Þjóðviljinn - 21.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.09.1963, Blaðsíða 7
Mðdan XÍHATUNA Domdrinq KAL/MANTAN^ i (BORNBO) ^ Pontiandk NGKA r*' . Pdlðtnbdng; Bandjermasin IAKARTA' indunq Q._- r.SurdbrfilA^' Laugardafiur 21. september 1963 ÞlðSVIlJINN SIÐA 1 ELDSKIRN MALAJSIU OG UPPLAUSN SEATO Gamall og vinsæll sidur er að kynda bál við hátíöleg taekifaeri, en aðrar eins brenn- ur og farið hafa fram undan- fama daga vegna stofnunar ríkisins Malajsiu í Suðaustur- Asíu hafa ekki sézt í manna minnum. Sjálfan stofndag hins nýja brezka samveddisríkis gerðu menn í höfuðborginni Kuala Lumpur á Malakkaskaga sér dagamun á þann hátt að brenna til grunna sendiróðs- byggingu Indómesiu. Sjélfur forsaetisráðherra hins nýja rik- is, Tunku Abdul Rahman, tók þátt i fagnaðinum með því að troða undir fótum i skjaldar- merki Indónesíu sem brotið hafði verið niður af sendiráðs- byggingunni. Á miðvikudag var röðin komin að Indónesum að skemmta sér. Malajsíusendi- ráð var ekkert til að brenna, en í þess stað var kveikt í glæ- nýju sendiráði Breta, enda eru það þeir sem hafa haft allan veg og vanda af að koma á laggimar nýju riki, þar sem dreifðar nýlendur þeirra á þessum slóðum eru sameinaðar í eitt. Brezki sendiherrann sem varð fyrir barðinu á brennufús- um Indónesum er gamall kunn- ingi okkar Islendinga, Gilchrist sá hinn skozki sem hér var sendiherra meðan landhélgis- deiilan var hvað hörðust og fékk þá nokkrar steinvölur inn um gluggana í sendiherrabústaðn- um við Laufásveg. Maiajsía er búin til úr fjór- um gömlum nýlendum Breta. Sú stærsta og fjölmenn- asta er suðurhluti Malakka- skaga og hefur verið sjálfstætt samveldisland nokkur undan- farin ár. Þar ráða furstasettir Malaja mestu um landsstjóm í náinni samvtínnu við brezk námufélög og plantekrueigend- ur. Annar aðili að Malajsíu er milljónaborgin Singapore, frá fomu fari öflugasta herstöð Breta i Suðaustur-Asíu. Singa- pore hefur um skeið haft sjálf- stjóm í innanlandsmólum. en Lee Kuan Yew forsætisráð- herra átti á síðasta óri í vök að verjast fyrir vinstri sinn- uðum flokkum sem krefjast sjálfstæðis borginni til handa. Várð Yew þá fyrstur manna til að stinga upp á stofnun Mal- ajsíu. Fyrir honum vakti fyrst og fremst að slá vopnin úr höndum stjórnmálaandstæðinga sinna í borgríkinu án þess að þurfa að troða illsakir við Breta og stjórnina í Kuala Lumpur. Bretum er mest í mun að halda flotastöð stnni í Singapore, og fyrir því er séð á þann hátt að hemaðarbandalag Bretlands við Malaja færist yfir á allt hið nýja ríki. Þar með er Bret- um heimiluð herseta í Singa- pore næstu 3 óratugina. En Tunku Abdul Rahman og fé- lagar hans í stjóminni í Kuala Lumpur voru ófáanlegir til að taka við Singaporeborg, einni sér undir þak sama ríkis. Ástæðan er að á Malakkaskaga eir öfl- ugur þjóðernisminnihluti Kín- verja, og í Singapore eru Kín- verjar í miklum meirihluta. Yew er sjálfur af kínverskum ættum. VæH Ma,laja og Singa- pore slegið saman í eitt gat svo farið að Kínverjar, sem fjölgar örar en Malajum, kæm- ust brátt í meirihluta í slíku ííki. Indónesisk fallhlífasveit á hergöngu í aögerðum gegn uppreisn- armönnum á Súmiltru fvrir nokkrum árum. Konungshjón Malaja við hátíðahöldin í Kuala Lumpur daginn sem Malajsía var stofnuð. Við því sá Yew með því að .leggja til að þrjár brezkar nýlendur á Norður-Borneó, að mestu byggðar Malajum, fylgdu Singapore í hið nýja ríki. Þar með var meirihluti Malaja tryggður um fyrirsjá^nlega framtíð og fundin lausn á þvi vandamóli Breta hvað gera ættí við þessa þrjá landskika, sem ekki höfðu bolmagn til að standa á eigin fótum þótt allir væru lagðir saman, hvað þá heldur hver í sínu lagi. Brezka stjórnin og stjórn Malaja féll- ust líka í snatri á tillögu Yew, en þar með var efnt til deilu við tvö ríki, sem bæði gerðu til- kall til Norður-Borneo. Filipps- eyja og Indónesíu. Krafa Fil- ippseyinga til yfirróða yfir skika af eynni byggist á göml- um samningum fró því eyjam- ar voru nýlenda Spónverja. Krafa Indónesíu er hinsvegar stúdd landfræðilegum og þjóð- ernislegum rökum. Mikill meiri- hluti Borneó, sem Indópesar nefna Kalimantan, tilheyrir Indóne&íu, og Indónesíustjóm segir það fjarstæðu að Játa gamla skipíiegu eyjarinnar fró því Bretar og Hollendingar ! réðu sínir hvorum hlutanum verða til þess að skilja strand- lengjuna í norðri frá megin- hluta eyjarinnar til frambúðar, ekki sízt þar sem gömlu ný- lendumörkin fylgja engri marka- línu milli þjóð; Djakar búa jafnt sunnan þeirra og norðan. Bretar ásamt skjólstæðingum sínum Rahman og . Yew höfðu búizt við andstöðu Ind- ónesa, en kröfur Filippseyja- stjómar til Norður-Borneó komu þeim á óvart. Bretland og Filippseyjar eru að nafninu til bandamenn í Suðaustur-Asíu- bandalaginu og komið var til , leiðar, að foru&tumenn Filipps- eyja, Malakka og Indónesiu hittust í Manilla, höfuðborg Filippseyja. Árangur þess fund- ar var beiðrn til Sameinuðu þjóðanna að láta fara fram at- hugun á viðhorfli landsmanna á Kort af Malajsíu og vesturhluta Indónesíu. Kortið er tekið úr ítölsku blaðl svo nöfn eru á ítölsku (Giava—Java). Norður-Bomeó til aðildar að Malajsíu. Þátttaka Singapore í stofnun hins nýja ríkis hafði verið samþykkt í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem Yew forsæt- isráðherra lét fara fram eftir að búið var að varpa nokkrum tugum forustumanna stjórnar- andstöðunnar I fangelsl. Rah- man féllst á aö fresta stofnun Malajsíu um hálfan mánuð meðan rannsóknamefnd S. Þ. starfaði. Brátt komu upp deil- ur um framkvæmd rannsóknar- innar, og lauk þeim svo að Indónesía og Filippseyjar lýstu yfir að rikin gætu með engu móti tekið mark á niðurstöð- um hennar og myndu því ekki viðurkenna Malajsiu, Meðan á þessu þrefi stóð gekk eiti af þrem ríkjum á Norður-Bomeó úr skaftinu. soldóninn í Brun- ei, sem er brezkt vemdarsvæði én ekki krúnunýlenda, lýsti þvi yflir að hann viidi hvergi koma nærri stofnun Malajsíu. Rannsóknarnefnd SÞ komst að þeirri niðurstöðu að rneirihluti íbúa í Sarawak og Norður-Bomeó væri hlynntur stofnun Malajsíu, en áætlaði meirihlutann nauman i Sara- wak, þar sem uppreisn var gerð í fyrra gegn nýlendu- stjóm Breta. Var Malajsía stofnuð á þriðjudaginn með þeim eftirköstum í Kuala Lumpur og Djakarta, sem áður er lýst. Þrátt fyrir sendiráðs- brennumar er ekki mikil hætta styrjöld út af Norð- ur-Borneó að svo stöddu, en talið er víst að Indónesar styðji andstæðinga Malajsíu í Sara- wak til að halda uppi skæru- hernaði í fjallahéruðunuxn, þar* sem uppreisnarmenn sem kom- ust undan hersveitum Breta hafast við. Með stofnun Malajsíu er rek- inn enn einn nagli í lik- kistu Suðaustur-Asiu bandalags- ins, sem Dulles stofnaði á sín- um tima til þess að umkringja Kína. SEATO-rikið Filippseyj- ar og hlutlausa ríkið Indónes- ía standa saman gegn Malajsíu, þar sem helzta flotastöð SEA- TO er niður komin. Bretland og Bandaríkin eru meglnstoðir SEATO og Malajsía hefði aldr- ei verið stofnuð án þeirra full- tingis. Kina tekur eindregið undir álit Indónesa og Filipps- eyinga að stofnun Malajsíu sé skýrt dæmi um nýlendustefnu í nýrri mynd. þar sem gamalt nýlenduveldi ráðstafar rflcja- skipun að eigin geðþótta án tillits til legu landa og þjóð- emis íbúanna. Dvol brezkra hersveita í öllum hlutum Mal- ajsíu og tök brezkra auðfólaga á atvinnulífi rikisins er líka hvorttveggja í bezta samræmi við starfshætti nýlendustefn- unnar nýju. Framtíð Malajsíu véltur einkum á því hverju fram vindur í sambúð Kínverja og Malaja á Malakkaskaga og i Singapore. Bretar og stjóm- endur hins nýja rikis segjast vera að búa í haginn íyrir að kynþættirnir tveir gett lifað í sátt og samlyndi, en máikill hluti Kínverja, einkum í Singa- pore, lítur svo á að stofnun Malajsfu sé bragð Breta og yf- Framhald á 5. síðu. ! ! I * I Dr. Haye W. Hansen sextugur Sjálfsmynd. Sextugur er í dag dr. Haye Walter Hansen, þýzkur myndlistarmaður og fomfræðingur, sem ís- lendingum er vel kunnur, því hér hefur hann dval- izt langdvölum á undan- förnum árum og hald- ið sýningar á verkum sínum. Dr. Hansen gistir einnig ísland nú , á sex- tugsafmæli sínu. Haye Hansen stundáði nám í fomleifafræði en lauk jafnframt prófi við Listaskólann í Hamborg. Síðan hefur hann tvinn- að hugðarefni sín saman; áhugi hans á þj.óðminj- um ræður einatt vali myndarefna hans. Sá á- hugi hefur einnig vísað honum leiðir til Skandi- navíu, írlands, Færeyja og íslands i könnun á hugðarefnum sínum, auk þess sem hann hefur feröazt mikið í heima- landi sínu og um suð- lægari lönd, Hann hefur skrifað fjölmargar grein- . ar, haldið erindi og rit- að bækur, sem hann myndskreytir sjálfur. Þannig kom á s.l. ári út hér í Reykjavík ritgerðin „Bæir og kirkjur á ís- landi”, en þaö er hluti úr óprentaðri bók hans „ísland frá víkingaöld til nútíðar", en hún hefur að geyma jarðfræðilegar, landfræðilegar, sögulegar og atvinnulegar lýsingar á^ íslandi að ógleymdum þjóðminjunum. Dr. Haye W. Hansen hefur haft sýningar á myndlist sinni víða um lönd, sex sinnum hér á landi. í Reykjavík einni hefur hann sýnt 170 olíu- málverk, 240 teikningar, 30 svartlistarmyndir og 10 vatnslitamyndir. — x. OTr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.