Þjóðviljinn - 21.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.09.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA HÓÐVILJINN Laugardagur 21. september 1963 35S + 23 Ritstjóri: Unnur Eiríksdóttir Tíeyríngarnir Óli er sex. ára. Hann á heima í gráu steinhúsi, með dálitlum garði í kring. í garðinum er ágætis sand- kassi, róla og sitthvað fleira. Þar eru líka tré og blóm, sem Óli hjálpar mömmu sinni að vökva þegar þurrt er í veðri. Óli á marga vini í húsunum í kring, og hann hefur alltaf svo mikið að gera að hann má varla vera að því að hátta á kvöldin. Einn morguninn, þegar Óli vaknaði, eldsnemma eins og venjulega, heyrði hann högg og hávaða fyrir utan gluggann sinn. Hann flýtti sér á fætur til að athuga hvað um væri að vera. t>á sá hann að það var verið að byggja lítið hús á auða svæðinu rétt hjá matvöru- búðinni. Þama voru marg- ir smiðir að verki, og hjá þeim stóð lítill og grannur maður. Það var auðséð á öllu að það ,var hann, sem átti húsið. Nú komu þeir Palli, Siggi og Dóri, vinir Óla, og þeir stóðu allir í hóp og horfðu forvitnislega á hvemig smið- irnir fóru að því að byggja hús. — Hver ætlar að éiga heima í þessu húsi?, spurði Óli loksins. —■ Það ætlar enginn að eiga heima í húsinu, þetta á að verða sjoppa, sögðu merinimir. — Getur maður keypt ís í sjoppunni? spurði Dóri. — Já, og allt mögulegt gott, sem mann langar í, sagði einn smiðurinn. Eftir nokkrar vikur var húsið tilbúið. Það var málað gult, og svo voru myndir á því af stóreflis íspinnum, kókaflöskum og fleiru. Gluggarnir voru fullir af sælgæti, það var hægt að fá vatn í munninn af því að horfa á þetta allt. Strákamir biðu með ó- þreyju eftir því að sjopp- an yrði opnuð. Og loksins einn morguninn var búið að opna. Litli, mjói maðurinn, sem átti sjoppuna, hét Simmi, hann stóð i dyrun- Falska þjónustustúlkan a og (Niðurlag). — Fyrir tveimur árum fór ég hingað og ætlaði að ráða niðurlögum þessara leið- inlegu tröllkarla. Þeir kom- ust á snoðir um fyrirætlun mína, og lögðu það á mig að verða að steini. Það eina, sem gat leyst mig úr álögum var það að einhver kæmi og gréti á steininn. En segið mér nú hvemig stendur ferðum ykkar hingað, hversvegna grátið þið svp sárt? Prinsessurnar sögðu hon- um alla söguna og frá fölsku herbergisþemunni. — Ég skal hjálpa ykkur ef ég get, sagði pilturinn. Hann svipaðist um í her- berginu og kom auga á tvo steinhnullunga. Með erfiðis- munum tókst honum að koma þeim fyrir yfir dyr- unum. — Nú er bezt að þið kall- ið í þá Stein og Bein, eða hvað þeir nú heita þessir tröllkarlar, og við skulum sjá hvort við getum ekki skotið þeim skelk í bringu. Prinsessumar gerðu eins og pilturinn sagði þeim og það leið ekki á löngu þar til * tröllkarlarnir komu þramm- andi. En um leið og þeir gengu xgegnum dyrnar duttu steinárnir beint í hausana á þeim og þeir féllu báðit í rot. — Nú er bezt fyrlr okkur að flýta okkur í burtu, áð- ur en nornin kemur heim, sagði pilturinn, og tók upp lítinn hvítan stein, sem lá úti í horni. — Þetta er galdrasteinn. og án hans geta tröllin ekk- ert illt gert af sér. Þau flýttu sér í burtu, og komust heil á húfi heim í kóngshöllina. Kóngurihn varð svo glaður þegar • hann sá dætur sínar aftur, að hann d'ansaði og hoppaði upp í Ioftið af einskærri ánægju. Og eins og ykkur hefur kannski grunað fékk piltur- inn yngri prinsessuna fyrir konú. um í hvítum, viðum slopp. Simmi brosti út að eyrum þegar krakkarnir komu, og bauð þeim að ganga inn. Flestir krakkarnir voru með nokkra aura, sem mömmur þeirra höfðu gefið þeim. — Bara í þetta sinn, sögðu mömmurnar. Krakk- arnir keyptu og keyptu, með- an aurarnir enfust, en því miður, það var ekki lengi. Og gottið var horfið í mag- ann á augabragði. Og þá var ekkert gaman lengur. Allir krakkamir hugsuðu um það eitt hvernig þau gætu feng- ið aura fyrir meira gotti. Nú varð margt öðruvísi en áður. Mömmurnar urðu dauðþreyttar að hlusta á krakkana biðja um aura fyr- ir sælgæti, seint og snemma. Stundum urðu þær lika reið- ar og skipuðu krökkunum áð fara undir eins út að leika sér. Og þær sögðu: ‘— Fyrir hvaða peninga ætlið þið að kaupa jólagjaf- ir, þegar öllu er eytt í sæl- gæti? Og mamma Óla sagði: — Ertu hættur við að safna fyrir hjóli, heldur þú ekki að þér leiðist í vor að éiga ekkert hjól, eins og þú varst búinn að hlakka til að fara í bæinn með pabba þínum og kaupa nýtt hjól, mátulega stórt? Óli gat litlu svarað, ís- inn var svq góður og líka karamellurnar og sleiki- brjóstsykurinn. Stundum átti bara einhver einn af krökkunum aura og hin ekkert. Þá datt þeim dálitið skrítið í hug. Ég veit að þið verðið alveg hissa þegar ég segi ykkur frá því. Krákkinn, Sem átti aurana fór í sjoppuna og keypti einn sleikibrjóstsykur, og þegar hann kom út leiddist honum að láta hin bömin horfa á sig borða brjóstsykurinn. Þá datt honum það snjallræði í hug að gefa öllum „einn sleik“. Síðan skiptust þau á að sleikja, þangað til ekkert var eftir. En þetta hafði dá- lítið óþægilegar afleiðingar. Einn daginn varð Dóri veik- ur, og þurfti að liggja í rúm- inu allan daginn, með höfuð- verk og uppköst. Næsta dag var horium batnað sem bet- ur fór, og mamma hans gaf honum peninga fyrir einum sleikibrjóstsykri. Dóri gaf öllum vinum sínum „sleik“. Getið þið glzkað á hvern- ig fór? Allir krakkamir lásu í rúminu daginn eftir. Mömmurnar reyndu að skýra fyrir krökkunum að það væri sóðalegt að sleikja hver út úr öðrum. Því ef einhver er veikur, smitast allir hin- ir. Því mlður held ég að krakkarnir hafi ekki trúað þessu. Simmi sjoppukarl, eins og krakkarnir kölluðu hann, var alltaf að fitna. hviti sloppurinn var orðinn alltof þröngur. Einn góðan veður- dag kom hann ekki gang- andi í vinnuna eins og hann var vanur. Hann kom ak- andi í nýjum spegilgljáandi bíl. Óli og vinir hans horfðu á bílinn með aðdáun. Simmi sjoppukarl hlaut að vera voðalega rikur fyrst hann gat keypt svona fínan bíl. Óli stóðst ekki mátið og fór inn að tala við Simma. — Svona bíll hlýtur að kosta marga peninga, er það ekki? — Jú, það geturðu reitt þig á, svaraði Simmi. Á þessari mynd eru fimm atriði röng. Getið þið fundið hver þau eru? — Hvar færðu svona mikla peninga? spurði Óli. Þá opnaði Simmi peninga- skúffuna og sýndi Óla. Hún var næstum full af smá- peningum. — Þetta eru pen- .ingarnir, sem þið litlu krakk- arnir komið með til mín og kaupið fyrir sælgæti, sagði hann. —• Við látum þig ekki fá svona mikla peninga, það getur ekki verið. Við eigum sjaldan meira en fáeina tí- eyringa, sagði Óli. — Jú, vinur, þegar allir litlu krakkamir í húsunum í kring koma með hvern ein- asta eyri sem þau eignast, fyllist skúffan mín smátt og smátt. _ Óli labbaði þegjandi út úr sjoppunni og settist á tröpp- urnar. Hann hugsaði um þetta fram og. aftur. Ósköp var þetta heimskulegt af honum og hinum krökkun- um. Hann varð að tala /við vini sína strax, og segja þeim frá þessu. Hann beið ekki boðanna, hljóp til strákanna, og sagði þeim frá nýja bílnum og fullu peningaskúffunni. Við skúlum hætta að fara með peningana okkar beint i sjoppuna, sagði hann. — Það er hægt að, gera margt skemmtilegra við þá en eyða þeim í sælgæti. Hann minnt- ist ekki á bannsetta tann- pínuna, sem hafði gert í- skyggilega vart við sig í seinni tíð. Óli sagði mömmu sinni frá þessu öllu meðan hún var að hátta hann um kvöldið. Og þegar hann var /lagstur út af og búinn að loka augun- urn, sá hann splunkunýtt reiðhjól, með bjöllu og öllu tilheyrandi, svífandi í loft- inu fyrir framan sig. Það var einmitt svona hjól, sem hann ætlaði að kaupa i vor. Betlarínn (Niðurlag). Betlarinn lyfti pokanum á bak sér og hljóp í burtu. Húsfreyja tók til fótanna og hljóp á eftir. Og allir ná- grannarnir komu líka til þess að elta betlarann. En betlarinn var svo fljótur að hlaupa að það var ekki við- lit að ná honum. — Líban er í pokanum, Líban er í pokanum. hrópaði húsfreyja, — stöðvið betlar- ann, stöðvið hann. En hann hljóp bara ennþá hraðar. Loksins kom hann að kross- götum og þar lét hann pok- ann niður og sleppti Líban úr honum. — Farðu með mig heim til móður minnar, sagði stúlk- an. — Það dgttur mér ekkl i hug að gera, sagði betlarinn. Hann gekk niður að litlum læk og þvoði sér þar og greiddi, og þá kom í Ijós, að hann var verulega myndar- legur piltur. — Sjáðu vagn- inn, sem bíður eftir okkur- þarna, sagði hann, nú flýt- um við okkur heim í kast- alann til hans föður míns, og þar látum við prestinn gifta okkur. Ég er alls eng- inn betlari, ég dulbjó mig svona til þess að geta kom- ist heim til þín án þess að eiga á hættu að vera látínn klifra upp í tréð. Mér er margt til Iista lagt, en eitt af þvi sem ég get ékki er að klifra upp í tré. ■A- Pilturinn lyfti Líban úpp í vagninri, en í sama bilí kom móðir hennar og allir nágrannamir. Ökumaðurinn kastaði handfylli af silfur- pönirigum á jörðina og allir nágrannamir þustu til að tína þá upp. En móðir Lib- an lyfti hann upp í vagninri og lét hana sitja þar við hlið sér. Þau óku síðan til kastalans, og var nú móðír Líban hin ánægðasta með málalokin. Það má nú segja, pio getuð eytt sumaHrúnu _.áin bíl. r Attu afmæli bráðum? Mörg ykkar eiga það ef- Iaust. Það er gaman ■ að búa til ýmsa smáhluti í því til- efni, t.d. mislita pappírs- hatta, servíettuhringi og fleira þess háttar. Hér er einföld aðferð til þess að búa til servíettuhringi. Takið tóman eldspýtustokk og , skerið hann í tvo hluta. Vefjið utan um þennan hólk basti, sem hægt er að þræða á stoppunál. Vefjið þétt og vandlega og gangið vel frá endunum. Síðan búið þlð til litlar rósir úr allavega litu basti, eða mislitu garni og festið utan á serviettu- hringina. Þetta gerir afmælisborðið skrautlegra, og börnunum þykir gaman að eiga þessa hluti til minningar um dag- inn. i i 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.