Þjóðviljinn - 24.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.09.1963, Blaðsíða 4
 4 SlÐA Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.j, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður' VI Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. Vísir ofstækur |7yrir kemur að birtast í blöðum greinar svo ger- * sneyddar heilbrigðri skynsemi að þær skera sig úr venjulegu lesmáli. Nazistablöðin, bæði er- lendis og hérlendis, máttu heita öll skrifuð í þess- um stíl. Hver sem flettir íslenzku nazistablöðun- um, blöðum hreyfingar Birgis Kjarans, Ólafs Pét- urssonar og félaga, mun furða sig á því hve of- stækið er skefjalaust og einrátt, engin tilraun gerð að skírskota til heilbrigðrar skynsemi les- enda. Samkvæmt hinum viðurkenndu þýzku fyr- irmyndum er öskrið eitt og ofstækishrinurnar látnar duga. Clíkar greinar eru sem be'tur fer orðnar fátíðar í ^ íslenzkum blöðum, en þó virðist ritstjóri Vísis vera að reyna að endurvekja þennan stíl í for- síðuöskri á laugardaginn var. Þar er því lýst með æsiþrungnu orðavali að blað rússneska hersins hafi gert „hatrama árás“ á utanríkisstefnu stjórn- ar Ólafs Thors, að greinar „Rauðu stjörnunnar“ séu birtar „að undirlagi rússneska sendiráðsins hér á landi“, að fréttamaður fréttasfo'funnar Tass hafi framið þann höfuðglæp gegn íslenzku þjóðinni að senda fréttir af því sem staðið hefur í íslenzkum blöðum undanfarið! Um þessi atriði er ’fjallað af þvílíkum ofsa í málgagni íslenzku rík- isstjómarinnar, að lesandi gæti hæglega búizt við að næsta dag sliti ríkisstjórn Ólafs Thors stjórn- málasambandi við Sovétríkin! Og svona til bragð- bætis er látin fylgja mynd af Magnúsi Kjartans- syni ásamf Aleksandroff sendiherra, úr blaða- mannaboðinu sæla þar sem ritstjóri Vísis mun ha'fa notið allrar sömu gestrisni og ritstjóri Þjóð- viljans!, Cjálfsagf er ritsfjóra Vísis alveg eins ljóst og ^ hverjum öðrum að herstöðvar Bandaríkjanna erlendis hafa ekki verið neitt leyndarmál eða feimnismál í umræðum heimsblaða frá því stríði lauk né heldur á alþjóðaráðstefnum. Ekki hafa blöð né stjórnmálamenn á Vesturlöndum tal- ið sér óviðkomandi umræðuefni þær herstöðvar sem Sovétríkin hafa haft utan landamæra sinna frá stríðslokum. Hernaðarstórveldi heimsins ræða slík mál fyrir opnum fjöldum og hugsanlegar af- leiðingar þeirra, og eru herstöðvarnar á íslandi þar ekki undanskildar. Það er heldur ekkert leyndarmál né feimnismál hverjar hættur her- stöðvarnar á íslandi baka íslenzku þjóðinni, um það má meira að segja fá margan fróðleik úr skýrslum starfsmanna hins opinbera á íslandi, svo sem frásögn dr. Ágústs Valfells. Á þetta er bent að gefnu tilefni, það er leiðinlegt að sjá blaði eins og Vísi þrýst niður á siðgæðisstig blaða naz- istahreyfingarinnar íslenzku eins og í forsíðu- skrifinu á laugardaginn, og þessum línum er ein- ungis ætlað að vera varnarorð fyrir heilbrigðp skynsemi í íslenzkri blaðamennsku. — s. ----------- HÓÐVILJINN ------ Tvö lið Akurnesinga í eldinurr Þriðjudagur 24. september 1963 A-liðið vann Fram en B-liðið tapaði naumlega fyrir meistaraliii KR Það var mikið um að vera hjá Akurnesingum á sunnudaginn, tvö lið frá þeim léku í bikar- keppninni, og sigraði a-liðið Fram, en b-liðið tapaði naumlega eftir hetjulega baráttu, fyrir íslandsmeisturunum KR. Báðir leikimir fóru fram á Melavellinum. Leikur Akraness og Fram bar þess vægast sagt engin merki að um úrslitaleík væri að ræða en eins og kunnugt er að þá er hver einstakur leikur nokkurskonar úrslita- leikur í Bikarkeppninni þar sem það liðið sem tapar er úr keppninni. Nei, það var ekki mikil barátta í þeim leik og er það furðulegt að leik- menn geta leyft sér að eiga Skagamenn voru á öðru máli og virtist lítið sem ekkert vera á þeim að sjá. Um upp- gjöf var ekki að ræða í liði þeirra. Það var á 62. mínútu sem Skagamenn settu annað mark er þeim var dæmd víta- spyma vegna þess að Bjami Fel. sló knöttinn. Bórður Jónsson skoraði örugglega með föstu skoti út við stöng, 2:1. í liðssveitum Akurnesinga á sunnudaglnn vora þessar frægu kempur, sem allir kannast við. Frá vinstri: Þórður, Donni og Rikki. — (Ljósm. Bj. Bj.). Ellert átti skömmu síðar hættulegan skalla í stöng og var nú skammt stórra höggva á milli. Átta mínútum fyrir leikslok setja Akurnesingar sjálfsmark og stuttu síðar ökorar - Sigurþór sigurmark KR eftir klaufalegar varnar- aðgerðir Sgagamanna. Þannig sluppu KR-ingar „fyrir hom“ Þýðingarlaust að kæra Þjálfari KR, Sigurgeir Guð- mannsson, sagði eftir leikinn: „Þetta kallar maður að sleppa fyrir horn“, og vom það orð að sönnu. Akumesingar vom harðir í hom að taka og ætluðu auð- sjáanlega að selja sig fullu verði enda börðust þeir allan tímann, eða þar til að út- haldið fór að gefa sig nokkm fyrir leikslok. nokkuð óvænt i opið tæki- færi á markteig á 12. min. en hann var ekki viðbúinn, því þetta bar svo brátt að og spyrnti Gunnar hátt yfir. Ell- ert átti stuttu síðar gott skot í þverslá og niður, og urðu menn ekki á eitt sáttir um það hvar knötturinn hefði lent, fyrir innan marklínuna jafn náðuga daga undir slík- um kringumstæðum. Akurnesingar léku undan snörpum vindi í fyrri hálfleik, en ekki voru þau mörg tæki- færin sem þeir gátu skapað sér. Tvívegis hafnaði knöttur inn í hliðarnetinu og í eitt skiptið gat Sigurður Einarsson bjargaði á marklínu, en knötí- urinn stefndi í markið. En það kom að því að Skaga- menn skomðu og var þar að verki hinn góðkunni Þórður Þórðarson, sem skoraði úr hálfgerðri þvögu af stuttu færi eftir hornspyrnu. Strax eftir hlé jafnar Hall- grímur Scheving fyrir Fram með föstu skoti af vitateig, óverjandi fyrir Helga Dan. Stuttu síðar átti Hailgrim- ur aftur hörkuskot að marki en knötturinn hafnaði í þver- slánni. Akurnesingar fóm nú held- ur að færa sig upp á skaftið og smátt og smátt náðu þeir tökunum á leiknum og undir lokin var sigur þeirra orðinn allstór. Það var Ingvar sem setti annað markið (32. mín), er hann renndi knettinum á milli fóta Geirs sem kom út á móti en Ingvar skoraði lag- lega. Þriðja markið kom á 40. mín. er Ingvar lagði knöttinn til Skúla, sem skoraði í autt markið þar sem Geir hafði hlaupið á móti Ingvari. Fjórða markið kom rétt fyr- ir leikslok, Þórður Þ. sendi knöttinn fram til Skúla sem óvaldaður lék upp að mark- inu og skoraði auðveldlega. 4:1. Magnús Pétursson dæmdi leikinn yfirleitt þokkalega. Akranes (B) — KR 2:3 B-lið Akraness kom hressi- lega á óvart í leik sínum gegn íslandsmeisturunum en það tók KR nokkuð á aðra klukkustund að ná yfirhönd- inni í leiknum. Fram að þeim tíma höfðu B-liðsmenn Akra- ness oft á tíðum leikið „meist- arana“ grátt og það svo að á- horfendum var ekki farið að Mtast á blikuna. Settu þá Skagamenn sjálfs- mark og eftir það varð leið KR-inga greiðari að markinu enda voru Skagamenn orðnir aðeins 10 þar sem einum leik- manni þeirra varð að vísa af leikvelli vegna háskaleiks. Fyrri hálfleikur 1:1 Akumesingar voru strax í upphafi ákveðnir í leik sínum og ekki leið á löngu þar til mark KR varð í hættu. Skot framhjá stöng og naumleg björgun Heimis kom í veg fyrir að fyrsta markið yrði skorað á fyrstu mínútunum en. áfram héldu. Skagamenn að berjast og það svo að hinir leikreyndu KR-ingar náðu ekki upp neinum samleik, sem um munaði. Gunnar Felixson komst eða á henni, en leikurinn hélt áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Um miðjan hálfleik hrærir Þórður Jónsson tals- vert í vörn KR-inga og leggur síðan knöttinn fyrir Halldór Sigurbjömsson (Donna) sem skoraði með glæsilegu skoti af vítateig óverjandi fyrir Heimi. Rétt fyrir leikhlé jafna svo KR-ingar leikinn en það var Sveinn Jónsson sem renndi knettinum í autt markið, því markv. var ekki til staðar. Síðari hálfleikur Var nú almennt búizt við því að hinir æfingalausu Ak- urnesingar sem „hóað“ hafði verið saman til þessa leiks væru hreinlega búnir með út- haldið og KR-ingar tækju brátt leikinn í sínar hendur. Eftir leikinn var nokkuð um það rætt hvort ekki væri hægt að kæra þennan leik þar sem dómarinn Guðmundur Axels- son hafði ekki landsdómara- réttindi. Auglýstur dómari Baldur Þórðarson var ekki full hraustur og treysti sér ekki til að dæma leikinn, og fékk því fyrir sig næsta til- tækan dómara sem var Guð- mundur. Það er æskilegt að dómarinn hafi landsdómara- réttindi en það er ekki skylda. Þar af leiðandi er Guðmundur löglegur í þessu tilfelli. Ann- ars dæmdi Guðmundur furðu vel þar sem þetta er hans fyrsti stóri leikur og grófur var hann á köflum. En Guð- mundi tókst ágætlega leik- stjórn. h. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Kennsla hefst föstudaginn 4. október. Kenndir verða samkvæmisdansar og barnadansar. Flokk- ar fyrir börn, unglinga og fullorðna (einstak- linga og hjón). — Byrjendaflokkar og fram- haldsflokkar. — Nemendur þjálfaðir til þess að geta tekið heimsmerkið í dansi. REYKJAVÍK: Innritun í síma 1-01-18 og 3-35-09 frá 2—7 dag- lega. — Upplýsingarit liggur frammi í bóka- verzlunum. KÓPAVOGUR Innritun í síma 1-01-18 frá 10 f.h. til 2 e.h. og 20 til 22 daglega. HAFNARFJÖRÐUR: Innritun í síma 1-01-18 frá 10 f.h. til 2 e.h. og 20 til 22 daglega — ATH.: Hald- in verða sérstök námskeiö fyrir nemendur barnaskólanna og gagnfrœðaskól- ans og veröa þau auglýst síöar. KEFLAVÍK: Innritun í síma 2097 frá 3 til 7 daglega. i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.