Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. oktA'ber 1963 •••■. ...~.. ■■■ ■ --- ■ ■ -— ÞJðÐVILIINN SlÐA 3 Dr. Linus Pauling. Vísindamaður og íríðarpostuli OSLÖ 10/10 — Nóbelsverðlaunanefnd norska Stórþings- ins úthlutaði í dag friðarverðlaunum Nóbels fyrir 1962 og 1963. Fyrri verðlaunin hlaut bandaríski lífeðlisfræðingur- inn Linus Pauling, en verðlaununum fyrir 1963 var skipt milli Alþjóða rauða krossins og Sambands rauða kross- félaganna. Verðlaunin nema rúmum tveim milljónum íslenzkra króna. Þetta er í annað skiptið sem dr. Pauling hlýtur nóbelsverð- laun. Honum vom veitt verð- launin í. efnafræði árið 1954 fyrir rannsóknir sínar á móle- kúlatengslum eggjahvítuefna. Hann er fyrsti karlmaðurinn er hlýtur tvenn nóbelsverðlaun. Pólsk-franska vísindakonan Eve Curie hlaut þau einnig tvívegis; í fyrra sinn í eðlisfræði 1903 ásamt manni sínum, Pierre Curie, og aftur 1911, í efna- fræði, ásamt Henri Becquerel. Rauði krosinn hefur fengið friðarverðlaunin tvívegis áður, 1917 og 1944. Nú mun hann hafa hlotið þau vegna þess að í ár er aldarafmæli hans. Baráttan gcgn kjamasprengingum Stórþingsnefndin gefur engar skýringar á verðlaimaveitingum sínum, en efcki er minnsti vafi á því að Linus Pauling hefur hlotið þau fyrir þrotlausa bar- áttu sína fyrir stöðvun kjam- orkusprenginga, segir norski landlæknirinn Karl Evang í við- tali við NTB. Hann hefur aldrei hvikað og þróun mála hefur sýnt að hann hafði á réttu að standa, Það má þakka það bar- áttu hans að vissu marki að stórveldin hafa nú komið sér saman um að hætta sprenging- unum. Sáttmáli þeirra sýnir að á’it almennings hefur enn áhrif á gang stórpólitískra mála og bað álit hefur hann að miklu ‘ yti átt þátt í að móta, segir Karl Evang. Hættan af gcislavirknlnni Pauling varð fyrstur nafn- tr—’ðra vísindamanna til að vara mannkynið við þeirri miklu hættu sem komandi kynslóðum stafaði af kjamasprengingum í andrúmsloftinu. Hin aukna geislavirkni, sagði hann, sem stafaði af þeim sprengingum sem þegar hefðu verið gerðar myndi kosta hálfa aðra milljón manns lífið af völdum geislun- arsjúkdóma og hundruð þús- unda bama myndu fæðast van- sköpuð af sömu ástæðu. Stefnt fyrir „óameríslni" nefndina Árið 1958 gekkst dr. Pauling fyrir undirskriftasöfnun meðal vísindamanna undir skjal þar sem krafizt var stöðvunar kjarnasprenginganna. 11.000 vísindamenn úr öllum heimin- um skrifuðu undir þetta skjal. Þessi undirskriftasöfnun var ekki vel séð af ráðamönnmn Bandaríkjanna og dr. Pauling var m. a. kallaður fyrir „óam- erísku“ nefndina í Washington, og gáfu nefndarmenn í skyn að hann væri flugumaður Sovét- ríkjanna, sem hefði það eitt í huga að veikja vamir Banda- ríkjanna. Hann lét þó ekki slíkt á sig fá, en hélt ótrauður áfram starfi sínu, ferðaðist víða um heim, hólt fyrirlestra og birti aðvaranir sínar hverjum sem á hann vildi hlýða, Hann hefur verið mikill for- gangsmaður aukinnar samvinnu viísindamanna um allan heim og hefur farið margsinnis til Sov- étríkjanna, þar sem honum hef- ur jafnan verið fagnað sem góðum gesti. Dr. Panling sagði við blaða- Hörmulegur atburður á Norður-ftalíu Þúsundir manna aurskriða féll létu lífið er í stíflulón RÓM 10/10 — Þúsundir manna drukknuðu í nótt í vatns- flóði sem myndaðist þegar gífurleg aurskriða féll ofan í stíflulón í fljótinu Piave. Skriðan féll úr hinu 1800 metra háa fjalli Toc niður í lónið fyrir ofan hina miklu Vaiont-stíflu. Vtenið flæddi yfir stífluna og niður í hinn þrönga Piavedal og skolaði vatnsflaumurinn með sér öllu sem fyrir varð. Ekkert er vitað með vissu um manntjónið, en talið að um 4.000 manns hafi látið lífið. Það var laust upp úr mið- nætti sem skriðan féll úr fjall- inu niður í lónið. Talið er að meira en 150 milljónir lesta af vatni hafi flætt yfir stífluna of- an í dalinn. Stíflan sem er sú þriðja hæsta í heimi og byggð fyrir aðeins þremur árum stóð hins vegar af sér hinn oftooðs- lega þrýsting og urðu aðeins litlar skemmdir á henni. Skolaði burtu heilum þorpum Á leið sinni niður dalirin tók vatnið með sér allt sem fyrir varð og skojaði burt heilum þorpum. Flestir íbúar bæjarins Longarone fórust og talið er að enginn hafi komizt lífs af úr tveimur litlum þorpum, Faz og Pirago. Helmingur ibúa í tveim- ur öðrum þorpum mun hafa látið lífið. 100 metra há flóðbylgja Enginn er til frásagnar af því þegar skriðan féll með ógnar krafti niður hina bröttu fjalls- hlíð, en talið er að hún hafi verið svo mikil að hún hafi myridað um 100 métra háa flóðbylgju í lóninu, sem síð- an æddi yfir stíflugarðinn. Svo mikil var skriðan, að lónið tæmdist nær alveg. Stöðugar rigniugar Piavedalurinn er austanvert í ítölsku Ölpunum. Þar hefur rignt látlaust lengi undanfarið og munu menn hafa haft hug- tooð um að skriður kynnu að falla. A.m.k. hafði verið lækk- að í lóninu einmitt til að verj- aist því sem varð í nótt. Byrj- að var á því fyrir tíu dögum, 'þegar mælingar höfðu leitt í „Flóra'drap 50 á Kúbu HAVANA 10/10 — Fimmtíu menn a.m.k. létu lífið þegar fellibylurinn Flóra gekk yfir austurhluta Kúbu um helgina. Manntjón kann þó að hafa orð- ið enn meira. Haldið er áfram að koma mat- vælum og öðrum nauðsynjum með flugvélum til fólks sem er einangrað vegna flóðanna sem fylgdu fellibylnirm. Rauði krossinn á Kúbu hefur neitað að taka við aðstoð_sem bandaríski Rauði krossinn hafði boðið. Hveitikaupin í Bandaríkjunum Sovétríkin vil/a fá fjórar millj. lesta WASHINGTON 10/10 — Við- skiptamálaráðherra Bandaríkj- anna, Luther Hodges, skýrði blaðamönnum frá því í dag að sovézk samninganefnd væri á Ieiðinni til Washington til að ganga frá samningum um kaup á fjórum milljónum Iesta af hveiti í Bandaríkjunum. Kennedy forseti tilkynnti í gærkvöld að Bandaríkjastjóm mjmdi heimila kornkaupmönn- um þar vestra að selja Sovét- ríkjunum hveiti. Hodges sagði að sennilega myndi verða um að ræða kaup á fjórum milljónum lesta af hveiti og hveitimjöli sepi ætti að vera komið um borð í skip fyrir 30. apríl næsta ár. Eitt af skilyrðunum sem sett hefðu ver- ið fyrir þessum viðskiptum væri að bandarísk skip yrðu sem mest notuð til flutninganna. Bandarískir skipaeigendur hefðu látið í Ijós mikinn áhuga á að flytja hveitið til Sovétríkjanna, sagði hann. menn í Pasadena í Kalifomíu í dag að verðlaunaveitinguna bæri að sfcoða sem viðurkenn- ingu fyrir það starf sem hann og aðrir visindamenn hefðu innt af höndum til að sannfæra menn um nauðsyn á banni við kjarnasprengingum. Moskvu- sáttmálinn um slíkt bann væri að vísu takmarkaður, en svo kynni þó að reynast að hann yrði sá merkasti sem gerður hefði verið, því að hann gæti leitt til þess að komið yrði í veg fyrir stríð fyrir fullt og allt. Ekki höfðu borizt fréttir frá Bandaríkjunum um undirtektir þar við verðlaunaveitinguna. Hins vegar sagði varaforstjóri kjarnorkustöðvarinnar í Dúbna við Moskvu, sem rekin er af sósíalistísku löndunum í sam- einingu, Þjóðverjinn dr. Heinz Baewick að allir vísindamenn hlytu að fagna því að dr. Paul- ing hefði hlotið verðlaunin. Hann á þau skilið, sagði hann. Hann er framúrskarandi vís- indamaður sem vinnur í þágu friðarins með raunhæfum hætti, sagði hann. ] Sáttmáfínn ] ! tekurgildi \ ■ ■ ■ ■ 1 LONDON 10/10 — Moskvu- j : sáttmálinn um takmarkað : | bann við kjarnasprenging- | um gckk í gildi árdegis i ; | dag, þegar skipzt var sam- : | tímis á fullgildingarskjöl- : um í Moskvu og Washing- ■ : ton. Sáttmálinn sem nú : hefur verið undirritaður af : 104 ríkjum var gerður i : Moskvu 5. ágúst af Sovét- ; E ríkjunum, Bandaríkjunum ; ■ og Bretiandi og bannar : kjamasprcngingar alls ■ : staðar nema neðanjarðar. ■ ■ ■ i ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^*’ Ijós að hreyfing var komin á jarðlög í fjallshlíðinni. Ætlun- in hafði verið að ljúka við að tæma lónið fyrir miðbik næsta mánaðar. Jarðhræringar Jarðskjálftamælingar sýndu að jarðhræringar áttu sér stað á þessum slóðum um það leyti sem skriðan féll, en ekki vitað hvort þær komu henni af stað eða voru öllu heldur afleiðing hennar. Flest gamaimenni. kon- ur og böm Frá Longarone sem er stærsti bærinn þama í Piave-dalnum símar fréttaritari Reuters að flestir þeirra sem þar fórust hafi verið gamalmenni, konur eða böm. Meira en helmingur fullorðinna karlmanna í bæn- um hafði farið til annarra landa í atvinnuleit, Sviss, Vestur- Þýzkalands. Frakklands eða Belgíu. Flest í náttfötum Hundruð lika hafa þegar fundizt, sum þeirra 40 km frá stíflunni. Flest voru líkin nak- in eða í náttfötum, enda munu flestir hafa verið í fastasvefni þegar flóðið reif þá með sér. Haft var eftir bandarískum þyrlustjóra sem flogið hafði yf- ir Longarone að bærinn væri sem þurrkaður út. Ekkert væri annað að sjá þar en aur og grjót. f þeim þorpum sem lágu fjær stíflunni vaknaði fólk við hinn ógurlega hávaða, en fæstir fengu ráðrúm til að forða sér undan flóðinu. Flestir drukkn- uðu eða krömdust milli braks úr húsunum. Hjálparstarf Þúsundir hermanna hafa ver- ið sendar á vettvang til að veita þeim aðstoð sem nauðstaddir eru og leita líkanna. Víða úr heiminum bárust í dag boð um aðstoð við hið nauðstadda fólk.. Macmillan veikur Lætur af forystu fyrir kosningar Macmillan. BLACKPOOL 11/10 — Harold Macmillan hefur nú loks afráð- ið að láta af forystu brezka í- haldsflokksins. Hann liggur nú sjúkur eftir uppskurð, en í bréfi frá honxun sem lesið var upp á þingi flokksins í Blackpool í dag segir hann að hann muni afsala sér forystu flokksins áð- ur en nýjar þingkosningar verði haldnar í Iandinu. Home lávarður las bréf hans upp. f því segir Macmillan að heppnist uppskurðurinn vel muni hann verða að hvíla sig lengi á eftir og hann muni þvi ekki verða fær um að stjóma kosningabaráttu flokksins. Hann segist heldur ekki telja að heilsa sín leyfi sér að gegna áfram embætti forsætisráðherra til langframa. Hann hafi þegar skýrt drottningu frá þessu og vonist nú til að flokkurinn setjist brátt á rökstóla til að finna eftirmann sinn. Kom ckki á óvart Þessi ákvörðun Macmillans mun ekki hafa komið á óvart. Hann skýrði að vísu frá því nýlega í sjórivarpsviðtali að hann mjmdi hafa foryistu fyrir fhaldsflokknum í næstu kosn- ingum, en vitað er að mikill meirihluti ráðamanna flokksins hefur viljað að harin drægi sig i hlé. Hann hefur hins vegar verið ófús til þess, vegna þess að það kynni að verða lagt út á þann veg að hann tæki á sig ábyrgð- ina á hrakförum flokksins síðustu misserin (samningsrofin í Brussel, Profumohneykslið)’ og það hefur verið haft eftir hon- um að hann léti ekki vændis- konur víkja sér úr sæti. Veikindi hans hafa hins vegar veitt honum kærkomið tilefni til að draga sig í hlé á þanri virðulega hátt sem hann hafði kosið. Hann var annars skoriim upp við bólgu í blöðruhálskirfli í morgun og segja læknar hans ið honum líði vel. Hörð barátta Engin leið er að fullyrða um hver verður fyrir valinu sem eftirmaður hans, en þingmenn flokksins eru óþolinmóðir að fá úr því skorið sem allra fyrst, því að senn tekur að líða að því að kosningabaráttan hefj- ist. Kjörtímabilinu lýkur að vísu ekki fyrr en næsta haust, en það er mjög almenn skoðun, að þing verði rofið fyrir þarin tíma. Ýmsir hafa verið nefndir. Um tíma þótt Edward Heath, samningamaður Breta um EBE- aðildina, einna líklegastur, en nú nefna hann fáir. Macleod Riohard Butler, sem gegnir störfum forsætisráðherra í for- föllum Macmillans, er nú talinn koma til greina, en þá varla nema til skamms tíma. Hails- ham lávarður er einnig nefnd- ur, en sem stendur þykir Mac- leod, formaður þingflokksins, einna sigurstranglegastur. « i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.