Þjóðviljinn - 21.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.09.1963, Blaðsíða 10
10 SÍUA ---------------------------------------------HÖÐVILIINN » Og fljótlega ákvad Adam að hita honum í hamsi, mestmegnis útúr leiðindum. Hann var mjög slyng- ur í rökræðum og ég þekkti eng- an sem stóð honum á sporði. Hann stóð upp þrjá daga í röð og sallaði niður kenningar sem Blake var að bera á borð — en það var enginn bardagi. — Mjög athyglisvert, herra Cramer. sagði gamli maðurinn og svo var ekki meira um það. Við fórum að fyr- irlíta hann. En einn daginn minntist Blake á það, að hann ætlaði að hafa óformlegar um- ræður heima hjá sér þá um kvöldið og hvort við hefðum á- huga á að koma. Adam hafði lít- inn áhuga á því. en við höfðum ekkert þarfara að gera, svo að við litum inn. Og þá gaf nú á að líta. — Sá Blake sem við sáum á daginn var grima. Hinn raun- verulegi Blake var gerólík per- sóna. Þessar „óformlegu umræð- ur“ voru hinar raunverulegu kennslustundir og hann ætlaði þær aðeins örfáum framúrskar- stúdentum. —■ Þama var það sem hann sýndi snilli sína og orðheppni — Adam reyndi aðeins einu sinni að láta ljós sitt skína, en komst ekki upp með moðreyk; þessi Blake var bókstaflega rafmagn- aður. Hugmyndimar flugu frá honum eins og neistar. Loks kveiktu þær í Adam. — Hvers konar hugmyndir? — Erfitt að útskýra það, sagði Haller. — 1 fyrstu var ég eins agndofa og allir aðrir. en þegar mér fór að skiljast hvað hann var að segja, þá hafði ég mig þurt. Blake var (og ég hef ekki heyrt að hann hafi breytzt) í raun og veru fasisti. að því leyti, að hann heldur þvi fram að múg- urinn sé ófær um að stjóma — þér skiljið. En hann heldur því fram að kenning fasistanna um lítinn hóp manna sem stjómar, sé í eðli sínu fjarstæðukennd hugsjón. Það er einn maður sem á að stjórna og samkvæmt kenn- ingu Blake er það betra, þótt sá maður sé harðstjóri, en nokkurt Hárgreiðslan Hárgreiðsln og snyrtistofa STEINIJ og DÓDf) Laugavegi 18 III. b. (lyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við aiira hæfi TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. hArgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — afbrigði af svonefndu lýðræði. Hitler tókst þetta næstum því, en Hitler — nú er ég að vitna í hann — var bæði óupplýstur og geðbilaður. Mussolini var greind- ur en hánn var sýndarmenni. Báðir báru þeir alltof mikla virð- ingu fyrir manninum. — Já, svo að það varð þeim að falli, sagði Link og brosti ögn. — Samkvæmt Blake, já. Hann var vanur að tala um þessa kvöldtíma sína sem „uppeldisstöð fyrir einræðisherra" — því að á því byggðust kenningar hans. Hann kom meira að segja með tillögur um aðferðir. Við skulum sjá: — Maður getur náð markinu með því að velja sér landsvæði þar sem einhvers konar ólga rík- ir — Preston Haller hikaði og leit á Driscoll sem kinkaði kolli og sagði: — Ekki hætta núna. — með því að byrja sem nei- kvætt’ afl, tala til múgsins með hátíðleik — fá stuðning sauðanna sem myndu ekki skilja eðli ein- ræðis — með því að framkvæma smáhreinsanir til að halda smærri spámönnum niðri, þannig að múgurinn yrði áfram nafn- laus og andlitslaus, gæti hann með lagni sveigt yfir f léttan fasisma og orðið einræðisherra fýrir allra augum án þess &ð nokkur hefði séð það 'gerast. — Gæsalappir lokast. Kjörorð hans voru: Notið ykkur fáfræði þeirra, undirstrikið hleypidóm- ana, gerið þá hrasdda. En auðvit- að er þetta aðeins útdráttur úr margra mánaða, viðræðum, áður en ég hætti — þetta var allt undir rós og almennt. — Verið miskunnarlausir; Það sagði hann okkur að minnsta kos'ti. — Verið miskunnarlausir! Ef þið ætlið að verða einræðis- herrar. þá tileinkið ykkur sví- virðilegustu brögð sem til eru. Svíkið, blekkið, ljúgið, stelið myrðið. Sýnið alls enga miskunn. Þá er hugsanlegt að ykkur heppnist. Hinn óþvegni múgur lifir á einum saman ótta og hatri; hleypidómarnir halda honum uppi — það er eini sttyrk- urinn. Velgengni ykkar, ipso facto, mun sýna yfirburði manns- ins. það mun lyfta honum ögn ofar dýrunum, því að hvaða skepna hefur nokkru sinni stjóm- að nema smáhópi? — Þetta er aðalinnihald bess sem Max Blake hafði að segja. Ég segi að þetta var dálítið J.ók- ið, vegna þess að fasismann sjálfan vildi hann ekki fallast á. Sumir skrifandi fastistar, gvo sem Alfredo Rocco eða Emest Renean töluðu um upphafningu mannsins; en það sem skipti máli fyrir Blake var upphafning manna á kostnað annarra. Það var hans aðalnúmer. Einn mikill maður, djöfull eða engill, sagði hann. er alveg nóg. Mannkyns- sagan er ekki um mannkynið heldur menn — og þá heldur fáa ef út í það er farið. — Jæja, Adam bað mig að halda áfram að sækja fundina. en ég hafði ekki áhuga. Skemmt- un var skemmtun og það var allt í lagi að þjálfa hugann, en þetta gekk of langt. öðru máli gegndi um Adam. Hann sagði mér að Maz Blake hefði hjálpað honum að finna það sem hann leitaði að, verkað eins og hvati á huga hans. — En þið verðið að skilja, vegna þess að ég sé hvað þið er- uð báðir að hugsa, en þetta var í aðra röndina upp á grín. Meðan við Adam vorum saman. þá tók- um við aldrei neitt í fullri alvöru — það er dálítið erfitt að koma öðrum í skilning um það. Að vissu leyti var þetta eins og með Jónasana í Sviss: við vorum í skóla, skólinn var ekki veruleiki og við gátum látið hugann sleDpa beizlinu fram að sér. Við gátum lagzt í andlegt gjálífi. vitandi, að það skipti í rauninni engu máli. Skiljið þið þetta? — Já, sagði Driscoll. — Þér trúið því kannski ekki, herra Haller, en ég var sjálfur einu sinni í háskóla. Og ég held að Link hafi gert það líka. — Fyrirgefið. ég átti ekki við neitt sérstakt. En þetta er dálit- ið ruglingslegt þegar maður lítur til baka .. Ég er að reyna að segja að þetta var að sumu leyti ekki annað en leikur. — Við Adam héldum áfram að vera vinir, þótt ég sækti ekki lengur tímana hjá Blake. Við fórum stundum saman út að skemmta okkur eða þá að við fórum niður Sunset og út á ströndina einir saman til að tala. Það var ekkert þvingandi. — En ég fór að finna á honum breytingu. Hann mátti ekki heyra Blake hallmælt og einu sinni gekk hann svo langt að segja. að ég hefði hætt í tímunum vegna þess að ég væri hræddur. Þetta var líka þáttur í leiknum og ég lét það gott heita. Nú kannski, sagði ég. Kannski kæri ég mig ekki um að verða einræðisherra. Og þá hló hann og allt komst aftur í samt lag. — En hann var breyttur. Hann virtist áhyggjufullur, ekki á sama hátt og áður, heldur á annan og dýpri veg. Einu sinni sagði hann: — Hvað getur maður gert. Pres, þegar honum hefur verið sagt það alla ævi að hann dugi ekki til neins? Þegar hann hefur að- eins fengið undirbúning undir 'mistök? — Þá er að láta sér takast eitthvað, sagði ég. Hann samsinnti þvi. — Og svo — það er ekki ýkja langt síðan — kom hann til mín og vakti mig um nótt og sagðist vera að fara burtu. Hann hætti námi aðeins fáum mánuðum fyr- ir prófið. f fyrstu hélt ég að hann væri að gera að gamni sínu. En ég sá fljótlega að svo var ekki, svo að ég reyndi að fá hann ofanaf þessu. Hann vildi ekki hlusta á mig og vildi ekki gefa mér neina vísbendingu um hvert hann væri að fara og hvers vegna. Hann sagði bara, að hann hefði komizt að því hvað hann gæti gert, og hvað sem ég heyrði um hann, Þá skyldi ég trúa því, — Vegna þess að það verður sannleikur. Pres, sagði hann. Og svo bað hann mig að lána sér byssuna mína. Ég fékk honum hana og sýndi honum hvernig átti að nota hana, vegna þess að ég trúði því ekki enn að honum væri alvara. — Hann fór þessa sömu nótt. — Ég hef ekki heyrt frá hon- um síðan, nema það sem ég hef lesið í blöðunum. Preston Haller spennti greioar og losaði á víxl og stundarkom sátu mennimir þrír þegjandi og hlustuðu á suðið í loftkælingar- tækjunum. Driscoll rauf fyrstur þögnina. — Yður en enn hlýtt til hans, er ekki svo? Preston Haller sagði: — Jú, en það verður að stöðva hann. Not- ið það sem þér viljið af þessu .. — Það er kannski um seinan að flæma hann alveg burt þaðan. sagði Driscoll. — En við ættum að geta áorkað einhverju. Annars á það ekki að vera mitt hlutverk: ég á bara að skrifa grein um pilt. En greinin getur haft tölu- verð áhrif á áætlanir hans. Herra Haller. má ég ekki spyrja yður nokkurra beinna spuminga? f fyrsta lagi: Fór Adams Cramer nokkum tíma út með blökku- stúlkum svo að þér vissuð til? Preston Haller svaraði: — Já. Oft. — Eru stúlkumar vísar? Getið þér gefið mér nöfn þeirra? — Það held ég. — önnur spuming: Meðan þér þe’íktuð Cramer, lét hann þá nokkum tíma í ljós svertingja- hatur eða andúð á jafnrétti? — Nei, aldrei. — Og það mætti því ætla, að hann sé að gera þetta af per- sónulegum ástæðum, ef ■ívo mætti segja;.hann sé í rauninni ekki mótfallinn samskólagöngu; að þetta sé allt liður í tilraun til að sanna utandagskrár kenningar háskólaprófessors. — Ég held það sé ekki svo ein- falt, sagði Preston Haller. — Ég er viss um að það býr eitthvað meira undir. Driscoll sagði: — Já. við erum búnir að ræða nokkuð af því. Hann tók fimm-dollaraseðil úr veski sínu og greiddi reikninginn. Síðan gengu þeir út úr dimmri krónni, út í heitt, hvítt sólskinið. Framhjá röðum af kofum og brotnum leikföngum; fraanhjá ruslahaugum sem flækingshund- ar rótuðu í, fúnum viði, trosn- uðum .þvotti á ryðguðum vír- stögum, framhjá feitum og ör- óttum mönnum sem stóðu á götuhomum og hlógu í þungu og þykk.u loftinu gekk hann,- og honum fannst sem margar klukkustundir væru liðnar, þótt það gæti auðvitað ekki verið. Ég ætti að fara til baka, hugs- aði hann. . Ég á ekkert erindi hingað. En einhverra hluta vegna hafði kyrrðin á sjúkrahúsinu, hljáðlátu hjúkrunarkonurnar, augnaráðin, orðið óþolandi og hann hafði þotið út allt í einu og skundað inn i þennan hluta af Farragut, þar sem sagt var að rottur ætu barnslík, þar sem konur seldu óþvegna líkami sína fyrir slikk, þar sem karl- menn báru ör og trúðu á voofdoo. Ég á ekkert erindi hingað. En Jói vissi að það var ékki alveg rétt. Því að meðan hann stóð í litla herberginu og dökka andlitið var um það bil að hverfa, hafði hann heýrt rödd: Farðu út að ganga, drengur. Farðu í Jeremiah-stræti. Sjáðu bað sem þar er að sjá. Siáðu fólkið þitt. Komdu svo aftur. Það er tími til þess! „Hæ, Jim, áttu smók?“ Hann sneri sér við og horfði framan í gamlan svertingja í bláum, tvíhnepptum fötum, með breitt slifsi og svitastokkinn gráan hatt. Maðurinn var drukkinn og skítugur. „Áttu sígarettu handa Sonna?“ Jói stakk hendinni niður i vasann og tók upp pakka af Pall Mall. ’ 'ðurinn tók eina af sígarettunum og reyndi að kveikja í henni. f myrkrinu sá Jói að hann var með ör og þrút- in merki á hörundinu. „Viltu skemmta þér?“ sagði maðurinn. Þegar tveir aðilar deila am Um hvað er deilt? eitthvað, Andrés frændi, Brauðsamloku með kjöt- Ilvorum bcr hvað? sneiðina út af öðrum megin. Það er ekki reiknað með Settu kjötsneiðina jafnt þriðja aðilanum. beggja megin. Laugardagur 21. september 1963 S KOTTA Það er allt í lagi að bjóða honum til miðdegisverðar Eg Iét hann bæta á sig við pylsuvagn rétt áðan- Sendisveinn! Okkur vantar sendisvein nú þegar Sjóvátryqqilffiiag íslands Sölubörn! - Sö/ubörn! Mætið við eftirtalda skóla á morgun (sunnudag) kl. 10 f.h. og seljið merki og blað Sjálfsbjargar. Miðbæjar, Austurbæjar, Breiðagerðis, ísaks, Hlíð- ar, Laugalækja, Langholts, Mela, Laugames, Voga, Mýrarhúsaskólanum nýja, Vesturbæjar- skóla og skrifstofu Sjálfsbjargar að Bræðraborg- arstíg 9. , f KÓPAVOGI: Kópavogs og Kársnesskóla. Góð sölulaun Góð söluverðlaun. SJÁLFSBJÖRG Sendisveinn óskast strax. Afgreiðslu Þjóðviljuns Sími 17 500 Bifreiðaleigan HJÓL Hverfisgötu 82

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.