Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. október 1963 HÓÐVILIINN SÍBA 3 Foringjar Berba í uppreisnarhug Gífurleg eftirspum eftír skýrsl'u Dennings Ben Bella var úthrópaður á 'm fundi í höfuðborg Kabylíu ALGEIRSBORG 30/9 — Á fundi sem haldinn var í gær í höfuðborg Kabylíu, Tizi Ouzou, kom í ljós, að foringjar Berba og aðrir andstæðingar Ben Bella hafa ekki í hyggju að sætta sig möglunarlaust við stjórn hans. Á fundinum lýsti einn ræðumanna stjórn hans ólögmæta og hvatti alla fylgismenn samtakanna sem kalla sig „Fylkingu hinna sósíalistísku afla“ (FFS) til að hefja úrslitabar- áttu gegn henni. Ben Bella brá við skjótt og setti hann í dag af yfirmanninn yfir 7. herstjómarhéraði (Kabyl- íu), E1 Hadj ofursta, sem leyft hafði fundinn í Tizi Ouzou og lýst fylgi sínu við skoðanir bær sem ræðumenn héldu fram. Hersveitir hollar Ben Bella héldu í dag inn í bæinn Michel- et, þar sem herinn í Kabylíu hefur aðalstöðvar sínar, og tóku þær í sínar hendur. E1 Hadj var farinn þaðan þegar þær komu og í fylgd með honum aðrir for- vígismenn FFS, þ.á.m. Ait Ah- med. sem er aðalforingi samtak- anna. E1 Hadj lét þau boð út ganga að hann myndi ekki láta af herstjórastarfi sínu, hvað svo sem Ben Bella segði. Ekki er vitað hvert hann og sam- starfsmenn hans hafa haldið, en þá mun ekki skorta felustaði í fjöllum Kabylíu. „Gegn fasima" Helzti ræðumaðurinn á fund- inum í Tizi Ouzou, Mourad Ou- Þing brezka Verkamannaflokksins Ekki leyft að ræða um hehtu deilumál SCARBOROUGH 30/9 — For- ystusveit Verkamannaflokksins brezka ætlar að reyna að koma í veg fyrir að harðar deilur um þau mál sem mestur ágreining- ur er um innan flokksins verði á ársþingi hans sem hófst i Scarborough í dag. Hér er fyrst og fremst um að ræða þjóðnýtingu iðngreina og stór- fyrirtækja og Iandvarnarmál. Það er ætlunin að þessi mál verði yfirleitt ekki tekin á dag- skrá þingsins. Sagt er að í forystu flokksins sé fullt samkomulag um að flokkurinn geti ekki nú þegar kosningar nálgast leyft sér þær hörðu deilur sem sett hafa svip á undanfarin þing hans. Flokks- forystan óttast að háværar kröfur um víðtæka þjóðnýtingu gætu spillt fyrir flokknum með- al kjósenda af millistétt, sem hún gerir sér vonir um að vinna af íhaldsflokknum og vill því forðast umræður um það mál. Á þingi brezka alþýðusam- bandsins fyrir skemmstu voru samþykktar með allmiklum meirihluta tillögur um slíka við- tæka þjóðnýtingu. Flokkurinn er þegar skuldbundinn til að þjóðnýta stáliðnaðinn og flutn- inga með bílum. Það má búast við einhverj- um umræðum um þau mál, en um landvarna- og utanríkismál segir flokksforustan að þau verði alls ekki rædd á þinginu. Staðfcsting á dugleysi Dai Davies, sem nú er for- maður flokksins, en í það emibætti er kosið árlega, sagði í ræðu sinni í Scarborough í dag að Profumohneykslið væri staðfesting á því, sem margar aðrar sannanir væru fyrir, að ríkisstjórn íhaldsflokksins væri augljós. — Það er furðulegt ástand sem nú rikir, sagði hann. Mikill meirihluti þingmanna f- haldsflokksins vill að forsætis- ráðherrann segi af sér. Flokk- urinn hefur glatað öllu trausti á foringja sinn og þjóðin ber ekk- ert traust til flokksins og heim- urinn hefur glatað trausti sínu á Bretland, sagði haiin. Seltjarnarneshreppur Skrá yfir útsvör og aðstöðugjöld í Sedtjamarneshreppi fyrir árið 1963, liggur frammi í skrifstofu Seltjamames- hrepps frá 30. sept. til 13. október 1963. Kærur út af útsvörum ber að senda til Sveiitarstjóra, en út af aðstöðugjöldum til Skattstjóra Reykjanesumdæmis. eigi síðar en 13. okt. 1963. SVEITARSTJÓRI SELTJARNARNESIIREPPS Aljtýðukórinn tekur á móti nýjum söngfélögum, konum og körlum, til 10. okt. n.k. Upplýsingar hjá Þór- unni Einarsdóttur sími 10268 og Halldóri Guð- mundssyni sími 20021. ssedik sagði að FFS hefði ein- sett sér að berjast með öllum ráðum gegn því sem hann nefndi „hið fasistíska stjómar- far“ Ben Bella. Síðar sagði þó einn af leiðtogum FFS í viðtali við fréttamann AFP að samtök- in hyggðust ekki beita vopnum nema í sjálfsvarnarskyni. Milli tvö og þrjú þúsund manns voru á fundinum. Þar voru þeir einnig staddir E1 Hadj ofursti og Ait Ahmed. Sumir fundarmanna báru spjöld með áletrunum sem þessum „Niður með einræðið", „Lengi lifi FFS“, „Við krefjumst þjóðfundar“. Fámennur en harðvítugur flokkur Andstaðan gegn Ben Bella hefur jafnan verið öflugust í Kabylíu, en hana byggja Ber- bar, sem eru annarrar ættar en aðrir landsmenn og tala hamit- íska tungu. Andstæðingar Ben Bella í valdabaráttunni sem fylgdi í kjölfar þess að landið fékk sjálfstæði hafa átt mestu fylgi að fagna þar. enda eru þeir sumir, eins og t.d. Belkacem Krim, þaðan ættaðir. FFS-samtökin eru bönnuð eins og öll stjómmálasamtök í land- inu önnur en þjóðfrelsisfylkingin FLN. Þau eru ekki fjölmenn, en eru undir harðvítugri forystu, enda voru foringjar þeirra fremstir í flokki í sjö ára frels- isstríði Alsírbúa. Það kom í ljós í forsetakosn- ingunum fyrir rúmri viku að Ben Bella á einnig miklu fylgi að fagna í Kabylíu. Þar greiddu um 65 prósent honum atkvæði. Annars staðar í landinu fékk hann hátt í 100 prósent atkvæða. Allt með kyrrum kjörum Ben Bella skoraði í kvöld í útvarpi og sjónvarpi á alla her- menn í alsírska hemum að neita að" 'hlýðnást herforingjum sem draga í efa lögmæti þeirrar stjómar sem þjóðin hefði ein- róma kjörið sér. Allt var með kyrmm kjörum í kvöld í Tizi Ouzou eftir að stjómarhersveitir héldu inn í bæinn og ekkert ber á ósam- lyndi milli FFS og stjómarvalda bæjarins, sem hafa lýst sig holl Ben Bella. Eins og skýrt hcfnr verið frá í fréttum hefur verið gífurleg eftirspum i Bretlandi eftir skýrslu þeirri sem Denning lávarður samdi um rannsókn sína á Profumomálinu. Hún hefur verið prentuð í hundruðum þúsunda cintaka og hefur ríkisforl agið ekki undan að senda ný upplög á markaðinn. — Myndin er tekin í bókabúð í London þegar Denningskýrslan kom út. Gromíko, Rusk og Home á fundum Hafnar í New York viðræður milli ráðherra stórveldanna NEW YORK 30/9 — Utanríkisráðherrar Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands, þeir Andrei Gromiko, Dean Rusk og Home lávarður, sem sitja allsherjarþing SÞ, hófu á laugardag viðræður um ráðstafanir til að bæta sambúð landa þeirra og komu aftur saman á fund í dag. Þeir hittust fyrst í ífoúð Rusks í Waldorf-Astoria gistihúsinu í New York og snæddu sarpan hádegisverð. Viðræðumar voru óformlegar og stóðu í þrjár klukkustundir. Enda þótt ekki 14 ár frá stofnun Alþýðu-Kína Sjú sannfærður um lausn deilumálanna PEKING og MOSKVU 30/9 _ í veizlu sem haldin var til að fagna 14 ára afmæli kínverska alþýðulýðveldisins, sem er á morgun, sagði Sjú Enlæ for- sætisráðherra að hann væri sannfærður um að deilur kommúnistaflokkanna myndu verða jafnaðar á grundvelli Marx-lenínismans. Margt tiginna gesta var í veizlunni, þ. á m. Mao Tsetung, fonmaður Kommúnistaflokks Kína. Sjú sagði í ræðu sinni að ein meginregla ætti að gilda í sam- skiptum ríkja, sú að öll ríki, stór og smá, hefðu jafnan rétt og enginn skyldi hlutast til um annarra mál. Hann fór hörðum orðum um hvers konar þjóð- rembing, sem hann sagði að hvarvetna hefði jafnan leitt til ófara, bæði í sögu Kína og ann- arra þjóða. — Kína er stórt land. Þess vegna verðum við að fylg’jast vel með því sem aflaga fer hjá okbur. Við verðum að skila komandi kynslóðum reynslu okkar, svo að þær kunni að forðast okkar mistök. Sjú hvatti hina erleridu gesti til að gagn- rýna bað sem þeir teldu miður -— lauk ræðu sinni með því að hvetja þjóðir Asíu, Af- ríku og rómönsku Ameríku til að standa saman í baráttunni fyrir heimsfriðnum. Ekki árnaðaróskir Málgagn sovétstjórnarinnar ,,Isvestía“ birtir í dag grein í tilefni af kínverska byltingar- afmælinu. Engar ámaðaróskir er að finna í greininni til kín- verska kommúnistaflokksis eða Mao leiðtoga hans, en kínverska þjóðin er hyllt. Greinin fjallar einkum um samvinnu Kina og Sovétrikj- arina fyrstu árin eftir valdatöku alþýðustjórnarinnar og þá miklu aðstoð sem Kínverjum var þá veitt. Sagt er að það sé ekki sök Sovétríkjanna að þeirri aðstoð hafi nú verið hætt. „Það er bjargföst sannfæring okkar að allar tilraunir til að rjúfa vináttu þjóða Sovétríkj- anna og Kína muni mistakast, af því að verkalýður beggja landa vinnur saman að því að byggja upp sósíalismann og kommúnismaTm og tryggja frið- inn í heiminum. Sovétþjóðirriar óska hinum kínversku bræðrum vaxandi áranynrc í starfi þeirra TQVoctígu væri fjallað formlega um ein- stök mál, sem deilum valda milli stórveldanna. varð Ijóst, segja fréttaritarar, að sovét- stjómin leggur kapp á að gerð- ar verði frekari ráðstafanir til að draga úr viðsjám í heimin- um. Vongóðir um árangur Á allsherjarþinginu hefur við- ræðnanna verið beðið með mik- illi eftirvæntingu og gera menn sér vonir þar að góður árangur hljótist af þeim og þær leiði til þess að samið verði um raun- hæfar aðgerðir til að draga úr viðsjám. Haft er eftir góðum heimildum að á fundi ráðherr- anna í gær hafi borið á góma ráðstafanir til að hindra frekari dreifingu kjamavopna og að þeir hafi einnig rætt um mögu- leika á að komið verði upp eft- itlitsstöðvum í löndum hemaðar- bandalaganna og ennfremur um nýjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að geimurinn verði notaður í hemaðarskyni. Tilkynnt hefur verið að við- ræðum ráðherranna verði haldið áfram og ræddust þeir aftur við í klukkustund í dag. Það var í hófi sem Ú Þant framkvæmdi- stjóri hélt þingfulltrúum SÞ. BIRMINGHAM, Alabama 30/9 — Tveir hvítir menn hafa verið handteknir í Birmingham í Ala- bama vegna sprengjutilræðanna í borginni að undanfömu. Þeir eru grunaðir um að hafa komið fyrir dýnamítinu í kirkju blökkumanna í borginni, en fjórar litlar blökkustúlkur fór- ust þegar það sprakk. rUnitá" gagnrýnir Pál páfa Kirkjuþingið komið saman aftur í Róm RÓM 30/9 — Páll jáfi kallaði í gær saman kirkjuþing á ný. Meðlimir þingsins hafa þegar borið fram 372 breytingartillög- ur við páfabréf það, sem lagt var fyrir þingið í gær. Ákveðið hefur verið að Ijúka ekki um- ræðum í þessari lotu, en kalla þingið saman enn einu sinni. Páfinn ávarpaði þingíð og sagði, að í þetta sinn ætti þing- ið aðallega að fjalla um mál, er snertu kirkjuna sjálfa. Ætti markmið þess að vera endur- vakning sterkra andlegra og sið- ferðilegra afla, sem nú liggja í dvala. Sagðist hann gera sér Ijósa erfiðleika þá, sem énn hindra sameiningu kristinna manna, en hvatti ákaft til ein- in®ar. Haft er eftir ýmsum heimild- um, að Páll páfi fari ómyrkari orðum um óvild í garð kirkj- unnar í sósíalískum ríkjum en fyrirrennari hans, og er það álit manna, að samkomulag milli Páfagarðs og sósíaliskra landa hafi sizt batnað síðan Páll páfi tók við embætti, 1. júlí s.l. „L’Unitá“ skrifar í dag, að í ræðu Páls páfa komi greinilega fram munurinn á nýja páfanum °g fyrirrennara hans Jóhann- esi 23. Svartsýni og gagnrýni hafi komið í stað trúarinnar á nútímann, sem Jóhannes páfi boðaði. Jóhannes páfi 23. hafi lagt áhérzlu á afstöðu kirkjunn- ar til heimsins og samtíðarinn- ar r>- wiUart c-v-v,- <íkoð- 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.