Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 8
w 3 SlÐA ÞJÓÐLEIKH ÚSIÐ: / eftir MARCEL ACHARD Leikstjóri: Lárus Pálsson ! fyrrakvöld frumsýndi Þjóð- leikihúsið franska gamanleik- inn „Flónið" eftir Marcel Achard, einn hinna „ódauð- legu“ er skipa sess í frönsku akademíunni. Vegna veikinda leikgagnrýnanda Þjóðviljans, Ásgeirs Hjartarsonar, varð undirritaður að hlaupa í skarð- ið á síðustu stundu. Þá mola sem hér fara á eftir ber þvi að skoða sem leikmannsþanka, dóm ófróðs áhorfanda. Þótt „Flónið" sé kynborið að ættemi ber það ekki einkenni aettgöfginnar utan á sér og hætt er við að það afli sér ekki „ódauðlegrar" frægðar, a. mk. ekki á sviði Þjóðleikhúss- ins. Efni leikritsins er fremur smátt í sniðum. Leikurinn fjallar um rannsókn morðmáls og úr þessu efni spinnur höf- undurinn hina kynlegustu flækju þar sem uppistaðan er ástalíf, framhjáhald og rotið réttarfar en ívafið tviræð fyndni. Eins og kunnugt er eru Frakkar sérstakir snillingar 1 meðferð slíkra verka og kunna þá list öllum öðrum betur að gæða þau lífi og léttleika svo að áferðin verður slétt og þokkalega með hlutverk sín en auka þó engu verulegu við leikarahróður sinn. „Flónið" er ósköp elskuleg stúlka í með- förum Kristbjargar og Rúrik leikur rannsóknardómarann hressilega og fjörlega en bæði vantar þau einhvem herzlu- mun til þess að skapa vem- lega sannferðugar og eftir- minnilegar persónur. Bessi Bjamason leikur réttarritarann og vekur oft hlátur áheyrenda en annars gefur hlutverkið ekki stórt tækifæri til afreka. Ævar Kvaran sem fer með tvö hlutverk í leiknum, leikur bæði húsbónda og elskhuga „Flónsins”, svo og lögregluþjón, nær einna beztum tökum leik- enda á hlutverkum sínum og skilar fyllilega því sem i þeim býr frtí höfundarins hendi. Guðbjörg Þorbjamardóttir leik- ur konu hans af myndugleik og túlkar þessa skaphörðu og ógeðfelldu konu á verðagan hátt. Sigríður Hagalín og Róbert Amfinnsson skila litlum hlut- verkum mjög snoturlega en hvorugt fær verulegt tækifæri til þess að reyna á hæfileika sína. Loks eru enn ótalin tvö felld. Leikstjóri og leikendur Þjóðleikhússins ná hins vegar ekki að mínum dómi þvi franska andrúmslofti er eit.t megnar að lyfta svona leikriti upp yfir fjatneskjuna og er bó valinn maður í hverju rúmi. Af þessu leiðir að heildaráferð- in verður nokkuð hnökrótt og grófgerð á köflum. þótt margt sé annars vel um flutning verksins og mörg hnyttileg til- svör leiksins hitti beint í mark. Aðalhlutverk leiksins eru tvö. „Flónið“, vinnukonu sem ákærð er um morð á elskhuga sínum. leikur Kristbjörg Kieid en rannsó'^- Rúrik Haralds-on Bæði fara bau iítil hlutverk er þeir Baldvin Halldórsson og Amar Jónsson fara með. Baidvin er að vísu mikið inni á sviðinu en fær ósköp lítið að segja, þótt hann eigi að heita verjandi „Flóns- ins“. Arnar leikur hins vegar varðmann sem aðeins bregður fyrir á sviðinu endrum og eins. Hvorugur fær neitt að reyna á sig. Leikstjóri er Lárus Pálsson og hefur hann vissulega oft fengið stórbrotnari verkefni til meðferðar — og náð glæsilegri árangri. Allt um það hefur honum þó vissulega verið nokkur vandi á höndum við að gæða þetta „franska“ verk „ís- HðÐVIUINN Kristbjörg Kjeid í hlutverki „Flónsins“ og Ævar Kvaran í hlutverki lögregluþjónsins, en Ævar Iék tvö hlutverk í Ieik- ritinu og gerði þeim báðum góð skil. i I I Rússlands- dagbók Gísli Sigurðsson, ritstjóri Vikunnar, hefur fengið 'til birtingar Rússlandsdagbók íslenzks námsmanns í Moskvu og er fyrri hluti henn- ar meðal efnis í nýútkominni „Viku“. Höf- undur dagbókarinnar, er Eyvindur Erlends- son, en hann stundar nám við leikhússkóla í Moskvu. Með auknum menningar- og viðskiptatengslum við hinn sósíalska heim, hefur ísienzkum námsmönnum ört fjölgað við hina ýmsu há- skóla Austur-Evrópu; eink- uih þó í Ráðstjórnarríkjun- um, Tékkóslóvakíu og A- Þýzkalandi. Námsstyrkir í þessum löndum eru betri en annars staðar þekkist og eru orðnir eftirsóttir, ekki sízt eftir að viðreisnin hefur gert efnalitlum stúdentum nær ó- kleift að sækja langskólanám í auðvaldsheiminum. Fer ört fjölgandi þeim hópi manna hér heima, er lokið hafa há- skólanámi í löndum sósíalism- ans. Það liggur í augum uppi, að þessir menn þekkja bet- ur til í hinum nýju ríkjum en aðrir Islendingar, en hing- að _ til hafa afturhaldsblöðin á fslandi forðazt að leita til þeirra eftir fregnum eða frá- sögnum frá þeim löndum sem þeir hafa dvalið í. Þó er skylt að geta þess, að á sínum tíma komst Morg- unblaðið, eftir leiðum sem það þekkir betur en aðrir, yfir nokkur bréf er farið höfðu á milli íslenzkra náms- manna i Moskvu, Prag, Leip- zig o.fl. stöðum, rangfærði þau og falsaði eftir sínum þörfum og lét síðan Heim- dalli eftir að gefa allt sam- an út í bókarformi um það leyti, sem þessir aðilar ótt- uðust hvað mest að íslenzk- ur almenningur væri búinn að fá nóg af viðreisn og kosn- ingar stóðu fyrir dyrum. Þótti Morgunblaðsmönnum það mikil fim, að bréfritarar, sem allir eru sósíalistar, skyldu segja kost og löst löst á dvalarlöndum sínum. En annars lætur Morgun- blaðið (og fylgihnettir þess) sér nægja, að vitna ti‘l um- sagna ónafngreindra manna, sem það nefnir „íslenzka sjó- menn, er siglt hafa á aust- antjaldshafnir". Og nú fyrir Föstudagur 11. október 1963 l»nzku“ lífi og ekki tekizt sem skyldi, en e.t.v. hefðu aðrir þó ekki náðlengra. Sannleikurinn er sá að leikritið á litið erindi á svið Þjóðleikhússins íslenzka. Þetta er ekki nema „kassa- stykki“, þótt eftir frægan höf- und sé, og leikhúsið hefði á- reiðanlega getað fundið annað verk auðveldara ' til flutnings og líklegra til mikilla vin- sælda og ábata. Allt um það er allgóð skemmtun að leikrit- inu og má vera að flutningur þessi nái þeim tilgangi sínnm að afla fjár í kassann. Þýðingu leikritsins hefur Ema Geirdal gert og virðist hún vel af hendi leyst. Sama er að segja um leiktjöld Lár- usar Ingólfssonar. Frumsýningargestir tóku leikritinu vel en án stórhrifn- ingar og klöppuðu leikendum og leikstjóra lof í lófa. — Afþakka enska flotaaðstoð KUALA LUMPUR 9/10 — Vamarmálaráðherra hins nýja Malasíu-sambands, Tun Abdul Rzak, lét svo um mælt á fundi með fréttamönnum í dag, ‘».ð sambandið hefði ekki í hyggju að leita aðstoðar enska flotans til að verjast ágengni Indónes- íumanna. — Við þurfum að eignast fleiri herskip, sagði ráðherr- ann, en hann er einnig vara- forsætisráðherra Malasíu. Und- anfarið hafa fallbyssubótar, Indónesíu hrakið malayska fiskimenn og kaupmenn af stórum svæðum á Malakka- sundinu, sem skilur Malasíu frá Súmötru. Indónesíski herskipaflotinn er einn hinn stærsti í heimi. í flotanum eru m.a. stórt beiti- skip, af sovézkri gerð, tund- urspillar af þýzkri, ítalskri og sovézkri gerð og auk þess um tuttugu nýtízku kafbátar. Boranir eftir n o n ■ • heivu valni ísafirði, 8. okt. — Undanfarið hafa farið hér fram boranir eft- ir heitu vatni og er unnið jnicð bor sem jarðboranadeild ríkisins leggur til. Byrjað var að bora við svonefnt Nónvatn. Hefur vatnið verið virkjað og gerð þar uppistaða en borið hefur á tals- verðum jarðleka. Voru boraðar þar nokkrar holur til þess að rannsaka jarðlekann. Boranirnar eftir heitu vatni voru byrjaðar í Seljalandsmúla sem er í 202 m hæð yfir sjávar- mál. Var borinn kominn niður á 113 m dýpi í gær en ætlun- in er að bora 120 m niður. Hit- inn í holunni var aðeins 10 gráður og er því ekki mikils árangurs að vænta af þessari holu. Næst verður sennilega boruð önnur hola nokkru neðar eða í um 80 m hæð yfir sjávar- mál. Einnig er ætlunin að gera tilraunir með boranir eftir heicu vatni á fleiri stöðum hér vestra, svo sem í Bolungarvík. — H.Ö. Hœsti vinn- ingar í Hí Fimmtudaginn 10. október 1963 var dregið í 10. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 1.250 vinningar að fjárhæð 2.410.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200.000 krónur, kom á heilmiða númer 26.662 sem seldur var í umboði Jóns St. Amórssonar, Banka- stræti 11. 100.000 krónur komu á hálf- miða númer 20.586 sem seldir voru í umboði Þóreyjar Bjama- dóttur, Laugavegi 66. 10.000 krónur 2085 3650 5117 8522 8760 9336 10461 14626 15135 17360 17671 17936 21976 23051 26034 26661 26663 27524 28578 31435 31462 31648 31958 33166 33538 35467 40630 42052 44949 48412 48640 48739 49475 51308 51500 52732 54808 55149 (Birt ón ábyrgðar) Eyvindur Erlendsson skömmu bar Moggi í bakka- fullan lækinn með frásögn af nokkrum þessara skjól- stæðinga sinna sem höguðu sér þannig í erlendri stór- borg, að strætisvagnabílstjóri sá sig tilneyddan að leggja lykkju á leið sína með full- an bíl af farþegum, til að koma þeim á lögreglustöð. Hneykslast blaðið síðan á því, að ekki skuli betur búið að slíkum austantjalds en til skamms tíma hefur verið gert í fangageymslu Reykjavíkur- lögreglunnar. Það er því full ástæða til að hrósa ritstjórn Vikunnar fyrir nýstárlegt frjálslyndi er hún nú tekur Rússlandsdag- bók Eyvindar Erlendssonar til birtingar. , Eyvindur stundar eins og fyrr er getið leiklistarnám í Moskvu. Hann settist svo að segja „mállaus" í þennan skóla haustið 1962, en varð hæstur þar á prófum nú í vor. Hann er frá Dalsmynni í Biskupstungum, er tuttugu og fimm ára gamall, giftur og á þrjú böm. ! i I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.