Þjóðviljinn - 24.09.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.09.1963, Blaðsíða 10
Mikil þátttaka í góðaksturskeppni Færeyskirblaðamenn á vegum FÍ í Reykjavík Eftir ítrekaðar tilraunir komust færeysku blaðamennimir, sem Flugfélag íslands bauð hing- að, loks til Reykjavíkur sl. sunnudagskvöld. Hafði þá margsinnis orðið að fresta för þeirra frá Fær- eyjum. Það var slæmt veður sem fyrst og fremst olli töfinni á komu faereyslcu blaðamannanna til landsins. Var upphaflega gert ráð fyrir að þeir sem kæmu hing- að með áæthinarvélinni fyrra föstudag og síðan á föstudaginn, en ekki var ferðin farin fyrr en á sunnudaginn, eins og fyrr var sagt. Halda heim f dag. f gærmorgun fengu færeysku biaðamennimir tækifæri til að skoða noklcuð Reykjavíkurborg en skömmu fyrir hádegi héldu forráðamenn Flugfélagsins fund með þeim. Hádegisverð snæddu Færeyingamir svo með stjóm Blaðamannafélags fsflands og blaðafulltrúa utanríkisráðuneyt- Kjaramálaráðstefna bæjarstarfsmanna Dagana 20. — 22. september 1963 var á vegum B.S.R.B. hald- in í Reykjavik þriðja ráðstefna bæjarstarfsmanna á þessu ári. Sátu hana fulltrúar frá félögum bæjarstarfsmanna, er aðild eiga að B.S.R.B. og úr stjórn banda- lagsins. Ráðstefnan vann að undirbún- inki kjarasamninga bæjarstarfs- manna. Þrjú félög hafa þegar náð samningum við borgarstjórn Reykjavíkur en önnur eiga í samningaviðræðum við hlutað- eigandi bæjarstjómir. Á ráðstefnunni voru kröfur fé- laganna samræmdar úrskurði Kjaradóms og þegar gerðum kjarasamningum borgarstarfs- manna í Reykjavík. Kröfumar fjalla um skipun starfsmanna í launafl.. vinnu- tíma og önnur starfskjör. rétt- Níu aflahæstu síldarskipin sl. laugardag Samkvæmt síldveiðiskýrslu Fiskifélags fslands höfðu 9 skip aflað yfir 20 þúsund mál og tunnur á miðnætti s.l. laugardag og þar af hafði eitt skip, Sigurpáll frá Garði fengið yfir 30 þús. mál. Röð skipanna er þessi: Sigurpáll, Garði, 30.639 Guðm. Þórðars. Rvík 29.124 Sig. BjamarS. Akure, 27.272 Grótta, Reykjavík, 23.392 Jón Garðar, Garði. 22.650 Ól. Magnúss., Akure. 21.953 Helgi FIóv., Húsav. 21.849 Helgi Helgas. Vestm. 21.691 Oddgeir, Grenivik 20.661 indi og skyldur starfsmanna og endurskoðun á reglum um láf- eyrissjóði til samræmis við ný- sett lög um lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. Tvö brunaút- köll í qœr Klukkan tæplega 10 í gær- kvöld kviknaði í skúr við tré- smíðaverkstæði á Tómasarhaga 9. fkveikja varð útfrá olíukynd- ingu og brann skúrinn að mestu. Eldur komst ekki í trésmíða- verkstæðið. Skömmu eftir hádegi var slökkviliðið kvatt að bílaverk- stæði á Suðurlandsbraut 11. Þar hafði kviknað í vél bíls, sem bar var til viðgerðar. Vélin logaði að utan. en eldurinn var ekki mikill og varð fljótt slökktur. Loks er að geta bess að skömmu áður en bílbruninn varð, var slökkviliðið kvatt að trésmíðaverkstæði við Hallar- múla 1, en þar hafði kviknað í spónum. Frumsýningunni var forkunnar- vel tekið Frumsýningu Þjóðleikhússins á leikrtití Brendans Behans „Gísl“ var fbrkunnarvel tekið á laug- ardagskvöldið. Leikendur og leik- stjórinn MacAnna frá Dyflinni voru kallaðir fram á sviðið hvað eftin annað í iteiiksllöla — Vegna þrengsla í bJaðina í ðag verður leikdómur Ásgeirs Hjart- arsonar að bíða nassta blaðs. isins, en eíðdegis í dag bauð Flugfélagið þeim í kynnisferð austur fyrir f jall, til Hveragerðis, Þingvalla og víðar. Færeysku blaðamennirnir hallda heimleiðis með áætlunar- flugvélinni í dag, en það er síð- asta reglubundna flugferð Flug- félags íslands til Fyreyja á þessu hausti. Tveir þingmenn með i förinni. Blaðamennimir færeysku era frá 4 blöðunum í Þórshöfn og færeyska útvarpinu: Georg Sam- ueilsen frá Dimmalætting (Sam- bandsfiokkurinn), Knut Wang frá Dagblaðinu (Fólkaflokkurinn), Marius Johannesen frá Tinga- krossur (Sjálvstýrisflokkurinn), Karlbek Mouritzen frá Sósialur- inn (Jafnaðarmannafl. — sós- íaldemokratar) og Niéls Jul Arge frá færeyska útvarpinu. Til viðbótar var boðið mönn- Um frá Þórshafnarblaðinu 14. scptember (Þjóðveldisflokkurinn) og Klakksvíkurblaðinu Norður- lýsið, en þeir gátu ekki þegið boðið. Með blaðamönnunum er og í förinni fuHtrúi Flogfelags Föroya. Hugo Fjordoy. Þess má geta, að 2 færeysku blaðamannauna eiga sæti á Lög- þinginu, þeir Knut Wang þing- maður Fólkaflokksins, sem jafn framt er formaður fjárveiting- amefndar færeyska lögþingsins, og Marius Johannesen þing- maður Sjálfstýrisflokksins. Færeysku blaðamennimir ásamt fulltrúa Flugfélags íslands. Frá Marius Johannesen (Tingaliross- nr) og Knut Wang (Dagbladet), — Ljósm. Þjóðv. A. K. i, Nína Sæmundsson Bindindisfélag ökumanna efndi til svonefndrar góðaksturskeppni hér í Reykjavík s.l. laugardag. s.vcinfn _ Sæmnnds.son Þótti keppni þessi takast með ágætum og var 25 blaðafulltruii F.I., Georg Samuel- . .. . j, , 3 3 biireiðum steínt tu keppninnar, eða eins morgum £T2E «k voru aS hafa moS henni. Úlfar Voikswagen, og hefur sá <S>- Keppni þessi gekk ágætlega fyrir sig og þótti þó dragast nokkuð á langinn, enda þurftu ökumenn keppnisbílanna margt að varast. Voru lagðar fyrir þá ýmis konar gildrur, sem áttu að gefa til kynna athyglisgáfu þeirra viðbragðsflýti og aksturs- hæfni. Veitt voru sex verðlaun fyrir beztan akstur. Hlutu þeir sem beztum árangri náðu í keppninni fæst stig, þannig að óaðfinnanlegur akstur gaf 0 stig, en síðan reiknuð stig fyrir hverja villu sem fundin var i akstrinum. Tveir keppenda sköruðu fram úr öðrum hvað aksturs- hæfni snerti, þeir Ómar Ragn- arsson stud.jur. Austurbrún 2 og XJlfar Sveinbjömsson magnara- vörður Óðinsgötu 2. Ómar ók bif- reið af gerðinni NSU Prins, en Nína Sæmundsson opnar sýningu Síðastliðinn Iaugardag opnaði Nína Sæmundsson málvferkasýn-' ingu í Bogasal Þjóðminjasafns- Sns. Er þetta þriðja sýning Nínu hér á landi, en áður hefur hún sýnt víða eriendis. Nína sýnir í þetta sinn 28 olíu- málverk, auk þess fjórar ögg- •myndir. Nína er löngu víðkunn- ur listamaður, bæði af högg- myndum sýnum og málverkum. Meðal annars hélt hún mikla sýningú á Chárlöttenbórg fyrir þrem árum, og hlaut ágæta dóma. Nína hefur um árabil verið bú- sett erlendis, lengst af í Ameríku. Ein af höggmyndum Nínu prýðir Reykjavik, er það myndin Móð- urást, sem stendur við Lækj- argötu. Sýning Nínu verður opin í tíu daga. síðarnefndi áður unnið verðlaun í góðaksturskeppni, sem Bind- indisfélag ökumanna hefúr geng- izt fyrir. Ómar hlaut 55 stig en Olfar 66 Aðrir sem verðlaun hlutu voru Kristján Friðjónsson, Kópavogsbraut 59, Zaab, 69 stig. Jón R. Sigurðsson, Stórholti 32, Ford, 71 stig, Jóhann Kristjáns- son, Þingholtsstræti 7 Zaab, 76 stig og Jón Hjaltason. Hátúni 19, Fíat 1800, 78 stig. Svar Sovétríkjanna til Kínverja: Sósíalismanum er hagur friði en ekki köldu stríði að MOSKVU 23/9. Um helgina birtu Moskvublöðin svar Sovét- stjómarinnar við orðsendingu Pekingstjómarinnar frá 1. sept- ember. í svarinu er deilt haið- lega á Kínverja fyrir viðleitni þeirra til að koma sér upp eigin kjarnavopnum. Sovétstjórnin segir að slík útbreiðsla kjarna- vopna myndi einungis magna kalda stríðið um allan helming, en Kínverjar þurfi ekki að ótt- ast um öryggi sitt þar sem þeir njóti góðs af vopnastyrk Sov- étríkjanna, sem sé næg trygging gegn hugsaniegri árás vestur- veldanna. 1 svargreininni segir ennfrem- ur að það sé uppspuni að Sov- étríkin hafi svikið Kínverja í afstöðunni til Sjang Kaíséks, einræðisherra á Taivan. Sovét- ríkin muni aldrei falla frá því að Pekingstjómin sé ein rétt- mætur fuHtrúi kínversku bjóð- arinnar. Varliiigavert kerfi Sovétstjómin lýsir því enn- fremur yfir að það sé ástæðu- láust að skýra efnahagslega erf- iðleika Kína með þvi að Sovét- ríkin hafi hætt aðstoð sinni. Henni hafi verið hætt sökum þess að sovézkum sérfræðingum sem starfað hafi í Kína hafi verið gert óvært í landinu. Þess beri einnig að gæta að engir sérfræðingar frá Sovétríkjunum hafi starfað í landbúnaði. en í þeirri atvinnugrein sé ástandið verst. Þeir erfiðleikar stafi ein- ungis af kommúnukerfinu kin- verska sem sovézkir kommúnist- ar hafi alltaf álitið varhugavert. Ævintýramennska Sovétstjómin segir að um- mæli Kínverja um blómlega framtíð mannkynsins eftir að helmingur þess hafi farizt í kjamorkueldi beri vott um kaldrifjaða ævintýramennsku. Kínverjar ræði að vísu einungis um afleiðingar kjarnorkustriðs sem vesturveldin hafi komið af stað, en i orðsendingu Sovét- ríkjanna er spurt hvenær kín- verskir ráðamenn hafi getið um aðra möguleika en styrjöld, hve- nær um möguleikann að sigra kapitalismann i friðsamlegri samkeppni. Magua kalda stríðið I sovézku orðsendingunni seg- ir að svo virðist sem Kínverj- ar telji kalda stríðið ákjósan- legt enda hafi þeir magnað bað. meðal annars með harðvítugum landamæradeilum við Indverja. Þær deilur hafi engan veginn aukið álit Kínverja heldur eflt afturhaldið í Indlandi og mörg- um öðrum nýfrjálsum ríkjum Ennfremur eru Kínverjar sakað- ir um að hafa rofið landamæri Sovétríkjanna 5000 sinnum á árinu 1962 og seilzt til eyja í fljótunum Ussuri og Anur. Þessi mál neiti þeir að ræða við samningaborðið. Tvísýnt um sættir I lok orðscndingarinnar segir að sósíalismamim sé ekki hagur að köldu stríði og byltingarút- flutningi heldur friði. Áfram- Framhald á 3. slðu. Fréttamenn eiga engan þátt í blaða- skrífunum 1 tilefni af fréttum ÞJÓÐ- VILJANS og skrifum undanfama daga um ágreining sovézks síld- artökumanns og íslenzka síldar- matsáns, verkun Austurlands- síldarinnar o. fl. skal þetta tek- ið fram: Fréttamaður ÞJÓÐVILJANS á Seyðisfirði, Gísli Sigurðsson, er ekki heimildarmaður blaðsins um þessi efni, né heldur aðrir fréttamenn blaðsins á Austur- landi. Það sem um þessi mál hefur verið skrifað í blaðið er á engan hátt frá fyrrgreindum fréttamönnum nunnið. Enginn fékkst í hindrunarhlaupið Þriðji keppnisdagur Ml i frjálsíþróttum var endurtekinn á sunnudaginn. í 4x100 m hl. sigraði sveit KR — 14,7. önn- ur varð sveit ÍR — 45,5 sek. 4x400 boðhlaup vann sveit IR — 3,39,4 mínútum. Valbiöm Þorláksson varð sigurvegari i fimmtarþraut með 2882 stig, 2) Páll Eiríksson FH — 2858 stig og 3) Jón Þ. Ólafsson IR — 2029 stig. Keppni í 3000 metra hindr- unarhlaupi féll niður. þar sem enginn vildi taka þátt í henni. Braut hurðir oq barði hjjón Klukkan rúmlega 6 í gær- morgun réðist drukkinn maður inn í hús í Austurbænum. Brauzt hann þar inná hjón í svefni og veitti þeim talsverða áverka. Maðurinn braut 2 hurð- ir í þessu drykkjuæði. Lögreglan var kvödd á vett- vang og handtók hún manoinn. Á laugardaginn ók fólksbíll á brúarstöpul á Eyrarbakkavegi. Bílstjórinn var einn í bílnum og kastaðist fram á stýrið, braut það og skaddaðist eitthvað í andliti. Sama dag lentu brír bílar í árekstri á Tryggvatorgi á Sel- fossi. Nokkrar skemmdir urðu á tveim þeirra. en engin slys á fólki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.