Þjóðviljinn - 21.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.09.1963, Blaðsíða 6
r 0 SlÐA ÞlðÐVIUINN Laugardagur 21. ’september 1963 Nazistarnir í VesHir-Þýzkalandi Einn af yfirmönnum Eichmanns var ráiuneytisstjóri í Efra-Bajern Það líður skammt á milli þess að komið sé upp um al- ræmda nazista í æðstu embættum í Vestur-Þýzkalandi, en fáar slíkar uppljóstranir hafa vakið meiri athygli en sú, aö einn af ráðuneytisstjórunum í fylkinu Efra-Baj- em, dr. Wilhelm Harster, var á sínum tíma einn af yf- irmönnum Adólf Eichmanns í lögreglusveitum nazista. Enn meiri athygli hefur þetta vakiö fyrir þá sök, aö stjóminni í Efra-Bajern var fullkunnugt um fortíð þessa háttsetta embættismanns síns. Stjórnin í Alsír þjóðnýtir blöð PAEÍS 19/9 — Híkisstjórnin í Alsír hefur þjóðnýtt þrjú staerstu blöðin sem gefin eru út á frönsku í Alsír. Porseti franska blaðamannasambands- ins í Alsír, Pierre Lafont, hef- ur af þessum sökum snúið sér til Ú Þants, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og beðið hann að láta málið til sín taka. NATÓ vill Lange í sína PARÍS 19/9 — Samkvæmt frétt- um frá París svipast NATÖ- forkólfarnir um þessar mundir eftir manni til að taka við framkvæmdastjórastöðu banda- iagsins af Hollendingrnum Dirk Stikker, en hann mun bráðlega láta af stnrfum siikum heilsu- brests. Samkvæmt fréttum þess- um er Haivard Langc, fyrrvcr- andi utanríkisráðherra Noregs, líklegasti eftirmaður Stikkers. Það segir sitt um ástandið í Vestur-Þýzkalandi að maður með fortíð dr. Harsters gat gegnt háum embættum i nær heilan áratug án þess að hrófl- að væri við hanum. Nú hefur hann að vísu fengið lausn — en í náð og enn aöeins um stundarsakir og með fullúm launum. Ljótur ferill Harster gekk í nazistaflokk- inn strax á æskuárum og í SS- sveitimar árið 1937. Frami hans í þeim óhugnanlega félagsskap var svo mikill og ör að aðeins einn maður annar hlaut svo skjótan frama, Heydrich, böðull Tékkóslóvakíu. 1938—39 var Harster vfirmað- ur Gestapo í Innsbruck í Aust- urriki. ' Frá júlí 1940 þar til í septem- ber 1943 var hann yfirmaður öryggislögreglu nazista í hinu hemumda Hollandi. Síðan og til stríðsloka gegndi hann sömu störfum og var einnig yfirmaður Gestapo í hin- um hemurndu héruðum Italíu, Tólf ára fangelsi Hollenzkur réttur dæmdi hann að stríði loknu í tólf ára Drí Wilhelm Harster í cinkenn- isbúningi Gestapoforingja. fangelsi. Það eitt bjargaði hon- um frá snörunni. þótt undarlegt megi virðast. að hann var svo háttsettur að rétturinn taldl ekki sannað að hann bæri per- sónulega ábyrgð á glæpaverk- um nazista í Hollandi á stríð3- árunum. 100.000. gyðingurinn Þótt hann fengi svo mildan dóm. var aldrei neinn vafi á því að hann hafði stjómað út- rýmingu gyðinga í Hollandi. Fyr- ir réttinn var þannig lagt bréf sem hann hafði rltað hemáms- stjóra nazista, Seyss-Inquart í júní 1943: „Af þeim í upphafi 140.000 gyðingum, sem skráðir voru í Hollandi hefur nú 100,000. gyðingurinn verið fjar- lægður úr þjóðarlíkamanum .. Stærsti hópurinn sem við bætt- ist kon> við aðrar stóraðgerðir í Amsterdam á sunnudaginn 20. júnf 1943 þegar tókst að hafa hendur i hári 8.500 gyðinga í viðbót". Skjótur frami Harster var sleppt úr fangelsi árið 1955 áður en hann hafði afplánað alían refsidóminn. Hann fór þá til Miinchen og frami hans í hinu vesturþýzka stjórnarkerfi var ekki eíðri en hann hafði veríð á dögum naz- ista. Þegar árið 1958 var hann orðinn ráðuneytisstjóri (Ober- regierungsrat) og því embætti hefur hann gegnt síðan. þar til nú fyrir skömmu að hann fékk lausn í náð. Verður Sivago senn gefínn útíSovét? OSLO 19/9 — Sovézki rithöfund- urinn Mikhail Sjolokoff er nú staddur í hcimsókn í Noregi. I dag ræddi hann vift fréttamcnn, í Osló og sagfti meðal annars aft hann væri sannfærður um að skáldsaga Boris Pastemaks. Dr. Sivago. yrði gefin út í Sovét- ríkjunum áður en langt um Hð- ur. Sjolokoff sagði að engar stjómmálalegar ástæður væru til þess að hindra útgáfu bók- arinnar. Hinsvegar hefði fólk í Sovétríkjunum ekki jafn mik- inn áhuga á henni og félk í öðr- um löndum. Hann saigði að sér þætti skáldsagan ekki vera sér- lega góð, en Pasternak hefði verið snillingur sem ljóðskáld. Deilt um siðgæðismál í Bretlandi Skírlífí er engin dyggi, ekkert frekar en su/tur Þaö er mikið rætt og ritað um siðgæðismál í Bretlandi um þessar mundir og lítill vari á því að Profumohneykslið og hin miklu blaðaskrif um ung- frúrnar Keelcr og Rice-Davies eiga sinn þátt í því. Sú tið virðist liðin að hægt var að halda því fram um Englend- inga að „á mcginlandinu hafa menn kynferðislíf, en í Eng- landi hitaflöskur" — ef þetta hefur þá nokkurn tíma átt við. En þótt menn líti öllu frjalslegar á kynferðismál í Hretlandi en sæmilegt þótti fyrir nokkrum áratugum, hafa ýms brezk blöð hneykslazt mjög á fyrirlestri, sem kunn- ur líffræðingur og skáld. dr. Alexander Comfort, hélt í brezka sjónvarpið á dögunum. „Viðurstyggð", sagði hið út- breidda blað Beaverbrooks lávarðar, ..Daily Express". um fyrirlesturinn. „Við munum einhvem tím- ann gera okkur ljóst“, sagði dr. Comfort, að skirlífi er ekkert fremur dyggð en næringarskortur". Framhjáhald bjargar hjónabandinu Þetta var ekki eina fullyrð- ing dr. Comforts sem vakti hneykslun siðgæðisvarða. Það var ekki sfzt árás hans sem svo var kölluð á helgi hjór.a- bandsins sem olli fjaðrafoki. Hann sagöi m.a.: „Það er full ástæða til að ætla að framhjáhald bjargi i dag fleiri hjónaböndum en sundrast þess vegna. Hjúskap- arbrot eru nauðsynleg til að halda saman mörgum hjóna- böndum í dag.“ Hvers vcgna ekki hjákonu? „Það er engin ástæða til þess að maður eigi sér ekki ástkonu auk eiginkonunnar. ef hann er þeim bara trúr báð- um“, sagði dr. Comfort. Fjári langur tími „Þegar haft er í huga að menn eru nú lengur í fullu fjöri en áður var, bá er hjú- skaparheitið „þar til dauðinn okkur að skilur" fjári langur tími“. sagði hann ennfremur. Einnig góðar undirtcktir En þótt þessi ummæli dr. Comforts hneyksluðu marga, voru þeir einnig margir sem tóku undir þau. „Það er þann- ig með flest fólk að kynlífið er það eina sem gerir hjóna- bandið þolanlegt". var sagt i „New Statesman“ og nafn- greindur bréfritari sagði að hann og kona hans hefðu svo mikla hamingju af kynmökum sínum að þeim fyndist bað eigingimi að deila henni ekki með öðrum. Konan á öðrM mál Hins vegar skýrði dr. Com- fort frá því að þótt hann væri þessarar skoöunar, væri kona hans á öðru máli: „Kona mín befur aðra skoðun á þessum málum og myndi vafalaust halda fyrirlestur í öðrum dúr um þau.“ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I Frá skipastiganum við Miraflores í Panamaskurði. Gamli skipaskurðurinn að verða úreltur Verður nýr Panamaskurður sprengdur með kjarnorku? Þegar Panamaskipa- skurðurinn var íull- gerður íyrir hálíri öld var hann talinn tækni- legt íurðuverk og vakti hrifningu út um allan heim. Hann var ekki að- eins nægilega breiður til þess að stærstu skip beirra tíma gætu lagt leið sína um hann, heldur var hann einnig nógu breiður fyrir skip framtíðarinnar. Það er að segja: það héldu menn þá. Nú er hann orðinn of þröngur fyrir stærstu skipin og um- ferðin um hann er svo mikil að engu má við bæta. 30 skip á dag Eins og sakir standa fara 30 skip að meðalt. um skurðinn á dag, eða um 1200 skip á ári. Er sú umferð tvöíalt mciri en hún var fyrir áratug. Ef að líkum lastur mun umferðin halda áfram að vaxa, en þau vandkvæði eru á að í núver- andi mynd sinni þolir skurð- urinn enga viðbót. Einkum tef- ur það fyrir siglingum að í skurðinum er skipastigl og komast skipin hæst í 30 metra hæð yfir sjávarmál. •) . Endurbætur Til þess að ekki komi til vandræða hefur skipaskurðsfé- lagið ákveðlð að leggja stór- fé í að endurbæta skurðinn á næstu árum. Eftir þær end- urbætur sem fyrirhugaðar eru, geta 60 skip farið um hann daglega. Þó eru þessar endur- bætur aðeins bráðabirgðalausn. Áður en þessi öld verður lið- in verður hinn endurbætti skurður orðinn algjörlega úr- eltur. Og aðstæðumar eru þannig að þá verður ekki unnt að breikka hann frekar né endurbæta þanníg að gagni komi. Auk þess verða ýmsir ókostir við skurðinn enda þótt hann verði endurbættur eins og á- formað er. Stigakerfið er slíkt að ein markviss kjarnorku- sprengja getur gert hann óvirk- an um langt skeið, AUir þeir sem eitthvað þekkja til eru því sammála um að eina lausnin sé að gera nýjan skurð. Tmsar tillögur Málið hefur verið í athugun £ mörg ár og ýmsar tillögur komið fram. Meðal annars hef- ur verið lagt Fil að skurður- inn verði grafinn gegnum önn- ur lönd en Panama, til dæm- is Mexíkó, þar sem verkið yrði auðveldara sökum mikils stöðu- vatns. En ílestum þessum tillögum hefur þegar verið vísað á bug vegna þess að skipastigar þyrftu að verða í skurðum á þessum stöðum og yrðu þeir því jafn-viðkvæmir fyrir kjam- orkusprengjum. Aðeins tvær eða þrjár tillögur eru enn i athugun. Þær hafa það fram yfir hinar að gert ér ráð fyrir að skipin geti siglt belnt á milli Kyrrahafs og Atlanzhafs án þess að eyða tíma í stiga- ferðir. Þetta var tæknilega úti- lokað þegar núverandi skurður var grafinn og enn er fram- kvæmd slíks ýmsum örðugleik- um háð. f SpáTnaður að kjarnorku i Af þeim tveim tillögum sem einkum koma til greina hefur hin svonefnda San Blas-lelð þann kost að hún gerir ráð fyrir styztum skurði. Skurður- inn myndi liggja um það bil 70 kílómetra fyrir austan nú- verandi skurð og myndi aðeins vera 55 kflómotra langur. Sas- ardi-Morti-leiðin, um það bil 100 kílómetrum lengra f1 aust- ur, yrði hinsvegar 80 kílómetra að lengd. Miklu ódýrara yrði bó að grafa skurðinn þar. Astæðan er sú að þar væri unnt að nota kjarnorku við verkið. 25 kjam- orkusprengingar neðanjarðar myndu vinna grófasta verkið og framkvæmdirnar allar kosta um 800 milljónir dollara í stað 5,1 milljarðs að öðrum kosti. Auk þess væri unnt að grafa skurðinn á helmingi styttri tíma. Panamamenn lítt hrifnir En þótt unnt væri að leysa yárhagslegar og tæknilegar hliðar málsins er bjdrninn ekki unninn. Bandaríkjamenn sem eiga núverandi skurð geta ekki gert nýjan nema í samráði við Panamamenn, eins og vonlegt er. Annaðhvort yrðu Banda- ríikjamenn að kaupa landsvæði undir hinn nýja skurð eða gera skurðinn að nokkurs kon- ar sameiginlegu fyrirtæki sínu og Panamamanna’. En Panama- menn eru allt annað en hrifn- ir af hugmyndinni um nýjan skurð. Panama er fátækt 'land og tekjumar af skipaskurðinum er mikilsverður liður f efnahags- lífi landsmanna. Að vísu eiga Bandaríkjamenn skurðinn og hirða megnið af arðinum. En Panama fær nokkra hlutdeild í tollinum sem skipin greiða er þau fara um sikurðinn og rikið munar um minna. Auk þess hefur verulegur hluti landsmanna framfæri sitt af vinnu við skurðinn eða á svæð- inu umhverfis hann. Ef byggð- ur yrði nýr og stigalaus skurð- ur færu margir þessara manna á vonarvöl. Skurður í Kólumbíu Helzt er búizt við þvf að Panamamenn munu krefjast ta'lsverðs fjár fyrir land undir nýjan skurð. En ekki verður það þó einhlítt, þar sem Banda- ríkjamenn geta emfaldle£a hætt við að grafa skurðinn gegnum Panama. Þeim stendur sem sé til boða að grafa skurðinn í Kólumbíu, rétt fyrir austan landamærin. Það svæði sem þar er um að ræða eru svo til marmauðar mýrar. Sá skurð- ur yrði að vísu tvöfalt lengri en sá í Panama og ef kjam- orkusprengjur yrðu notaðar mimdi hann kosta 1,2 milljarði í stað 800 milljóna. En mis- munurinn er ekki svo gífur- legur í augum Bandarikja- ríkjamanna og varla fara þeir að skeyta um það þótt nokkrir Panamamenn misstu framfæri sitt þegar búið er að hafa ai þeim það gagn sem hægt ca. I I i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.