Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.10.1963, Blaðsíða 8
SÍÐA ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 1. október 1963 FISKIMÁL - Eftir Jóhonn J. E. Kúld AUÐÆVI HAFSINS VIÐ S-AMERÍKU Fiskveiðar í stórum stíl voru óþekktar við strendur Suður- Ameríku allt til ársins 1948. Fram að þessum tíma er talið að heildaraflinn með allri strandlengju Suður-Ameríku hafi ekki farið fram úr 130 þús. smálestum á ári. En þrettán árum síðar eða árið 1961, er fiskafli Kólombíu, Ek[uador, Perú og Chile kom- inn upp í 5 milljónir og 800 þúsund smálestir, og hefur þó vaxið mikið síðan. Þó fiskveiðar hafi vaxið mikið í öllum þessum fjórum löndum umrætt tímabil, þá sker Perú sig algjörlega úr. Árið 1948 var heildarfiskafli Perúmanna 47,700 smálestir, 1950 er hann kominn upp í Verða Norður- landamenn vald- ir í alþjóðadóm- stólinn? Allsherjarþingið mun á næst- unni ásamt Öryggisráðinu velja fimm dómara í Alþjóða- dómstólin í Haag til níu ára, og hefst starfstími þeira 5. febrúar 1964. Stungið hefur verið up á 26 mönnum, þ. á. m. 3 frá Norðurlöndum, próf. Max Sörensen, Danmörku, próf. Érik Castrén, Finnlandi. og landsréttarforsetanum Sture Petrén. Svíþjóð, Enginn af 5 fráfarandi dómurum er nor- rænn né heldur af þeim tíu er eftir sitja. -<S> 6000 hitaeiningar Framhald af 4 síðu ekki hafa nein sjúkdómsein- kenni Vísindamennirnir reikna með því, að á mörgum öldum hafi átt sér stað aðlögun þessa fólks að hinum mjög svo sér- stæðu lífsskilyrðum. Þeir benda á, að svipuð skilyrði séu meðal eskimóa. sem einnig eti mikið af fitu. Þetta fólk verður ekki fyrir þeim óteljandi sálrænu trufl- unum sem hafa áhrif á lík- amsstarfsemina og eru svo al- gengar meðal fólks í borgum eða þéttbýli. Þesi staðreynd varpar ljósi á sambandið milli sálrænna áhrifa og hjarta- sjúkdóma, segir í tímaritinu. (Frá S.Þ.) 70.500 smálestir. Árið 1955 nær hann 213.300 smálestum en fimm árum síðar, eða 1960, er aflinn í Perú kominn upp í 3.531.000 smálestir. Nýjustu tölur sem ég hef um fiskafla Perúmanna eru frá árinu 1961, en það ár nemur aflinn 5.243.100 smá- lestum. Þetta ár urðu Peni- menn no. 2 í röðinni yfir fisk- veiðiþjóðir. Japanir einir voru með hærri afla. Þó að vöxtur fiskveiðanna í Perú hafi orðið með jafn æf- intýralegum hi-aða eins og töl- urnar sanna, og hin þrjú lönd- in sem ég nefndi, komist þar ekki í neinn samjöfnuð, þá hafa þó fiskveiðar þessara landa vaxið nokkuð hratt á síðustu árum, eins og ég mun nú sýna fram á. Fiskaflinn í Chile var árið 1948 64.600 smálestir, en árið 1961 er hann kominn upp í 429.800 smálestir. Fiskafli Equador vex á þessu tímabili úr 3,400 smá- lestum upp í 60.200 smálestir. Þá kem ég að Kólombíu, sem hafði aðeins 15.000 smá- lesta fiskafla áríð 1948 en var komin með 47.599 smálesta afla 1961. a Veiðarnar og vinnsla aflans Fiskveiðarnar við Perú byggjast algjörlega á smásíld- artegund, svonefndri Ansjósu, sem er sögð vera skyld sar- dínunni. Þessi smávaxni fisk- ur hrygnir í Humbolt- straumnum undan ströndum Perú, og mergðin er sögð svo ótrúlega mikil að þar verður engum tölum við komið, jafn- vel þó talið væri í smálestum einum. Aflanum er ausið upp með hringnótum og unninn í mjöl. Um veiðar og vinnslu í Chile gildir það sama og í Perú. Þar hafa einnig risið upp miklar fiskimjölsverksmiðjur og framleiðslan fer vaxnadi með hverju ári sem líður. 1 Equador og Kólombíu eru hinsvegar fiskveiðarnar mest- megnis stundaðar til öflunar manneldisfæðu, svo sem rækju og fleiri eftirsóttra krabbadýra, ásamt ýmsum fisktegundum. Niðursuðuiðn- Verkamenn óskast í fasta vinnu nú þegar. hjá verkstjóranum. Upplýsingar H.F. KOL OG SALT. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í skrif- stofu vorri Vonarstræti 8. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR. aður er byrjaður þarna og fer ört vaxandi. Reiknað er með því, að á þessum slóðum muni vaxa upp fullkominn manneldisiðnaður úr fiski í náinni fi-amtið. Stórvinnslan að miklum hluta í eigu útlendinga Bæði í Perú og Chile er stórvinnslan að mestu í eigu erlendra manna, bandarískra og kanadískra. Hinn mikli milljónaauður sem þarna er unninn úr verðmætum hafsins kemur því landsfólkinu ékki að góðu nema að litlu leyti. En þetta er ekkei-t nýtt í sögu Suður-Ameríkuríkjanna, því að auðævi þeirra hafa að stórum hluta um áratugi ver- ið hagnýtt af útlendingum og þá aðallega Bandaríkjamönn- um. Það voru líka þeir ásamt Kanadamönnum sem hófu byggingu mjölvinnsluverk- smiðjanna í Perú og Chile 1948, en tilefnið er talið að hafi verið vöntun þá á fiski- mjöli í Norður-Ameriku, til fóðrunar alidýra ýmiskonar. Plaza de Armas, aðaltorgið í Lima, höfuðborg Perú. Á hvaða tíma sólarhrings- ins er karfaveiBin bezt? Þjóðverjar hafa um nokk- urt s'keið látið rannsaka á hvaða tíma sólarhringsins karfaveiðin væri mest á hin- um ýmsu miðum. 1 nokkrum atriðum birtu þeir niðurstöður sínar nú á þessu ári, og fara þær hér á eftir. Þjóðverjar skipta sólar- hringnum í tvennt og miða við sólaruppkomu og sólarlag. Á miðunum við Vestur-Græn- land og Labrador varð niður- staða rannsóknanna æfinlega sú sama. Á báðum þessum miðum varð veiðin miklu meiri að degi til meðan sól var á lofti heldur en að nóttu. Frá kl. 10—14 var svo veiðin meiri en aðra tíma dagsins og gat orðið lVá sinnum meiri heldur en afiinn milli kl. 18 og 22 að kvöldi, þegar mestur varð munur. Rannsóknirnar á kai-famiðunum við Austur- Grænland sýna hinsvegar ger- ólíka útkomu. Þar varð niður- staða rannsóknanna sú að afl- inn varð að jafnaði minnstur á tímabilinu kl. 10—14, ein- mitt á sama tíma sem veiðin varð bezt á hinum fyrmefndu miðum. Á Austur-Grænlands- miðunum varð veiðin hinsveg- ar mest á tveimur tímabilum, frá kl. 14—18 og frá kl. 22 tU 2 að nóttu. Þessi mismunur á góðum veiðitíma virtist ekki breytast eftir árstímum að öðnx leyti en þvi að metafla- tíminn á Vestur-Grænlands og Labrador miðum gat færzt til í samræmi við breyttan sól- argang. Þannig færðist met- aflatíminn við Labrador og Vestur-Grænland til um 3—4 klukkustundir í nóvember og desember, á meðan sólargang- ur var stytztur, miðað við sumarmánuði hinsvegar. Hvað segja svo íslenzkir togaramenn um þessar rann- sóknir Þjóðverjanna? Eru niðurstöður rannsóknanna í samræmi við þá reynslu sem fengizt hefur á íslenzkum tog- urum á þessum miðum? 15000 milljónir frá SÞ og sér- stofnunum til aðildarríkjanna Sameinuðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra hafa á þessu ári lagt fram 350 milljónir dollara eða yfir 15000 millj. íslenzkra króna til hjálpar aðildarríkjum sínum í viðleitni þeirra við að bæta efnahagslegt og félagslegt ástand sitt, segir í upp- gjöri sem lokið var á dogunum. Nær 85 af hundraði starfsliðsins í hinum ýmsu stofnunum S.Þ. fjalla eingöngu um þessi mál, og hlutfallsleg skipting fjármagnsins er svipuð. Rúmlega 150 lönd og svæði sóttu í fyrra um hjálp frá ein- hverri stofnun Sameinuðu þjóðanna, ýmist um aðstoð sérfræðinga, námstyrki, lán eða tæki og verkfæri. f flest- um þessara landa er efnahags- ástandið þannig, að meðalárs- laun manna eru kringum 4000 ísl. krónur. Þær 350 milljónir dollara, sem að ofan getur. eru bæði skylduframlög og frjáls fram- lög. Tæpur helmingur upphæð- arinnar er á fjárlögum hinna ýmsu sérstofnana og efnahags- og félagsmáladeildar Samein- uðu þjóðanna sjálfra. Allt hitt eru frjáls framlög ýmissa stofr^ana. svo sem Barnahjálp- ar SÞ, Framkvæmdasjóðsins, Tæknihjálparinnar og annarra slíkra stofnana. 1 upphæðinni eru ekki falin lán og fjárfestingar frá Al- þjóðabankanum og stofnunum hans né heldur hjálp sem hjá'lpþegar greiða sjálfir. Nefna má' að á síðasta starfsári lánaði Alþjóðabank- inn 448 milljónir dollara. Úr áðurnefndu uppgiöri Sameinuðu þjóðanna má m.a. fá eftirfarandi upplýsingar: Starfsemi Sameinuðu þjóð- anna sjálfra: Efnahags- og fé- lagsmáladeild S.Þ. safnar og dreifir upplýsingum og eflir hina alþjóðlegu viðleitni á eft- irfarandi sviðum: Áætlanir um efnahagsþróun, efling og þróun iðnaðar, náttúruauðlindir og samgöngutæki. hagskýrslur og opinber rekstur, velferðarstarf- semi, húsnæðisvandamál og önnur félagsleg verkefni. Skrif- stofa fyrir tæknihjálp annast þá hjálp, sem aðildarríkjunum er látin í té 4 þessum sviðum og einnig þegar um er að ræða mannréttindi og baráttu við eiturlyf. Niðurstöðutölur fjár- hagsáætlunar er 32 milljónir dollara. ILO, Alþjóðavinnumálastofn- unin aðstoðar ríkin við lausn vandamála á vinnumarkaðin- um, m.a. í sambandi við iðn- menntun. tryggingar og skipu- lagningu vinnuafls. Fjárhags- áætlun: 14 milljónir dollara. FAO, Matvæla- og landbún- aðarstofnun SÞ, fjallar um landbúnað, fiskveiðar, skóg- rækt, næringarvandamál o.s.frv.. ekki sízt í sambandi við hina víðtæku herferð sína „Frelsun frá sulti”. Fjárhagsá- ætlun: 31 milljón dollarar. UNESCO, Menningar- og vísindastofnun SÞ, hefur mörg meginverkefni, og eru meðal þeirra það verkefni að bæta lífskjörin á hinu þurra svæði frá Norður-Afríku til Suður- Asíu og hitt að koma öllum börnum Mið- og Suður-Ame- ríku í skóla, áður en áratugur er liðinn. Fjárhagsáætlun: 41 milljón dollarar. ICAQ, Alþjóðaflugmálastofn- unin vinnur að eflingu öryggis í flugmálum, samræmingu flugumferðarreglna og beitingu nýjustu tækni. Fjárhagsáætl- un: 5 milljónir dollara. WHO, Alþjóðaheiibrigðis- málastofnunin veitir ríkjum aðstoð í viðleitninni við að koma á eða bæta eigið heil- brigðiseftirlit og i baráttunni við hvers konar sjúkdóma, ekki sízt farsóttir. Fjárhags- áætlun: 33 millónir dollara. ITU, Alþjóðaf jarskiptasani- bandið vinnur að eflingu og útbreiðslu útvarps, síma og annarra fjarskiptatækja. Fjár- hagsáætlun: 3 milljónir doll- ara. WMO, Alþjóðaveðurfræði- stofnunin vinnur að því að koma á samfelldu neti veðurathugunarstöðva um heim allan. Fjárhagsáætlun: 0.9 milljón dollarar. IAEA, Alþjóðakjarnorku- stofnunin fjallar um hagnýt- ingu kjarnorkunnar í þágu friðarins. Fjárhagsáætlun: 9 milljónir dollara. UPU, Alþjóðapóstmálasam- bandið vinnur að eflingu al- þjóðastarfs á sviði póst- mála. Fjárhagsáætlun: 1 millj- ón dollarar. IMCO. Alþjóðasiglingamála- stofnunin stuðlar að samvinnu ríkja á milli og gagnkvæmum skiptum á upplýsingum sem varða siglingar. Fjárhagsáætl- un: 0,9 milljón dollarar. Samvinnustofnanir eða sjóðir Hin samvirka tækniaðstoð (EPTA), Framkvæmdasjóður- inn, Alþjóðamatvælasjóður- inn. n.s 1^-nphjálpin (UNICEF) reka ekki sjálfstæða starfsemi. Þetta eru samvinnustofnanir eða sjóðir, sem leggja fram fé og starfskrafta, en verkefnin eru leyst af Sameinuðu þjóð- unum eða sérstofnunum þeirra. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- ana: EPTA 50 milljón dollarar, Framkv.-sjóðurinn 72 milljón- ir. Matvælasjóðurinn 30 millj- ónir og Barnahjálpin 33 millj- ónir dollara. Fjárhagsstofnanir Fjórar af sérstofnunum Sam- einuðu þjóðanna eru „fjár- málastofnanir“, þ.e. þær hafa það höfuðverkefni að leggja fram fjármagn. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánar aðildarríkjunum erlend- an gjaldmiðil, svo að þau geti leiðrétt skyndilegar breytingar á viðskiptajöfnuðinum. Á sínu eigin sviði veitir hann löndun- um tæknihjálp. Fjárhagsáætl- un: 9 milljónir dollara. Alþjóðabankinn lánar ein- stökum ríkjum fé eða lánar einkafyrirtækjum fé til raf- væðingar, iðnvæðingar eða annarra þróunarverkefna gegn ríkistryggingu. Á liðnum árum hefur bankinn samtals lánað 7 milljarða dollara. Fjárhags- áætlun: 15 milljónir dollara. IFC, Alþjóðafjármálastofn- unin er nátengd Alþjóðabank- anum og lánar fé með svipuð- um skilyrðum til einkaiðnaðar og án ríkisábyrgðar. IFC hef- ur til þessa lagt fram 80 mihj- ónir dollara. Fjárhagsáætlun: 2 milljónir dollara. IDA, Alþjóðlegi þróunarsjóð- urinn er líka tengdur Alþjóða- bankanum. Hann veitir lán með mjög sanngjörnum kjör- um, oft vaxtalaus. Lánin sem sjóðurinn hefur veitt nema nú samtals 450 milljónum dollara. Fjárhagsáætlun: 2 milljónir dollara. (Frá SÞ).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.