Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.10.1963, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. október 1963 HðÐVIUœN SIDA J ÞINGEYRARÞÆTTIR II Verkalýðshreyfing sveitarstjórnarmál Alþýðubandalagið 1 sunnudagsblaðinu var birt viðtal við Guð- mund Friðgeir Magnússon, íormann verkalýðs- félagsins Brynju á Þingeyri. Hér kemur niðurlag þess, og fjallar um þá þætti sem fyrirsögnin seg- ir jil, verkalýðshreyfinguna á staðnum, sveitar- stjómarmál og Alþýðubandalagið. Verkalýðsfélag 1908-10 — Nýtt félag 1926 — Geturðu sagt mér eitt- hvað um gamla verkalýðsfé- lagið á Þingeyri? spyr ég Friðgeir. — Það var starfandi árin 1908 til 1910, og hét Verfca- mannafélagið á Þingeyri. Plögg félagsins hafa geymzt óvenju vel og verið vel úr garði gerð. Fundargerða- bók sem nær yfir all- an starfstímann er til heil og óskert, lög félagsins og fé- lagatal. Félagið hefur verið ó- trúlega fjölmennt, alls hafa gengið í það á þessum stutta starfstíma 157 félagar og aukafélagar. — Hvere vegna varð félagið svo skammlift? — Atvinnurekendum á staðnum tókst að berja það niður með harðri hendi. Og það verður tilfinnanlegt bil, 16 ár, þangað til verkalýðs- félag var stofnað 19. okt. 1926, sem starfað hefur óslit- ið síðan, 68 undirrita stofn- skrá félagsins Félagið hétfyrst Verkalýðsfélag Þingeyrar, en á fundi 15. des 1935 var sam- þykkt að það héti Verkalýðs- félagið Brynja. Heimildageymd til fyrirmyndar — Hafa geymzt eins vel heimildir um sögu Brynju og gamla félagsins? — Já, til eru allar fund- argerðabækur félagsins, sam- felldar frá stofnfundi til þessa dags, framúrskarandi glöggar og vel færðar. Mestan heiður af því á tvímælalaust Ingi S. Jónsson, sem verið hefur ritari félagsins í 31 ár, frá 1932. Það er fyrst og fremst hans verk hve vel er búið um þessar heimildir að sögu fé- lagsins. Mig langar að benda á fyrst við erum að tala um fundargerðabækur verkalýðs- félaganna, að brýn nauðsyn væri að Aliþýðusambandið beitti sér tafarlaust fyrir því að láta míkrófilma allar slík- ar fundargerðarbækur sem til næðist og hafa tiltækt og að- gengilegt í Reykjavík filmu- safnið. Alltof margt hefur Enginn er svo full- kominn að honum geti ekki yfirsézt Þann 22. september fór ég og fjölskylda mín til Skálholts í þeim tilgangi að hlusta á messu og skoða hið nýja guðshús. Við urðum strax snortin af þeirri smekkvísi, sem þar hef- ir verið lögð fram, en enginn er samt svo fullkominn að hon- um geti ekki yfirsézt. Ég held að þessir þaulreyndu húsa- meistarar og arkitektar ættu samt að vita, hvernig á að ganga frá því húsi. sem á að flytja ræ"*tr í, þannig að berg- mál ætti ekki að koma til. Við sátum utantil í miðri kirkju og nutum ekki sem skyldi ræðu okkar ágæta biskups, Sigur- björns Einarssonar, sem hef- ur þó skýran og góðan fram- burð. Einnig tel ég það mjög ábótavant. að ekki skuli vera á staðnum hinir fornu helgi- munir Skálholtekirkju, svo seni bikarinn og kannski fleira. en ef til vill á það eftir að koma. Ekki finnst mér það hddur viðeigandi, að ekki skuli vera handlaug fyrir fólk, sem langt kemur að, að ekki sé nefnt salernisleysið, og kom mér í hug, að svo gæti farið að hafa mætti upp orð Bólu-Hjálmars: ,,Vel er alin herrans hjörð, héma liggur bevísið. Það sæmir vel að sauðaspörð sjáist kringum fjárhúsið". Ekki vantaði gleðina í bílnum til Reykjavíkur, þar sem marg- ar stéttir manna voru saman- komnar. Það voru prestar, lækn- ir, kennarar, skátaforingi og sjálfsagt fleiri, sem ég bar ekki kennsl á, en heldurfannst mér gleðin innantóm. Ókunn- ugir hefðu getað látið sér detta í hug, að hópur bessi væri að koma úr sumarfrii, en ekki Skálholtskirkju, hinu forna biskupssetri Ég þakka svo fyrirfram fyrir birtingu þessara orða. Ferðalangur. þegar týnzt af þessum dýr- mætu heimildum um sögu verkalýðsfélaganna, og þetta væri betri lausn en smala bók- unum sjálfum til Reykjavíkur, félögunum er að vonum sárt um að láta þær frá sér og mega helzt ekki missa þær. — Hefur nokkuð verið skráð ýtarlegt um sögu verka- lýðsfélaganna á Þingeyri? — Nei, ein afmælisgrein í Vinnunni 1946 er það helzta sem ég veit um, en Ingi S. Jónsson hafur undanfarið ver- ið að taka saman atriði úr sögu félagsins samkvæmt til- mælum Alþýðusambands- stjórnar, sem er að safna heimildum í bók um sögu verkalýðshreyíingarinnar. — Eru tengsl frá gamla fé- laginu til Brynju? — Já, þó sextán ár líði eru það einmitt félagar úr gamla félaginu sem standa að stofn- un nýja félagsins 1926 og veljast til trúnaðarstarfa fyr- ir það. ■ r Ur starfi Brynju — Hvers er helzt að geta úr stanfi félagsins? — Kaupgjaidsbaráttan hef- ur að sjálfsögðu verið aðal- atriðið, og félagið alloft stað- ið í ströngu og margt gerzt í þeim málum þau 37 ár sem félagið hefur starfað. Á und- anförnum árum hafa Vest- fjarðafélögin haft samstöðu um undirbúning samninga- gerðar með fáum undantekn- ingum, undir forystu Alþýðu- eambands Vestfj., nú síðast í sumar um kaupgjaldsákvæði almennu samninganna og samninga um síldveiðikjör, en félögin á hverjum stað eru sjálfstæðir aðilar að samning- um þar. — Hverja aðra starfsemi hefur Brynja helzt haft með höndum? — Innan félagsins var lengi starfandi pöntunarfélag, það var stofnað 1929 og starfaði óslitið til 1940. Mjög snemma var stofnaður sjúkrasjóður, eða 1931, sem orðinn er öflugur. Um síðustu áramót nam hann 91 þús. kr., og starfar sem styrktarsjóður til félaga sem eiga í alvarleg- um veikindum. Á fyrra helm- ingi þessa árs voru veittar 6200 kr. úr sjóðnum. Félagið á líka vinnudeilu- sjóð, sem stofnaður var 1959. Hann var í árslok 1962 orð- inn 25.800 kr., en ekki hefur verið veitt úr honum enn, þar sem langvarandi vinnustöðv- anir hafa ekki orðið síðustu árin. — Hverjir hafa verið f«r- menn félagsins? — Fyrsti formaðurinn var Sigurður Fr. Einarsson, hann andaðist 1962. (Sig. Fr. E. var formaður í eitt ár). Sig- urður E. Breiðfjörð var lífið sálin í félagsmálum allt til Ingi S. Jónsson ritari Verkalýðsfélagsins Brynju í 31 ár. Sigurður Fr. Einarsson fyrsti formaður Verkalýðs- félags Þingeyrar. því er virðist, úr því dregið á köflum en starfað af meira fjöri á milli. — Hvert telur þú aðalvið- fangsefni verkalýðsfélaganna nú? — Eg álít að eitt höfuð- verkefni verkalýðshreyfingar- innar nú sé að tryggja það að hægt sé að lifa af 8 stunda vinnudegi. En verkalýðsfélögin þyrftu að láta fleira til sín taka, Brynja hefur reyndar einu sinni boðið fram við sveit- arstj.kosningar og hlaut þá meirihluta í hreppsnefndinni. En líka á öðrum sviðum og má segja að það sé reynt. Félagið er hluthafi í Félags- heimilinu og þátttakandi í Leikfélaginu, sem félögin er aðild eiga að Félagsheimilinu, stofnuðu. — Hvað fynndist þér líklegt til að örfa félagslífið? — Mér finnst að þyrfti miklu meiri og f jörlegri erind- rekstur frá Alþýðusamband- inu og fjórðungssambandinu og að aukin væru gagnkvæm kynni og samskipti verkalýðs- félaganna. Mikil nauðsyn er, að eldri menn félaganna miðli yngri mönnunum fræðslu um liðnu árin og baráttuna, upp- haf hennar og reynslu. En það er ekki nóg að gera kröfur um meiri erindrekstur og fræðslustarfsemi. Á síðasta þingi ASl felldi minnihluti fulltrúa lagabreytingar um aukningu skattsins til Alþýðu- sambandsins, sem einmitt var m.a. ætlað að standa undir auknum erindrekstri. En á það verður varla lögð of mik- il áherzla hvílík nauðsyn er á lifandi sambandi Alþýðu- sambandsstjómarinnar við fé- lögin. Sveitarstjórnin — Þú minntist á að verka- lýðsfélagið hefði boðið fram við sveitarstjórnarkosningar. Hvenær vár það ? — 1 kosningunum 1950. Þá náðist samkomulag í verka- lýðsfélaginu um framboð, og náði listi félagsins meirihluta í hreppsnefndinni, fékk þrjá af fimm. Við hreppsnefndar- kosningamar 1954 komu fram tveir listar, Sjálfstæðismanna og Fi-amsóknarmanna. Við næstu kosningar, 1958, vom ekki hafðar listakosningar, heldur kosið um einstaklinga, og voru þá kosnir fimm vinstri menn. I kosningunum í fyrra vom kosnir tveir Fi'amsóknarmenn, tveir Sjálf- stæðismenn og einn af lista frjálslyndra og hafa fulltrúar Framsóknar og frjálslyndra myndað meirihluta. Alþýðubanda- lagið þarf betra skipulag — Hvað álíturðu um fylgi og framtíðarhorfur Alþýðu- bandalagsins? — Það er óhætt að segja að fylgi Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum yfirleitt er í talsverðum vexti eins og fram kom í kosningunum og á það líka við um Dýrafjörð. Al- þýðubandalagið þarf að eflast og treystast. Skipulagsl leysið háir því mikið, það vantar fastara form, helzt að starfandi væm Alþýðubanda- lagsfélög á hverjum stað, sem hefðu náið samband innan hvers kjördæmis. Þetta hefur verið of lauslegt, þó var haldin ráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum í Bjarkarlundi í fyrrahaust, og var þar m.a. lagður gmndvöllur að fram- boðslistanum og kosnir menn til að ganga endanlega frá honum. En til veralegs árang- urs þarf betra starf og meira samstarf, menn þurfa að hitt- ast oftar og kjmnast, það á alstaðar við, en ekki sízt í fámenninu. S.'' G. leyna staðreyndum Sigurðoir E. Breiðfjörð formaður Verkalýðsfélags Þingeyrar og Verkalýðsfé- lagsins Brynju í 25 ár. dauðadags 1957. Hann var formaður frá 1929 þar til hann lézt, að undanskildum þremur árum. Aðrir formenn hafa verið Guðbrandur Guð- mundsson (eitt ár), Óskar Jónsson (eitt ár), Steinþór Benjamínsson hafnarvörður á Þingeyri í þrjú ár, Björn Jónsson varð formaður 1957 og ég 1959 og sáðan. Að lifa af 8 st. vinnudegi Þingnefnd ein í Bandaríkjun- um hefur sakað utanríkisráðu- neytið um að hafa haldið leynd- um staðreyndum um ástandið í Suður-Víetnam með því að hindra bandaríska fréttamenn þar I starfi sínu. I skýrslu nefndarinnar segir að þróunin í Suður-Víetnam hafi komið bandarískum al- menningi algjörlega á óvart. Á- stæðan er sögð vera sú að sendiráðið í Saigon hafi beitt bandaríska fréttamenn þving- unum. Nefndin vísaði til símskeytis, sem undirritað er af Dean Rusk, utanríkisráðherra og var sent til sendiráðsins í Saigon síðastliðið sumar. 1 skeyti þessu segir að ekki sé unnt að banna alla gagnrýni á stjóm Ngo Dinh Diems einræðisherra en hins vegar geti slíkt einungis tor- veldað starfsemi Bandaríkjanna í Suður-Víetnam. „Óæskilegar frásagnir. I skeytinu er ennfremur mælt svo fyrir að ekki skuli veita fréttamönnum ferðaleyfi til ákveðinna svæða ef hætt væri við að af slíkum ferðum kynni að spretta ,,óæskilegar’! frásagnir í blöðum þeirra. Samkvasmt kröfum þingnefnd- arinnar voru fyrirmæli skeyt- is þessa ógilt fyrir um það bil hálfu ári, en enn hefur ut- anríkisráðuneytið ekki komið því í verk að senda ný fyrir- mæli. segir í skýrslunni. Námsstyrkir — Hvernig gengur að halda vakandi lífi í verkalýðsfélög- um á stað eins og Þingeyri? — Aðalerfiðleikamir virð- ast mér í verkalýðsfélaginu og raunar flestum félögum að ná saman fundum, þegar ekkert sérstakt er um að vera, en ekki þarf að kvarta um áhugaleysi þegar um samningagerð er að ræða eða verkföll yfirvofandi. En léleg fundarsókn hjá félögum al- mennt er efalaust að kenna vinnuþrælkun, óhóflega löng- um vinnutíma. Skiljanlegt er að menn sem búnir eru að standa 10—15 tíma í erfiðis- vinnu treysti sér illa til að fara að sitja fundi. Annars er hér ekki um afturför að ræða sem einsdæmi sé, félags- lífið hefur gengið í öldum að 126 íslenzk ungmenni hafa hlotið skólavist á Norðurlöndum á þessu ári fyrir milligöngu Norræna félagsins. 52 unglingar dvöldust á nor- rænum sumarskólum um þriggja mánaða skeið í sumar, aðallega á lýðháskólum. Þar af dvöldu rösklega 40 í Danmörku. Eftir- spum 15—16 ára unglinga eftir sumardvöl í Danmörku hefur aldrei verið eins mikil og síð- astliðið vor. Nokkrir dösku skól- anna veittu íslenzku unglingun- um aukakennslu í dönsku og nokkrir þeirra gáfu nemendun_ um enn fremur kost á verklegu námi. 74 íslenzk ungmenni, flest á aldrinum 17—18 ára. munu dveljast á lýöháskólum á Norð- urlöndum í vetur fyrir milli- göngu Norræna félagsins, þar af munu 23 nemendur fá skóla- vist í Danmörku, 2 í Finnlandi, 22 í Noregi og 27 í Svíþjóð. Vetrarskólamir starfa í 6—8 mánuði og munu flestir þessara nemenda fá styrk til dvalarinn- ar. Alls munu þeir námsstyrk- ir, sem íslenzkt æskufólk nýtur á þessu ári fyrir atbeina Nor- ræna félagsins, nema fjárhæð sem svarar rösklega þrjú hundr- uð þúsund krónum. Nemendamiðlun Norræna fé- lagsins er ört vaxandi þáttur í starfi félagsins. Allmargar umsóknir hafa þegar borizt um námsstyrki og skólavist á nor- rænum lýðháskólum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.