Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 2
2 SÍBA ÞJÖÐVILIENN Föstrudagur 11. október 19ö3 Bjóöið ekki hættunni heim Bjóðið ekki hættunni heim með kæruleysi eða andvaraleysi. Þegar kólnar í veðri, eykst þörfin fyrir meiri hita og álag- ið eykst á kynditækin. Athugið að öll öryggistæld séu í góðu lagi, lok eiga að vera á stjómtækjakössum, ef olíuleiðslur eru lekar, látið strax gera við þær. Notið ekki kyndi- klefanrfc sem ruslageymslu, hend- ið ekki tómum kössum eða bréfarusii inn í hann. Ef þér eruð í vafa um, hvort öryggistæki eða öryggisútbún- aður sé í lagi, þá skuluð þér hafa samband við eldvamaeft- irlitsmann og mun hann þá leið- beina yður. Með handslökkvitækjum hef- ur oft verið komið í veg fyrir stórbruna og hefur skilningur fólks á gildi þeirra farið mjög vaxandi á síðustu árum. Það er almennt álitið, að á fyrstu 5 mínútunum verði oft ráðið, hvort stórbruni verður eða ei, það er því mikið atriði, að slökkvitæki af réttri gerð séu við hendina, ef á þarf að halda. Við slökkviliðið í Reykjavík eru starfandi eldvamaeftirlits- menn, sem leiðbeina fólki við eldvamir, en það er alltofjítið gert að því að leita til þeirra og viljum vér hvetja fólk til að leita aðstoðar þeirra vegna ör- yggisbúnaðar kynditækja, og um val og staðsetningu slökkvi- tækja. Verjizt eyðileggingamætti eldsins með traustum eldvöm- iun. Samband brunatryggjenda á Islandi. Mýir skemmtikraftar í Sú/aasa/aum / HS Minnismerki reist í Biskupsbrekku Þriðjudaginn 8. október 1963 var reist auðkenni á þeim stöðv- um þar sem meistari Jón Vída- lín biskup andaðist árið 1720, sunnan undir Biskupsbrekku á Bláskógaheiði, rétt neðan við vegamótin þar sem mætast veg- ir frá Uxaihryggjum og Kalda- dal. Auðkenni þetta er rúmlega tveggja metra hár eikarkross og steinn með áletrun, er skýr- ir hvers þarna er verið að minnast. Hugmyndina að minnismerki þessu átti Jóhann Briem, list- málari, en í söngför til Skál- holts hinn 11. ágúst síðastlið- inn ákvað söngkór Akraness- kirkju, sóknamefnd og annað starfsfólk kirkjunnar að koma henni í framkvæmd, og gáfu Jón Sigmundsson sparisjóðs- gjaldkeri og kona hans fyrstu gjöfina til þess. Krossinn smíðaði Ingi Guðmonson skipa- jmiður á Akranesi. Er- indisleysa „Efnahagsmál meginverk- efni Alþingis“ segir Alþýðu- blaðið með stóru letri á for- síðu í gaer, og hafa það vart verið óvænt tíðindi fyrir les- endur blaðsins. Hitt má telj- ast fréttnæmara að í sjálfri frásögninni er komizt svo að orði: „Má búast við, að rík- isstjórnin beiti sér fyrir ráð- stöfunum til að varðveita gildi krónunnar, sem margir hafa talið í nokkurri hættu (!) . . . Hefur Alþýðublað- ið frétt, að forustumenn stjórnarflokkanna séu stað- mðnir að fyrirbyggja gengis- lækkun“. Hvar skyldi Alþýðublaðið hafa frétt þetta? Á baksíðu blaðsins getur að líta stóra mynd af Gylfa Þ. GLslasyni viðskiptamálaráðherra þar sem hann situr á fundi Al- þjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Wash- ington ásamt fríðu föruneyti. Með honum eru á myndinni Phor Thors sendiherra, Þór- hallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri og fyrrverandi starfs- naður Alþjóðabankans og Vilhjálmur Þór seðlabanka- stjóri, en hann var einskon- •>r siðgœðisfulltrúi viðskipta- -- ■'•'-nðherrans í ferðalag- inu. Tilgangurinn með för þessarar glæsilegu sendi- nefndar til Bandaríkjanna var að fá leyfi til að lækka gengið einu sinni enn, og hafði efnahagsmálastofnun ríkisstjómarinnar undirbúið málið gaumgæfilega og sent frá sér hina hugvitsamleg- ustu útreikninga. En allt kom fyrir ekki; Alþjóðabankinn bannaði íslenzkum stjórnar- völdum að lækka gengið að sinni. Kváðust ráðamenn bankans hafa mælt fyrir um' viðreisnina alla, og ef ís- lenzkir valdamenn væru því- líkir afglapar að þeir yrðu að lækka gengið ýmist árlega eða annað hvert ár væru vandamálin á fslandi ekki efnahagslegs eðlis heldur persónuleg, vissir stjómmáia- menn og sérfræðingar væru auðsjáanlega orðnir gengis- lausir. í annan stað kvaðst Alþjóðabankinn hafa heimil- að að íslenzka krónan væri seld út um allar jarðir, og hefðu ýmsir bankar orðið til þess að kaupa hana í skjóli þess. Á það yrði ekki fallizt að þeim yrði refsað fyrir trúgirnina. Gylfi Þ. Gíslason kom síð- an heim á miðvikudagsmorg- uninn var. Síðdegis sama dag hafði Alþýðublaðið ,,frétt að forustumenn stjóm- arflokkanna séu staðráðnir að fyrirbyggja gengislækk- un“. —■ Austri. Þegar krossinn var reistur á þriðjudaginn var, voru viðstadd- ir nokkrir menn, m. a. biskup- inn herra Sigurbjöm Einars- son, séra Sigurjón Guðjónsson prófastur í Saurbæ og séra Jón M. Guðjónsson á Akranesi, sem verið hefur helzti forgöngrumað- ur þess, að minnismerkið var reist. Þegar gengið hafði verið frá minismerkinu, flutti biskup- inn ávarp og las valinn kafla úr prédikunum meistara Jóns. Við þjóðveginn, hið næsta auðkenni þessu, var um leið reist vegarskilti með nafninu Biskupsbrekka. Næstu fjórar vikur munu átta erlendir skemmtikraftar auka á- nægju gesta Súlnasalarins í Hót- ei Sögu. Er hér um að ræða cnska ballettmeistarann Willy Martin ásamt sex dansmeyjum scm hann hefur á sínum snær- um, að ógleymdum ungum ensk- um söngvara Dick Jordan. Hann mun kunnastur hériendis fyrir hljómplötu sína Stop the music. Forráðamenn Súlnasalarins buðu fréttamönnum í gær að sjá og heyra þessa nýju skemmtikrafta. Vakti listafólkið verðskuldaða hrifningu. Willy Martin er einn færasti ballett- dansari Englands. Hann hefur starfað við mörg stærstu leikhús heimsins, m.a. í London, New York og á ftalíu, Stúlkumar sem með bonum eru hér eru hinar glæsilegustu. Þær koma fram í allmörgum biín- ingum, misjafnlega fáklæddar. Héðan fer Willy Martin til London en síðan til Manchester, en þar mun hann semja dansa og auðvitað stjóma þeim, í West Side Story-söngleiknum. 56.500 tunnur Framhald af 12. síðu. taka síld til Rússlands, 4000 tunnur. Mjög mikil atvinna er hér nú við að sortéra síldina og er unn- ið stanzlaust á öllum plönum. Meiri parturinn af síldinni sem hér er söltuð er fyrir Rússlands- markað, en þá síld þarf alla að yfirfara og sortéra. Þessi mikla vinna mun verða hér fram undir áramót, en um miðjan desember 4 öll síldin að vera farin. Hörkuslagsmál á Ísafiríi Framhald af 1. siðu. flótti í liði Englendinganna. Tóku fjórir á rás burtu. Vænkaðist nú heldur vígstaðan og vorum við nú sex á móti tiu Englendingum. Var nú slegizt af mikilli hörku og dundu höggin miskunarlaust á báða bóga og föt rifnuðu í tætlur. Einn Eng- lendingurinn varð svo ærður, að hann beitti hnífi sem lagvopni og otaði að okkur, en okkur tókst að afvopna manninn áður en blóð rann. Snýttu þó sumir rauðu. AFKOMANDI SR. JÓNMUNDAR Við máttum hafa okkur alla við að gerast ekki ættlerar, sagði Halldór, yfirlögregluþjónn, en hann er sonur sr. Jónmund- ar í Grunnavík, en þeir frændur eru orðlögð hraustmenni fyrir vestan og þykja karlmenni í raun. En við höfðum það af að lækka í þeim rostann og tókum óvinina til fanga og stungum þeim inn í fangageymsluna hér. Fangageymslan hefur aðeins fjóra klefa og eru ætlaðir sem einmenningsklefar og var held- ur þröngt um berserkina. Einn var þó svo ærður, að við urð- um að hafa hann einan sér í klefa því hann hefði orðið hættulegur félöguns sínum. I öllum þessum þrengslum urðum við að sleppa þessum mönnum aftur um borð í skip sín gegn tryggingu síðar um nóttina. Sjómennimir eru af skips- höfnum tveggja togara, sem lágu hér inni í höfninni og heita þeir Reb Fabri Lo 71 og Joseph Conrad H 161, — annar frá London og hinn frá HulL Þelr eru nú farnir héðan út á miðin aftur. FJÓRTÁNDU SLAGS- MÁLIN í ÁR Þetta eru fjórtándu slagsmál- in, sem enskir togarasjómenn stofna til hér á Isafirði í ár og eru þessi síðustu heiftarlegustu slagsmál og man ég ekki slíkt á tuttygu ára starfsaldri, sagði Halldór yiLrlögregluþjónn. Árið í fyrra var álíka óróasamt og hefur allt í einu skipt um síð- ustu tvö árin hér á ísafirði. Þetta eru aðallega ungir menn, sem stofna til óeirða undir á- hrifum áfengis og ganga víga- legir hér um götumar. Hin gömlu vísuorð: — „barðisk einn við átta og ellefu tvisvar" eru nú farin að fá hljómgrunn hjá Isfirðingum, þegar Englendinga er getið að góðu eða illu, sagði Halldór Jónmundsson, yfirlög- regluþjónn að lokum. Söngvarinn, Dick Jordan, hinn brezki Bobby Darin, nýtur mik- illa vinsælda í Englandi og hef- ur sungið inn á allmargar hljómplötur. En sjón er sögu ríkari og næstu fjórar vikumar gefst fólki kostur á að :/i þetta lista- fóik, á fimmtudags- föstudags- og laugardags-, og sunnudags- kvöldum i Súlnasalnum. Tilraunir Framhald af 12. síðu. gefum bændum í upplýsinga- starfi okkar, þ.e. eftir útliti, ættemi, o.s.frv. Margur bóndi velur einmitt hrúta til undan- eldis af handahófi og væri fróð- legt að fá einhverja vitneskju um, til hvers slíkt leiðir. Ann- ars, sagði Halldór, er niður- stöðu af þessum rannsóknum ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár. Þjóðviljinn hafði einnig tal af Stéfáni Aðalsteinssyni til að forvitnast frekar um starfið að Hesti og þó einkum um af- kvæmisrannsóknir hans. Rannsóknin hefst á þvi, segir Stefán, að hrútdilkar eru vald- ir að haustinu. Þeir eru vegmr og mældir, litgreindir o.s.frv. og má geta þess t.d. að mælingar á skrokkum eru sextán en lit- greiningar svo nákvæmar, að hvít ull er greind í flokka eftir því hve gul hún er. Fyrri hluta vetrar eru svo * sama hátt valdar ær undir hrút- ana, og um fengitímann er hleypt til eftir áætlun og fengidagur skráður. Á sauðburði er burðar- dagur hvers lambs skráður og það vegið og mælt, og um rún- ingu eru lömbin enn mæld og vegin svo og ullin af ánum. Loks eru svo lömbin mæld og vegin að haustinu, hrútlömbum flestum slátrað og eru bá skrokkamir mældir og vegnir, auk þess gæran og mörinn. Við þessar rannsóknir vinn- um við Halldór Pálsson ásamt hálfum öðrum aðstoðarmanni. Við fáum þó sífellt fullkomnari vélar til að vinna úr beim kynstrum af tölum, sem við skráum við rannsóknirnar, og um leið og Helgi kveður. læt»ir hann þess getið, að han-# sé einmitt að fara á námskeið i meðferð rafeindaheila, sem ný- lega er kominn til landsins. Reyna að sundra alþýðunni Framhald af 1. siðu. stefnu“ um kaupgjaldsmálin, er hefjast á kl. 5 í dag. „Ráð- stefna“ þessi er boðuð með tæpra tveggja sólarhringa fyr- irvara og einungis af útvöld- um félögum. Jafnframt boðun þeirrar „ráð- stefnu“ hafa forystumenn nokk- urra þessarra félaga látið í Ijós að þeir muni ekki mæta á ráð- stefnu Alþýðusambandsins. Tekið tilboði í byggingu fimleikahúss Á fundi borgarráðs sl. þriðju- dag var samþykkt tillaga Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur- borgar um að taka tilboði Ár- manns Guðmundssonar húsa- smíðameistara í byggingu fim- leikahúss við Gagnfræðaskólann við Réttarholtsveg. Tilboð Ár- manns var kr. 9.880.000. Önnur tilboð í verkið voru: Magnús K. Jónsson húsasmíða- meistari kr. 11.420.000, Bygg- ingafél. Brú hf. kr 14.884.000 og Sveinbjörn Sigurðsson húsa- smíðameistari kr. 18.900.000. Vegið að einingu í kaupgjalds- málunum Ráðstefnan sem miðstjóm Al- þýðusambandsins boðar til er haldin á mjög alvarlegum tím- mn fyrir verkalýðssamtökin, í því skyni að samræma viðhorf forystumanna verkalýðshreyf- ingarinnar í kaupgjaldsbarátt- unni sem nú hlýtur óumflýjan- lega að hefjast.. Tiltæki þeirra félaga sem nú rjúka til og boða aðra „ráðstefnu" um sama mál Iilýtur öll alþýða að fordæma, því ekki verður annað séð en hún sé bein tilraun til að rjúfa faglega einingu verkalýðshreyf- ingarinnar í kaupgjaldsbarátt- unni. Hver svo sem tilgangurinn er með þessari aukaráðstefnu má enginn alþýðumaður láta hana verða til að koma í veg fyrir lífsnauðsynlega einingu verka- lýðsins í kaupgjaldsbaráttunni sem framundan er. Drengur fyrir bíl Fimm ára gamall drengur varð fyrir bíl á Suðurlands- brautinni í gærdag um fjögur leytið og slgsaðist nokkuð. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan beint á Landspítalann. Litli drengurinn heitir Gunnar Tryggvason og er til heimilis 1 Tungu. SO PIONOSION LAUGAVEGI 18 SIMI 19113 2 herb. kjallaraíbúð við Holtsgötu, sér hitaveita, sér inngangur. I. veðr. laus. Lítið steinhús við Fálka- götu, 2 herb. íbúð. Útb. 75 þús. 4 herb. góð kjallaraíbúð við Langholtsveg, sér inn- gangur sér lóð. 4 herb. kjallarahæð í Garð- ahreppi, sér hiti, sér inn- gangur. Utb. 175 þús. 5 herb. glæsileg íbúð við Kleppsveg. Raðhús viö Ásgarð, glæsi- leg 6 herb. íbúð á tveim hæðurn, ásamt stofu og eldhúsi á jarðhæð. 1. veðr. laus. 3 herb. íbúð á jarðhæð, 100 ferm. við Digranesveg, selst fokheld með allt frá- gengið utanhúss. Verð 250 þús. Timburhús við Langholts- veg, 4 herb. íbúð ásamt steyptum bílskúr, stór lóð. Timburhús við Þrastargötu, 6 herb. íbúð. Útb. 200 þús. ÓSKA EFTIR: 3—4 herb. hæð eða ein- býlishúsi sem næst mið- borginni. Góð útborgun. 2, 3 og 4 herb. íbúðum. Góð- ar útborganir. Nato-styrkur til frœðim, frœðimanna Eins og undanfarin ár mun N-Atlanzhafsbandalagið (NATO) veita nokkra styrki til fræði- manna í aðildarríkjnm banda- lagsins á háskólaárinu 1964— 1965. Tilgangur NATO-styrkjanna er m.a. að stuðla að rannsóknum á ýmsum þáttum, sem sameigin- legir eru í hugöarefnum, og lífsskoðun bandalagsþjóð- anna í því skyni að varpa Ijósi yfir sögu þeirra, nútíðar og framtíðarþróun til samstarfs og samstöðu og þáu vandamál, sem að þeim steðja. Einnig er stefnt að þvi að efla tengsl bandalags- þjóðanna beggja megin Atlanz- hafs. Upphæð styrks er 2.300 ný- frankar franskir á mánuði, eða jafnvirði þeirrar upphæðar í gjaldeyri annars aðildarríkis, auk ferðakostnaðar. Miðað er við 2—4 mánaða styrkíímabil, en að þeim tíma liðnum skal skila skýrslu til NATO sem ætluð er til opinberrar birtingar. Utanríkisráðuneytið veitir allar nánari upplýsingar og læt- ur umsóknareyðublöð í té, en umsóknir skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 20. desember 1963. (Frá utanríkisráðuneytinu). Tilboðið var helmingi of hótt reiknað Á fundi borgarráðs sl. þriðju- dag var samþykkt tillaga Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur- borgar um að hafna eina til- boðinu sem barst í byggingu sundlaugarinnar í Laugardal. Hafði Húsameistari Reykja- víkurborgar yfirfarið tilboðið og taldi það helmingi of hátt reiknað. Tilboðið var frá Bygg- ingafélaginu Brú hf. og hljóð- aði upp á kr. 10.975.000 i allt verkið en kr. 8.745.000 ef gang- ur og þak yfir áhorfendasvæði væri ekki reiknað með í verkinu. 1 athugun er nú hvaða háttur verður á hafður um framkvæmd verksins. v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.