Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.10.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞJðÐVILIINN Föstudagur 11. október 1963 Larsen beið mikinn ósigur á flokksþingi danska SF ÞingiS snerist gegn samstarfi viS sósialdemókrata Flokksþing Sósíaliska þjóðarflokksins ( S F ) í Danmörku var haldið í Öðinsvé- um um seinustu helgi. Aksel Larsen var endurkjörinn formaður flokksins, en í at- kvaeðagreiðslu um stefnuyfirlýsingu beið hann mikinn ósigur fyrir vinstrimönnum í flokknum. Alcsel Larsen beið ósigur við afgreiðslu á stjómmálaályktun flokksþingsins. Miðstjómin hafði ekki komið sér saman um uppkast að ályktun fyrir þingið og lagði Xormaðurinn einn fram drög að ályktun. Þar var gert ráð fyrir mögu- leikum á samstarfi við sósial- demókrata, ef svo færi að þeir og SF næðu samanlagt meiri- hluta í Danmörku við næstu þingkosningar. Aksel Larsen hélt því fram, að enda þótt ekki yrði um samstarf að ræða í varnar- og utanríkismálum eða Efnahagsbandalagsmálum, gætu ílokkarnir tveir átt gott samstarf í einstökum öðrum málum, t.d. að tryggja fulla atvinnu og góð lífskjör. Máli sínu til stuðnings benti Larsen á gott samstarf flokks- ins við sósíaldemókrata í borg- arstjórn Kaupmannathafnar, en tillaga hans var fyrst og fremst sett fram með það í huga að vinna vinstrafylgl frá krötum. Willy Brauer, borgarstjóri I Kaupmannahöfn, snerist gegn þessu atriði í ályktun Larsens og taldi ekki tímabært að ræða um möguleika á samstarfi við krata. Dariskir sósíal- demókratar hefðu lýst því yf- ir, að samstarf við SF kæmi ekki til greina, og meðal ann- ars þess vegna taldi borgar- stjórinn mjög óheppilegt fyrir flokkinn að biðla opinberlega til krata. Skipuð var nefnd til að um- Hættulegt lyf enn í notkun í Svíþjóð 1 Sviþjóð eru aftur farin að fæðast böm með öll einkenni þess, að móðirin hafi tekið inn nevrosedín. Upp á síðkastið hafa 3 slík tilfelli komið fram. Yngsta bamið er aðeins 6 vikna en það elzta um 5 mán- aða. Ekkert þessara þriggja til- feilla var nefnt í skýrslunni, sem læknastjómin lagði fram í ágúst. Haft er eftir lækni nokkrum að þetta hafi komið alveg á óvart og að ástaeða sé til þess að rannsaka málið rækilega. Sala nevrosedín, sem er hættulegt bömum í móður- kviði, var bönnuð í Svíþjóð í desember 1961, en lyfið var þó selt út á lyfseðil allt fram í júHmánuð í fyrra. Ekki hef- ur tekizt að gefa skýringu á því hvemig konumar, sem fæddu þessi vansköpuðu böm hafa komizt yfir lyfið. Aksel Larsen skrifa ályktunina og náðist samkomulag um orðalag, sem útilokar ekki samstarf við krata, ef flokkamir tveir yrðu i meirihluta, en leggur hins- vegar meiri áherzlu á mismun- andi stefnur flokkanna en gert hafði verið í ályktun Larsens. Jafnframt varð Larsen að lofa flokksþinginu, að engar á- kvarðanir um þátttöku í ríkis- stjórri yrðu teknar af iflokks- forystunni án samráðs við flokkinn allan. Þessi máiamiðl- unarályktun var samþykkt með einu mótatkvæði. Rauði greifinn Að undanförnu hafa staðið yfir miklar deilur í sósíalíska þjóðarflokknum um einn af meðritstjórum SF (flokksblað- ið), Kai Moltke greifa og þing- mann, sem gengið hefur undir nafninu „Rauði greifinn“. Aðr- ir þingmenn flokksins hafa sakað hann um að vanrækja starf sitt, mæta illa á fundum og neita að greiða flokksgjöld, en Moltke hefur svarað því til, að hann sé heilsulítill og oft veikur, síðan hann sat í f angabúðum nazista. Nýlega -<S> Stórmerkar upplýsingar um bernskuskeið stafrófsins í konungsgröf, sem grafin var upp í Gordi- on, fundust grafskriftir með letri, sem áður var óþekkt. Letur þetta notuðu Frygverjar og er það mjög líkt gríska letrinu. Áður var talið, að Grikkir hefðu fyrstir notað sérhljóða í letri sínu, en nú hefur komið í ljós að ekkert er hægt að segja um það með vissu. Bandaríkjamaðurinn Rod- ney Youngs sagði frá upp- greftinum í Gordion á fom- leifafræðingaþinginu, sem haldið var í París á dög- unum. Vakti þessi frásögn geysimikla athygli. Gordion var höfuðborg Frygíu á 8.— 7. öld f. Kr., en borgin er tveim öldum eldri. Alexand- er mikli hafði þar vetursetu á leiðinni til Indlands. f Gordion fannst konungs- gröf, sem var grafin 70 metra í jörð niður. Grafihýsið var úr tré, og þótt það rotni hraðast allra annarra bygg- ingarefna, hafði það haldið sér mjög vel hér. Auk ýmissa fjársjóða fundust grafskift- ir úr bývari, sem smurt var á bronsplötur. Letrinu svip- ar mjög til gríska letursins frá sama tíma, þ.e. 8.—7. öld f. Kr. Grikkir tóku letur sitt frá Semítum, sem ekki not- uðu sérhljóða Hingað til hafa menn haldið, að Grikkir hafi fyrstir tekið upp sér- hljóða í letur sitt, en nú hef- ur komið í ljós, að Frygverj- ar nota sömu 5 sérhljóðana og Grikkir. Menningaráhrif bárust þá frá austri til vest- urs, og er óhugsanlegt, að Frygverjar hafi lært af Grikkjum. Þar sem nýja letrið með sérhljóðum kom fram um líkt leyti í Hellas og Litlu-Asíu er ekki hægt að segja með vissu hvorir breyttu fyrst semitaletrinu. Sennilegast þykir, að bæði Grikkir og Frygverjar hafi byggt letur sitt á sameigin- legri fyrirmynd, sem enn sé óþekkt. Fornleifafundurinn 1 Gordi- on hefur þegar hleypt af stað miklum umræðum með- al vísindamanna í þessari grein. Hann hefur kollvarp- að öllum fyrri kenningum um uppruna sérhljóða og þar með frumbernsku stafrófsins hótaði hann að segja sig ú flokknum vegna óánægju me'; stefnu flokksforystunnar. Þingið afgreiddi þetta ut: talaða mál með því að skyld. greifann til að greiða sín gjöld Jafnframt var hann talinn hafa fullgilda ástæðu til að starfa minna en aðrir þing- menn, en honum var gert að tilkynna veikindaforföll. Norski SF-flokkurinn Allmiklar umræður urðu á þinginu um afstöðu norska SF-flokksins til stjómarkrepp- unnar í Noregi. Aksél Larsen og danska SF-blaðið hafa gagn- rýnt norsku sósíalistana fyrir að fella stjórn Verkamanna- flokksins og hefur Larsen hald- ið því fram líkt og norskir kommúnistar, að þegar um sé að velja ríkisstjórn borgara- flokkanna og stjórn sósíal- demókrata, beri sósíalistum að hjálpa krötum. Formaður æskulýðshreyfing- ar danska SF-flokksins, Vagn Rasmusen, déildi á Aksel Larsen fyrir þessa afstöðu og lýsti yfir ákveðnum stuðningi sínum við stefnu norska SF- flokksins í þessu máli. Enginn varafor- maður kosinn Þegar kjósa átti formann fyrir næstu tvö árin, komu fram þrjár tillögur: Aksel Larsen, Willy Brauer og lýð- háskólamaðurinn Niels Höj- lund. Brauer og Höjlund neit- uðu þó að vera í kjöri og var Aksel Larsen kosinn með 79 af 98 mögulegum atkvæðum. Fram kom tillaga um að kjósa varaformann og hafði Morten Lange verið nefndur í þann sess. Átti með Því að tilnefna arftaka Larsens. Til- laga frá m.a. Willy Brauer um að kjósa engan varaformann var samþykkt. ☆ ☆ ☆ Kaupmannahafnarblöðin hafa fullyrt eftir að þinginu lauk, að Willy Brauer, borgarstjóri, sé nú sjálfkjörinn „krónprins" í flokknum og geti hann náð völdum af gamla manninum, Larsen, þegar hann telji það timabært. Brauer er kunnur maður í verkalýðshreyfing- unni og var lengi formaður Prentarafélags Kaupmanna- hafnar. ^öszes-. . f ,.-. <-------1 |l iaúá. Ábyrgðalaust hjaI her- foringja í Svíþjóð Moskvublaoið Sovétskaja Rossía vitnar í orð Akermanns hershöfðingja í viðtali við Ex- pressen. Viðtal þetta var í sam- bandi við heimsókn scndi- nefndar úr kínverska hernum til Svíþjóðar. „Það er hernað- arlega mikilvægt að hafa gott samband við Kína. Ef Sovét- ríkin ráðast á Svíþjóð, gætu Kínverjar hjálpað okkur að bíta í rassinn á Rússum.“ Er greinin í Sovétskaja Ross- ía skrifuð í undrunartón og segir þar m.a.: „Okkur kemur spánskt fyrir sjónir að heyra herforingja, sem aldrei hefur tekið þátt í árás, né reynt um- sátur. hjala svo gáleysislega." Svíar vilja ekki stríð og trúa ekki „innihaldslausum upp- spuna“ um fyrirhugaða árás Sovétrikjanna á Svíþjóð. Sov- étríkin hafa aldrei sýnt Svi- um annað en vinarþel og á vallt verið búnir til samvinnu við þá. Yfirlýsing Ákermans hers- höfðingja er svo óvinveitt Sov- étríkjunum, að hún hlýtur að vekja undrun. Að lokum segir í greininni, að þótt orð Ákermans spegli afstöðu nokkurra hernaðar- sinna í Svíþjóð, fái þau víst lítinn hljómgrunn í eyrum annarra, og spilli engan veg- inn sambúð ríkjanna. Þýzkulund fær uð komu upp herstöðv- um í Frukklundi Má taka við Couve de Ekkert stendur í vegi fyrir því, að V-Þýzkaland taki við herstöðvum Bandaríkjamanna í Frakklandi, þegar þeir flytj- ast brott innan skamms, sagði Maurice Couvc de Murville, utanríkisráðherra Frakklands í ræðu fyrir skömmu. Sagði hann einnig, að sennilega yrði hægt að ganga frá málinu inn- an ramma fransk-þýzka sam- vinnusamningsins. -<S> Víkinguskip funnst / Vestur-Svíþjóð Skammt norðan við Karlstad fannst gröf með víkingaskipi og áhöfn þess. Þessi fundur er álíka merkilegur og Oseberg- skipið fræga, sem fannst í Nor- egi. Vonír standa til þcss, að þessi fundur geti leyst margar gátur í sögu Vestur-Svíþjóðar. Skipið liggur undir haug, um 36 metra í þvermál. Gunnar Ekelund, fornleifafræðingur frá Stokkhólmi, fann skipið fyrir tæpri viku, en fyrst í gær var hann svo viss í sinni sök, að hann gæti tilkynnt fundinn. Sönnunarmerki þess, að hér væri um gröf að ræða er að nokkrum metrum neðan við yfirborð jarðar fannst lag af steinum og undir þeim leir- lag. Með því að reka stengur nið- ur í hauginn komst Ekelund að raun um að í gröfinni lægi víkingaskip. Umfangsmikill uppgröftur stendur nú fyrir dyrum. af USA segir Murville Eins og kunnugt er, tók franska stjórnin því iíla, þeg- ar sá orðrómur kvisaðist, að McNamara varnarmálaráðherra Bandarikjanna hefði fært í tal við von Hassel, vamarmála- ráðherra Vestur-Þýzkalands að láta Þjóðverjum herstöðvamar eftir, án þess að ræða málið áður við Frakka. Frönsku blöðin kölluðu þessa fram- komu Bandaríkjanna „dipló- matískan kinnhest“ á de Gaulle, og töldu þetta bama- legt í hæsta máta. Utanríkisráðherra Frakk- lands kvað nú upp úr í ræðu sinni með, að Frakkar væru fúsir til þess að gleyma þess- ari klaufalegu byrjun og vildu hefja samninga. Átök í Singapore SINGAPORE 9/10 — I dag beitti lögreglan í Singapore gúmmíkylfum gegn verkfalls- vörðum, er tekið höfðu sér stöðu fyrir utan stóra verk- smiðju í borginni. Allsherjar- verkfallið, sem er gert að til- hlutan vinstrisinnaðra verka- lýðsssambanda, heldur þó á- fram að breiðast út. I gær kom oftlega til átaka milli verk- fallsmanna og lögreglu. I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.