Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 1
Föstudagur 11. október 1963 — 28. árgangur — 219. tölublað. Linus Pauling Fékk aftur nóbeisverðlaun Bandaríski vísindamaðurinn Linus Paul- ing var í gær sæmdur friðarverðlaunum Nóbels fyrir árið 1962, en hann hafði áð- ur hlotið nóbelsverðlaun árið 1954, þá í efnafræði. Friðarverðlaunin hlýtur hann fyrir óþrjótandi starf sitt til að stöðva' kjarnasprengingar. — Sjá nánar á 3. síðu. Afmœlis- söfnun Sósíalista- flokksins Á morgun birtum við deildasamkeppnina í Reykjavík. í dag þurf- um við því að taka virkilega á. Flestar deildirnar eru nú komn- ar á blað. Herðum róð- urinn í dag. Við höfum skrifstofuna á Þórsgötu 1 opna til kl. 7 í kvöld og skrifstofa Sósíalista- félags Reykgavíkur í Tjarnargötu 20 tekur einnig á móti framlög- um. Utan af landi hafa okkur borizt framlög úr Hveragerði, Kópavogi, Vestmannaeyjum, Mos- flellssveit, Gerðahreppi og af Keflavíkurflug- velli. Við vonum að landsbyggðin verði virk- ari næstu daga svo að við getum hafið sam- keppnina þar. Sláum öll met í dag. Aðeins 13 dagar eftir. Ihald og kratar reyna að sundra alþýðu í kaupgjaldsbaráttunni Nýkjörin miðstjórn ASN Hér á myndinni sést hin nýkjörna miðstjórn AI- þýðusambands Norður- lands. Talið frá vinstri. Þórir Daníelsson ritari, Freyja Eiríksdóttir með- stjórnandi, Tryggví Helga- son forseti, Björn Jónsson varaforseti og Jón Ingi- marsson gjaldkeri. — (Ljósm. Þ.J.). — Á 4. síöu blaðsins í dag er birt í- ly.kíun þingsins um at- vinnumál á sambands- svæðinu. Það vitnaðist í gær að^ Jón Sigurðsson, Guðjón Sigurðsson, Guðmundur H. Garíjarsson og Óskar HallgTÍmsson hafa rokið til í ofboði og kallað saman í dag ráðstefnu „sinna félaga" um kaup- gjaldsmál, degi áður en hin almenna ráðstefna Alþýðusambandsins um kaupgjaldsmál hefst! Verður að telja þetta visviíandi tilraun a'f hálfu þessara manna, sem allir eru tryggir þjónar ríkisstjórnarinn- ar, til að koma í veg fyr- ir faglega einingu verka- lýðshreyfingarinnar I kaupgjaldsbaráttu þeirri sem framundan er. Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt f rá boðaði Alþýðusamband Islands til ráðstefnu um kaup- gjaldsmálin nú um helgina, með viku fyrirvara. Hefst hún á morgun. Ráðstefna þessi er eins og margar ráðstefnur sem haldnar hafa verið af Alþýðusamband- inu skipuð fulltrúum frá fjórð- ungssamböndunum, fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík verkalýðsfélögunum á Suður- landi, í Vestmannaeyjum og við Faxaflóa og OBreiðaf jörð. SUNDRUNGARSTEFNA Nú hefur komið í ljós að 4 félög í Reykjavík, sem standa undir forystu fylgismanna rík- isstjórnarinnar, Sjómannafélag Reykjavíkiir, Iðja félag verk- smiðjufólks, Verzl.mannafélag Reykjavíkur og Félag íslenzkra rafvirkja, hafa í skyndi álcveð- ið að boða til annarrar „ráð- Framhald á 2. síðu. Æ. , * DAGI A ISAFIRÐI ÍSAFIRÐI 10/10 — Heiftarleg slagsmál brutust hér út í fyrrakvöld fyrir framan veitingastofuna Uppsali og barðist ísfirzka lögreglan með hjálpar- liði þar gegn f jórifcán enskum togarasjómönnum. Slík var heiftin í þessum átökum, að fötin voru rifin í tætlur af lögregluþjónunum og einn ensk- ur beitti hnífi í átökunum. <£; Tilraun var gerð"', til þess að kyrkja veitingamanninn á Uppsölum. Þetta eru heift- arlegustu slagsmál, sem ég hef verið viðriðinn á tuttugu ára staxfsferli, sagði Halldór Jónmundsson, yfirlögreglu- þjónn í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær. Átti að kyrkja veitingamanninn Síminn hrlngdi hér á lögreglu- stöðinni kL 10 í fyrrakvöld og vorum við tveir lögregluþjónar af fjórum á vakt. Okkur var tjáð, að enskir togarasjómenn vseru að gera tilraun til þess að kyrkja veitingamanninn á Upp- sölum og stæði hann blár í framan á' öndinni og mætti sig' í<«rep£i h\. ,¦ i': ííélt Halldór vfir- irlögregluþjónn áfram máli sínu. Veitingamaðurinn er norskur maður að uppruna og heitir Pétur Vilberg og er prúðmenni í raun. Við brugðum hart við og fór- um þegar á staðinn. Svo hagar til, þegar géngið er inn á veit- ingastofuna, þá þarf . að fara gegnum undirgang frá Hafnar- stræti, sem er aðalgata kaup- staðarins og er aðalinngangur á krána bakdyramegin. Við gerðum innrás í veitinga- stofuna inn á fjortán ölvaða berserki og þjörmuðu nokkrir þeirra að veitingamanninum og voru víst langt komnir með að henPla hann í greipum sínum. Var þetta hin ófrýnilegasta inn- ganga, en okkur tókst að bjarga veitingamanninum með óvæntri hliðarárás og forðaði hann sér af staðnum. Hnífur sem lagvopn Vonlaust var að stilla til frið- ar þarna inni og vörðum við útgöngu okkar og barst leikur- inn út undirganginn og sóttu fjórtán að okkur þar. Þannig barst leikurinn út á aðalgötuna. Þar fengum við liðsstyrk frá fjórum prúðum drengjum, sem dugðu okkur vel og kom nú app Framhald á 2. síðu. settigær Frá setningu Alþingis í gærdag. Ólafur Xhors forsætisráðherra er í forsetastól til hægri, en hon- um til hægri handar víð ráð- herraborðið þeir Bjarni Benc- diktsson dómsmálaráðherra og Iímil Jónsson sjávarútvegsmála- ráðherra. Þingmennirnir sem sjást á myndinni ern þessir: I fremstu röð frá vinstri AlCreð Gíslason </Vll>.), Matthías Bjarnason (1), Pétur Sigurðsson (1), Gils Guðmundsson (Alb) og Auður Anðuns (1). önnur röð: Jónas Rafnar (1), Halldór E. Sig- urðsson (F), Gunnar Gíslason (1), Sigurður Bjarnason (1), Páll Þorsteinsson (F), Bjartmar Guð- mundsson (I), Karl Kristjánsson (F) og Sigurður Ó. Ólafsson (I). Aftasta röð: Björn F. Björnsson (F), Eðvarð Sigurðsson (Alb), Björn Pálsson (F), Ragnar Arn- alds (Alb), Geir Gunnarsson (Alb) Birgir Finnsson (A), Sverr- ir Júlíusson (1) og Sigurður Ingimundarson (A). 1 hliðarsöl- um fylgjast gestir með þing- setningunni og sjást í dyrunum til vinstri m.a. Agnar Kl. Jóns- son ráðuneytisstjóri og Hclgf Hjörvar, en í dyrunum til hægri Penfíeld ambassador Banda- ríkjanna, Boothby ambassadsr Bretlands, Hirschfeld ambassa- dor Vestur-Þýzkalanfls. Paul- son ambassador Danmerkur. Al- exandrof ambasssíhiir ^ovétrík.í- anna og Sigurb.iöm ,7!*,?"-«son biskup. (Ljósm. ÞJoðv. A.K.). Sjá frétt á 12. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.