Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJðÐVILIINN Þriðjudagur 1. október 1963 somassB PJfiNUSMN LAUGAVEGI 18 SÍMI 19113 TIL SÖLU: Raðhús við Bræðratungu. ný 5 herb. íbúð á tveim hæðum. — Áhvflandi lán kr. 150 þús. til 40 ára vextir 3%% og kr. 190 þús. til 15 ára, vextir 7%. — Útborgun kr. 350 þúsund. 2 herb. íbúð við Fálkagötu. í steinhúsi. Útborgun 75 þúsund. 2 herb. íbúð og 4 herb. hæð við Bergstaðastræti í timburhúsi nýjar inn- réttingar, ný rallögn, ný miðstöðvarlögn með hita- veibu, nýsteypt á gólf, tvöfalt gler í gluggum harðviðarhurðir. AUt full frágengið mjög fljót- lega. Verða seldar ný- málaðar. Glæsilegar 4 herb. fbúðir og 6 herb. endaíbúðir í borginni í smíðum. Lúxushæðir í tvíbýlishús- um í smíðum. 5 herb. glæsileg endaíbúð við Bólstaðahlíð. Alm- hurðir og tæki á baði fylgja, tvennar svalir, bílskúrsréttindi. Frágang- ur allur mjög góður. Lóðir að einbýlishúsum með samþykktum teikn- ingum, til sölu í Kópa- vogi. Ennig uppsteypt- ur húsgrunnur. ÍBÚÐIR ÓSKAST 2—3 herb. kjallara og ris- íbúðir. 2— 3 herb. íbúðir, nýjar eða í smíðum. 3— 4 herb. hæðir. 5 herb. hæðir og stærri einbýlishús. Höfum kaupendur með miklar útborganir, að öll- um tegundum fasteigna. EfnangrunargVer Framleiði eintmgis tír úrvajð gleri.5 áira ábyrgði Pantið tímanlega. Korklðfan It.f. Skúlagötu 57. — Siml 23200. Fjórði hver miði vinnur. að meðaltali! Ha?stu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers /nénaðar. Bruni í íbúðarskála á laugardaginn Eins og skýrt var frá í blaðinu á sunnudaginn kviknaði í gömlu m íbúðarbragga, nr. 27 við Suðurlandsbraut, sl. laugardag. Skemmdist skálinn mikið af eldi, vatni og reyk og cr óíbúðarhæfur. Myndin var tekin er slökkviliðsmenn voru að störfum á laug- ardaginn. Ljósm. Þjóðv. GM.). Dómur um viðreisnina ,,Við erum í útsoginu” hrópar Alþýðublaðið í gær: „Verðbólgan færist í vöxt. Hún er eins og óhjákvæmi- legt lögmál. Við æðum áfram kröfsum til okkar af öllum kröftum . . . Þetta er ó- stöðvandi og getur ekiki end- að nema með skelfingu. Ég er búinn aðsegja þettasvooft, að ég er sjálfur orðinn leiður á því, en menn tala um þetta, og allir þykjast sjá hvert stefnir, en ekkert virðist geta stöðvað þróunina, því að við æðum áfram í villtu kapp- hlaupi — og höldum víst að þetta „fari einhvern veginn vel”. En það getur ekki farið vel. Ég held að aðalmein- semdin sé hugleysi . . . Ástandið er i raun og veru litlu betra en það var á Sturl- ungaöld . . . Þjóðin uggir ekki að sér. Við sjáum þetta hvar sem litið er. Við erum i útsoginu.” Þannig er viðreisnin nú orðin æði, krafs og hugleysi sem minnir á Sfcurlungaöld og hlýtur að enda með skelfingu. Við- reisnarsiðgæði Morgunblaðið birtir reglu- legar auglýsingar þar sem Mar- geir J. Magnússon býðst til þess að ávaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt.” Allir vita hver sá háttur er, og ekki sízt Morgunblaðið sem hirðir hluta af ábatan- um. Og því skyldi Margeir ekki a,uglýsa. athafnir sínar á opinskáan hátt í aðalmálgagni ríkisstjómarinnar? Er ekki sjálfur forseti hæstaréttar tal- inn afreksmaður í því að á- vaxta s,parifé á vinsælan og öruggan hátt? Er ekki hinn margdæmdi bankastjóri Seðla- bankans, Vilhjálmur Þór, ný- búinn að hækka vexti sína upp í 18 af hundraði? Væntanlega aukast auglýs- ingar af þessu tagi í Morgun- blaðinu á næstunni eftir því sem siðgæði viðreisnarinnar birtist á fleiri sviðum í þjóð- lífinu. Fara menn til dæmis ekki að auglýsa að þeir taki að sér að gefa út ávísanir á „vinsælan og öruggan hátt“ Austri. Frá barnaskólunum í Kópavogi Bömin komi í sikólann fimmtudaginii 3. október n.k. sem hér segir: 12 ára deildir kL 1. e. h. 11 ára deildir kl. 2 e. h. 10 ára deildir kl. 2 e. h. FRÆÐSLURÁÐ kópavogs Otsvarsskrá Mosfellshrepps liggur frammi í skrifstofu sveitarstjórans Hlégarði og sím- stöðinni á Brúariandi. Kærufrestur er til 14. þ.m. Athugið að kærur vegna aðstöðugjalda skilist til skrifstofu skattstj-óra Reykjanesumdæmis, Kópavogi. Sveitarstjórinn. Garðahreppur Skrá um útsvör og aðstöðugjöld í Garðahreppi fyrir ár- ið 1963, Hggur frammi á skrifstofu hreppsins til 14. okt. njk. ,, ,, Kærur vegna útsvara skuiu sendar sveitarstjóra og vegna aðstöðugjalda skattstjóra Reykjanesumdæmis fyrir 14. okt. n. k. , SVEITARSTJÓRI GARÐAHREPPS. 30. september 1963. Sjúkrahúsið ú Selfossi Vantar hjúkrunarkonu 1. núvember n. k. og vökukonu 1. okt. n.k. Upplýsingar hjá yfir- hjúkrunarkonunni Selfossi, sími 41. Bifreiðaleigan HJÓL Ilverfisgötu 82 Sími 16-370 Sþróftir Framhald af 5. síðu. þá fyrri hálfleiknum með sigri Keflavíkur. Þrátt fyrir leik- stöðuna gat allt skeð í þess- um leik, og ýmsum þótti sem KR hefði ekki sagt sitt síðasta orð. í síðari hálfleik kom það líka fram að KR-ingar voru ekki á þeim buxunum að gefa hlut sinn. Á 11. mín er Ellert á vítateig, og ætlar að skjóta úr mjög góðri stöðu en hittir ekki knöttinn. En Ellert átti eftir að bæta fyrir það. Á 16. mínútu skorar hann með á- gætu skoti og jafnar — 2:2. KR-ingar verða nú ákveðn- ari, eða þá að Keflvíkingar gefa heldur eftir, því nú hafa KR-ingar meiri tök á leikn- um. Keflvíkingar berjast þó, og sýna og sanna það sem um þá var spáð, að þeir mundu selja sig eins dýrt og hægt var. Á 23. mín. skallar Sigur- þór að marki en knötturinn kemur niður á bak marksins. Á 30. mínútu gera Keflvík- ingar harða hríð að marki KR og munaði litlu að þeim tæk- ist að taka aftur forustuiia, en KR stóðst storminn. Á 38. mínútu taka KR-ingar svo for- ustuna með skoti frá Ellert sem þá skorar þriðja mark sitt í leiknum! Eftir það tryggðu KR-ing- ar vörnina og lokuðu markinu fyrir Keflvíkingum sem ekki fengu aðgert. Liðin f heild var leikurinn Ja'fn, en þó verður ekki annað sagt en að KR sé vel að sigrinum komið, þótt ekkert hefði verið við því að að Keflvík- ingar hefðu með eiriu. marki. Vörn KR var traust, sérstak- lega þeir Hörður, Bjarní og Garðar Ámason. Hörður átti þð í nokkrum erfiðleikum með hinn uxrga miðherja Jón Jóharinsson. Framlína KR var oft töiu- vert samstillt, með Gunnar Guðmannsson, Ellert og Þórð sem beztu menn. Þórður Jóns- son sýndi að þar er góðtrr efniviður á ferðinni. Keflavíkurliðið ræður yfir miklum hraða og krafti, og þeir hafa þegar tileinkað sér töluverða tækni, en þegar þeir hafa náð meiri tökum á þeim þætti leiksins, verða þeir erf- iðir „stóru“ félögunum í fyrstu deild. Markmaðurinn, Kjartan Sig- tryggsson, varði oft mjög vel og er þar á ferðinni gott efni. Högni var mjög sterkur sem miðvörður og Sigurvin Ólafs- son er efni í mjög góðan bak- vörð. Sigurður Albertsson vann mikið og byggði oft lag- lega upp. í framlínunni voru beztir þeir Jón Jóhannsson, Karl Hermannsson og Jón Ól. Jónsson og enda Hólmbert. Sem sagt þetta var óvenju- lega skemmtilegur leikur frá upphafi til enda og settu á- horfendur frá Keflavík á á- horfendapöllunum svip sinn á leikinn. Þó verða þeir að gæta hófs í tilköllum ef það á ekki að missa marks. En hvað um það, lífið í kringum leikvang- inn setur svip sinn á það sem er að gerast inni á vellinum, og getur gefið því skemmtileg blæbrigði. Dómari var Magnús Péturs- son og dæmi vel þennan harða og kröftuga leik. sem var erf- iður. líka fyrir dómarann. Frímann. Gleymið eklci að mynda bantið. SÍMAVARZLA Þjóðviljinn vill ráða stúlku til símavörzlu. Þarf að geta vélritað. Upplýsingar í síma 17500. ÞJÓÐVILJINN V 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.