorum við annars hlið. Önnur var kona eins ríkasta manns landsins, hin eigin- kona manns sem skrifar o’ft undir nafni í Þjóð- viljann. Dag einn varð ríku konunni að orði: Það er ekki gott fyrir manninn þinn að skrifa svona mikið í Þjóðviljann, blaðið getur ekkert borgað. Þetta var ekki ofstæki, ekki einu sinni pólitík, það var vinsamleg ábending sem varðaði e'fnahag heimilis þess sem við var mælt. Ríka konan gat ekki hugsað sér nokkra skynsamlega ástæðu til þess að maðurinn skrifaði í Þjóðvilj- ann ef blaðið væri ekki fært um að borga að neinu ráði í þeirri mynt sem mörgum hættir til að hafa að mælikvarða, allra hluta: Beinhörðum peningum. i lþýðublöð í auðvaldsþjóðfélagi hafa alltaf bar- izt í bökkum, útgáfa þeirra kostar miklar fórn- ir staðfastra og stéttvísra alþýðumanna, manna sem skilja hvers virði það er fyrir afkomu og rétt- indi og frelsi alþýðunnar að eiga sín eigin blöð. Vitneskjan um fátækt Þjóðviljans, sem ríka kon- an vitnaði til, er á of margra vitorði til þess að lygisagan um blað í allsnægtum af Rússagulli sé tekin trúanleg af nokkrum íslendingi, sízt þeim sem láta sig henda þau, óvöndugheit' að klifa á henni í blöðum sýknt og heilagt. Hitt er tæpast von að ritstjóri afturhaldsblaðs skilji þá fórnfýsi sem íslenzkir alþýðumenn hafa auðsýnt Þjóðvilj- anum í meir en aldarfjórðung, vegna þess að þeir hafa talið blaðið eitt beittasta vopn sitt í lífsbar- áttunni, sem át'f hafi stóran hlut að hverjum al- þýðusigri öll þessi ár. Sá hugsunarþáttur var einu sinni skiljanlegur mönnum sem unnu við Alþýðublaðið. Þjóðviljinn þarf enn að leita til stuðningsmanna sinna, í nýju átaki Sósíalistáflokksins að tryggja útkomu blaðsins og þær óhjákvæmilegu og djörfu framkvæmdir sem ráðizt var í á næstliðnu ári og nú síðast með stækkun húsnæðis á Skólavörðu- stíg 19 og ákvörðun um útgáfu lesbókar. Sósíal- istafélag Reykjavfkur hefur sett sér það mark að afla blaðinu hálfrar milljónar króna í þeim áfanga sem nær fram að aldarfjórðungsafmæli flokksins í októberlok. Þeir sem hafa átt því láni að 'fagna að fylgjast með Þjóðviljanum alla ævi hans ha'fa nógu off séð hvers róttæk íslenzk álþýða er megn- ug þegar á reynir, nógu oft orðið vitni að s'tór- mannlegum og drengilegum viðbrögðum fátæks fólks til eflingar blaðinu, ’til þess að vera b'jart- sýnir á þrek og vilja alþýðumanna 'til að f axla einnig þessa byrði, ly'fta einnig þessu Gre'ttis'taki úr vegi, og búa svo í haginn 'fyrir alþýðusókn fil betra lífs. — s. í kvöld, laugardag, frumsýnir Þjóðleikhús- ið leikritið ,,Gísl“ eftir írska leikskáldið Brendan Behan. Þýðinguna hefur Jónas Árnason gert, en leikstjóri er Thomas Mc Anna frá Dublin. Þjóðviljanum þykir rétt í tilefni frumsýn- ingarinnar að' kynna höfundinn lítilsháttar og birtir hér stutta grein, sem hann ritaði, og birzt hefur í hinu kunna þýzka leikhús- tímariti Theater heute. Ég er borinn í þennan heim í Holles Street í Dyfl- inni 9. febrúar 1923. , Faðir minn sat þá í fangabúðum vegna stuðnings sins við stofnun lýðveldisins, og voru þar ásamt honum 10 000 fangar, þeirra á meðal Sean T. O’Kelly núverandi forseti lýðveldisins. Fjölskylda mín var öll ákafir lýðveldissinn- ar, og allir tóku virkan þátt í baráttunni fyrir frelsi ír- lands frá aldagömulm yfir- ráðum Englendinga. Gagn- stætt mörgum góðum þjóð- emissinnum var hún af sannfæringu lýðveldissinnuð; — var og er það enn i dag. Stephan Behan, faðir minn, er forseti verkalýðssambands irskra málara og skipamálara. Móðurbróður minn, Peader Keamey, er höfundur „Her- mannasöngsins“, sem nú er þjóðsöngur okkar, og einnig fjölmargra annarra byltingar- söngva. Einnig hann var mál- ari. ... Hvað trúmálum viðvíkur hefur fjölskylda mín alltaf verið kaþólsk og mjög mót- snúin klerkastéttinni. Ein- kennilegt, —■ mér er ekki kunnugt um einn einasta prestlærðan mann í nokkurri kynslóð fjölskyldunnar, og mér er ekki heldur kunnugt um nokkurn fjölskyldumeð- lim, sem hafi dáið án prests- þjónustu. Deo Gratias. Árið 1922 var faðir minn bannfærður vegna þess að hann var lýðveldissinni, og ég árið 1939; en í kaþólskum löndum tekur enginn mark á því — og presturinn allra sizt — þegar um það er að ræða að gifta fólk eða jarð- syngja. Ég er ósköp venju- legur kaþóiikki — á sama hátt og margir góðir lista- menn. En hvað sem því líð- ur vona ég, að upnlýsingar kirkjunnar um lífið hinum megin séu betur við hæfi en skoðanir hennar á lifinu héma megin-. Annars kynnu hinir góðu að líða ícvalir með þeim vondu um alla eilífð. Ég ólst upp 5 fátækra- hverfum Norður-Dvflinnar. Stórir húsahjallar. þar sem hver fjölskylda varð oft að láta sér nægja eitt herbergi. Þrátt fyrir allt höfðum vlð tvö: Eldhúsið og bakherberg- ið. f eldhúsinu voru stærðar hlóðir. í>ar átum við og héld- BRENDAN BEHAN um okkur yfir daginn. Þar sváfu faðír minn og móðir mín og sá krakkinn, sem var unigbarn þá stundina, — við vorum átta, sjö strákar og ein stelpa. Og hin börnin sváfu í bakherberginu, sem skilið var frá framherberg- inu með vængjahurð. í fram- herberginu hafði lítið gleði- hús starfsemi sína. Við höfðum yfirleitt engaa áhuga á „aðalstarfseminni** Ég var uppáhaldið þeirra. Þegar ég var ellefu ára, var ég sendur til „Kristilegra bræðra“ í North Circular Road —• þá hataði ég, og þeir hÖtuðu mig. Þeir voru bændasjmir utan af lands- byggðlnni, og þeir óttuðust krakkana úr leigukumböld- unum engu minna en við óttuðumst þá. 1936 spörkuðu munkamir mér út, og ég fór í iðnskóla Brendan Bchan og foreldrar hans. þar, en ég skemmti mér við samræðurnar, sem við gétum auðveldlega hlustað á, og einnig við sönginn, þegar fyllirí var þar. Og allt var þetta mjög viðkunnanlegt og heimilislegt á dimmum vetr- amóttum. Ég gekk ! í skóla hjá frönsku ,.Líknarsystrunum“ í North William Street — mjög fúslega meira að segja. sem málaranemi. Frá níunda aldursári var ég félagi i Fianna Eiran, en það var skátafélagsskapur lýðveldis- sinna, og 1937 var ég settur i þjónustu I.R.A. <írski lýð- veldisherinn) sem sendiboði. 1939 var ég tekinn fastur í fyrsta skipti i Liverpool og dæmdur til þriggja ára betr- unarhúsvinnu fyrir að bera á mér sprengiefni. 1942 var ég látinn laus aftur, fluttur úr landi og síðan dæmdur i 14 ára fangelsi af herrétti í Dyflinni vegna tilræðis við tvo leynilögreglumenn. Svo var ég aftur látinn laus 1946 vegna almennrar sakarupp- gjafar, en 1947 var ég lok- aður inni á nýjan leik í Manchester fyrir að hafa að- stoðað I.R.A.-mann á flótta úr fangelsi. Þeir gátu ekki sannað neitt samband milli min Og flóttans, og þar af leiðandi dæmdu þeir mig í fjögurra mánaða tukthús fyrir að óhlýðnast útlegðar- dómi. Til Frakklands kom ég í fyrsta skipti 1947. Um tíma vann ég sem málari við flug- málasýninguna í Care des Invalides og í St. Gratien. Fyrir skömmu lenti ég í sennu á Orlyflughöfninni. í frásögnum France-Soir og í Parísarblöðum hefi ég lesið, að ég hafi átt að segja, að ég vildi ekki deyja fyrir Frakk- land. Ég kæri mig heldur ekki um að deyja fyrir Frakkland, né heddur Irland, eða yfirleitt — ef það væri á mínu valdi; en í þessum frá- sögnum. var dylgjað með, að ég væri óvinveittur Frökkum. En það sem ég sagði i raun og veru, var að ég vildi ekki deyja fyrir Air France. Ég elska Frakkland, það er að segja mitt eigið Frakkland. Lýðveldið Frakk- land. Ég elska Irland, lýð- veldið trland. Fjölmargt fólk í Quartier Latin '(latneska hverfinu) var mér vitanlega hjálplegt — og hinir írsku landar okkar: Morris Sinclalir, Jahn og Sam Beckett frændur hans og Mark Mórtimer, sem kennir við British Institute. Og Claudie Sarraut hefur lika oft fóðrað mig vetrarlangt, en þetta voru allt listamenn. Hvað drykkjuskapnum við- vikur, þá má ég segja, að ekki var litið- á ölæði sem þjóðfélagslega svívirðu (skömm, vansæmd) á hin- um hörðu uppvaxtarárum mínum 1 í Dyflinni. Tækist manni að fá nægilegt til að éta, var litið á það sem hvert annað afreksverk — en ef manni heppnaðist að drekka sig fullan, var það sigur í I * í I ! | Ellert Hannesson Fæddur 14. nóv. 1917 - Dáinn 13. sept 1963 Þetta getur ekki verið satt! Hversu oft verður okkur þetta að orði, er við heyrum andláts- fregn þess er við höfum kvatt fyrir stuttu í fullu fjöri? Fimmtudaginn 12. þ.m. áttum við síðast tal saman. Sólar- hring eftir er hann látinn. Mað- ur á ekki orð! Hvemig má slikt verða? Ekkert fannst manni fjær þessum manni en dauðinn. Ellert Hannesson bókstaflega gnelstaði af lífsorku. Kynþi okkar Ellerts voru ekki löng. Fyrir tæpu ári tók hann við verkstjóm hjá Sænsk-islenzka frystihúsinu. En þótt starfs- tíminn yrði ekki lengri þá geymist minningin um góðan dreng, þvf hverjum manni reyndist hann hinn ágætasti fé- lagi. Ekki var ég kunnugur Ellert utan vinnustaðar. En það fór ekki á milli mála, að hann ótti gott heimili. Það bar hann utan á sér, jafnan er fjölskyldu hans bar á góma varð svipur hans svo hlýr ogbjartur. Ogný- lega hafði hann farið utanför^ með konuna í tllefni af því, að hann sagði, að börn þeirra voru komin til manns. I upp- hafi starfs sfns í „Sænska“ mælti Ellert þau orð við mig að hann óskaði að milli okkar tækist gott samstarf. Ég vil með þessum fátæklega orðum Staðfesta að svo hefur orðið. þegar ég sendi aldraðri móður, konu hans og börnum, ásamt öllum hans ættingjum innileg- •ar samúðarkveðjur. Hafi hann þökk fyrir. G. V. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra starfsfélaga minna, Fléð í Tyrklændi ISTANBUL 19/9 — Sjö menn létu lífið er flóðalda gekk yfir þorpið Sarica í miðhluta Tyrk- lands í gær. Ennfremur varð vart við jarðskjálfta þar í landi i gær en engar spurnir hafa bori izt af manntjóni af þeim sök- um. * 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.