Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 6
g SÍDA ÞIOÐVIUXNN Föstudagur 4. október 1963 Deilurnar í Sósíalistíska alþýðuflokknum Moltke mun sitja á þingi þótt hann fari úr flokknum Eins og Þjóðviljinn hefuráð- nr skýrí frá eru nú uppi lals- verðar deilur Snnan Sósíalist- iska alþýðutlokksins danska. Meðal annars vék þingflokkur- inn alþingismanninum Kai Moltke úr sendinefnd Dana hjá Sameinuðu þjóðunum og sklp- aði annan þingmann flokksins, Herulí Itasmussen, í hans stað. Rasmusscn birtir siðan yfir- lýsingn þar sem segir að mann- askipti þessi stafi af þvi að Moltke hafi hvorki sinnt störf- um sínum i þingflokknum nc i nefndinni. Leyniskjal Guð komst ekki inn í kirkjurnar Barátta negranna fyrir jafn- rétti á móts við hvíta menn er og hefur að undanförnu verið efsí á baugi í suðurrikjum Bandaríkjanna. Af þeirri bar- áttu er meðal annars bessi kímnisaga sprottin: Joe gamli frændi ætlaði sér að biðjast fyrir í ..hvítri” kirkju. Prestinum geðjaðist ekki að þessari hugmjmd. Hann iagði til að Joe gamli spyrði gud að því, hvort honum þaetti það rétt ad biðjast fyrir í „hvítri'* kirkju. Daginn eftir hafði Joe tekið sinnaskiptum. Prestinum létti mjög og spurð- ist fyrir um ástæður. — Jú. sagði Joe gamli. guð sagði mér að ég ætti ekki að koma nálægt svona kirkjum. Þær væru ekki við mitt hæfi. Hann sagðist lengi hafa reynt sjátf- ur að komast inn í þær. en ekki tekizt. Moltke hefur vísað þessum ásökunum á bug en hins veg- ar skýrt frá því að hann hafi ekki gengið heill til skógar frá því að hann sat 1 fangabúðum nazista og hafi vanheilsa sín hindrað, að hann gæti komið á alla fundi þingflokksins. Fyrir fáeinum dögum sendi Moitke svo blöðunum skjal sem hann afhenti miðstjóm Sósíalistiska alþýðuflokksins 12. maí s. 1. vegna þeirra ásakana sem hann hefi orðið fyrir. Miðstjómin hefur farið með skjal þetta sem algjört leyndarmál og jafn-<S- vel neitað að senda einstökum flokksfélögum afrit af því, enda þótt nokkur þeirra hafi far- ið fram á að fá slíkt afrit. Veikur á fundum I skjali þessu gerir Moltke grein fyrir öHum fjarvistum sínum og getur um það að hann hafi iðulega setið fundi þrátt fyrir veikindi. Meðal annars tók hann þátt í um- ræðunum um „heildarlausn- ina” svonefndu og hafði þó 38—30 st. hita. 1 lok yfirlýsingar sinnar seg- ir Moltke að ef árásunum linni ekki þurfi miðstjómin ekki framvegis að gera ráð fyrir sér sem meðlimi í þingfdokki Sósíalistiska alþýðuflokksins. Þegar haft er í huga að Moltke sendi skjal þetta þegar fyrir hálfum mánuði verður yf- irlýsing Rasmussen að telj- ast hin furðulegasta. Hann vík- ur ekki einu einasta orði að vanheilsu Moltkes en lætur í það skína að fjarvistir fyrir- rennara síns hafi einvörðungu stafað af trassaskap eða ein- hverju þaðan af verra. Raunar munu flestir þeirrar skoðunar að ástæðumar fyrir brottvikn- ingu Moltkes séu alls ekki þær sem helztu ráðamenn flokksins vilja vera láta. Að undanfömu hefur Moltke átt í opinberum deilum við formann flokksins Axél Larsen. Mogens Lange, sem af sumum er nefndur „krónprinsinn”, og fylgismemi þeirra félaga. Varar við krötum Kai Moltke heldur því fram að menn þessir. eða „hægri armurinn” sem svo hefur veir- ið nefndur, séu að svikja mörg helztu stefnumál flokksins, einkum í verkalýðsmálum. Ennfremur varar hann eindreg- ið við hugmyndinni að ganga í st j óm arsamsta rf við sósíal- demokrata þar sem slikt hefði í för með sér að flokkurinn gengi ekki lengur heill til skóg- ar í baráttu sinni fyrir hlut- leysi Danmerkur og úrsögn úr NATÓ. Segir hann að flokkar sem selji þannig helztu stefnu- mál sín fyrir ráðherraembætti verði aldrei langlífir í landinu- Mun sitja áfram Aðspurður hefur Moltke lýst því yfir að það sé í valdi flokks- bræðra sinna hvort hann neyð- ist til að yfirgefa flokkinn eða ckkl. Ennfremur hefur hann skýrt frá því að hann hyggist sitja út kjörtímabilið á þingi jafnvel þótt svo færi að leiðir hans og Sósíalistiska alþýðu- flokksins skildu. Kveðja Adenauers: Macmillan átti að hætta fyrír löngu! A mánudagskvöldið kallaði Adcnauer erlenda blaðamenn í Bonn á sinn fund í síðasta sinn og kvaddi þá með því að gera lítið úr þeim sættum sem nú hafa tekizt milli austurs og vesturS, ráðleggja Mcmilian að draga sig í hlé og segja blaða- mönnunum að þcir yrðu sí- fellt verri og verri. Adenauer lætur nú senn af embætti sem kanslari og af- hendir Ludwig Erhard stjóm artaumana. Á blaðamannaíund- inum virtist garnli maðurinn vera dálítið óþolinmóður og ergilegur. Hafði hann flest það sem nú er að gerast í heimin- um á hornum sér. „Uggandi" <5> Clobke settur é eftirluun Hans Globkc hcfur nú látið af embætti sem ráðuneytisstjóri í Vestur-Þýðkalandi og hcfur hann verið settur á eftirlaun. Globke var yfirmaður for- sætisráðuneytisins og af mörg- um talinn voldugasti maðurinn í Vestur-Þýzkalandi. Á nazista- tímanum var hann í miklum metum hjá Hitler og átti mik- inn þátt í samningu laganna sem Gyðingaofsóknirnar voru byggðar á. 1 sumar dæmdi hæstirétbur Austur-Þýzkalands hann fjarstaddan í ævilangt fangelsi fyrir þetta athæfi og fleiri slík. Einkum kvaðst Adenauer vera „uggandi” vegna þróun- arinnar í Bretlandi. Ekki vildi hann skýra ,,ugg” sinn nánar en lýsti því yfir að Mcmillan hefði fyrir löngu átt að vera’ búinn að draga sig í hlé. Má geta þess að Mcmillan er 69 ára að aldri, en Adenauer sjálf- ur er 87 ára. Ennfremur var Adenauer arg- ur yfir því, að horfur eru á þvi, að Bandaríkjamenn muni selja Sovétríkjunum hveiti. Finnst honum að í slíkum viðskiptum felist óverðskuldaður stuðning- ur við Sovétríkin. Gamli maðurinn bandaði frá sér með fyrirlitningu þegar fréttamenn ympruðu á því að dregið hefði til sátta milli austurs og vesturs. Spurði hann háðslega hvar sæist tangur eða tetur af þeim sáttum. Adenauer lýsti því yfir að hann yrði enn sem áður at- hafnasamur á þingi og innan Kristilega demokrataflokksins. Með óljósri ánægju benti hann á að fráför hans orsakaði ring- ulreið í Bonn. Stjérnarskrá og SS Að vonum hafa afhjúpanir á símahlerunum og öðru þvílíku at- hæfi vestur-þýzku leyniþjónustunnar vakið reiði almcnnings, enda er hér um að ræða skýlaust stjórnarskrárbrot. Ekki dró það úr gremju fólks, er Hermann Höcheri, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður Ieyniþjónustunnar, lét þau orð falla að þeir leyniþjónustumenn hefðu annað að gera en að „þvælast um allan daginn með stjórnarskrána undir handleggnum”. Nýlcga kom fólk saman á markaðstorginu í Gelsenkirchen og mótmælti ítök- um gamalla nazista í dómsmála- og Iögreglukerfi Vestur-Þýzka- lands. Fólkið bar spjöld og var meðal annars á þau letrað: ,,Frek- ar stjórnarskrána en SS-blóðflokksmerki undir handleggnum" og „Hver situr við stjórnvölinn? SS, SD, Gestapo?“. Skrífstofusturf Stúlka óskast til skrifstofustarfa. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Tunnlækningastofa Hef opnað nýja tannlækningastofu að Tjamargötu 10. 2. hæð Viðtalstími: kl. 10—12 og 2—5. laugradga kl. 10—12. Sími 12632. FRIÐLEIFUR STEFANSSON. tannlæknir. 105 daga í helli Fyrir skömmu setti Bretinn Geoffrey Workman hcimsmet f þeirri íþrótt að láta fyrir berast í helliun. I vikunni sem leið kom hann upp úr Stump Cross-helli í Yorkshire-heiði eftir 105 daga dvöl í iðrum jarðar. Ekki hafði hann með sér annan útbúnað en tjald til að sofa í og síma. Fyrra metið í íþrótt þessari áttl Frakki einn og hefur sá látið fyrir berast i helli í 62 daga. Myndin sýnir Workman koma aftur upp í dagsljósið eftir hell- isvistina. Mcðal þeirra sem tóku á móti honiun var kona hans. Dansskóli Hermanns Ragnars, Reykjavík Skírtein verða afhent í Skátaheimil- inu við Snorrabraut í dag föstudaginn 4, október og á morgun laugardaginn 5. október frá kl. 3 — 7 e. h. Mjög áríðandi er að skírteinin séu sótt á ofangreindum tímum, nema hjón og pör, sem taka skírteini í næstu viku. Velkomin til starfsins. Unnur og Hermann Ragnars

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.