Þjóðviljinn - 02.10.1963, Síða 6

Þjóðviljinn - 02.10.1963, Síða 6
SÍÐA MðÐVIUINN Miðvikudagur 2. október 1963 Nazisfaböðuiiinn Míiiler enn á !ífi? Gröf háttsetts SS-manns opnnð í Vestur-Berlín Er gestapo - íoringinn Heinrich Miiller enn á lífi? Hefur honum tek- izt, eins og svo mörg- um hans líkum, að hef ja nýtt líf með fölsku nafni og fölsuðum skjölum? Slíkar spumingar eru nú ofarlega í hugum manna í Vestur-Þýzka- landi og víðar. í vik- unni sem leið lét á- kæruvaldið í Vestur Berlín opna gröf Mull- ers í kyrrþey, til þess að kanna hvort það er hann eða einhver ann- ar sem hvílir þar. Enn hefur ekki verið skýrt frá því hvers menn urðu vísari. Réttarlæknir mun nú rannsaka bein- in úr gröfinni. Yfirmaður Eichmanns Á valdatímum nazista var Miiller jrfirmaður Reichsicher- heitshauptamt en Gestapo var ein af undirdeildum þessarar sipfnunar. Adolf Eichmann var einn af undirmönnum Miillers. 1 æviminningum sínum segir Rudolf Höss, yfirmaður Ausch- witz-fangabúðanna, að aðalá- hugamál Múllers og Eichmanns hafi verið að svipta eins marga Gyðinga lífi og mögulegt var. Engum blandast hugur um að Múller hafi verið einn af á- hugasömustu starfsmönnum nazistanna. Flúði frá Berlín Heinrich Múller var einn af þeim síðustu. sem flúðu úr neð- anjarðarskýli Hitlers í maí 1945. Síðar fannst lík sem klætt var í einkennisbúning hans og bar á sér gripi sem honum til- heyrðu. Allt benti til þess að hann væri látinn. Á legsteini hans stendur „Okkar kæri fað- ir Heinrich Múller, fæddur 28.4. 1900, féll í Berlín í maí 1945”. En fyrir skömmu komst Mu- endt saksóknari í Vestur-Berlín að raun um það, að aðeins eru til staðar vitni sem séð hafa Múller á lífi en hins vegar enginn sem sá hann deyja. Handleggsbrot Af þesssum sökum gaf sak- sóknarinn fyrirskipun um, að gröf Múllers skyldi opnuð. Allir SS-foringjar höfðu svonefnda „rasabók” þar sem skráð voru helztu einkenni þeirra. Rann- Gröfin sem nú hefur verið opnuð. A Iegsteininum stenður „Okk- ar kæri faðir Heinrich Mnller fæddur 28.4. 1900, féll í Berlín í mai 1945”. Margir telja að Muiler sé alls ekki að finna und- ir þessum steini heldur sé hann enn í íullu f jörl. sókn þess- hvort bein í gröf- inni séu jarðneskar leifar Múll- ers eða einhvers annars byggj- ast á upplýsingum þeim sem „rasabók” SS-foringjans veitir. Eins og fyrr segir hefur ekki verið skýrt opinberiega frá því hvað uppgröfturinn hefur leitt I Ijós. Ilins vegar herma sum- ir hcimildarmenn að þcgar sé orðið ljóst að í gröfinni hafi legið allt annar maður en MuU- er. Skýra þeir mcðal annars svo frá að „rasabókin" greini frá því að Múllcr hafi hand- lcggsbrotnað I æsku en engin merki um slíkt beinbrot sé að^, finna á bcinum þeim sem fundust í gröfinni. að Hitler framdi Berlín eftir sjálfsmorð. í leyni Yfirvöldin í Vestur-Berlín reyndu að halda því leyndu að að gröf Múllers hefði verið opnuð. Gert er ráð fyrir að vestur-þýzkir ráðamenn teljiað Múller sé ekki lengur á lífi, en vilja þó ganga úr skugga um það í eitt skipti fyrir ölL Hins vegar er óvíst, að þeir skýn almenningi frá því ef þeirkom- ast að raun um, að lík Múllers hafi alls ekki verið í gröfinni. Kommúnistar í Paraguay á móti Kínverjum MOSKVU 30/9 — „Pravda” birti í dag áskorun frá hin- um bannaða kommúnistaflokki Paraguay til allra annarra kommúnistaflokka um að beir lýsi sig andvíga sjónarmiðum kínverska flokksins. 1 bæklingi sem flokkurinn gefur út er Mao Tsetung sakað- ur um hentistefnu sem sé hinni alþjóðlegu verklýðshreyfingu miklu hættulegri en endurskoð- unarstefnan sem varað var sér- staklega við í Moskvuyfirlýsing- unni 1960. „Einingu hreyfingar- innar verður þvf aðeins bjargað að þeir séu elnangraðir sem rjúfa hana“, segir í bæklingn- um. Krústjoff ræðir landbúnaðarmál MOSKVU 30/9 — Nikita Krúst- joff sagði í ræðu, sem hann hélt í samyrkjubúÆnu Novaja Kok- hovka f Ukraínu, að gcra yrði sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr vandræðum þeim, sem hlutust af vorkuldunum. Forsætisráðherrann hvatti landbúnaðarverkamenn til þess að gera a'Ut, sem í þeirra valdi stæði til þess að tryggja þjóðinni nægar landbúnaðarafurðir. Hann sagði, að framleiðsla tilbúins á- burðar mundi komas.t upp í 35 milljónir tonna fyrir 1965 og 100 milljónir tonna fyrir 1870. Einnig minntist hann í ræðu sinni á fjárveitingar til áveitu og betri nýtingar áveitusvæða og undirstrikaði í því sambandi, að nauðsjmlegt væri að auka kom- rækt í þessum héruðum svo að hún næmi 35 milljónum tonna á ári. Þetta gæti orðið einskonar tryggingarforði. Krústjoff benti á að menn yrðu að hagnýta sér reynslu þá, sem fengizt hefði í landbúnaði á nýræktarsvæðum Kasakstans. T.d. borgaði stofn- kostnaður við byggingu áveitu- skurða og áveitukerfis sig upp á einu til tveimur árum í þess- um héruðum. NEW YORK 30.9. 1 dag var staðfest að Búlgaría hefði á- huga á að kaupa bandarískt hveiti. Utanríkisráðherra Búlg- aríu, Ivan Baséff, átti í dag kilukkutíma samræður viö ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk, og bar þá í tal að hefja hveitiverzlun milli Búlg- aríu og Bandaríkjanna. Sósíalista hótaS lífíáti í V.-Beriín Werner Kleindienst er íorystumaður Sósíalistíska einingarílokksins í Vestur-Berlín. Undanfama mánuði hafa ofstækismenn ógnað honum á ýmsa lund og reynt að flæma hann á brott frá heimili sínu í Lehrterstrasse. Fyrir skömmu dreifðu menn þessir hundruðum flttgmiða á götuna úti fyrir húsi Kleindienst og var honum og fjölskyldu hans hót- að lífláti. Síðan réðst lýður þessi á húsið og mölv- aði hurðir og glugga með grjótkasti. Myndin sýn- ir nokkra glugga eftir árásina og einn flugmiðann sem letrað er á: Werner Kleindienst Lehrter - Str. 23/24. hverfðu!! Dagar þínir eru taldir!! 1 bók sem kom út fyrir tveim árum fullyrðir Tuvia Friedmann. sem starfar við ísraelsku stofnuna sem safnar gögnum um glæpaverk nazista að bæði Múller og Martin Bor- mann séu enn á lífi og fari huldu höfði. Enn gerist það. að menn gefi sig fram og segi að þeir hafi einhvers staðar séð Bormann bregða fyrir eftir ár- ið 1945. Hinsvegar hafa nán- ari eftirgrennslanir ekki borið árangur enn sem kcrnið er. Bormann á að hafa látið lífið er hann reyndi að flýja frá Síldveiði Norðmanna við ísland Afíinn um helmingi minni í ár en í fyrra Fasistastjórnin fær 4,2 milljarða þóknun Bandaríkjamenn semja um herstöðvarnar við Franco BERGEN 30/9 — Svo virðist sem öll norsku síldveiðiskipin sem veitt hafa síld í bræðslu séu nú komin heim af miðunum við Is- Iand og er ekkii búizt við meiri síld þaðan í ár. Afli þeirra varö i ár ekki helmingur af aflanum í fyrra. Norsku síldarverksmiðjumar hafa í ár fengið af Islandsmið- um um 230.000 hektólítra. en fengu í fyrra 580.000 hektólítra, Formaður félags verksmiðju- eigenda, Oscar Ottesen, segir í viðtali við „Bergens Tidende" að auðvelt sé að selja síldarlýsið í ár, en öllu tregari sala á mjöl- inu. Verksmiðjurnar eigi 7.000— 8.000 lestir af mjöli óseldar. Fyrir helgina sömdu Bandaríkjamenn og Franco-stjórnin um á- framhaldandi hersetu Bandaríkjamanna á Spáni. Til endurgjalds lofuðu Bandaríkjamenn að halda áfram að styrkja Franco hernað- arlega. U tanríkisráðherrarnir Dean Rusk oa Fernanö" Maria Castiella skýrf1 frá samningsgerð þes' ari í sameiginlegri yí irlýsingu á fimmtudagr kvöldið og voru þá að- eins sex klukkustundir eftir af gildistíma gamla 10 ára samnings- ins um herstöðvar Bandaríkjamanna á Spáni. „Mikilvægur hlekkur” Bandaríkjamenn hafa haft tii afnota þrjá stóra fugvelli og eina flotastöð á Spáni. Telja bandarískir hernaðarsérfræð- ingar að stöðvar þessar séu mjög mikilvægur „hlekkur í varnarkeðju vestrænna þjóða'; Viðræðurnar um endurnýjun herstöðvarsamningsins hafa Uaðið lengi yfir. Franco hefur 'arið fram á áframhaldana -rnaðar- rg efnahagsaðsb'" Frá Bandaríkjunum. Ennfremur hefur hann krafizt þess að vera með í ráðum þegar hernaðar- mál vesturveldanna eru á dag skrá. 4,2 milljarðar f yflrlýslngu utanríkisráð- herranna segir meðal annars að Bandarikin muni styrkja spænska herinn „á viðcigandi hátt” og að bandaríski útflutn- ings- og innflutningsbankinn sem Iánað hefur Franco-stjórn- inni rúmlega 13 miilljarða kr. undanfarna áratugi sé reiðu- búinn til að lána stjórninni allt að 4,2 milljörðum á kom- andi ári. Ennfremur urðu samningsað- ilar ásáttir um að stofnsetja spænsk-bandaríska „ráðgefandi hermálanefnd” sem höfuðstöðv- ar á að hafa í Madrid og koma saman að miinnsta kosti einu ,!nni á mánuði. """önguna vantar ^amkvæmt frásögnum blað.i ' ’lia ráðamenn ( Washington með samningi bessum haf' ueir komið fram vi'ía sínum að verulegu leyti Með samnings gerðinni er Fraflco orðinn jafn- mikilsvirtur bandamaður Band- aríkjanna og NATO-ríkin. Krafa Francos um aðverahafð- ur með í ráðum um hemaðar- mál vesturveldanna hefur náð fram að ganga. Það er því skiljanlegt að hin- ir fasistisku ráðamenn í Madrid hafa ákaft fagnað hinum nýja samningi. Mjög mikilvægt er talið það atriði samningsins sem kveð- ur á um það að „ógnun við annað hvort ríkið eða framlag þess til hinna sameiginlegu vama er mál sem varðar bæði ríkin í sameiningu”. lafnoki NATO-ríkjanna Þar með er Franco orðinn jafnoki NATO-ríkjanna sem hemaðarlegur bandamaður Bandaríkjanna. Ekert vantar þar á nema formlega inngöngu í bandalagið. Til þessa hefur Franeo ekki fengið inngöngu í félagsskapinn. þar sem sum- um bandalagsríkjunum. og þá einkum Danmörku og Noregi hefur þótt fulllangt gengið að gera slíkan böðul að banda- manni sínum í „baráttunni fyrir frelsi og lýðræði“. Hins vegar má búast við, að Franco muni nú sækja í sig veðrið og rökstyðja mál sitt meðal ann- ars með bví að hann sé sízt minni frelsis- og lýðræðissinni en til dæmis Falazar í Porfú- gal. sem verið hcfur í N A.TO án nokkurra árekstra við ':l idamenn sína.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.