Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÖA---------------------------------------------------ÞIöBVILIIMN-------------------------------------------Föstudagur 11. október 19G3 SKOTTA Palli, er þetta virkilega eini staðurinn sem við getum ræðst við á? Tónskóli tekur til starfa í Kópavogi — Vilduð þið fá að tala vjj) mig? sagði Vann og horfði á Ad- axn Cramer. Langa stund sagði enginn neitt Siðan gekk Veme Shipman nær og sagði: — Ert þú Jósep Green? — Það er rétt. — Viðurkennirðu að hafa reynt að nauðga einni af hvitu stúlkunum okkar í dag? — Nei! — Hvað áttu við með nei? — Ég á við það að ég hef ekki reynt að nauðga neinum. Jói leit upp í gluggana og horfði á andlitin þar og kom auga á darence Jones og Jósep Dupuy og Láru Lee Cook. — Þetta er lygi, niggari! æpti Lorenco Niesen. Shipman rykkti til höfðinu. — Hafið hljóð, skipaði hann. — Við skulum hlusta á hvað þessi piltur hefur að segja sjálfum sér til vamar. Augu Niesens leiftruðu reiði- lega, en hann sagði ekki meira. — Jæja, sagði Shipman og eneri sér aftur að Jóa — Þú segist vera saklaus, áttu við það? — Já, það er rétt. — Hefur enginn kennt þér að ávarpa hvítan mann með herra? Jói hristi höfuðið. Shipman lyfti hendinni og sló Jóa þéttingsfast á hægri vangann. Það heyrðist hár smellur. — Látum þetta verða fyrstu lexíuna, sagði hann. Jói svaraði ekki. Blóðtaumur rann niður úr munnviki hans. Shipman tók vasaklút úr bak- vasa sínum og rétti hann fram. — Þú ert blóðugur um munn- inn, sagði hann. — Þurrkaðu þér. Jói þurrkaði burt blóðið og vöðlaði vasaklútnum saman í lófanum. — Hvað segirðu? — Þökk fyrir. — Þökk fyrir hvað? — Þökk fyrir, herra. Shipman kinkaði kolli. — Drengur, sagði hann. — Ég ætla að spyrja þig aftur. En ég vil Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEIND og DÖDÖ Langavegi 18 HI. h. flyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21- SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmuri Hárgreiðsla við ailra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjaraargðtu 10. Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. HÁRGREIÐSLUSTOf'A ACSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656 — Nuddstofa á sama stað. — að þú hugsir þig um áður en þú svarar í þetta sinn. Hugsaðu þig vel um, Ef þú segir sann- leikann, þá þarftu ekkert að óttast. En ef þú reynir að Ijúga að okkur, þá, piltur minn, lend- irðu í meiri vandræðum en þig hefur dreymt um. Shipman ræskti sig og leit sem snöggvast til hópsins. — Skilurðu það? sagði hann. Jói sagði: — Já, herra. — Gott og vel. Jæja, reynd- irðu eða reyndirðu ekki að nauðga hvítri stúlku að nafni Ella MeDaniel í kjallaranum í skólanum í dag? — Fjandinn hafí það, byrjaði Lorenco Niesen. — Allt þetta kjaftæði. — Þögn, sagði Adam Cramer hvössum rómi. — Við herra Shipman sjáum um þetta. — Alveg rétt, sagði Shipman. — Jæja, drengur? — Nei, herra minn, sagði Jói. Stóri maðurinn með mjúku andlitisdrættina lyfti hendinni eins og hann vildi hasta á hóp- inn. — Þú heldur því þá fram að Ella McDaniel ljúgi? Jói þagði. — Af hverju skyldi hún vilja ljúga? — Ég veit það ekki. — Þú veizt það ekki? — Nei, herra rnirm. — Þá varstu kannski alls ekki í kjallaranum, eða hvað? Ship- man otaði fingri að Jóa. — Þú varst þar hvergi nærri? — Ég var í kjallaranum. — Með hvítri stúlku? — Já herra minn. Það heyrðist uggvænlegur kurr frá hópnum. Adam Cram- er hvíslaði að Shipman. — Veme, ég held við ættum að fara með hann í fangelsið. Shipman lét sem hann heyrði ekki til hans. Hann hélt fingr- inum á loft. — Þú varst aleinn með hvítri stúlku í kjallaran- um í stólnum, en þú reyndir ekkert til við hana. Er það þetta sem þú ert að reyna telja okkur trú um? Ætlastu til að við trú- um þessu, niggari? Svaraðu! Hann laut fram og sló Jóa fast- ar en áður. — Það skyldi þó aldrei vera að þú hafir ætlað að notfæra þér að hún var dóttir hans pabba síns, eða hvað? Og það skyldi þó aldrei vera að þú hefðir haldið að hún myndi ekk- ert segja, vegna þess hvað Tom McDaniel gerði? Ekki vænti ég að þannig hafi legið i því? Jói stóð teinréttur og reyndi að hörfa ekki undan næsta höggi, en hönd Shipmans var holdug og maðurinn sterkari t-n hann sýndist vera. — Veiztu ekki að við höfum sannanir, niggari? Það eru ek.ki aðeins þín orð á móti hennar: það sást til þín læðast á eftir henni niður stigana. Og hvernig heldurðu að kjóllinn hennar hafi rifnað? A nagla? Hlustaðu nú á. Við ætlum að gefa þér enn eitt tækifæri til að segja sann- leikann. Og það er bezt þú talir hátt og skýrt svo að allir heyri til þín. Jói bjó sig undir að verða barinn einu sinni enn, en í því opnuðust dymar í annað sinn og Harley Paton kom út. Grann- vaxinn, hárlítill skólastjórinn gekk einbeittur og hikla.ust nið- ur tröppumar. — Þama kemur negrasleikj- an! Lorenco Niesen spýtti mó- rauðu á grasflötina. — Þama kemur Palestínu-indíáninn, sagði hann. — Sem ég er lifandi! — Inn með þig, skólakennari; farðu inn aftur! Harley Paton hélt áfram göngu sinni. Hann gekk niður þrepin og þegar hann var kominn þangað sem Veme Shipman stóð, sagði hann hátt og skýrt: — Aðeins ragmenni lemur vam- arlausan dreng. Shipman kreppti hnefana. — Er það þetta sem þú kallar mig, Paton? Andlit skólastjórans kom mjög nærri honum. — Já, sagði hann. — Einmitt. Þú ert au- virðlegt ragmenni, Shipman, eins og allir aðrir ruddar og fantar. Tala ég nógu ljóst? Það var þögn. Shipman var æstur á svip og hann stóð þama spenntur, stirðnaður, með kreppta hnef- ana; síðan hló hann fyrirlitlega og sneri sér undan. Harley Paton gekk til Jóa og tók í handlegg hans og lagði aftur af stað upp tröppumar. Það var eins og Bart Carey vaknaði allt í einu af svefni. — Hvert þykistu ætla með þennan niggara? spurði hann. — Hann verður í skrifstofu minni, þangað til Farragut lög- reglan kemur. Ef þið viljið kom- ast hjá tukthúsvist, þá ráðlegg ég ykkur öllum að fara undir eins. — Fjandinn fjarri mér! Abner West þreif í axlirnar á skólastjóranum og ýtti hon- um til hliðar. — Nei, takk, sagði ha'/n. — Þessi negrablók skal ekki fá að komast trpp með það sem hann hefur gert og Ijúga til! Þrír menn komu á vettvang. Andlit þeirra voru rauð og rök, fötin límdust við kroppana. Tveir þeirra sneru upp á hand- leggi Jóa. — Játarðu það? sagði Ship- man hörkulega. Jói hristi höfuðið. — Það er slæmt. Þá höfum við ekki um neitt að velja. Harley Paton reyndi að hreyfa sig, en Abner West stóð í vegi fyrir honum, hár og þrekinn. — Hvert ætlið þið með piltinn? Adam Cramer sagði: — 1 fangelsið, Paton. Við — — Kannski i fangelsið seinna, sagði Shipman. Adam Cramer leit á stóra manninn. — Hvað áttu við? — Ég á við það að við ætlum að skreppa niður að ánni fyrst. Það er tilgangslaust að fara með piltinn í fangelsi nema hann sjái eftir því sem hann hefur gert. En hann sér ekkert eftir því. Hann játar ekki einu sinni að hann sé sekur. Shipman brosti til Harleys Patons. — Þú kannast við gamla máltækið, Paton: Berja skal bam til batn- aðar. A1 Holliman teygði sig í skyrtu Jóa og reif hana utanaf honum. Hann reif hana niður i þrjá hluta og notaði bútana til að binda hendur drengsins fyrir aftan bak. — Þið skuluð fá að iðrast þessa, sagði skólastjórinn. — Hver einn og einasti ykkar! — Þú vilt kannski koma með okkur, þér er svo annt vm nigg- arana? sagði West. Niesen sagði: — Já, já. Af hverju gerirðu það ekki, herra Paton? Þú skalt slágt í hópinn hjá okkur og tryggja það að enginn meiði annan! Paton stcð þama máttvana. Hann starði þeint í augu unga mannsins í snyrtilegu, dökku fötunum. Ungfrú Angoff sem einnig var komin út fyrir, stóð og horfði á án þess að geia hrært legg né lið. Klukkan í dómshúsinu hringdi og einhver hrópaði: — Við skulum koma! og hópurinn æddi af stað. Þau voru komin hálfa leið yfir grasflötina, hálfa leið að göt- unni, þegar einstök rödd, hærri en reiðikurrinn, hærri en dóms- húsklukkan að því er virtist, hrópaði: — Bíðið andartak! Jói Green leit upp og sá tvær persónur koma gangandi í áttina til hans. Aðra þekkti hann undir eins: stúlkuna. Hitt var rjóður, feitlaginn maður, sem hann hafði aldrei áður séð. Maðurinn andaði ótt og titt. Hann hélt fast í stúlkuna og teymdi hana áfram eins og brúðu og var móður. Þegar maðurinn kom að hópn- um, sleppti hann úlnlið stúlk- unnar og lyfti hendinni eins og í hæðniskveðju til Adams Cram- er. — Þú manst hvað ég sagði þér, sagði hann og brosti. — Maður skyldi aldrei vera of ðr- uggur um neitt. Shipman hvæsti reiðilega: — Hver eruð þér? — Svo sem enginn sérstakur. Nafnið er Griffin. Sam Griffin. — Jæja, hvað viljið þér? Sam starði á Adam drykk- langa stund, sagði síðan: — Ekkert, núna. — Farið þá frá. Við þurfum að sinna mikilvægum málum. — Hvers konar málum, herra Shipman? Shipman leit á Ellu McDaniel, á Jóa. Vöðvi fór að kippast til í vanga hans. — Hafið þið hugseð ykkur að gera eitthvað við þennan blökkustrák? spurði Sam ró- lega. — Griffin, ég veit ekki hver þér þykizt vera, og ég veit ekki, hvers vegna þér komuð með stúlktma — — Vegna þess, hélt Sam á- fram, — að ef svo er, þá finnst mér að þið þurfið að fá að heyra dálítið. Það gæti haft á- hrif á þessi mál sem þið þurfið að sinna. Hann sneri sér að Ellu. — Segðu þeim það, ungfrú McDaniel, sagði hann. — Segðu þeim það sem þú varst að segja mér. Hún var að gráta, augun rauð og þrútin og andlitið kámugt; en þegar Ella leit á Jóa, tók hún andköf og sagði: — Það var lygi. í fyrstu var engin viðbrögð að sjá við orðum hennar. En svo kreppti Shipman hnefana með hægð. — Hvað þá? sagði hann. — Um hvað ertu að tala? — Það var lygi, endurtók Ella, — AJlt saman. Allt sem ég sagði um — hún benti — um hann. Allt lygi. Það var eins og Shipman skildi þetta ekki ennþá. Hann steig skrefi framar. — Hvem fjandann sjálfan áttu við? — Hún á við það, sagði Ad- am Cramer í skyndi, — aðpabbi hennar slj’ipaði henni að bjarga niggaranum, og það er hún nú að gera. Hann benti á Sam Griffin, sem hélt áfram að brosa. — Ég veit að þessi mað- ur er á mála hjá NAACP. Hann er jafnréttissinni. Trúið ekki Tónlistarfélag Kópavogs mun í vetur gefa Kópavogsbúum kost á að sækja sinn eigin tónlistar- skóla. Kennsla hefst væntanlega i Félagsheimili Kópavogs 1. nóv- ember n.k. Námsgjald verður hið sama og í undirbúnings- deild Tónlistarskóla Reykja- víkur. Skólastjóra annast Jón S. Jónsson. Aðalnámsgreinar skólans í vetur verða píanó- og strok- hljóðfæraleikur og verður kennslu hagað svipað og í öðr- um tónlistarskólum landsins. Nemendur fá einkatíma í hljóð- færaleik en sameiginlegir tímar verða í tónfræði, heymarþjálfun og tónlistarkynningu. Jón S. Jónsson skólastjóri er ungur Isfirðingur með glæsileg- an námsferil. Eftir nám hér á landi í Tónlistarskólanum á Isafirði og Tónlistarskóla Rvik- ur, var hann fjögur ár við tón- listamám í Bandaríkjunum. Jón mun verða aðalkennari skólans og hafa enn ekki aðrir kennar- ar verið fastráðnir. Tónlistarfélag Kópavogs var stofnað síðastliðið sumar og hef- ur aðalverkefni þess verið und- irbúningur tónlistarskólans. Stjóm þess og jafnframt skóla- nefnd skipa: Ingvar Jónasson formaður, Þorsteinn Hannesson ritari, Gunnar R. Hannesson gjaldkeri, Hulda Jakobsdóttir og Gunnar Guðmundsson. Kópavogskaupstaður veitti skólanum í ár allmikinn styrk, sem varið var til hljóðfæra- kaupa. Einnig hefur verið sótt um styrk til ríkissjóðs. Þrjátíu nemendur hafa begar sótt um skólavist en umsóknar- frestur er til 20. október. Vænt- anlegir nemendur geta haft sam- band við skólastjórann í síma 32382 eða við Ingvar Jónasson í síma 25740. Sendisveinn óskast strax. Afgreiðsla Þjóðviljans Sími 17 500 Innheimtustörf Duglegir unglingar óskast til innheimtustarfa nú þegar, hálfan eGa allan daginn. Þjóðviljinn Sími 17-5-00. Bifreiðaleigan HJÓL IIvcrHsgötu 82 ölml 16-370 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.