Þjóðviljinn - 02.10.1963, Side 7

Þjóðviljinn - 02.10.1963, Side 7
Miðvikudagur 2. október 1063 MÖÐVILJINN SÍÐA 7 Viðtal við bandaríska ritstjórann HENRY F. MINS Henry F. Mins ritstjóri. — Ljósm. Þjóðv. A. K. — Hvað viltu segja les- endum Þjóðviljans um tíma- ritið Science and Society? — Það var stofnað 1936 af nokkrum háskólaprófess- orum, sem raunar eru ekki lengur í því starfi, neinn þeirra, vegna þessa tiltækis. Þeir áttu það sameiginlegt að vilja ræða vandamál heimsins og vísindanna frá marxistasjónarmiði, og gera það svo rækilega og vandað að það stæðist þyngstu kröf- ur og gæti haslað andstæð- ingunum völl með fullum rökum. Þeir fundu til þess að einmitt d Bandarí'kjunum væri sár vöntun á slíku riti og aðrir væru ekki líklegir til að annast þetta verk. Þessu verkefni hefur tíma- ritið Science and Society reynt að sinna ætíð síðan. Það hefur engan félagsskap að bakhjarli og engar aðrar tekjur en af sölu tímaritsins sjálfs og smáframlögum á- skrifenda. Og tímaritið hefur lifað þrátt fyrir allt í næst- um 28 ár og er líklega það timarit sinnar tegundar sem lengst hefur lifað að undan- skildu tímaritinu Neue Zeit ÞaÖ gerist ekki á hverjum degi að bandarískur ritstjóri lítur inn á ritstjórn Þjóðvilj- ans og fær sér molasopa á kaffistofunni í morgunkaffinu og lítur á skákina þar sem berjast fréttastjórinn og auglýsingastjórinn. En þessi ovenjulegi atburður gerðist í vikunni sem leið, og maðurinn var Henry F. Mins, einn af ritstjorum bandanska marxistatímaritsins Science and Society, en það timarit er talið eitt vandaðasta tima- rit sinnar tegundar og lesið af sósíalistum og andstæðingum þeirra viða um heim. Hér fara á eftir nokkur atriði úr því sem talað var, en Mins þurfti lika margs að spyrja um Islandsmál og dást að Friðriki Ölafssyni. Almenningur í Bandaríkjunum trúir yfirleitt því sem stjórnarvöldin vilja að hann trúi sem Engels stofnaði og Kautsky tók við. Og við von- umst til að lifa lengur. Engum er borgað fyrir að vinna að ritstjórn þessa tímarits eða fyrir greinar sem þar birtast og það hefur raunar ekki nema einn launaðan starfsmann, og ekki of vel launaðan, mann- inn sem sér um afgreiðslu þess. Ef ég ætti að nefna ein- hvern sérstakan þátt sem alltaf hefur verið í ritinu og við eru sérstaklega stoltir af, er það þátturinn um nýj- ar bækur. Við höfum lagt mikið kapp á að segja frá sem flestum merkum bókum og að fá hæfa menn til að ritdæma þær. Eg þekki ekk- ert amerískt tímarit sem hefur tekizt að halda bóka- þætti eins vönduðum og Science and Society. — Er ekki erfitt að fá menn í Bandarikjunum til að skrifa í marxistatímarit ? —Jú, það getur verið erf- itt. Það er t.d. nærri ómögu- legt að fá nokkurn háskóla- kennara til að skrifa í ritið um nokkurt efni varðandi alþjóðamál, líka þó þeir séu hlynntir málstað þess. Því hætt er við að hann yrði ekki lengi háskólakennari eftir að grein hans birtist. Þannig getur það t.d. reynzt örðugt að finna menn til að skrifa nm viss efni af nægri sérþekkingu. Hvað sem því líður nýtur Science and Society viður- kenningar ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einn- ig alþjóðlegrar. ☆ ☆ ☆ — Hvað er að segja um aðra útgáfu frjálslyndra og róttækra blaða og tímarita í Bandaríkjunum? — Ekkert vinstrisinnað dagblað er nú gefið út í Bandaríkjunum. 1 stað dag- blaðs Kommúnistaflokks Bandaríkjanna Daily Work- er er nú gefið út vikublaðið Worker og með löglegum og ólöglegum aðferðum er lagt þungt farg á slíkt blað og lesendur þess. Annað vinstrisinnað vikublað er National Guardian, og loks má nefna mánaðarritið Monthly Review. Þessi rit höfða hvert til síns lesenda-. hóps og hafa mismunandi ve'rkefni að gegna; við þessi vinstri rit höfum við auðvit- að beztu samvinnu, ritstjór- ar þeirra, eins og t.d. Sweezy og Hubermann, skrifa í okk- ar tímarit og við í þeirra. Ekki má þó ráða af því sem ég hef sagt að meðal vinstri manna í Bandaríkj- unum ríki uppgjöf og von- leysi, þeir vita að of margt er að gerast í heiminum til þess að bandaríska þjóðin geti fremur en aðrar haldið áfram í pólitískri deifð og áhugaleysi, minnungir orða Abrahams Lincolns að ekki verði hægt að blekkja alla alltaf. ☆ ☆ ☆ — Og þér finnst þú þurfa að koma til Evrópu við og við ? — Eitt er það sem Banda- ríkjamanni getur fundizt svo heillandi í gamla heiminum að maður verði að kynnast því sem bezt: hin sterku tengsl við liðna tímann, sá skilningur á samhengi sög- unnar sem í því felst og einnig hlýtur að hjálpa til að tengja nútímann og þá framtíð sem koma skal. Fyr- ir mig er það forkostuleg skemmtan að lesa í Atóm- stöðinni um kirkjusmiðina, sem ekki eiga hugstæðara umræðuefni en að bera sam- an og metast um hetjur fornsagnanna; þessi eigin- leiki hlýtur að vera einstak- lega sterkur með Islending- um, hans verður hvað eftir annað vart í sögum Halldórs Laxness og ég þykist líka hafa fundið hann hér í fólki sem ég hef kynnzt. Manni getur fundizt Bandaríkin auðug af hlut- um, en fátæk af lífi. Ég reyni að ferðast til Evrópu eins oft og mér er unnt, svona á fjögra—fimm ára fresti, og það er eins og að koma í ferskt loft, ég á þar ekki einungis við sósíalistaríkin heldur einnig lönd eins og Svíþjóð, Frakkland. Fólkið er betur vakandi, áhugasam- ara um þjóðfélagsmál. Mað- ur verður ekki var við kæru- leysið sem er svo algengt vestra. Og það er einmitt sinnuleysið sem tefur allar breytingar, minna má á sem dæmi að það er að verða heil öld frá því borgarastyrj- öldinni um þrælahaldið lauk, og samt búa margir svert- ingjanna í suðurrikjunum enn þann dag í dag við á- stand sem ekki er óskylt þrælahaldí. ☆ ☆ ☆ — En nú er einmitt mikil hreyfing á svertingjunum? — Já, svertingjarnir eru að skipuleggja mikla bar- áttu. Þar hefur aldarafmæl- ið einmitt ýtt xmdir, orðið tilefni að gera upp hve skammt er komið að því að ná fullu frelsi og jafnrétti. Annað sem haft hefur stór- mikil áhrif á svertingjana í Bandaríkjunum er sigursæl frelsisbarátta Afríkuþjóð- anna. Þar hafa svertingjam- ir sýnt að þeir geta ráðið ríkjum og annazt allt sem frjálsir menn þurfa að ann- ast. Vitneskjan um það hef- ur aukið bandarískum svert- ingjum sjálfstraust og ör- yggi í frelsisbaráttunni, þeir finna betur en áður að þetta sem Afríkusvertingj- amir geta gætu þeir líka gert til jafns við aðra. Frelsisbarátta svertingj- anna er ákaflega mikilvæg hreyfing, líklega mikiivæg- asta hreyfing í tíð þessarar kynslóðar í Bandaríkjunum. Það er nýtt að fólk í Banda- ríkjunum skuli ganga út á götuna í kröfugöngur eins og gert hefur verið nú undan- farið og sýnir vaknandi þjóðfélagsáhuga. ☆ ☆ ☆ — Hefur almenningur í Bandaríkjunum hugmynd um hversu herstöðvar Bandarikjanna erlendis spilla sambúðinni við aði-ar þjóðir? — Nei, þó raddir heyrist um slíkt í bandarískum blöð- um er andúðin talin einskært vanþakklæti af fólki sem Bandaríkin leggi sig í líma að vemda og ætti að vera Bandaríkjunum þakklátt fyr- ir. — Almenningur sinnir lít- ið stjómmálum? — Já, það liggur við að orðið pólitískur sé notað sem skammaryrði í Bandaríkjun- um. Meira að segja getur ó- venjulegur skákáhugi manns vakið gmnsemdir um að hann sé ,,rauður“. Það er allt í lagi að spila bridge, að drekka sig fullan í félags- skap, en hitt er „óamerískt" að koma saman til að ræða þjóðfélagsmál. 1 flestum öðr- um löndum eru beinlínis til staðir þar sem menn geta setið saman til þess eins að spjalla um þjóðfélagsmál og annað og skiptast á skoðun- um. Þetta hefur varla þekkzt í Bandaríkjunum fyrr en nú á síðari árum, að farið er að koma upp í New York litlum kaffistöðum þar sem ungt fólk, listamenn og stúd- entar og aðrir koma inn til að ræðast við og blanda geði, og að sjálfsögðu breiðist það út, því allir í Bandaríkjunum vilja líkjast New York. En unga fólkið er ekki sérstaklega áhugasamt fyrir flokkapólitík, það er á kafi í persónulegum vandamálum, og líka heimsmálum eins og kjarnorkumálunum og frið- armálum og auðvitað kyn- þáttavandamálum. Okkur af eldri kynslóðinni finnst það ljóður á ráði unga fólksins að hafa ekki áhuga fyrir flokkapólitík. En þannig er það alltaf, unga kynslóðin vill fara sinar eigin leiðir og gera hlutina öðru vísi en eldri kynslóðin, og manna fyrstur er ég til að viður- kenna að ég og mín kynslóð hafi ekki höndlað alla vizk- una. — Hefur ekki linað á of- sóknum gegn sósíalístum og öðrum vinstri mönnum? — Ekki er hægt að segja I i I það. MaeCarthy er dáinn en 7 MacCarthyisminn lifir og er | orðinn lífsregla bandarískra k stjórnarvalda. En áróðurinn ^ er oft útsmognari en áður k og aðferðirnar líka. 1 stað þess að varpa mönnum í fangelsi fyrir vinstri skoð- ^ anir er beitt alls konar h efnahagslegum og atvinnu- legum þvingunum. Mönnum er vamað með opinberri í- hlutun að lifa öruggu og skipulegu lífi við öragg k störf. Ég verð t.d. að hafa " ofan af fyrir mér með þýð- ■ ingum þó ég ætti raunar að vera á eftirlaunum sem kennari og gera ekki annað k en það sem mig langar helzt J til. Nú undanfarið hafa t.d. J birzt í bandarískum blöðum ^ allvinsamlegar greinar um k Sovétríkin. En ætlunin með ^ þeim er einungis að reka k fleyg milli Sovétríkjanna og Kina ef verða mætti. Banda- ríkjamenn hafa það undir k niðri á tilfinningunni að ekki muni allt í beztu lagi með | stöðu Bandaríkjanna í heim- inum. Ef tækist að skapa H það almenningsálit að Sovét- ^ ríkin og Kína hljóti að fara | í stríð innan Skamms, er k auðveldara að telja almenn- J ingi í Bandaríkjunum trú um að þau þurfi ekki að óttast k keppinauta. Auðvitað vita | þeir betur sem þannig skrifa, L en gei-a það samt. J — Áróðurinn er sterkur ■ þar vestra? — Já, almennt má segja fl að almenningur í Bandaríkj- U unum sé á valdi áróðursvél- " ar sem er miklu áhrifameiri fe og lævíslegri en áróðursvél Hitlers á sínum tíma, og beitir blöðum og útvarpi, K sjónvarpi og kvikmyndum. " Auglýsingatæknin er á það | háu stigi að alnienningur 1 J Bandaríkjunum trúir mestu af því sem stjórnarvöldin k vilja láta hann trúa. Og á- | róðursvélin hefur aldrei ver- ■ ið betur skipulögð og út- * smognari en nú. ^ V V ☆ ☆ ☆ Talið berst að róttækum ^ bandarískum höfundum; hveraig íslenzkir sósíalistar liafi drukkið í sig bækur | Uptons Sinclairs, Jack Lon- dons, Theodors Dreisers. J Mins minnir á, að öflug þjóð- B Framhald á 8. síðu J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.