Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 7
 Þriðjudagur 1. október 1963 ------- -----------— Síðast vorum við á Hellissandi að hugleiða hvernig á því gæti staðið að áratugum saman var daufheyrzt við öllum óskum um sjálfsögðustu að- stoð til þess að þetta dugandi fólk hér gæti nýtt fiskimiðin „við bæjardyrnar'’. ÞlðÐVILIINN SlÐA ^ Bjðrnsstcinn í RilL Síðast vorum við á Hellis- sandi að hugleiða hvernig á því gæti staðið að áratugum saman var daufheyrzt við öll- um óskum um sjálfsögðustu aðstoð til þess að þetta dug- andi fólk hér gæti nýtt fiski- miðin „við bæjardyrnar". Veiztu? Veizt þá að árið 1930 voru íbúar á Hellissandi um 700 talsins, en fyrir tæpiun 10 ár- um hafði þeim fækkað um helming, eða niður í 350? Það ár höfðu Sandarar háð á'ratuga stríð fyrir því, að þeir fengju höfn eins og aðrir fisliibæir. En þótt þeir gætu bent á eitt bezta hafnarstæði á landinu og þótt fulltrúar þeirra á Alþingi hefðu alltaf verið frægir áhrifamenn í valdamesta flokki landsins varð ekki séð að þeir góðu menn gætu þokað framfara- málum Snæfellinga hót áleið- is. Ný forusta Árið 1954 skiptu Sandarar um hreppsstjórn, kusu sér nýjan oddvita, Skúla Alexand- ersson að nafni og undir dug- andi forustu hans lét hrepps- nefndin ekki lengur herra- mönnunum fyrir sunnan hald- ast það uppi að yppta aðeins öxlum þegar Sandarar ávörp- uðu þá. Nú sótti hreppsnefnd- in mál sitt þannig, að í stað þess að Sandarar höfðu áður þurft að fara suður á fund hinna háu herra neyddist Emil Jónsson vita- og hafn- armálastjóri nú til þess að fara með Rifshafnarnefndina vestur að Rifi, og heita því á staðnum ag nú skyldi byrjað á hafnarframkvæmdum í Rifi, svo þar yrði hægt að hafa báta næsta vetur. Sandarar keyptu þegar tvo báta — en auðvitað sveik Emil heit sitt, svo næstu vertíð varð annar báturinn að liggja, en hinn var leigður til Reykjavíkur. En þótt svo færi þá vertíð, slepptu Sandarar ekki takinu — og stjómarvöldin neyddust til að láta grafa rennu í sand- inn og reisa bryggjuspotta úr timbri. títgerð hófst að nýju í Rifi. Þótt hafnarframkvæmdirnar í Rifi síðasta áratuginn séu sí- gild dæmi á heimsmælikvarða um það hvernig ekki á að vinna, hefur verið baslazt við þessa rennu, og hið þýðingar- mesta va'r: nú sáu menn fram á að héðan af yrði ekki snúið við, höfn hlyti að koma fyrr eða síðar. Nýr sóknarhugur Þessi sannfæring blés nýj- um lífsþrótti í Sandara. 1 stað þess að íbúatalan hafði lengi farið lækkandi ár frá ári tók hún nú að vaxa ár frá ári og er nú komin úr 350 upp í 500 — en Hellis- sand skortir þó enn 200 íbúa til að vera jafnstór og hann var fyrir 33 árum eða árið 1930. Það sýnir m. a. sóknarhug manna hér að hingað hefur verið keypt 150 tonna fiski- skip, Sigurður Kristjánsson skipstjóri í Rifi eigandi þess. Þá er og 110 tonna skip er Jökull h.f. á, auk þess eru 4 bátar um 50 tonn hver. Jökull h.f., sem er dótturfélag kaup- félagsins, hefur skreiðar- og saltfiskverkun, en Hraðfrysti- hús Hellissands er eitt um frystingu fisks — og mun af- kastageta hússins aldrei hafa verið fullnýtt til þessa. Það á engan bát. Stærsti eigandi Hraðfrysti- húss Hellissands er hreppur- inn, en samanlagt mun Kvöld- úlfur og Sigurður Ágústsson eiga fleiri hluti í frystihús- inu, og ráða því, en hreppur- inn, almenningur á Hellis- sandi, sem lagt hefur fram stærstan hluta fjárins, ræður ekki. Þetta er sú „þátttaka al- mennings í atvinnurekstri“ sem kapítalistana dreymir um: almenningur leggi fram sem mest fé, almenningur leggi fram vinnuaflið, erfið- ið, — en ráði engu! Svona fyrirkomulag er engin ný upp- götvun. Thórsararnir kunnu mæta vel allt um þetta áður en Eykon litli gat girt sig hjálparlaust í brók, hvað þá að hann væri orðinn tækur á vesturþýzkt námskeið í „hag- ræðingu“ almenningshlutafjár. Lofsvert átak Hinn nýja sóknarhug Sand- ana má einnig marka á því, að þelr hafa nú byggt mikið og vandað félagsheimili. Okkur er tjáð að oddvitinn muni góðfúslega sýna okkur húsið. Svo förum við í fylgd Skúla Alexanderssonar að skoða fé- lagsheimilið. Það er enn ófrá- gengið að utan, en hin mynd- ariegasta bygging, 400 m‘ að grunnfleti og em tveir þriðju á tveim hæðum. Aðalsam- komusalurinn er þegar hinn vistlegasti, en þar verða sæti fyrir 350—400 manns. Leik- sviðið er fyrir enda salarins, nægilega stórt fyrir stór leik- rit. Þjóðleikhúsið þanf því ekki að sneiða hjá Hellissandi eftirieiðis þegar send verður „list um landið“. Með þessu nýja húsi hafa Sandarar skapað sér möguleika til fé- lagslífs er var óhugsandi áð- ur. — Að byggingu hússins hefur hreppurinn og félags- samtök bæjarins staðið. Flest- um mun bera saman um að Skúli Alexandersson hafi ver- ið driffjöðrin í þessari fram- kvæmd. (Eg verð að hætta á það þó nú skammi hann mig!>. Sigur að lokum Við spyrjum Skúla oddvita um sigurhorfur í hafnarmál- inu. — Já, nú loks eftir tuttugu ára látlaust stríð er sigur að vinnast, svarar hann. — Ætlar þá ríkisstjórnin loks að leyfa verkfræðingum þeim er vinna að vitamálum að hætta þeim vixmubrögðum ínnanhúsmanna á Kleppi að moka sandinum úr sömu renn- unni ár eftir ár? — Já, nú hefur loks verið pantað stálþil til að klæða 250 m langan hafnarbakka, og þegar það hefur verið gert og sandinum dælt upp úr væntan- legri höfn verður hægt að af- greiða um 20 báta. Loks er 5 báta skammturinn úr sög- unni. Við þökkum Skúla fyrir upplýsingarnar og óskum hon- um og Söndurum öllum til hamingju með langþráðan og verðskuldaðan sigur. — Sjó- mennina getum við ekki rætt við að sinni. Þeir eru fjarri að fást við síldina. Við Björnsstein Það er áliðið kvölds og við ákveðum að sleppa ekki tæki- færinu til að lifa enn aftur- eldingu við Breiðafjörð. Við höldum inn í Rif meðan björt nóttin heldur niðri í sér and- anum á mótum deyjandi kvölds og rísandi dags. Jafn- vel lognaldan sefur. Allt er hljótt — nema krían — þessi sístarfandi fugl. Og þó full- yrða fróðir menn að krian sofi líka. En í „nótt“ lætur hún ófriðlega. Við staðnæmumst við Bjömsstein. Sennilega er nú öðruvtísi umhorfs en þegar Björn Þorleifsson féll hér, en líklega þó furðu lítið, miðað við það hve langt er frá lið- ið. Sagan segir að Bjöm hafi varizt Bretum upp á hamrin- um, en síðan stokkið niður á steininn og verið veginn þar. Steinninn er nú grafinn í sand, nema aðeins efsti hluti hans, en margir muna þó enn þegar Björnssteinn var að mestu ofanjarðar. En sandur- inn hefur hækkað, og þð mest eftir að farið var að dæla honum upp fyrir og að hamr- inum þar sem hafskip flutu fyrrum. Vel má vera að einhverjum þyki sandorpin steinnibba harla lítils virði á þessum dögum dollara og gróða- hyggju, en nóg landrými er á Snæfellsnesi, þótt grútar- bræðslum og sjoppum yrði komið fyrir annarsstaðar í framtíðinni en undir hamrin- um þarna. Það myndi heldur eigi riða framavonum neins að fullu þótt búið væri árið 1967 að hreinsa frá Björnssteini og setja varanlegar skorður gegn því að hann græfist aftur í sand — árið þegar liðnar verða 5 aldir frá því Björn Þorleifsson féll hér fyrir eng- ilsaxneskum yfirgangi. Fimm alda minning Það var sú tíð að farskip og fiskiduggur flutu hér við hamarinn fyrir innan, þar sem nú vex grænn melur á gráum sandi. Hingað komu ýmissa þjóða skip, — hér voru þau örugg á hverju sem gekk — en einkum voru það enskir og þýzkir sem hér gerðu sig heimakomna — og að ýmsu kunna. Sagnir hafa gengið um það, að Englar hafi kynnt sig svo á þessari strönd að þeir yrðu að ganga með brauð í höndum til þess að Snæfell- ingar leyfðu þeim landgöngu til að taka vatn. Nú er öldin önnur. Nú krefst ekki lengur fátæk þjóð brauðs og friðar, og veitir drykkjarvatn. 1 nafni íslenzkrar þjóðar þiggur nú rik stétt dollara og lætur her- stöðvar. Nú tala valdamenn opinskátt um að bezta ráðið til að varðveita sjálfstæði þjóðar sé að glata því! — Eða hver myndi afkoma Sandara verða þegar brezkir og þýzíkir auðhringar mættu byggja hér sín fiskiðjuver og tugþúsundir atvinnuleysingja, sunnan úr fyrirmyndarlöndum „vestræns frelsis" bjóða nið- ur kaupið? Á kannski að minnast falls Björns Þorleifssonar hér fyrir 5 öldiun í haráttu gegn engil- saxneskum yfirgangi, með þvú að fyrsta brezka fiskiðjuverið í Rifi taki til starfa árið 1967? Harður aðgangur Við snúum til baka upp á bakkana. Enn er allt kyrrt — nema krían, hún lætur hálfu verr en fyrr. Við athugum þenna háværa fugl sem ekkí getur verið til friðs þegar all- ir aðrir sofa. Hún steypir sér í hundraðatali á eitthvað sem íjarlægist í átt að sjónum. — Við verðum að hjálpa krí- unni! Það er verið að ræna hana! kallar gamli baráttu- maðurinn, Jón Rafnsson, sem hingað er kominn til að rifja upp sumamætur við Breiða- fjörð og gamla daga þegar hann hljóp þar um hlíðar og fjörur á stuttbuxum. Við Framhald á 10. síðu. I Bregðum fliótt við Rúmur aldarfjórðung- ur er liðinn síðan Þjóð- viljinn hóf göngu sína. Allan þann tíma hefur hann staðið af bjarg- festu í baráttunni fyrir lífsafkomu íslenzkrar alþýðu og fyrir málstað íslands, og svo þýðing- armikill hefur Þjóðvilj- inn verið og er þjóðlíf- inu öllu að án hans get- um við ekki verið. Og nú þegar Þjóðviljanum liggur á og blaðið leitar til alþýðu manna Ieyfi ég mér að hvetja alla lesendur hans og vel- unnara að leggja hon- um lið, bregða fljótt við og koma á framfæri þeim styrk, þeirri fjár- upphæð, sem hver og einn sér sér fært að láta af' hendi. Takið virkan þátt í söfnuninni, sem yfir stendur, og gleymum því ekki að Þjóðviljinn er okkar blað, sem við eigum og verðum að standa strauní af. Framundan er mikil barátta fyrir kjörum og lífsafkomu allrar al- þýðu og á miklu veltur að Þjóðviljinn geti starf- að af fullum krafti. Tryggvi Emilsson. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.