Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞIÓDVILIINN Föstudagur 4. október 1963 aðdáendanna þurftirðu aldrei aö hugsa mikid um sannleikann — sem var sá, að þú varst ann- ars flokks háskólakennari án hæfileika til að byggja upp eða kjarks til að lífa niður neitt sem máli skipti. Eða með öðrum orðum loddari eins og Press sagði. Max Blake stirðnaði. slakaði síðan á. Andlit hans var fölt. Það var eins og hann ætti ekki fleiri tilfinningar til. Þar sem hann sat á rúminu, virtist Adam hann ósköp lítill og aumingja- legur. — Auðvitað vissirðu undir niðri, að þetta var allt í gamni. Þegar maður þykist ekki trúa á neitt eins og þú gerir, þá er hann álitinn annað hvort fífl eða snillingur. Það var augljóst mál að þú varst ekki fífl. Og þvi var ekki erfitt að telja fólki trú um að þú værir snillingur. En þig dreymdi aldrei um að neinn tæki þig alvarlega — tæki upp á þvi að sanna kenningar þínar í verki! Drottinn minn, allir vita að þetta er ekki annað en málæði! Allir vita að það sem máli skiptir eru peningar og atvinna og greidd húsaleiga og þrír alklæðnaðir og liftrygg- ing — — Og þú hafðir áhyggjur þeg- ar ég fór. Þú varst agndofa yf- ir bréfunum minum, þótt þú tryðir þeim sennilega ekki. En svo áttaðirðu þig á því að þetta var allt satt. Einhver hafði tek- ið tal þitt hátíðlega og var að framkvæma kenningar þínar! Og það sem verst var: þessi per- sóna nefndi nafnið þitt í ótíma. Blöðin voru farin að notfæra sér það. — Þetta gat ekki gengið. Þú vissir að þú yrðir að yfirgefa fílábeinshöllina þína og stöðva þennan vitleysing áður en hann kæmi þér í vandræði í háslcól- anum. — Og nú kom vandamálið — hvemig átti að snúa sér í þessu? 1 rauninni var lærisveinninn að- eins að gera það sem meistarinn Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavcgi 18 III. h. (lyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsia við ailra hæfl TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SfMI 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — hafði kennt honum. — En þetta var í rauninni ekk- ert vandamáL Þetta var aðeins val. Til þess að halda uppi tál- myndinni af hinum mikla sið- leysingja. yrðirðu að vera heima og fagna; ekkert annað kæmi til greina. Og því varð að velja. Hvor var þér meira virði — guðinn Blake eða maðurinn Blake? Vegna þess að annar þeirra varð að víkja. — Þú valdir. Auðvitað rejmd- irðu að halda í hvort tveggja þegar þú stikaðir hingað inn með tilboðið mikla um bókina, en það var vonlaust eins og þú vissir sjálfur. Úti fyrir lagðist morgunhitinn að glugganum og bylgjaðist yfir götumar. Stöku sinnum heyrð- ist hljóð í bílflautu, annans var allt kyrrt. — Nú býst ég við að þú þegir vegna þess að þú héldur að ég vorkenni þér. Þú ert að brjóta heilann um hvort ég vorkenni þér nógu mikið — og hvort ég sé nógu vonsvikinn til að hætta við allt saman og kannski skjóta mig eða eitthvað þess háttar. Ekki satt? Ég á við það, að það væri í rauninni skelfilegt, finnst þér ekki, að lítillækka sjálfan sig svona fyrir framan strák- hvolp og allt til einskis? Ham- ingjan sanna. þá ættiröu ekkert eftir! Enga aðdáendur, ekkert stolt, enga atvinnu. Hreint ekki neitt. Blake sat eins og á nálum; augu hans voru rök og æðisleg bakvið þykk gleraugun. Adam brosti og gekk nær rúminu. Hann kveikti sér í síg- arettu, fleygði eldspýtunni í gleröskubakka og sagði: — Hvað myndirðu gera, prófessor? Hvert myndirðu fara? — Hættu þessu! hrópaði Blake. — Hættu þessu, Adam, gerðu það. Mér stendur á sama hvað þú heldur. Kannski er sumt af þessu satt. Það skiptir ekki máli núna. Eg bið þig sem vin — — Gæsalappir byrja: Vinur er náungi sem vegur þig í bakið og finnst síðan viðeigandi að velja handa þér smekklegan leg- stein. Gæsalappir lokast. Reyndu í staðinn að biðja mig sem óvin. En mundu þetta: Menn eru dæmdir eftir eðli óvina sinna ekki síður en fjölda þeirra. Eða heyrðu: Hvemig væri að byrja f rá grunni og sárbæna mig? Ver- ið aumkunarverður. Verið ve- sæll, kannski dálítið hlægilegur. Kannski ofbýður mér svo að ég hætti við allt saman. Jæja, ætl- arðu ekki að sárbæna mig? Blake sagði með hægð: — Jæja. Ég sárbæni þig. — Ég veit svei mér ekki, ég er ekki viss um að hugur fylgi máli. En heyrðu mig annars. Reyndu að falla á kné. Það bætti kannski úr skák. Augu Blakes leiftruðu. Hann hélt fast í homið á rúmdýnunni og Adam sá að hnúar hans voru hvítir. — Allt í lagi, sleppum því. Ég hélt þetta skipti þig einhverju máli. En það virðist ekki gera það. — Ég skal borga þér, sagði Blake. — Ég skal láta þig hafa það sem þú vilt, innan sann- gjamra takmarka. — Mútur? Svei mér þá, ég veit það ekki. Þær eru eitthvað svo kuldalega viðskiptalegar. Enda væm þær engin lausn á vandamálinu. Fyrir þig á ég við. Setjum svo að ég tæki við peningunum þínum og lofaði að vera góður drengur. Hvaða tryggingu hefirðu fyrir því að ég stæði við það loforð? Svona kolvitlaus náungi eins og ég gæti tekið upp á hverju sem er. Þú myndir ekki sofa fyrir á- hyggjum, horast niður, tapa heilsunni — nei. Ég er ákveðinn í að ég get ekki átt við það, Blake prófessor. Ég vorkenni þér, en ég heid samt að það sé næstum betra fyrir þig að ég haldi áfram með þetta. Þegar til lengdar lætur. Þegar þú ert laus við vinnuna, þá ertu frjáls og þá ertu kannski tilneyddur að gera það sem þig langar til — Auðvitað vejöur það erfitt í fyrstu. En — — Góöi! Adam datt í hug að ganga lengra, en hann leit aftur á Max Blake og vissi að það var til- gangslaust. Maðurinn. myndi vilja gera hvað sem væri, rétt eins og hann hafði lofað. — Má ég spyrja hvað þú ætl- ast fjnir? sagði Blake. — Þú fréttir það, Max. Haltu bara áfram að lesa blöðin. Og leitaðu að nafninu þínu. vegna þess að ég ætla að dreifa þvi um allt eins og skít á grasflöt. Þú verður frægur — rétt eins og Frankenstein. Ég sé fyrir- sagnimar fyrir mér. — Ófreskj- an hans Blakes prófessors tryll- ist enn! Eða þetta: Cramer lýs- ir yfir: Allt, sem ég kann lærði ég hjá meistara mínum, M£ix V. Blake. Hann á allan heiðurinn! Hugsaðu um þetta: öll dásam- legu gullkomin þín, heimspekin hvað eina, á prenti um allan heim. Hugsaðu um það, prófess- or. og mundu það, að hvað svo sem gerist, þá átt þú þar hlut að máli. Og farðu nú héðan út, áður en ég kasta upp. Adam opnaði dymar. Hann þreif í handlegginn á Max Blake og ýtti honum fram á ganginn; síðan skellti hann hurðinni á eftir honum, Jóna haltraði til hans með kaffibollann og hellti engu nið- ur fremur en venjulega. Kaffið var of sterkt og of beiskt fyrir Adam, en það var vel heitt og það hressti hann. — Ef ég á að segja mitt álit, sagði tannlausi maðurinn sem hét Harold, þá er þetta rétt á hann. — Hvað þá? sagði Adam. — .... hefðu ekki þorað að koma í skólann. Það var hann, sem kom þessu öllu af stað aft- ur! Hann og þessi Green strák- ur. Ég segi það satt, að hann bauð þessu heim. — Það er undarlegt, sagði Jóna. — Mér hefur alltaf fund- izt herra McDaniel reglulega skynsamur maður. Mér er það alveg hulin ráðgáta, hvers vegna hann tekur upp á svona löguðu. Ég hélt — — Hverju? — Veiztu það ekki? Adam sá undmnarsvipinn og sagði í skyndi. — Ég vann svo lengi frameftir í gærkvöld. — Áttu við að þú hafir ekki heyrt það? Harold var búinn að Ieggja frá sér blaðið, Farragut Express, og starði á hann. — Negwmir eru komnir í skólann aftur, sagði hann. — Núna. Allir nema einn eða tveir. Jóna beit í súkkulaðibolluna sína. — Herra McDaniel á Messeng- er. fór upp í Símonarhlíð, sagði hún, og fylgdi þeim alla leiðina, gegnum allan bæinn nú í morg- un. Svo lenti hann í slagsmálum við — hún hikaði — við ein- hverja menn, og hann er á spít- alanum. Töluvert meiddur, er mér sagt. Brotin rif og einhver innvortis meiðsli eins og þeir segja Hvað sagði Viola þér, Harold. hvað var það meira? — Jú, þeir halda kannski að hann missi annað augað. — Svona gáfaður maður! — Það er ekki gott að vera of gáfaður, sagði Harold. — Sjáðu bara hvernig fer fyrir manni! — Hver var það? spurði Adam allt í einu. — Ég á við, hverja lenti hann í slagsmálum við? — Veit það ekki með vissu, sagði Jóna og drap tittlinga. — Ollie gamli gat tekið þrjá fasta — Ted Manning o>g tvo aðra ég man ekki hverja. Hann sagði að þeir hefðu verið að minnsta kosti fimmtár, sluppu. Ted og þeir segjast ekki hafa snert herra McDani- el og þeir muni ekki hverjir lumbruðu á honum; muni ekki einu sinni hverjir voru á staðn- um. — En McDonald þá? Hann ætti að muna |>að. — Já, en hann er meðvitund- arlaus ennþá, sagði Harold. — Þeir gáfu honum deyfílyf í hvelli. En hann hlýtur að rakna við bráðum, það sagði Viola. Tannlausi maðurinn hló hljóðlega. — Það mætti segja mér að einlhverjir væru dálítið órólegir núna. Hvað heldurðu um það, piltur minn? Adam setti fimmtíu senta pening á borðið og gekk til dyra. Þær opnuðust áður en hann komst alla leið. . Bart Carey, Phil Dongen og Lorerizo Niesen komu inn. — Þarna er hann, sagði Nie- sen hárri, reiðilegri röddu. — Þama er hann sjálfur. — Haltu kjafti, sagði Carey og gekk til Adams. Hann rétti fram blaðið sem hann hafði haldið á. — Ég býst við að þú hafir séð þetta, sagði hanri. —• Heilt bílhlass var sent í lyfjabúðina til Higgins og á fleiri staði. Adam sagði ekkert en tók við blaðinu. Hann sá að það var éitt af æsifrétta-dagblöðunum í New York. Á fyrstu síðu var feitletruð fyrirsögn: ELDUR f SUÐUR- RÍKI. Og undir með smærra letri: Sjá á bls. 16 hina ógnvekj- andi frásögn af Adam Cramer, ungum fanti sem berst gegn Bandaríkjastjórn. Hann leit upp í alvarleg and- lit hinna Qg fletti upp á síðu 16 í blaðinu. Á fjórðungi síðurinar var lé- leg mynd af Adam á þrepum dómshússins með mannfjölda umhverfis sig. Hún hafði verið tekin þegar hann hélt fyrstu ræðuna. Undir myndirini var sami tit- illinn og höfundamafnið: Ed- ward Driscoll. Hann fletti blaðinu og þar blasti við önnur myrid, af hon- um og Preston Haller saman. Hann mundi þegar hún hafði verið tekin *— á brú í Feneyj- S KOTTA Sentfísveinn óskast hálfan eða allan daginn. HEILSUVERNDARSTÖÐ r- REYKJAVÍKUR. Hugsa sér þessa niðurlægingu að hlaupa svona úr elnum bíla- kirjugarðinum í annan til þess að hafa upp á varahlutum! NÝTT NÝTT Urval af smekklegum GJAFA VÖRUM írá Kastmp-Glasværk. C.B. SilfurbúBin Laugavegi 55. Sími 11066. Bækur — Frímerki Vil kaupa gamlar og nýjar bækur og alls- konar tímarit, gömul og ný. Kaupi einnig íslenzk frímerki hæsta verði. Fólk sem flytur utan af landi eða úr göml- um húsum hér í borginni, kastið ekki göml- um bókum. Baldvin Sigvaldason Hverfisgötu 16 A — (Búðinni). Þá er kvikmyndin búin. Eigum við að sjá hana aftur? Verkfræðingur eða húsameistari óskast til starfa við meistaraskóla Iðn- skólans í Reykjavík. Upplýsingar í skrifstofu skólans milli kl. 11 og 12 næstu daga. SKÓLASTJ Ó RI ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.