Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 10
10 slÐA ÞJÓÐVILJINN NEVIL SHUTE: SKÁK- BORÐID 1. kafli Ég sá John Tumer í fyrsta skipti hinn 25. júní í fyrra. Hann kom til min samkvæmt tilvísun frá lækni í Watford: ég er með bréfið fyrir framan mig. Kæri herra Hughes, Mér þætti vænt um ef þér gætuð séð af tíma fyrir einn af sjúklingum mínum, herra John Tumer. Herra Tumer hefur þjáðst af svima og yf- irliðum: ég hef stundað hann síðan hann hneig niður 1 Strand Palace hótelinu og var þá í óviti í nokkrar mín- útur. Sjónin á vinstra auga virðist hafa orðið óeðlileg á síðustu mánuðum. Árið 1943 fékk hann alvarleg höfuð- meiðsli og mér þætti ekki ó- eðlilegt að einkennin nú gætu staðið í sambandi við þau, og af þeim sökum þætti mér vænt um ef þér vilduð rann- saka hann. Herra Tumer er kvæntur maður en bamlaus. Hann vinnur 1 einhverri grein mat- vælaiðnaðar og virðist hafa 800—1000 punda tekjur á ári. Yðar einlægur V. C. Worth, MB, BS Herra Tumer kom til mín síðdegis þennan dag; hið fyrsta sem ég tók eftir þegar aðstoð- arstúlka mín vísaði honum inn, var örið. Það var eins og djúp dæld frá ofanverði vinstri auga- brún og upp í hársrætur, allt að tíu sentímetrar á lengd. Það var djúp gjá í enni hans, rauð og reiðileg. Að öðru leyti var herra Tum- er ekki sérlega geðþekkur. Hann var um fertugt með frísklegan litarhátt og skollitað hár, dálít- ið farið að þynnast. Hann var Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtístofa STEIND og DÓDO r.augavegi 18 III. h. flyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfl TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SÍMI 14662. hArgreiðseustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 — Nuddstofa & sama stað. •— glaðklakkalegur og framkoman dálítið glannaleg og hæfði ekki vel lækningastofu minni; hann var þannig manngerð að hann hafði getað verið lífið og sálin í samkvæmi á sambærilegri öi- krá eða við veðreiðar. Hann var klæddur dálítið áberandi brún- um fötum með litsterkt bindi og hélt á harðkúluhatti. Ég reis á fætur um leið og hann kom inn. — Góðan dag- inn, herra Tumer, sagði ég. Hann sagði: — Hæ, læknir. Hvemig gengur það? Ég brosti: — Ágætlega, þökk fyrir, sagði ég. Ég benti honum á stólinn fyrir framan skrif- borð mitt. — Fáið yður sæti, herra Tumer, og segið mér hvað amar að yður. Hann settist með hattinn á hnjánum og brosti til mín glað- lega en dálítið taugaóstyrkur. — Það er ekki mikið að mér laaknir. Kannski hefði ég gott af einhverri mixtúru. Sjáið til, læknir, sagði hann í trúnaði. Þetta ör á toppstykkinu á már gerir fólk hrætt. Svei mér þá. Allir læknar sem ég fer til, fá tilfelli og segja að ég verði að fara til sérfræðings. Enginn vill hreyfa við mér. Hann hló inni- Iega. — Mér er bláköld alvara. Þeir fá tilfelli. Ég brosti til hans; maður verður að vekja traust. — Haf- ið þér nokkur óþægindi af sár- inu? spurði ég. Hann hristi höfuðið. — Alls engin. Það dunkar stundum dá- lítið í þvi. Einu vandræðin eru að sjá rakarann þegar ég þarf að láta klippa mig — þeir ætla alveg að farast. Hann hló hjart- anlega. — Annars er nú ekki mikið að klippa. Ég seildist eftir blokkinni minni. Ég þarf fyrst að fá nokkrar upplýsingar, sagði ég. Hann sagði mér aldur sinn, heimilisfang og starfsgrein. Hann virtist vera sölumaður í hveiti. — Komvörur h.f., sagði hann. — Ég byrjaði að vinna hjá þeim 1935 og svo fór ég aft- ur til þeirra eftir stríðið. Ég tók upp bréfið á borðinu og renndi augunum yfir það. — Ég sé að þér hafið talað um svimaköst við Worth lækni, S3gði ég. Fáið þér þau oft? Hann sagði: — Nei, nei. Fékk þau kannski tvisvar eða þrisvar síðasta mánuðinn. Þau standa ekki lengi — nokkrar sekúndur, kannski hálfa mínútu. Hann hló vandræðalega. Það gerir mann dálítið ringlaðan. Ég býst við að ég þurfi mixtúm, læknir. Ég sagði það við Worth lælgii. — Já, sagði ég og krotaði í blokkina mína. Hvað er iangt síðan þér fenguð þessi köst fyrst, herra Tumer? — Ég veit það ekki. Lfklega nokkrir mánuðir. Ég leit aftur á bréfið. — Worth læknir segir að þér hafið dottið niður í Strand Palace hótelinu, sagði ég. Hvemig vildi það til? — Jú, sjáið þér til, sagði hann. Það var svona. Við þurfum að gera ýmislegt fyrir viðskiptavin- ina í minum bransa — fyrir- tækið kostar það, skiljið bér. Jæja, það er ekki að orðlengja það, ég var í ameríska bamum á fimmtudaginn var með Izzy Guildas og öðmm Portúgala — gyðingum, skiljið þér, en ágætis náungum samt — og allt í einu lognaðist ég útaf. Svei mér þá. Ég lognaðist beinlínis útaf, datt hreinlega af barstólnum og á gólfið. Þegar ég raknaði við, var ég frammi í snyrtiherberginu, endilangur á gólfinu og einhver var að sulla vatni framan í mig og búið að aflaga flibbann minn. Það var nú meiri uppákoman. Ég sagði: — Hve lengi vomð þér mpðvitundarlaus, hr. Tum- er? — Ég veit það ekki. Kannski þrjár eða fjórar mínútur. Ég skrifaði í blokkina mína. — Þegar þér röknuðuð við, fund- uð þér þá nokkum sársauka? — Ég hafði fjandans höfuðverk. Og mér var óglatt líka. — Um hvaða leyti dags var þetta? — Um áttaleytið að kvöldi. Við ætluðum einmitt að fara að borða. Ég var búinn að hlakka til þessa kvöldverðar. Hann hló. — Hvað gerðuð þér? Leit nokk- ur læknir á yður á hótelinu? Hann hristi höfuðuið. — Ég sat í snyrtiherberginu svo sem hálftíma, þangað til mér leið betur, og þá fór ég heim í neðan- jarðarbrautinni og fór í rúmið. Konan sagði mér að liggja dag- inn eftir og sótti Worth lækni. — Ég skil, sagði ég. Ég skrifaði, enn í blokkina. Höfðuð bér dmkkið mikið, herra Tumer? spurði ég. Fyrirgefið spuming- una, en ég þarf að fá allar stað- reyndir. Hann hló aftur. — Ég hef fundið á mér nógu oft til þess að ég get vel talað um það, læknir. Þér getið spurt hvem sem er, sem þekkti Jackie Tum- er á stríðsárunum. En satt að segja. þá hafði ég ekkert dmkk- ið að ráði. Ég drakk nokkra bjóra með hádegismatnum og síðan ekkert fyrr en við komum í ameríska barinn um kvöldið. Ég var búinn að drekka einn þurran Martini og Izzy var að panta annan umgang þegar ég leið útaf. — Það er ósköp skikkanlegt, sagði ég. Hann tók mig á orðinu. — Ég vildi óska að þér segðuð það við konuna mína. Hún er alltaf að fjasa út af öllijm bjómum sem ég drekk. En ég er hrifn- astur af bjór. Ég hætti mikið til við sterka drykki fyrir svo sem ári. Ég fékk dunk í hausinn af þeim, svo að ég halla mér eink- um að bjómum. Ég sikrifaði hjá mér. — Þér fáið þetta dunk af whiskýi til dæmis, en ekki af bjór? — Það er rétt. — Og hvar er þetta í höfðiaa þegar þér fáið það? Undir sár- inu? — Nei, svona einhvem veginn fyrir innan það. Ég krotaði í blokkina. Svo rétti ég honum silfurkrús með sígarettum, hann þáði eina. Ég kveikti í minni, og viðutan stakk ég kveikjaranum strax 1 vasa minn um leið og ég ieit upp. — Voruð.þér þreyttur þetta kvöld? spurði ég. Hann leit snöggt á mig. — Það er fyndið að þér skuluð spyrja að því, sagði hann. Ég var alveg útkeyrður. Ég hef sjaldan verið eins uppgefinn. — Þér höfðuð átt erfiðan dag? Hann hristi höfuðið. — Ég hafði ekki gert mikið. Ég held ég þurfi einhverja mixtúru. Góða sterka mixtúru, læknir — það er það sem ég þarf. Ég sagði það h'ka við Worth lækni. Annað gengur ekki að mér, sagði ég. — Fáið þér oft þessa þreytu- kennd, herra Tumer? Hann svaraði ekki, hann var að baksa við kveikjarann sinn. Hann hélt sígarettunni milli var- anna. Hann hafði tekið kveikjar- ann úr jakkavasanum með hægri hendinni og hélt honum andar- tak eins og hann ætlaði að kveikja á honum með hægri þumalfingri, en þumalfingurinn hreyfðist ekki. Litli fingurinn teygðist í staðinn út 1 loftið. Svo tók hann hann í vinstri hönd og með dálitlum erfiðis- munum tókst honum að snúa riflaða hjólinu og kveikja eld og fá eld í sígarettuna. — Af- sakið, sagði hann. Hvað voruð þér að segja? — Ég spurði hvort þér fynd- uð oft til þreytu. — Stundum geri ég það. Ég átti ekki vanda til þess. Ég er dálítið útkeyrður. — Eruð þér örvhentur, herra Tumer? Hann starði á mig. — Nei. Ég sagði: — Ég sá þér áttuð í smávandræðum með kveikjar- ann. Viljið þér sýna mér aftur hvemig þér kveikið á honum? Hann tók hann upp úr vas- anum — Eigið þér við að ég eigi að kveikja á honum með hægri hendinni, læknir? Hann var dálítið rjóður í andliti. — Já. Getið þér kveikt á hon- um með hægri hendinni? Hann sagði vandræðalega: — Tja, ég var vanur því, en það virðist einhvem veginn ekki tak- ast nú orðið. Hann var að bjástra við hann. — Það er eins og ég geti ekki komið bumal- fingrinum á hjólið. — Hvað er langt síðan þér urðuð varir við þetta? — Ég veit ekki. Tveir, þrir mánuðir eða svo. Ég vildi ekki hræða hann. Ég sagði: — Jæja þá, það skiptir ekki máli núna. Hann horfði á mig dálítið kvíð- andi. — Gikt, auðvitað er það gikt. Ég þekkti náunga sem hætti að geta notað finguma, allt út af gikt. Það lagaðist alveg þegar hann fór að taka Kruschen salt. Þakjárn í 6 til 10 feta lengdum. Verð kr. 13,70 pr. fet (með söluskatti)'. Kaupfélag Hafrifirðinga byggingavörudeild —■ Sími 50292. Þriðjudagur 15. október 1963 S KOTTA Ég aðvara þig. drengur minn . , . . ef þú kemur f jandsamlega fram við nokkura af kærustum minum verður stríð. Verðlagsráð Framhald af 7. síðu. Sigurðsson, Rvík. Til vara: Sigrík Sigríksson. Akranesi. Farmanna- og fiskimanna- samband Islands: Guðmundur H. Oddsson, skipstjóri. Rvík. Til vara: Guðmundur Jensson, Reykjavík. Sökimiðstöð Hraðfrystihús- anna: Ólafur Jónsson, Sand- gerði. Guðlaugur Stefánsson, Vestmannaeyjum. Helgi Þórð- arsson, Isafirði. Til vara: Að- alsteinn Jónsson. Eskifirði. Jón Jónsson, Hafnarfirði. Gunnar Guðjónsson, Rvík. SÖlusamband ísl. fiskfram- leiðenda: Helgi Þórartnsson, frkv.stj. Rvík. Til vara: Mar- geir Jónsson, útgm. Keflavík. Samb. íslenzkra samvinnufél. Valgarð J. Ólafsson, framkvstj. Kópavogi. Til vara: Bjami V. Magnússon framkv.stj. Rvík. Samlag skreiðarframleiðenda: Huxley Ólafsson, frkv.stj. Kefl- avík. Til vara: Ólafur E. Sig- urðsson, frkv.stj. Akranesi. Félag síldarsaltenda á Norð- ur- og Austuriandi: Sveinn Benediktsson. frkv.stj. Rvík. Jón Ámason, Raufarhöfn. Til vara: Aðalsteinn Jónsson Eski- firði. Eyþór Hallsson Siglufirði. Síldarverksmiðjur ríkisins: Sigurður Jónsson, Siglufirði. Til vara: Sveinn Benediktsson, frkv.stj. Rvík. Sölusamtök síldarverk- smiðja á Austur- og Norður- landi: Vésteinn Guðmundsson, Hjalteyri. Til vara: Hermann Lárusson, Neskaupstað. Félag sfldarsaltenda á Suðv.- landi: Margeir Jónsson, útgm- Keflavík. Þorvaldur Ellert Ás- mundsson, útgm. AkranesL Till vara: Tómás Þorvaldssonj útgm. Grindavík. Þorstemn Amalds frkv.stj. Rvík. Félag síldar- og fiskimjöls- verksm. á Suður- og Vestur- landi: Guðmundur Kr. Jóns- son frkv.stj. Rvík. Guðmundur Guðmundsson frkv.stj. Hafnar- firði. Á almennum fundi Verðlags- róðsins þann 9. þ. m. fór fram kjör stjórnar fyrir nsesta starfs- ár. Kjömir voru: formaður: Ingimar Einarsson, lögfræðing- ur, ritari: Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri, Sandgerði, vara- formaður: Jón Sigurðsson. skrifstofustj., vararitari: Guð- mundur Kr. Jónsson, framkv. stj. Verðlagsráð sjávarútvegsins á'kveður lágmarksverð á öllum tegundum fersks sjávarafla. Við hverja verðákvörðun eiga 12 menn sæti í ráðinu, 6 frá seij- endum og 6 frá kaupendum. Reykjavík, 11. október, 1963. Verðlagsráð sjávarútvegsins. AHt er á hreyfíngu.. s Framhald af 7. síðu. segulmælinga hafa sýnt, að stefnan á pólana breytist eftir aldri bergtegundanna. 1 ungu bergi, sem runnið hefur síðustu 50—100 milljónir ára, er stefna segulsviðs þeirra á pólana rétt, að meðaltali. 1 gömlu bergi kemur hins vegar fram mikið frávik milli stefn- unnar á pólana í bergi í Ev- rópu og Norður-Ameríku. Af því er dregin sú ályktun, að Atlanzhafið hafi breikkað um helming á tilnefdu tímaskeiði. Það var einnig með jarðsegul- mælingum, sem áströlsku jarðfræðingamir komust að niðurstöðum sánrnn um til- flutning meginlands Ástralíu. En nú vafcnar sem fyrr sú spuming, hvaða afl flytur meginlöndin úr stað. Þá verð- ur þess minnzt, að við suðu leitar vatn í potti upp um miðbikið og berst út til hlið- anna og sígur þar síðan niður. Hliðstæð hræring er talin ger- ast í jarðkúlunni. Hiti af völd- um geislavirkni er talin koma þessum hreyfingum af stað innan jarðkúlunnar. Til skamms tíma var ekki kunnugt um neitt, sem styddi þessa kenningu. En á undanförnum ámm hafa jarðfræðingar kom- izt að þeirri niðurstöðu við mælingu segulmagns jarðar, að við neðansjávarhrygginn í Atlanzhafi sé uppstreymi jarðefna og að uppstreymi þetta skiptist nokkru áður en nær hafsbotni. Og þeir telja sig jafnvel hafa fundið gjá í hryggnum. Ekki getur þetta talizt sönnun kenningarinnar, en andstæðingum hennar er farinn að renna móður. Haraldur Jóhannsson. Bifreiðaleiqan HJÓL « Simi 16-37H i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.