Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 4
4 SIÐA Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Eitstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Hjáróma Moggaheróp TTver er sá lesandi Morgunblaðsins að hann minnist ekki umhyggjunnar fyrir hinum „lægst launuðu“ sem blossar upp í því burgeisa- málgagni alltaf öðru hvoru? Það þarf ekki annað en einhver iðnaðarmannastétt telji sig þurfa leið- réttingar við á kjörum sínum, þá er skrifuð grein í Morgunblaðið þar sem lýst er samlíðan blaðsins og eigenda þess með hinum lægst launuðu og hún notuð sem röksemd gegn öðrum. Og þegar yfir standa stjórnarkosningar í Dagsbrún ætla frambjóðendur Morgunblaðsmanna að rifna af vandlætingu vegna þess að stjórnendur Dags- brúnar um undanfarna áratugi hafi ekki verið nógu kröfuharðir um kaup, ekki staðið nógu vel á verðinum fyrir hina lægst launuðu. Og auðvitað hefur Morgunblaðið verið forsöngvari í þeim kór. En hvað segir Morgunblaðið nú þegar hinir lægst launuðu, erfiðismennirnir, búast til að sækja sér rétt sinn til sómasamlegs kaups, snúast til varnar gegn því ástandi sem ríkisstjórn Sjálfslæð- isflokksins og Alþýðuflokksins hefur búið heimil- um þeirra með því að magna óðadýrtíð meiri en þekkzt hefur? Samúð Morgunblaðsmanna með hinum lægst launuðu er skyndilega gufuð upp og eftir er grímulaust andlit eigenda Morgun- blaðsins, sem heimta stríð ríkisvalds og atvinnu- rekenda gegn réttlátum kröfum erfiðismanna. Þá sést að Morgunblaðið á enn í fórum sínum alla þá þokkalegu orðaleppa sem það hefur látið dynja á íslenzkri verkalýðshreyfingu og forvígismönn- um hennar hvenær sem verkalýðsfélögin hafa þurft að sækja rétt sinn. Sjaldan eða aldrei áður hefur það verið ja'fn- einróma almenningsálit á íslandi að hinir lægst launuðu, erfiðismenn framleiðsluatvinnu- veganna, verkamenn og sjómenn, iðnaðarmenn og verzlunarmenn, eigi fullan rétt og heimtingu á því að fá mikla kauphækkun nú á þessu hausti, þar sem tekið sé tillit til þess að þeir geti lifað sæmi- legu lífi af átta stunda vinnudegi. Og jafnframt, að nauðsyn sé að endurheimta þann rétt sem verkalýðshreyfingin hafði áunnið sér, að verð- tryggja kaupið með einum eða öðrum hætti, svo hverri kauphækkun verði ekki jafnharðan stolið. Af þessum sökum hefur rödd Morgunblaðsins, sem reynir að æsa til stríðs gegn hinum lægst launuðu og réttlætiskröfum þeirra, aldrei hljóm- að jafnhjáróma í eyrum en einmitt nú. Auðbraskararnir sem ráða ríkisstjórninni og Morgunblaðinu þykjast að vísu eiga eina von um að hamlað verði gegn hinum réttlátu kröfum hinna lægst launuðu. Það eru ítök stjórnarflokk- anna í verkalýðshreyfingunni. En eftir er að sjá, hvort það leynivopn afturhaldsins og Vinnuveit- endasambandsins dugar þeim eitthvað. Hvað eft- ir annað á úrslitastundum í baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar hafa verkamenn og aðrir laun- þegar sýnt, að þeir geta unnið saman að hags- munamálum sínum sem einn maður. Og aldrei hefur verið meiri þörf á traustri samstöðu verka- manna, sjómanna, iðnaðarmanna, verzlunarfólks og annarra launastétta en einmitt nú. s. ÞlðÐVIUINN Fimmtudagur 10. október 1963 Ályktun 8. þlngs Alþýðusambands Norðurfands um atvínnumál: Verkalýishreyfingin norðanlands krefst traustrar atvinnuundirstöðu Áttunda þing Alþýðusam- bands Norðurlands gerði á ný- loknu þingi sínu á Akureyri þessa ályktun um atvinnumál á sambandssvæðinu: Tímabilið frá því að síð- asta þing A.N. var haldið (vorið 1961), hefur markazt af nær því algerri kyrrstöðu á flestum sviðum atvinnulífsins á Norðurlandi. Engin meiri- háttar atvinnu- eða fram- leiðslustöð hefur verið í bygg- ingu. í stað nokkurra nýrra fiskiskipa, sem keypt hafa ver- vel skipulagður undir einni stjórn og að veiðiskipin fái sama verð fyrir afla sinn, hvort sem þau leggja hann upp í vinnslustöð eða flutn- ingaskip. Fiskveiðamar og starfsemi frystihúsanna norðanl. hafa dregizt saman á 2—3 síðustu árum. Flest hinna stærri tog- skipa hafa hætt togveiðum við Norðurland, en stunda síld- veiðar við Suðurland yfir ITryggt verði með fram- • kvæmdum í raforkumál um, að ávallt verði fyrir hendi næg raforka til þess að full- nægja nauðsynlegum vexti íðnaðarins á Norðurlandi og aukinni heimilisnotkun. Sér- stök áherzla verði lögð á sam- tengingu rafveitna á Norður- landi og rafvæðingu Norður- Þingeyjarsýslu. 2Auknar verði til mikilla • muna framkvæmdir við byggingu hafna á Norðurlandi, svo að hafnirnar verði sem Þessu sambandi. Verði m.a. haft i huga að skipin henti vel og séu vel búin til síldar- flutninga og geti aufc þess tekið upp flutninga á vöru að og frá landinu. 5Unnið verði kappsamlega • að sölu niðurlagðrar síld- ar og að öðru ieyti stefnt að því, að hægt verði að taka upp niðurlagningu norðurlandssíld- ar til sölu erlendis. 6 Þingið telur að efla berl • stórlega iðnað á sem flest- ^i Fulltrúamir sem sóttu þing A1 þýðusambands Norðurlands. ið, hafa jafnmörg skip verið seld burtu eða farið forgörð- um. Togaraútgerðin hefur dregizt saman. Rafvirkjunar- framkvæmdir hafa engar verið og eru þó allar raforkustöðv- ar á Norðurlandi þegar full- nýttar og vexti iðnaðarins því þröngur stakkur skorinn, hvað raforku snertir. Bygging íbúð- arhúsnæðis hefur á þessu tímabili verið til muna minni en árin á undan. í flestum byggðum við sjáv- arsíðuna á Norðurlandi er grundvöllur atvinnulífsins m'jög ótraustur. Um áratugi hafði uppbygging atvinnustarfsem- innar beinzt aðallega að því verkefni að veita sumarsíld- veiðum vélbátaútvegsins sem bezta þjónustu um móttöku og vinnslu síldaraflans. Með þess- ari þróun beið vélbátaútvegur- inn lægri hlut og lagðist að mestu niður á mörgum stöð- um. Enda þótt sumarsíldveið- in hafi glæðzt verulega með nýrri tækni síðustu ára, hef- ur veiðin brugðizt að mestu við Norðurland og færzt að Austurlandi, Yerkafólkið og vinnslustöðvarnar á Norður- landi hafa beðið verkefnalítil mestan hluta sumars á sama tíma og milljóna verðmæti af síldarafla hafa spillzt á Aust- urlandi, vegna þess að síldar- móttökustöðvarnar þar hafa verið langtum of hlaðnar. Fullur helmingur síldarvinnslu- stöðva landsins, bæði fyrir bræðslu og söltun, er á Norð- urjandi, en aðalveiðisvæðin færast til, jafnvel frá ári til árs. Verður þá ærið kostnað- arsamt að byggja nægilega af- kastamiklar vinnslustöðvar í nálægð við þá staði, sem veið- in er hverju sinni. Á það verður því að leggja ríka á- herzlu, að sá vísir til flutn- inga síldar frá aðalveiðisvæð- unum til vinnslustöðvanna sem kominn er, verði aukinn og haust- og vetrarmánuðina og togaraútgerðin hefur dregið stórlega úr heimalöndunum, en aukið sölu á vetrarafla óunn- um erlendis. Útgerð lítilla vél- báta — aðallega á vegum sjó- manna — hefur aukizt nokk- uð, og leggur simábátaútvegur- inn til meginhluta hráefnis- ins, sem frystihúsin byggja starfsemi sína á. Flestir vél- bátanna, sem róðra stunda við Norðurland, eru of litlir og ótraustir til vetrarsjósóknar. Með því að þrauka og efla vélbátaútveginn með nýjum og vel búnum bátum, sem duga til vetrarsjósóknar, gæti starfsemi frystihúsanna — sem víða eru aðalvinnustöð verka- fólks hvers staðar — aukizt og orðið samfelldari en nú er. Þingið leggur sérstaka á- herzlu á, að aukin verði fyrir- greiðsla hins opinbera o,g lána- starfsemi við nýsmíði hæfi- lega stórra og velbúinna vél- báta til útgerðar á Norður- landi. Þingið telur, að atvinnu- starfsemi við sjávarsíðuna á Norðurlandi sé á ótraustari grunni byggð en í öðrum landshlutum, og veiti verka-s>- lýðnum ekki þann lágmarks- rétt, sem nútíminn krefst: að hver maður, sem unnið getur, eigi þess kost að hafa næga og nokkurnvegin samfellda at- vinnu. Þingið leyíir sér því að bera fram eftirfarandi tillög- ur um aðgerðir til eflingar at- vinnu almennings á Norður- landi og skorar á stjórnarvöld landsins og einstakra byggð- arlaga að vinna að því, að þær verði framkvæmdar á næstu 2—3 árum. allra fyrst sæmilega öruggar fyrir skip og báta og full- nægi þörfum hvers byggðar- lags hvað snertir sjávarútveg og vöruafgreiðslu. 3Veitt verði sérstök fyrir- • greiðsla hins opinbera og aukin lán úr Framkvæmda- og atvinnuaufcningarsjóði til smíða nýrra vélbáta til sjó- sóknar norðanlands. Verði stærð og gerð nýrra báta mið- uð við aðstæður hvers staðar, hvað snertir hafnir og önnur skilyrði til útgerðar. 4Gerðar verði ráðstafanir • til að koma á í allstórum stíl flutningum á síld frá fjar- lægum síldveiðisvæðum til vinnslustöðvanna á Norður- landi á þeim tímum, sem síld veiðist ekki við Norðurland, en mikil veiði er annars stað- ar við landið, svo sem við Austurland eða Suðurland, Verði slíkir flutningar undir einni sameiginlegri stjóm. Til þess að leysa þetta til fram- búðar, verði unnið að því að koma á fót skipafélagi með þátttöku allra síldarverksmiðj- anna á Norðurlandi og jafn- framt með hlutdeild bæjar- og sveitarfélaga þeirra, sem mik- illa hagsmuna eiga að gæta í um stöðum á Norðurlandi, enda hafa norðlenzkar iðnaðarvör- ur hlotið viðurkenningu um gæði og vandaðan frágang, og standast þær í flestum grein- um samanburð við erlendar iðnaðarvörur, en meiri fjöl- breytni i iðnaðarframleiðsl- unni er brýn þörf og iðnað- urinn þarf að geta tileinkað sér þær nýjungar, sem nú þekkjast beztar erlendis og notið sérfrœðilegrar þekkingar á sem flestum sviðum. Iðnaðurinn er orðinn stór atvinnugrein, sérstaklega á Ak- ureyri og hafa þar um 800 til 1000 fjölskyldur sínar ár- vissu atvinnutekjur. Ber því að stuðla að velgengni iðnað- arins með útvegun á hagkvæm- um lánum með sanngjörnum vaxtakjörum og með lækkun tolla á erlendu hráefni. Þá ber einnig að vinna að því, þar sem framleiðsluvörur standast samanburð um verð og gæði við erlendar vörur, þá sé þeim tryggður að mestu sölumark- aður i landinu. 7Hafizt verði handa um a • koma upp hitaveitu í þeii bæjum og þorpum þar ser skilyrði reynast vera fyri hendi til hitaveitureksturs. VDNDUD F { l1w || R ODYR U II Sfeutþórjónsson &œ Jíaftwtfnrti k Vu \R óezt HCTktC KHAKI »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.